Morgunblaðið - 16.11.1982, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 16.11.1982, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 5 Sjómenn óánægðir með tollgæzluna Hlutfall tollfrjáls varnings af launum hefur lækkað úr 18% í 4% á síðustu 14 árum MIKILLAR óánægju í garð tollgæzlunnar gætir nú hjá sjómönnum. Telja þeir samskiptin við tollgæzluna óviðunandi og benda auk þess á, að verð- mæti lcyfilegs tollfrjáls varnings við heimkomu hefur lækkað úr 18% af grunnlaunum háseta niður í 4% á síðustu 14 árum. Sé tekið mið af launum yfirmanna eða yfirvinnu sjómanna er hlutfallið enn lægra. Morgunblaðið ræddi vegna þessa við Guðmund Hallvarðsson, formann Sjómannafélags Reykja- víkur. Sagði hann, að samskipti sjómanna á farskipum við toll- þjóna færu nú mjög versnandi og virtist sem keyrt hefði um þver- bak í þeim málefnum. Tollgæzlan væri rekin meira af kappi en for- sjá. Menn væru þó ekki að agnúast út í tollþjóna sjálfa, sem væru væntanlega bara að hlúða skipun- um yfirmanna sinna. Sem dæmi um þetta mætti nefna, að nýlega hefði 16 ára gamalt lampaút- varpstæki verið tekið af skipverja vegna þess, að hann hafði ekki tollpappíra upp á það. Þá væru ýmis dæmi um það, að verið væri að hirða af mönnum hunguriús umfram leyfilegt magn af áfengi, Guðmundur sagði, að leið til þess að lagfæra þetta á einhvern hátt væri sú, að farmenn fengju viðskiptabók, sem sýndi gjaldeyr- iseyðslu þeirra og gætu þeir safn- að sér rétti til innflutnings á verð- meiri hlutum, með því að koma ekki með eitthvað heim í hverri ferð. Þeir væru sem sagt verðlaun- aðir fyrir að fara vel með gjald- eyrinn. „Þessi mál eru nú komin í það mikið óefni, að ekki verður við un- að öðru vísi en að sá varningur, sem menn mega koma með toll- frjálsan til landsins, verði í sam- ræmi við leyfilega gjaldeyrisút- tekt og þá jafnframt horft til tollviðskiptabókar," sagði Guð- mundur. TOLLUPPHÆÐIR og % hlutfall af launum háseta sem sjómaður má koma með heim frá útlöndum. Dagsetningar eru þegar ný tollreglugerð hefur verið gefin út nema sú síðasta. Prósentur eru gróflega reiknaðar. fjarv. % fjarv.Jengur % fjarv.lengur % mán.laun hjá skemur cnhlutf. en 20 dagarhlutf. en 40 dagar hlutf. háseta á byrj. 20 dagar af aó 40 d. af en 40 dagar af launum laun laun laun 28/11 1968 kr. 150018% kr. 500058% kr. 8.544 25/05 1972 kr. 1500 8% kr. 500025% kr. 19.967 01/08 1975 kr. 3000 6% kr. 900016% kr. 14000 25% kr. 56.051 12/04 1978 kr. 7000 6% kr. 2100017% kr. 32000 26% kr. 124.091 05/10 1979 kr. 15000 6% kr. 4000017% kr. 60000 26% kr. 230.139 13/07 1981 nýkr. 200 4% nýkr. 60013% nýkr. 900 19% nýkr. 4.713,83 07/04 1982 nýkr. 350 5% nýkr. 105016% nýkr. 1400 22% nýkr. 6.265.00 01/10 1982 nýkr. 350 4% nýkr. 105013% nýkr. 1400 17% nýkr. 8.025,00 Hver vill hlusta á geimfar- ana í síma? SÍMNOTENDUR hér á landi, sem áhuga hafa, geta hlustað á samtöl áhafnar bandarísku geimferjunnar Kólumbiu við stjórnstöðina í Houston í Texas er ferjan kemur inn til lendingar. Ók á staur — grunaður um öivun BRONCO-jeppa var ekið á ljósa- staur á Ánanaustum á laugar- dagskvöld og brotnaði staurinn, en jeppinn skemmdist talsvert, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá lögreglunni í gær. Ökumaður jeppans hvarf af vettvangi, en hann fannst síðar. Hann er grunaður um ölvun. í fréttatilkynningu frá Póst- og símamálastjórninni, sem Morgunblaðinu hefur borist, seg- ir að hringja beri í síma 1-307- 410-6272 í Bandaríkjunum frá klukkan 04 í nótt sem leið, til klukkan 14.28 í dag, er Kólumbía á að lenda. Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík: Utankjörstaðakosning hefst á morgun MORGUNBLAÐINU hefur borist cftirfarandi fréttatilkynning frá full- trúaráði sjálfstæöisfélaganna í Reykjavík, um utankjörstaðaat- kvæðagreiðslu í prófkjörinu, sem fer fram dagana 28. og 29. nóvember næstkomandi. Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna næstu alþingis- kosninga fer fram dagana 28. og 29. nóvember nk. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla vegna prófkjörsins hefst miðviku- daginn 17. nóvember og stendur yfir frá kl. 14—17 mánudaga til föstu- daga, og laugardaga frá 10—12. Utankjörstaöakosningin stendur yfir til laugardagsins 27. nóvember, að þeim degi meðtöldum. Utankjör- staðaatkvæðagreiðslan fer fram á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, Háaleitisbraut 1, II. hæð. Atkvæðisrétt í prófkjörinu eiga: a) allir flokksbundnir sjálfstæð- ismenn 16 ára og eldri, b) stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins sem eiga munu kosningarétt í Reykjavík 1. janúar 1983 og undir- ritað hafa inntökubeiðni í sjálf- stæðisfélag í Reykjavík fyrir kjör- fund eða á kjörfundi, c) stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins sem ekki óska eftir að gerast flokksbundnir en eiga munu at- kvæðisrétt í Reykjavík 1. janúar 1983 og hafa skráð sig til þátttöku í prófkjörinu á skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins, Háaleitisbraut 1, fyrir kl. 24, fimmtudaginn 25. nóv- ember: nk. Á atkvæðisseðlinum er nöfnum frambjóðenda raðað eftir staf- rófsröð. Til þess að atkvæðaseðill teljist gildur skal krossa framan við nöfn frambjóðenda hið fæsta og mest 10 nöfn. Frambjóðendur voru valdir með framboðum studdum af 20 flokksbundnum sjálfstæðis- mönnum og af kjörnefnd, sem skipuð er 15 kjörnum og tilnefnd- nm síálfstæðismönnum. svo sem þrjá bjóra eða slatta í léttvínsflöskum. Það væri nauðsynlegt að bæta þessi samskipti og breyta tollreglugerðinni í þá átt, að skynsamlegt hlutfall yrði á milli gjaldeyrisskammts farmanna er- lendis og leyfilegs tollvarnings við heimkomuna. Nú mættu menn taka 30% launa út í erlendum gjaldeyri, en væri svo aðeins heimilt að koma með tollfrjálsan varning heim að verðmæti 350 krónur eftir hverja ferð, sem væri styttri en 20 dagar. Dæmið gæti litið þannig út, að á mánuði hefði háseti um 15.000 krónur með yfir- vinnu. Honum væri því heimilt að taka um 4.500 krónur af launum sínum í erlendum gjaldeyri, en miðað við tvær ferðir á mánuði mætti hann aðeins koma heim með varning að verðmæti 700 krónur. Rétt væri þá að geta þess að áfengi og tóbak væri undanskil- ið í þessari upphæð. I láskólatónlcikar: Jónas Ingimund- arson leikur verk eftir Chopin HÁDEGISTÓNLEIKAR eru haldnir hvern miðvikudag í Norræna húsinu á vegum Tónleikanefndar háskól- ans, og hefjast kl. 12.30. Miðvikudaginn 17. nóvember leikur Jónas Ingimundarson píanóleikari ýmis verk eftir Chop- in, tvær polonesur og sex etýður. Tónleikarnir eru öllum opnir. Þeir vara um 40 mínútur; aðgangseyrir er kr. 50. Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! fHforgiittiMgi&tö Litasjónvörp í fararbroddi... í tilefni af frábærum árangri LUXOR rafeindaútbúnaóar við móttöku á sendingum sjónvarpsefnis frá gerfihnöttum höfum við ákveðið að bjóóa takmarkaó magn af 26” litasjónvörpum frá LUXOR á sérlega góðu verði: HUÐMBÆR eða útb. kr. 6000 og afg. á 6 mán HLJOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999/17244

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.