Morgunblaðið - 16.11.1982, Page 19

Morgunblaðið - 16.11.1982, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 19 Geimfararnir um borö í Kólumbíu. Frá vinstri: Obermayer, Brand, Lenoir og Allcn. Galli í búningum kom í veg fyrir gönguferð C 'api* Canaveral, 15. november. Al*. YFIRMENN NASA, Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, veltu í dag fyrir sér þeim möguleikum að lengja ferð Kolumbíu um einn dag. Verði af þessari hugsanlegu lengingu gefur það geimfórunum tækifæri til gönguferðar úti í geimnum á morgun. Geimfararnir áttu að halda í gönguferð í geimnum í morgun, en henni var frestað þegar í ljós kom, að búningur beggja var ekki 1 full- komnu lagi. T.d. verkaði kælivifta í búningi Joseph Allen ekki full- komlega rétt. Slíkur búningur kost- ar um 32 milljónir islenskra króna. Atti að reyna að lagfæra gailana á búningunum í kvöld. „Þetta er svo sannarlega enginn kjólfatadagur hjá okkur“, sagði William Lenoir, og sló á létta strengi þegar honum var fyrirskip- að að halda einnig til innandyra og fara hvergi. Honum var svarað í svipuðum tón neðan af jörðu: „Þú veist hvernig þessir mánudags- morgnar eru.“ Erfiðleikarnir komu fyrst í ljós þegar þeir Allen og Lenoir fóru í þar til gerðan þrýstiklefa áður en þeir áttu að halda út í geiminn. Kom þá í ljós gallinn á kæliviftu Allen. Varð hann að fara úr bún- ingnum sökum hita. Til tals kom að Lenoir færi einn í gönguferð, en frá þeirri hugmynd var fallið. Banda- rískir geimfarar hafa ekki farið í gönguferð úti í geimnum í 9 ár. Upplýsingar Prime eyði- lögðu gervihnattanjósnir Lundúnum, 15. nóvember. Al\ AÐ SÖGN Lundúnablaðsins The Sunday Times veitti Geoffrey Prime, njósnari við fjarskiptastöðina í Chelt- enham, Sovétmönnum upplýsingar um fullkomnustu njósnaaðferðir með aðstoð gervitungla, sem nokkru sinni hafa verið undirbúnar á Vesturlönd- um. Að sögn blaðsins var með þess- um útbúnaði, sem hefur dulnefnið „Byeman Project", hægt að hlera skeytasendingar innan Sovétríkj- anna i fjarskiptastöðinni í Chelt- enham. Allt fram til ársins 1975, eða þar til Prime „lak“ upplýsing- unum, höfðu Sovétmenn ekki minnstu hugmynd um að verið var að hlusta á allar þeirra sendingar innanlands. I frétt blaösins segir, að Prime hafi veitt Sovétmönnum þessar upplýsingar um svipað leyti og tveir Bandaríkjamenn, Daulton Lee og Christopher Boyce, sem síð- ar voru handteknir. „Uppljóstranir þessara þriggja manna sýndu Sovétmönnum vel fram á hve óvarðar fjarskiptasend- ingar þeirra voru fyrir tækni Vest- urlanda", segir blaðið. Eftir þessar upplýsingar skiptu þeir um rás og tóku að senda falskar upplýsingar á þeirri rás, sem áður var notuð. Gervihnettir útbúnir til njósna voru fyrst sendir á loft 1966 með það fyrir augum að mynda her- stöðvar og eldflaugapalla Sov- étmanna úr lofti og skrá staðsetn- ingar þeirra. Síðar var kerfið þróað upp í það að geta náð öllum hugs- anlegum sendingum innanlands í Sovétríkjunum, allt niður í tölvu- kerfi sovéska hersins. . . Eiginkona Begins látin Jerúsalem, 15. nóvember. Al\ ALIZA BEGIN, eiginkona Men- achem Begin, forsætisráðherra ís- raels, lést snemma i gærmorgun, 62 ára að aldri. Dánarorsökin var hjartaslag. Eiginmaður hennar var ekki í landinu þegar dauða hennar bar að höndum. Var hann á 10 daga ferðalagi um Bandaríkin og staddur í Los Angeles er honum bárust tíðindin. Ráðgerði hann að snúa heim þegar í stað. Fund- ur þeirra Reagans og Begin var fyrirhugaður á fimmtudag. Aliza hafði verið á sjúkrahúsi frá því í október vegna blóðrás- arerfiðleika. Menachem Begin frestaði m.a. fyrirhugaðri ferð sinni til Zaire um miðjan októ- ber vegna veikinda eiginkon- unnar. Þau Aliza og Menachem hitt- ust fyrst í Póllandi þegar hún var aðeins 17 ára gömul. Þau giftust og flúðu síðan frá Pól- landi undan klóm nazismans. Samband þeirra hjóna var mjög náið og það voru ófá skiptin, sem Menachem í upphafi ræða sinna þakkaði eiginkonu sinni þann stuðning, sem hún hafði veitt honum. Björguðu sex llelMon, Knglandi, 15. nóvembcr. Al\ FIMM MENN létu lífið er skoskt flutningaskip, Nesam, lagðist á hliðina í fárviðri um 100 sjómílur undan ströndum Cornwallskaga á sunnudag. Fárviðri geisaði á þess- um slóðum. Bjarga tókst lífi sex manna úr áhöfninni. „Við áttum aldrei von á að finna svo marga úr áhöfninni á lífi“, sagði einn þyrluflugmann- anna, sem þátt tóku í leitinni. Stórt flutningaskip, Atlantic Causeway, sem m.a. var notað í Falklandseyjadeilunni, kom fyrst á staðinn en tókst ekki að bjarga mönnunum úr sjónum. Skipstjórinn gerði hins vegar einni þyrlanna, sem voru á leið- inni, viðvart. Á meðal þeirra, sem fórust, var einn reyndasti sjómaður Skota, John Watt. Hann hlaut MBE-orðuna 1966 fyrir störf sín í þágu bresks sjávarútvegs. JOLALOGIN Jólalögin koma öllum í jólaskap. Þú getur byrjað að æfa þau strax í léttum útsetningum Jóns Þórarinssonar. Nú verður fjölskylduhátíð við hljóðfærið.! ÍSLENSKT SÖNGVASAFN Islenskt söngvasafn - vítamínsprauta íslenskrar tónmenntar í áratugi. Gömlu, góðu „Fjárlögin" gefin út á ný. Þrjú hundruð söngvar í einni bók. Collonil vernd fyrir skóna, leóriö, fæturna. Hjá fagmanninum. Byggió inn yóareigió ÖRYGGIS HÓLF og þaóheima istofu Hver þekkir ekki vandamál viö geymslu pappíra og muna heima????? Nú er komin ódýr og örugg lausn t.d. fyrir: ★Veröbróf, afsöl og sammnga ★ Ðankabækurnar ★ Peninga, innlenda og erlenda ★ Frímerkja- og myntsöfn ★ Heimilisbókhaldið ★ Skarlgripi ★ Ættar- og verðlaunagripi ★ Skattapappíra ★ Meðul og annað sem getur verið hættulegt börnum ★ Leyndarmálin ★ Eldtraust og þjófheld ★ 4 mismunandi stærðir og geröir Hallarmula 2 - Simi 83211 riJ - v uc_.111,11 J1 4 I yré£

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.