Morgunblaðið - 16.11.1982, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982
23
SUPERSTJARNAN SHILTON
Hann velur bfla sína, klæðnað
og vini af ýtrustu vandvirkni
Peter Shilton, einum af virtustu leikmönnum ensku
deildarinnar má lýsa sem metorðagjörnum, hugsandi og
sjálfselskum leikmanni. Meðal enskra knattspyrnu-
manna er hann þekktur sem ofstækisfullur er fullkom-
inn — sem heldur þeirri ósk leyndri að verða
framkvæmdastjóri landsliðsins. Þessa stundina vinnur
hann stöðugt að því að styrkja mannorð sitt út á við, en
er mjög stefnufastur.
Lífsstíll hans, bílar, klæðnaður og vinir, allt er þetta
valið af ýtrustu vandvirkni. Hann heldur sig frá öðrum
atvinnuknattspyrnumönnum, og inn á milli meira að
segja frá konu sinni og börnum.
I meira en tíu ár hefur Peter Shilton verið einn umtal-
aðasti maður í Englandi, venjulegast á jákvæðan hátt og
vegsamaður, og er almenningur farinn að taka það í sig
að hann sé sá siðprúði maður sem hann lítur út fyrir að
vera — þessi eini sanni fjölskyldumaður. Það var eink-
um í gegnum sjónvarp og dagblöð sem menn sáu þetta,
en síðan í bók sem hann, ásamt Josan Thomas, gaf út
og hét hún „The Magnificent Obsession“ (Meinloka í
meira lagi).
Eiginkona Shilton, Sue Shilton, hefur ætíð fyrirgefið
eiginmanni sínum undanbrögð þau sem fjölmiðlar hafa
haft í fréttum sínum, en það er ekki þar með sagt að hún
hafi gleymt neinu; sem sagt geymt en ekki gleymt.
Peter Shilton var eitt sinn með giftri konu í Daimler-
bíl sínum þegar eiginmaðurinn kom að þeim í morgun-
sárið á einum góðviðrisdegi. Shilton ætlaði að snara sér
á brott á sportbílnum sínum en ekki vildi betur til en svo
að hann æddi beint á Ijósastaur, og þar með voru verðir
laganna komnir í málið. Shilton var tekinn til yfirheyrslu,
og settur í blóðprufu, sem sýndi það að Bakkus hafði
verið með í ferðinni. Ökuskírteini sitt missti Shilton í 15
mánuði og var þar að auki gert að greiða um 7.000 kr. í
sekt, fyrir að keyra ógætilega og þar að auki drukkinn.
• Shilton meö konu sinni, Sue, og tveimur börnum.
Eitt hliðarstökk
Um tíu árum síöar, segir Sue
Shilton í viðtali viö blaöið „Sunday
Mirror”:
„Ég kenndi eiginlega meira í
brjósti um Shilton en sjálfa mig.
Hann hefur gert þaö mikiö fyrir
knattspyrnuna aö hann á ekki skil-
iö þá meðferö sem hann hefur
fengiö manna á meöal, bara fyrir
eitt hliöarstökk."
Shilton er afar bitur yfir öllum
þeim ókvæöisoröum, sem hann
hefur fengiö á sig fyrir vikiö, og í
einum leik gekk þetta svo langt aö
hann lét skipta sór útaf. Þrátt fyrir
þennan áberandi atburö er þaö
ekki óalgengt aö Shilton eyöi
kvöldinu á veitingastaö eöa næt-
urklúbbi án konu sinnar. „Henni
finnst kannski aö giftur maöur ætti
ekki aö fara aleinn i bæinn, en hún
skilur mig,“ segir Shilton. „i hennar
sporum myndi óg gera nákvæm-
lega þaö sama. Ég hreinlega verö
aö taka mér tíma í það inn á milli
aö vera óg sjálfur til aö hrista af
mór þá pressu sem hlýst af fótbolt-
anum, og Sue samþykkir þaö.“
Peter Shilton játar aö þaö geti
varla veriö létt aö búa meö honum.
Hins vegar má þaö til sanns vegar
færa aö hann só viljasterkur og
metorðagjarn, og þaö er jafn ör-
uggt og aö Bo Derek hafi vaxtarlag
í lagi og Bjarni Fel. só KR-ingur.
„Ég get verið ákaflega eigin-
gjarn,“ segir Shilton, „en ööruvísi
getur maöur einnig óg ekki veriö
stefnufastur á sinni framabraut. Ég
get ekki umborið þá hugsun aö
vera aöeins sá næstbesti. Ég vænti
þess ótrúlega og ómögulega af
sjálfum mér.“
Þessi reisn mótar hann einnig í
hans daglega lífi, hvort heldur
hann velur sér hálsbindi eöa slær
grasflötina viö hús sitt í Notting-
ham.
„Súperstjarna“
Peter Shilton er mjög vandlátur
á sinn lífsstíl, og einmitt þess
vegna hefur hann sér hjálparmann
sem er hans hægri hönd í vaii á
flest öllu sem Shilton kaupir, Þessi
31 árs verslunartengiliður heitir
Jan Holmes, og hans verk er aö
hjálpa Shilton aö halda sér í hærri
klassa en almenningur og ekki síst
aörir atvinnuknattspyrnumenn eru
í. I augum Holmes er Shilton í senn
„súperstjarna" og „súpermaöur".
Holmes stakk eitt sinn upp á því
viö Shilton aö hann keypti sér
Mercedes Benz. „Kemur ekki til
greina," svaraöi Shilton, „Clough á
einn.“ Clough þessi er Brian
Clough framkvæmdastjóri Nott-
ingham Forest. „Hvað þá meö
Jaguar xjs“. „Nei, Trevor Francis á
einn slíkan.“ Holmes hélt áfram aö
telja upp bílategundirnar, og þaö
var ekki fyrr en komið var aö
Daimler V12 að Shilton var
ánægöur. „Þaö er klassabíll sem
er frábrugöinn öðrum."
Þaö var sama heimspekin sem
réð ferö er hann tók þá ákvöröun
aö veröa eini markmaöurinn á
Stóra-Bretlandi sem spilaði í hvítrí
treyju, sem varö þess valdandi aö
hann varð meira umtalaöur fyrir
treyjuna en leik sinn í markinu.
Þráhyggja Shiltons þess efnis
aö vera fullkominn er honum að
sjálfsögöu mikið álag, og hann
getur átt þaö á hættu aö faila í
sömu gryfju og annar úrvalsleik-
maöur í enska fótboltanum: Jimmy
Greaves sem varö alkóhólmisman-
um aö bráö. I bók sinni segir Shilt-
on svo frá, að eitt sinn var hann
svo aöfram kominn af álagi og auk
þess niöurbrotinn aö læknar gáfu
honum skipum þess efnis aö liggja
undir sæng i tvær vikur.
Þaö er einkennandi fyrlr Peter
Shilton aö einangra sig, og hans
skoöun er sú aö ef hann haldi sig
ekki í hæfilegri fjarlægö frá félög-
um sínum í knattspyrnunni komi
þaö til meö aö veikja stööu hans
sem afburöaleikmanns.
„Venjulegast á ég erfitt meö aö
eignast vini, til þess er ég of upp-
tekinn af sjálfum mér og vinnu
minni,” útskýrir Shilton. „Flestir
halda aö vinnudegi mínum sé lokiö
eftir nokkurra tíma æfingu, en því
fer fjarri. Ég rek þaö í huga mór
hvaö ég hafi veriö aö gera á æfing-
unni eöa leiknum og svo gaum-
gæfilega, aö stundum ætla ég
hreinlega aö ganga af göflunum.
Þessar hugsanir verö óg aö eiga
einhvers staöar úti í bæ. Ég fer
sjaldan á knæpur til þess, þar er of
mikið aö gera, og maöur of þekkt-
ur. Ég vel veitingastaöi eöa næt-
urklúbba þar sem ég get fengiö
drykk og góöan mat, og framar
öilu þar sem gestirnir hafa meiri
áhuga á stelpunum eöa tónlistinni
en mér.“
Spilaskuld upp
á 800.000 kr.
Peter Shilton slappar einnig vel
af viö fjárhættuspil, hann elskar aö
spila í kappreiöum svo ekki sé
1984. Shilton býr ásamt fjölskyldu
sinni í West Bridgeford sem er út-
hverfi Nottingham. Hús þaö sem
hann býr i er metið á tuttugu og
fjórar milljónir króna og er aö
sjálfsögöu innréttaö eftir hans
höföi.
Peter og Sue kynntust í næt-
urklúbbi í Leicester 1967, þegar
hún var 17 ára aö aldri og starfaöi
sem ritari hjá lögmanni. Þau trúlof-
uöu sig tveim árum síðar og giftu
sig 1970. Síöan hefur Sue veriö
heima viö og gætt húss og barna,
og er alsæl meö sinn hlut.
„Líf mitt er hluti af vinnu hans,
sem hefur gefið okkur fallegan
staö aö búa á, auk annarra fríö-
inda.“
Þau hjón fara sjaldan saman út
og alls ekki í verslunarleiöangur.
„Allir rjúka á mig og fara aö tala
um fótbolta,“ segir Shilton, og þar
er Sue sammála. „Þegar viö erum
saman, er ég frú Shilton, en þegar
ég er alein er ég bara ég sjálf, og
þannig kann ég best viö mig.“
Þó svo aö Sue Shilton hafi búiö
í 15 ár með þessum einkennilega
og margbrotna manni, kvartar hún
ekki. Á veggnum í eldhúsinu hangir
platti með meyjarmerkinu —
merkinu sem Peter Shilton er
fæddur í. Á plattanum, sem er gjöf
til Shiltons frá Sue er skrifaö:
Ég er fullkominn, af þvf að ég
er eftirtektarsamur á smáatríði.
Út á við kem ég fram sem köld
persóna, en í raunveruleikan-
um er ég vinalegur og göfug-
lyndur.
Þegar þú ert hryggur græt ég,
og þegar þú þjáist blæðir mér,
ég finn sársauka þinn, og
skynja hugsanir þínar.
En þegar heimurinn hrynur
máttu reikna með mér.
Þýtt og endursagt.
Peter
Shilton
minnst á rúllettuna í „Victoria
Gaming Club“ f Nottingham. Svo
er sagt aö eitt sinn hafi Shilton
skuldað klúbbnum litlar 800.000
kr. Shilton er ekki mikiö fyrir þaö
gefinn aö ræöa spilafíkn sína, en
viðurkennir þaö hins vegar aö
hann tapi oft stórt.
Hann ætti svo sem aö geta leyft
sér aö tapa endrum og eins, þar
sem hann hefur um tvær og hálfa
milljón í árslaun hjá Nottingham
Forest auk 300.000 króna í auglýs-
ingatekjur. „Hann gæti þénaö enn
meira ef hann vildi," segir Holmes,
„en viö metum tilboöin gaumgæfi-
lega og tökum aöeins þeim sem
honum fellur reglulega vel viö.“
Peter Shilton á tvö hús, tvo bíla,
og einn veöhlaupahest. Þar aö
auki hefur hann komiö á staö
nokkurs konar eftirlaunakerfi sem
mun vera einnar og hálfrar milljón
króna viröi, og kemur first til góöa
á 35 ára afmælisdegi hans áriö
• Shilton með heimilishundinn
sem er skjannahvítur Labrador.