Morgunblaðið - 16.11.1982, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982
15
opna safnið á aldarafmæli Nonna
16. nóvember 1957, og það tókst.
Fjár til safnsins hefir verið afl-
að með ýmsu móti. Styrkir hafa
fengist nær árlega frá bæjarsjóði
Akureyrar og ríkissjóði, og svo
eru nokkrar tekjur af aðgangs-
eyri, minjagripa- og kortasölu og
jafnvel gjöfum, sem aðallega var
fyrst í stað. Viðbygging var reist
vestan við húsið árið 1962, en ár-
lega þarf að vinna að viðhaldi og
lagfæringum hússins, og það
kostar mikið fé.
Safnmunir eru af ýmsu tagi.
Bækur eftir Nonna eru um 160 á
um 30 tungumálum, til að mynda
Nonni og Manni á 18 tungumál-
um, ferðakista, hempa, trefill,
leðurbelti, messusöngbók, bæna-
bók og kross úr silfri, sem allt er
úr eigu Nonna sjálfs, og til dýr-
gripa safnsins telst hárlokkur af
honum, sem móðir hans átti og
varðveitti. Myndir eru geysi-
margar, ýmist úr ævi Nonna og
af honum við ýmis tækifæri, eða
myndir úr bókum hans frá mörg-
um löndum. Margs konar bús-
gögn og húsgögn eru í safninu frá
þeim tíma, þegar Nonni átti
heima á Akureyri, en eru fengin
úr ýmsum áttum. Gripir hafa
verið gefnir víða að, en sumt var
fyrir í húsinu, t.a.m. rúmstæði.
Húsaskipan er að mestu óbreytt
nema suðurstofurnar á neðri
hæð.
Aðsókn að Nonnahúsi hefir
verið nokkuð jöfn árum saman,
þ.p. 4500—5000 gestir á ári, þó að
engin leið sé að telja þá ná-
kvæmlega. Um helmingur þeirra
er útlendingar, ekki síst frá
Þýskalandi og öðrum Mið-
Evrópulöndum, þar sem Nonni
var kunnastur sem rithöfundur.
Alltaf eru nokkrir gestir árlega,
sem koma hingað beinlínis í píla-
grímsferð á bernskuslóðir Nonna.
Það eru aðdáendur hans, sem les-
ið hafa bækur hans eða hlustað á
fyrirlestra hans og jafnvel þekkt
persónulega. Ekki er óalgengt að
þetta fólk fari líka út að Möðru-
völlum og Skipalóni til að litast
um á þeim söguslóðum og sjá þær
með eigin augum.
í Zontaklúbbi Akureyrar eru
nú 37 konur, þar af tvær af stofn-
endum hans, þær Ragnheiður O.
Björnsson og Þórhildur Stein-
grímsdóttir. Stjórn hans skipa
nú: Guðfinna Thorlacius, formað-
ur, Jóhanna Valdemarsdóttir,
varaformaður, Kristín Tómas-
dóttir, ritari, Inger Elíasson,
gjaldkeri, Ragnheiður Dóra
Arnadóttir, stallari, og Margrét
Pétursdóttir, meðstjórnandi.
í Nonnanefnd (stjórnarnefnd
Nonnahúss) eru þessar Zonta-
systur: Guðríður Eiríksdóttir,
formaður, Ragnheiður Gestsdótt-
ir, gjaldkeri, Margrét Hall-
grímsdóttir, María Sigurðar-
dóttir, Ragnheiður Árnadóttir og
Valgerður Valgarðsdóttir.
Safnvörður er Stefanía Ár-
mannsdóttir.
Sv.P.
í bensín!
austur í Hveragerði og til baka á Renault 9 '83
Þeir eru ekki margir stóru bílamir sem eyða aðeins
61 krónu frá Reykjavík til Hveragerðis og
til baka aftur.
Renault 9 var kjörinn BÍLL ÁRSINS í Evrópu 1982
af 52 blaðamönnum bílablaða. Þeir höfðu til
samanburðar allar aðrar bíltegundir í þessum
flokki á Evrópumarkaði. Þeir nefndu m.a. þessi
atriði í dómi sínum:
• Frábært útlit.
• Sérstaklega gott fyrirkomulag hvað varðar
rými, mælaborð og útsýni.
• Ótrúleg spameytni.
• Þægilegri sæti en áður hafa þekkst.
• Viðbragðsfljót, nákvæm og örugg vél.
• Einstakir aksturseiginleikar.
Komið og reynsluakið Renault 9 1983.
Gerð Vél Eyðsla Verð
R9TC 48 din 5,41 142.000.-
R9GTL 60 din 5,41 152.000.-
R9GTS 72 din 5,41 168.000.-
R 9 Automatic 68 din 6,31 172.000.-
Argerð 1983 er komin!
1!
rjW < X?
i ^ |
. rx.x':'y.'-; -----Tlv,
KRISTINN GUÐNASON Hf.
SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI B6633
-------------------------------;---------------—------------------------------ ....
... ................. ............................................... . I
**M»^*..
iflgl
.Sajflfr
:ZíM