Morgunblaðið - 16.11.1982, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 16.11.1982, Qupperneq 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 Fyrirlestur um Thorvaldsen BJARNE Jnrnæs safnvörður við Thorvaldsen-safnið í Kaupmanna- höfn hcldur fyrirlestur í Norræna húsinu miðvikudagskvöld 17. nóv- embcr kl. 20.30. Fyrirlesturinn er fluttur á dönsku og nefnist: „Thorvaldsen — nogle værker í historisk og poli- tisk belysning". Þar fjallar Jernæs um Thor- valdsen og verk hans og einkum um stóru minnisvarðanna, en Thorvaldsen vann nær allar tegundir minnisvarða, svo sem brjóstmyndir, riddarastyttur og graflíkneski. Ólym pí u happd rættið: Drætti frest- að til 4. des. DRÆTTI hefur verið frestað í ólympíuhappdrættinu til 4. desem- ber nk., en draga átti í gær. Vinningarnir eru 12 skattfrjáls- ar bifreiðir að verðmæti 2,8 millj- ónir. Miðar eru seldir úr vinn- ingsbifreið í Austurstræti. Athugasemd VEGNA fréttar í Mbl. 6. nóvem- ber sl. um lokum Hótels Hvera- gerðis hefur Lilja K. Möller óskað að taka fram, að hún hafi ekki verið gift Einari Loga Einarssyni, og hún hafi ekki verið viðriðin kaupin á hótelinu. Gaman og gífuryrði fuku milli manna en Jón hreppstjóri Egilsson lét Ragnar Tómasson keypti fjóra fola og þar af þrjá dýrustu folana. það ekki á sig fá og stjórnaði hann uppboðinu af mikilli röggsemi. Hér skoðar hann einn þeirra, Mána frá Stykkishólmi. Ljósm. vk Líflegt uppboð en lágt verð á folum stóðhestastöðvarinnar HATT á annað hundrað manns mættu á hrossauppboð stóðhestastöðvar- innar síðastliðinn laugardag en þá voru boðnir upp átta folar í eigu stöðvarinnar. Var uppboðið haldið í húsakynnum stöðvarinnar á Gunn- arsholti. Heldur var verðið lágt til að byrja með eins og oft vill verða á upphoðum sem þessum, en fór hækkandi þegar á leið. Það var hreppstjóri Kangárvallahrcpps, Jón Egilsson á Skipalæk, sem stjórnaði uppboðinu, auk þess sem hann skemmti mannskapnum með hnittnum athugasemd- um og góðum tilsvörum. Fullyrða má að aldrei hafi jafn efnilegir folar boðist á þess- um árlegu uppboðum og nú og töldu menn verðið því frekar lágt í heildina. Fyrir þessa átta fola fengust samtals 145 þúsund krónur og var meðalverðið því átján þúsund krónur. Hæsta verð fékkst fyrir Hóla-Blesa frá Hólum í Hjaltadal, eða 30.500 krónur, næstur kom Mósi frá Flugumýri, á 27.000 krónur, Máni frá Stykkishólmi seldist á 23.000 krónur. Athygli vakti að einn elsti hestur stöðvarinnar, Svalur frá Svignaskarði, seldist á aðeins 16.000 krónur en hann er átta vetra gamall myndarleg- ur klárhestur með góðu tölti. Var það mál manna að hér væri um að ræða þá hestgerð sem flestir leita sér að og var hann boðinn síðast upp, sennilega í þeirri trú að hæst verð fengist fyrir hann. Ástæðan fyrir þessu lága verði var ef til vill sú að áður en byrjað var að bjóða hest- inn upp kom fram fyrirspurn um fætur hestsins auk þess sem fram komu hæpnar athugasemd- ir meðan boðið var í. Af öðrum sölum má nefna að Flugar frá Flugumýri fór á 20.500 krónur, Rosti frá Ytri-Rauðamel fór á 9.000 krónur, Steinn frá Steinum fór á 13.000 krónur og Eyvindur frá Eyvindarhólum seldist á að- eins 6.000 krónur. Aðspurður kvaðst Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunautur og yf- irmaður stöðvarinnar ekki alls- kostar ánægður með verðið á fol- unum en benti þó á að hrossa- sala væri dræm um þessar mundir og hefði það vafalaust áhrif á þetta uppboð. Einnig voru boðnir upp nokkrir folar í eigu Gunnarsholts-búsins og var þar um að ræða fjögurra vetra ótamda fola og seldust þeir á rúmlega tíu þúsund hver. Ljósm. Mbl. Kmilía Módelsamtökin 20 ára MODELSAMTÖKIN urðu nýlega 20 ára og var af því tilefni efnt til hátíðar í veitingahúsinu Broadway sl. sunnudagskvöld og fór þar fram tískusýning. Modelsamtökunum stjórnar Unn- ur Arngrímsdóttir, en tískusýning- unni stjórnaði Hermann Ragnar Stefánsson. Meðfylgjandi mynd sýnir hluta sýningarfólksins að afloknu loka- atriði sýningarinnar, en þá voru Unni Arngrímsdóttur afhentir blómvendir. Stefán Runólfsson, Vestmannaeyjum: Stjórnvöld verða að liðka til fyrir skreiðarsölumálum „ÆTLI við sitjum ekki uppi með um 200 lestir af skreið, sem ekki selst. En það ætti ekki að vera erfitt að standa undir afurðalánum vegna þess, þau eru svo ákaflega ódýr eftir því sem hinir háu herrar segja. Vit- anlega er ástandið mjög alvarlegt, en mér finnst að stjórnvöld hafi ekki sinnt þessu máli nægilega mikið,“ sagði Stefán Runólfsson, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, í samtali við Morgunblaðið. „Eg tel til dæmis mjög æskilegt og nauðsynlegt að maður eins og Jóhannes Nordal, sem er banka- maður og í stjórn Alþjóðabank- ans, fari til Nígeríu á vegum ríkis- stjórnarinnar til að kanna hvort ekki væri hægt að liðka eitthvað fyrir þessum viðskiptum. Að mínu mati væri það snjallt að Jóhannes færi þarna ásamt sendiherra okkar í viðkomandi landi. Það er nauðsynlegt að sinna þessu, það eru geysilegir fjármunir, sem liggja hér í landinu í óseldri skreið. Það er svo margt, sem þarf að athuga í þessu sambandi. Ef ekki verður komin einhver hreyf- ing á skreiðarmálin fyrir vetrar- vertíð, þá hangir sú hætta yfir, að menn freistist til þess að minnka skreiðarframleiðsluna og setja aflann annaðhvort í salt eða frost og þá eru þeir markaðir komnir í hættu líka," sagði Stefán.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.