Morgunblaðið - 16.11.1982, Blaðsíða 18
18
- MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982
Amin Gemayel, forseti Líbanon, rsðir hér við konung Saudi-Arabíu, Fahd
Ibn Abdel-Aziz, en hann er í opinberri heimsókn í Saudi-Arabíu um þessar
mundir.
Kosið í Brasilíu
Kio de Janeiro, 15. nóvember. Al*.
BRASILIUBÚAR gengu í dag að kjörborði í umfangsmestu kosningum er
haldnar hafa verið þar í landi frá því herinn tók völdin fyrir átján árum og
eru næstum sextíu milljónir manna á kjörskrá.
Joao Figueiredo, forseti lands-
ins, sem hefur lofað að koma á
borgaralegri stjórn að nýju sagð-
ist í gærkvöld vonast til þess að
kjósendur myndu kjósa yfirmenn
„sem kæmu lýðræðinu til hjálp-
ar“. Hann sagði einnig, að þessar
kosningar, þar sem kosnir eru
fylkisstjórar, öldungadeildar-
þingmenn, þingmenn til fulltrúa-
deildar, og yfirvöld bæja og borga,
væru „stór stund" fyrir Brasilíu-
búa.
Lýðræðislegi sósíalistaflokkur-
inn, sá flokkur sem nú situr við
völd, mun að öllum líkindum
mæta harðri samkeppni stjórnar-
andstöðuflokkanna fjögurra, en
það eru flokkar sósíalista og rót-
tækra, sem fengu leyfi Figureire-
do árið 1979 til að taka að nýju
þátt í stjórnmálum þar í landi.
Þúsundir hermanna og lög-
reglumanna voru á ferli fyrir utan
kjörstaði um allt landið til að
koma í veg fyrir uppþot og óeirðir,
en kosningabaráttan, sem stóð í
tvo mánuði, þótti fremur róstur-
söm.
Skoðanakannanir fyrir kosn-
ingarnar bentu til þess að stjórn-
arflokkurinn hefði nokkuð örugg-
an meirihluta í 23 fylkjum lands-
ins, en kosningarétt hafa allir
Brasilíubúar sem eru átján ára og
eldri og eru læsir og skrifandi.
Norska Stórþingið:
Klofningur vegna
fjárveitingar til kjarn-
orkueldflauga NATO
Osló, 15. nóvcmber, frá Jan Krik Lauré, frétlaritara Morgunblaósins.
NORSKA Stórþingið er klofið í afstöðu sinni til þess hvort veita skuli
fjármunum til sameiginlegrar áætlunar NATO-ríkjanna um að koma fyrir
kjarnorkueldflaugum í Vestur-Evrópu. Búizt er við því að ríkisstjórnin hafi
aðeins eins atkvæðis meirihluta á þingi til að framfylgja frumvarpi sínu um
þessa fjárveitinu þegar það kemur til kasta þingsins eftir viku. Farið er fram
á þriggja milljón króna fjárveitinu frá Norömönnum til að undirbúa dreif-
ingu kjarnorkueldflauganna og eiga þessir peningar að renna til smíði
skotpalla.
Norski Verkamannaflokkurinn
sætir ámæli fyrir breytta afstöðu
sína í þessu máli. Framan af var
flokkurinn því fylgjandi að brugð-
izt skyldi við kjarnorkuvígbúnaði
Sovétmanna með því að koma
fyrir kjarnokrueldflaugum í
V-Evrópu, að því tilskildu að fyrst
reyndu NATO og Bandaríkin að
komast að samkomulagi við Sovét-
stjórnina um afvopnun og fækkun
eldflauga. Nú hefur Verkamanna-
flokkurinn sett það skilyrði að
árangur náist í afvopnunarvið-
ræðunum sem fram fara í Genf.
Hægri stjórnin í Noregi kallar
þessa afstöðu Verkamannaflokks-
ins svik við það sem áður hafi orð-
ið samkomulag um. Stjórnin held-
ur því fram að með þessu hverf-
lyndi standi Verkamannflokkur-
inn fyrir því að skapa óvissu innan
NATO varðandi öryggisstefnu
Norðmanna. Fari svo að frumvarp
stjórnarinnar um fjárveitingu nái
ekki fram að ganga er búizt við því
að hún segi af sér.
Irland:
Hallar undan
fæti hjá Haughey
Dyflinni, 15. nóvember. Al*.
CHARLES HAUGHEY forsætisráðherra írlands sem berst fyrir pólitísku lífi
sínu, stendur höllum fæti, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem
birt var i dag. Samkvæmt niöurstöðunum fær flokkur Haugheys, Fianna Fail,
44% atkvæða í kosningunum sem fram eiga að fara um miðja næstu viku.
Helzti keppinauturinn, Fine Gael, fær 42% og sækir ört á, en Verkamanna-
flokknum er spáð 10% fylgi.
44% atkvæða nægja Haughey
ekki til að mynda stjórn, en í síð-
ustu kosningum, sem fram fóru í
febrúar sl., fékk Fianna Fail 47%,
Fine Gael 37% og Verkamanna-
flokkurinn 9%. Þegar spurt er um
persónuvinsældir Haugheys og
Fitzgeralds, fyrrum forsætisráð-
herra og leiðtoga Fine Gael, vilja
55% hinn síðarnefnda sem næsta
forsætisráðherra, en einungis 32%
aðhyllast Haughey.
Ákyörðun Reagans vekur
ánægju í Vestur-Evrópu
— efasemdablær í ummælum Mitterands, Frakklandsforseta
Washington, París og víóar, 15. nóvembcr. AP.
„VIÐ HÖFUM ákveðið að taka ekki þátt í viöskiptum, sem miöa að því að
styrkja hernaðarlega stöðu Sovétríkjanna á einn eða annan hátt,“ sagði
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti í úrtvarpsræðu sem hann flutti á laugar-
dag.
„Þar sem við höfum nú komist
að samkomulagi við bandamenn
okkar í áhrifaríkari og viðameiri
málum er ekki lengur nein þörf á
að beita viðskiptaþvingunum. Ég
aflétti þeim því hér með,“ sagði
Reagan.
Fulltrúar flestra ríkja í Vestur-
Evrópu lýstu yfir ánægju sinni
með ákvörðun Reagans. Efnahags-
bandalagið lýsti t.d. yfir eindreg-
inni ánægju með ákvörðunina.
Sagði í tilkynningu frá banda-
laginu, að þessi ákvörðun væri
skref í þá átt að koma á frekara
jafnvægi í samskiptum þess við
Bandaríkin.
Svipað hljóð var í strokknum í
Lundúnum. Francis Pym utanrík-
isráðherra hældi Reagan á hvert
reipi fyrir ákvörðun hans og sagði
hana „góð tíðindi fyrir Vestur-
lönd.“ Emilio Colombo utanríkis-
ráðherra Ítalíu tók í sama streng
og Pym.
Hins vegar var þyngra hljóðið í
Francois Mitterrand Frakk-
landsforseta. Hann sagði að það
hefði verið þeirra, sem komu þess-
um þvingunum á, að aflétta þeim
og bætti því við að sem betur fer
hefði viturleg ákvörðun orðið ofan
á, er hann tjáði sig um ákvörðun
Reagans. Forsetinn bætti því við í
ummælum, sem fréttamenn höfðu
eftir honum, þar sem hann var
staddur á mikilli alþjóðlegri mat-
vælasýningu í París, að Frakkar
hefðu aldrei verið boðaðir til við-
ræðna um þessi mál.
„Frakkar eru ekki aðilar að
neinu samkomulagi við
Bandaríkjamenn um þessi mál-
efni, a.m.k. ekki að mér vitandi,"
sagði Mitterrand. „Það er ekki
einu sinni víst að um eitthvert
samkomulag sé að ræða,“ bætti
hann við og lauk máli sínu á því að
segja, að það hefði til þessa verið
hann, sem hefði tekið ákvarðanir
varðandi hagsmuni Frakka og svo
yrði áfram.
Noregur:
Leit að kafbáti hætt
Osló, 15. oklóbcr, frá Jan Krik Lauré fréllaritara Morgunblaósins.
LEIT að ókunnum kafbáti í
skerjagarðinum úti fyrir Þránd-
heimi hefur verið hætt. Norski
herinn varð kafbátsins var fyrir
helgi, en sjómaður einn fylgdist
með honum í sjónauka í hálfa
klukkustund. Lýsing sjómannsins
á kafbátnum var svo greinargóð
að sérfræðingar norska hersins
telja fullvíst að um kafbát frá
Austur-Evrópuríki hafi verið að
ræða.
Séð yfir Rauða torgið meðan á útför Brezhnevs stóð. Fyrir miðju er grafhýsi Leníns og t.v. sést í Kremlarmúrinn.
Andrópoff minntist Brés-
neffs sem friðarsinna
Moskvu, 15. nóvembcr. AP.
SÍRENUR vældu í fjarska og skotið var úr fallbyssum á Rauða torginu
þegar svört og rauð kista með jarðneskum leifum Leóníd Brésneffs, Sovét-
leiðtoga í átján ár, var í morgun látin síga niður í gröfina við rætur
Kremlarmúra þar sem aðrir kommúnistaforingjar hvíla. Áður en kistunni
var lokað þrýsti Viktoría Brésneff grátandi kossi á vanga hins látna eigin-
manns síns. Júrí Andrópoff sem nú er mesti valdamaður í Sovétríkjunum
bar mikið lof á hinn látna leiðtoga og kvað hann hafa barizt linnulítið fyrir
friði í heiminum.
Andrópoff varð tíðrætt um það
sem Brésneff hefði af mörkum
lagt í þágu afvopnunar og slökun-
arstefnu, um leið og hann kvað
Sovétríkin reiðubúin til heiðar-
legrar og gagnkvæmrar sam-
vinnu við hvort það ríki sem hefði
einlægan áhuga á samvinnu.
Andrópoff flutti tíu mínútna
ávarp í minningu Brésneffs af
grafhýsi Leníns yfir fjölda er-
lendra gesta og sovézkra ráða-
manna og lét þess sérstaklega
getið í þessu sambandi að hann
mundi gæta helztu hagsmuna
móðurlandsins og tók fram að
hverri tilraun til árásar yrði
mætt af fullkominni hörku.
Viðstödd voru m.a. Bush, vara-
forseti Bandaríkjanna, Indira
Gandhi, forsætisráðherra Ind-
lands, Jaruzelski, valdhafi í Pól-
landi, Fidel Castro, Kúbu-leið-
togi, Suzuki, forsætisráðherra
Japan, Karmal leiðtogi í Afgan-
istan og Zia Ul-Haq, forseti Pak-
istan.
Að útförinni lokinni hitti
Andrópoff erlendu gestina að
máli í Kreml, en þeir Bush áttu
síðar hálftíma samtal um sam-
skipti Sovétríkjanna og Banda-
ríkjanna. Að þeim fundi loknum
sagði Tass, hin sovéezka frétta-
stofa, að Andrópoff hefði heitið
því að vinna að bættri sambúð
ríkjanna á grundvelli „fullkomins
jafnréttis, gagnkvæmrar virð-
ingar og íhlutunarleysis," en
viðstaddir viðræðurnar voru
utanríkisráðherrarnir Schultz og
Gromyko.
Andrópoff ræddi líka einslega
við Gandhi og Carstens, forseta
V-Þýskalands, en flestir aðkomu-
mannaætluðu heimleiðis síðdegis
á mánudag. Kvittur er þó á kreiki
um að Huang Hua utanríkisráð-
herra Kina ætli að dveljast í
Moskvu fram á miðvikudag.
Þúsundir syrgjandi sovétborg-
ara fylgdu Brésneff til grafar og
báru af honum andlitsmyndir í
svörtum römmum, en athöfninni
var sjónvarpað um gjörvöll Sov-
étríkin og auk þess til Banda-
ríkjanna og flestra Evrópulanda.
Hermenn gengu gæsagang með
riffla reidda um öxl og fóru á
undan líkfylgdinni sem lagði upp
frá þeim stað þar sem lík Brésn-
effs hefur staðið á viðhafnarbör-
um síðustu þrjá daga. Brynvagn-
inum með kistuna var ekið inn á
Rauða torgið á hádegi. Andrópoff
og Tikhonoff forsætisráðherra
voru meðal þeirra flokksleiðtoga
sem báru kistuna síðasta spölinn
þar sem fjölskylda hins látna og
helztu ráðamenn stráðu á hana
mold, svo sem siður er. Athygli
vakti að Kirilenko, sem árum
saman var nánasti samstarfs-
maður Brésneffs og þótti einn lík-
legasti arftaki hans en hvarf síð-
an úr stjórnmálanefnd kommún-
istaflokksins nýlega, var í hópi
fjölskyldu hins látna við athöfn-
ina.