Morgunblaðið - 16.11.1982, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 16.11.1982, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 3 Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík: Skráning óflokks- bundinna, sem ætla að kjósa, hefst á morgun SKKÁNING óflokksbundinna stuóningsmanna Sjálfstæðisflokks- ins, sem vilja taka þátt í prófkjörinu í Reykjavík síðar í þessum mánuði, hefst á morgun, miövikudag, að þvi er segir í frétt er Morgunblaðinu hefur borist frá skrifstofu Sjálfstæð- isflokksins. Fer fréttin hér á eftir í heild sinni. Skráning fyrir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sem ekki kjósa að vera flokksbundnir en óska eftir að kjósa í prófkjörinu 28. og 29. nóvember nk., hefst í Valhöll, Háaleitisbraut 1, mið- vikudaginn 17. nóvember nk. Skráning stendur yfir á venju- legum skrifstofutíma frá kl. 9—12 og 13—17 og einnig laugardaginn 20. nóvember frá kl. 10—12 og skulu menn skrá sig persónulega. Skráningu lýkur fimmtudaginn 26. nóvember og verður þá skrif- stofan opin þann dag til kl. 24.00. Starfsmaður ÁTVR: Stal miklu magni af spíritus KOMIST hefur upp stuldur starfs- manns ÁTVR á miklu magni af spír- itus og er talið að um sé að ræða a.m.k. hundruðir litra, samkvæmt upplvsingum sem Mbl. fékk hjá Kannsóknarlögreglu ríkisins í gær. Fjórir menn aðrir eru viðriðnir málið og voru þeir í yfirheyrslum um helgina, en starfsmaður ÁTVR hefur játað á sig þjófnaðinn. Stuidurinn hófst í byrjun þessa árs og hefur staðið síðan og spír- anum jafnframt verið dreift. Upp komst um athæfið þegar lögreglan í Reykjavík var að kanna ólöglega dreifingu á áfengi og var m.a. gerð húsleit i húsi við Laugaveg í því sambandi. Enginn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, enda málið talið upplýst að mestu. Maðurinn sem stal spíranum frá Áfengisverslun- inni vann við áfengisblöndun og hafði því aðgang að spíranum. Boðið að sýna Silkitromm- una á leiklistar- hátíð í Nancy Silkitromman fer til Caracas í Venezuela ÞJÓÐLEIKHÚSINU hefur borist formlegt boð um að sýna Silki- trommuna eftir Atla Heimi Sveins- son, á leiklistarhátiðinni í Nancy i Frakklandi næsta vor, samkvæmt upplýsingum scm Mbl. fékk hjá Sveini Einarssyni Þjóðleikhússtjóra. Sveinn sagði að leiklistarhátíðin í Nancy væri ein þekktasta leik- listarhátíð í Evrópu, en íslenskir leikarar hefðu einu sinni sýnt verk þar, en það var Inúk-hópurinn sem sýndi þar fyrir u.þ.b. 7 árum. Sveinn kvað hátíðina í Nancy mjög framsækna og þangað væri boðið sýningum sem forvitnilegar þættu hvað framsækni snerti. Sveinn sagði að hátíðin yrði síð- ustu vikuna í maí, en óvíst væri hvort unnt væri að þiggja boðið, bæði vegna ferðar með Silki- trommuna til Caracas í Venezuela og kostnaðar við slíkar ferðir. í Caracas væri stór listahátíð, en hún er sú þekktasta í Ameríku allri, að sögn Sveins. „Samkvæmt reglum Fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sem samþykktar voru á almennum Fulltrúaráðsfundi hafa flokksbundnir sjálfstæðis- menn í Reykjavík atkvæðisrétt, ásamt þeim sem undirritað hafa inntökubeiðni í flokksfélag fyrir lok kjörfundar. Þá hafa þeir stuðningsmenn flokksins, sem hafa skráð sig til þátttöku í prófkjörinu, einnig atkvæðisrétt samkvæmt ofangreindu." Rússneskt flotdufl fannst RÚSSNESKT flotdufl fannst nýlega á reki út af Svörtuloftum og barst tilkynning um það til Landhelgisgæslunnar og hirti varðskipið Óðinn dufliðúr sjónum. I)ufl þessi eru notuð af rússneskum móðurskipum, en duflunum er komið fyrir á siðum þeirra þegar skip eru affermd. Ljósmynd: llclgi llallvarósson Egilsstaöir: Brotist inn í Kaupfélagið Egilsstöðum, 15. nóvember. BROTIST var inn í Kjörbúð Kaupfé- lags Héraðsbúa á Egilsstöðum að- faranótt sunnudags, og stolið sex þúsund krónum, fjórum búðarköss- um í versluninni. Farið var inn með þeim hætti að rúða í útidy rahurð var brotin. Vettvangsrannsókn leiddi i Ijós, að hér hafa tveir staðiö að verki, en málið er enn óupplýst að sögn lögreglu. í vor var einnig brotist inn i Kaup- félagið með svipuðum hætti og nú. Það innbrot er einnig enn óupplýst. — Ólafur Þú getur kjaraskerðingunni með kaupmáttarauka frá ' * — Prjónavélar og saumavélar við allra hæfi á verði og skilmálum, sem henta öllum. Allir vita aö 1. desember verða laun fólksins í landinu skert verulega og er ekki á bætandi. Þaö þrengir því mjög að þorra landsmanna og ríður á að menn fái, sem mest út úr hverri krónu, sem varið er til nauðsynjakaupa. TOYOTA-SAUMAVÉLARNAR OG PRJÓNAVÉLARNAR eru löngu landskunnar gæðavörur og létta fólki lífið á um 7000 heimilum. KOMDU OG TRYGGÐU ÞÉR KAUPkiÁTTARAUKA FRÁ TOYOTA FYRIR JÓLIN. TOYOTA KS 901 PRJÓNAVÉLIN Hér getur þú gefiö sköpunargleöinni lausan tauminn, hvort, sem þú prjónar af ást eöa til aö hagnast á því. Þú snýrð bara tökkum til að ákveða mynstrið, eða stingur inn mynst- urkorti og lætur vélina um allt. Sáraeinföld gæðavél frá japönskum meisturum og verðið aðeins 9865 kr. PÁLINA SAUMAVÉLIN Þú getur bókstaflega allt meö þessari frábæru vél, sem ber frægasta saumakerlingarnafn í heimi og þaö meö rentu. VERÐIÐ AÐEINS KR. 3856 Þú kemst langt þótt þú eigir ekkert nema saumamaskínu frá TOYOTA. T0Y0TAVARAHLUTAUMB0ÐIÐ ARMULA 23 SIMI 81733.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.