Morgunblaðið - 20.11.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.11.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982 Friður og foringja- skipti í stórveldi eftir Ragnhildi Helgadóttur Leiðtogaskiptin í Sovétríkjunum eru mikil tíðindi, einnig fyrir okkur á íslandi, og er það þó svo, að enginn veit með vissu á þessari stundu, hvort og á hvaða hátt þau muni leiða til stefnubreytingar í þessu risa- veldi. Það er út af fyrir sig verðugt umhugsunarefni, að leiðtogaskiptin urðu ekki eftir almennar kosningar, þar sem barizt var um fylgi kjós- enda með stefnuskrár og megin- hugsjónir að vopni. Slíkar kosn- ingar, sem þykja sjálfsógð mann- réttindi í okkar hluta heims, eru ekki tíðkaðar í Sovétríkjunum, — og því miður ekki nema í nokkrum hluta heimsins. Það er einnig til at- hugunar, að það torveldar skilning á því, sem í raun er að gerast hjá valdamönnum austantjalds, að þeir láta líta svo út, sem þeir séu sam- mála um öll meginmál. Er það vafa- laust afleiðing þess, að þar er ekki nema einn stjórnmálaflokkur og opinberar deilur, sem máli skipta um þjóðmál, virðast taldar svo truflandi, að þær megi ekki leyfa. Þessar staðreyndir um stjórnmála- lífið í Sovétríkjunum er að sönnu gott og raunar nauðsynlegt að leggja á minnið og leiðtogaskiptin minna á þær. En fleira er það, sem við á íslandi ættum að leiða hugann að. Á þeim 18 árum, sem Brezhnev hafði æðstu völd í landi sínu, héldu stimpingar Sovétríkjanna og Vest- urlanda áfram. Sovétríkin náðu um- talsverðum árangri í viðleitni til að treysta sig í heimsveldissessinum. Þetta varð ef til vill fyrst og fremst vegna þess, að almennur hernað- arstyrkur þeirra var stóraukinn og hefði einu sinni verið sagt í íslensku „Fyrra atriðið, hinn aukni herstyrkur, sann- ast á höfunum kringum ísland, og er þeim, sem láta sig íslensk örygg- ismál varöa, sífellt áhyggjuefni. Hann skiptir okkur einnig máli beinlínis með öðr- um hætti, því að við hljótum sem fullvalda þjóð og ábyrgur aðili í samfélagi þjóðanna að vilja leggja okkar skerf af mörkum til að tryggja frið. Ragnhildur Helgadóttir dagblöðunum, að Sovétríkin „þætt- ust nú báðum fótum í jötu standa" á því sviði. í öðru lagi náðu Sovétríkin á valdaárum Brezhnevs tangarhaldi á nokkrum Afríkuríkjum, Angóla, Eþíópíu og Mosambique, og treystu þar meö stöðu sína i þeim heims- hluta til stórra muna. Fyrra atriðið, hinn aukni her- styrkur, sannast á höfunum kring- um ísland, og er þeim, sem láta sig íslensk öryggismál varða, sífellt áhyggjuefni. Hann skiptir okkur einnig máli beinlínis með öðrum hætti, því að við hljótum sem full- valda þjóð og ábyrgur aðili í samfé- lagi þjóðanna að vilja leggja okkar skerf af mörkum til að tryggja frið. Það höfum við m.a. gert með samn- ingum okkar um varnarsamstarf vestrænna þjóða og þátttöku í því. Það verður ekki gert nema með samningum, sem treysta má. Friður sem innsiglaður er með gagnkvæm- um tilslökunum og sem eru í ein- lægni gerðar, gerir síðan kleift að draga úr vígbúnaðinum og beina kröfunum að heillavænlegri verk- efnum. En vissulega verður ekkert slíkt innsigli sett á friðinn í heiminn með einhliöa aðgerðum á Vestur- löndum, því að samningar fela í sér, að báðir eða allir aðilar, sem hlut eiga að máli, standi að þeim. Heimsfrettir benda til þess nú, þessa dagana, að ráðamenn stór- velda hafi í huga að grípa tækifæri, sem ef til vill er að skapast til að koma afvopnunarviðræðum og þar með raunverulegum friðarviðræð- um á nýtt skrið. Það eru jákvæðar fréttir, en því miður er mikil óvissa um, hvort mikil von er um árangur. Það kemur í ljós, áður en langt um líður. Reynslan sýnir að til þess þar al- gjöra stefnubreytingu í Sovétríkj- unura. Sjálfstæðisflokkurinn — flokkur framfara og jafnréttis eftir Esther Guðmundsdóttur, þjóðfél agsfræðing Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík er nú á næsta leyti. Þegar þetta er skrifað er endan- legur framboðslisti ekki kominn fram og hlutfall karla og kvenna því ekki ljóst. Fimm konur til- kynntu kjörnefnd að þær myndu gefa kost á sér til prófkjörs og er ég ein af þeim. Ég gef kost á mér í þetta próf- kjör fyrst og fremst vegna þess að ég hef áhuga á stjórnmálum og er engan veginn sama um hver stjórnar þessu landi. Það er mitt álit að aðeins einn flokkur geti breytt til betri vegar því ófremd- arástandi sem nú ríkir í efna- hagsmálum þjóðarinnar — og það er Sjálfstæðisflokkurinn. En hann getur það ekki nema að fá meiri- hluta í næstu Alþingiskosningum, sitja einn að ríkisstjórn og standa og falla með aðgerðum sínum. Önnur ástæðan fyrir framboði mínu er sú að ég er kona. Ég hef sem formaður Kvenréttindafélags Islands hvatt konur til að vera virkari í stjórnmálastarfi; fara í prófkjör og taka sæti á framboðs- listum stjórnmálaflokkanna. Ég ákvað því að sitja ekki við orðin tóm og fara sjálf í prófkjör í þeim flokki sem ég hef verið flokks- bundin í mörg ár — Sjálfstæðis- flokknum. Með því að fara í þetta prófkjör vil ég leggja mitt af mörkum að Sjálfstæðisflokkurinn nái meirihluta á Alþingi í næstu kosningum. Þá er ég tilbúin að axla þá ábyrgð sem fylgir stjórn- málastarfi og vinna að einlægni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Konur eru helmingur þjóðar- innar — það er því réttmæt krafa að þær fái að vera með í ellri ákvarðanatöku, koma skoðunum sínum á framfæri og hafa áhrif á mótun samfélagsins til jafns við karla. Það kerfi sem viðgengist hefur við val fólks á framboðslista stjórnmálaflokkanna í undanförn- um kosningum er svonefnt einnar konu kerfi, þ.e. aðeins ein kona er í nokkurn veginn öruggu sæti í hópi karlanna. Það er ákveðið að sameinast um þessa einu konu, svona til að sýna tegundina. Með- an þetta kerfi ríkir fjölgar konum ekki á þingi eða í sveitarstjórnum. Nauðsynlegt er að margar konur komi fram á sjónarsviðið, gefi kost á sér til þátttöku í prófkjöri og/eða taki sæti á framboðslist- um. Ég held að konur séu löngu orðnar þreyttar á því að vera skrautfjaðrir og atkvæðasmalar á framboðslistum stjórnmálaflokk- anna. Árdís Þórðardóttir rekstrar- hagfræðingur segir í ágætri grein er birtist í Mbl. 10. nóv. sl.: „Þetta er ekki spurning um að kjósa konu af því hún er kona — þetta er spurningin um nauðsyn þess að gegna kalli tímans.“ Aðeins 3 konur en 57 karlar sitja nú á Alþingi. Þetta hlutfall hefur haldist síðan eftir kosn- ingarnar 1971 og er löngu kominn tími til að breyta þessu. Þá er rétt að benda á, að þessar 3 konur sem nú sitja á þingi eru allar lands- kjörnar en ekki kjördæmakjörnar „Konur eru helmingur þjódarinnar — það er því rættmæt krafa að þær fái að vera með í allri ákvarð- anatöku, koma skoðunum sínum á framfæri og hafa áhrif á mótun samfélags- ins til jafns við karla.“ og aðeins 3 af þeim 12 konum sem setið hafa á löggjafarþingi íslend- inga (frá því konur fengu kosn- ingarétt og kjörgengi 1915) hafa verið kjördæmakosnar. Þetta sýn- ir svart á hvítu að konur hafa ekki verið í öruggum sætum á fram- boðslistum. Annað athyglisvert er það, að aðeins eín kona hefur kom- ið úr kjördæmi utan höfuðborg- arsvæðisins. Þegar framboðslistar við Al- þingiskosningar eru skoðaðir þá skipuðu konur á árunum 1959—1971 142 sæti af 680 sætum á framboðslistunum eða tæp 21% og á árunum 1974—1979 skipuðu þær 361 sæti af 1.479 eða rúm 24%. Þá kemur líka í ljós, að þær skipuðu í miklum meirihluta upp- fyllingarsæti, þ.e. sæti sem hvorki veitti þeim rétt til setu á Alþingi né varamannasæti. Margrét S. Einarsdóttir, for- maður Landssambands sjálfstæð- iskvenna, segir í viðtali við Gangskör í Mbl. 13. nóv. sl.: „Það hvort konur skipa öruggt sæti á framboðslistum flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar getur haft afdrifaríkar afleiðingar um stöðu flokksins að kosningum ioknum. Sjálfstæðisflokkurinn verður að sýna í verki að hann sé flokkur framfara, frelsis og jafn- réttis.“ Ég vil taka undir þessi orð Margrétar og hvetja alla þá sem taka þátt í prófkjörum Sjálfstæð- isflokksins að kjósa fleiri en eina konu í örugg sæti á framboðslist- um og leggja þannig sitt að mörk- um að sigurlíkur Sjálfstæðis- flokksins verði meiri í næstu Al- þingiskosningum. Það sýndi sig í sveitarstjórnar- kosningunum sl. vor að konur eru reiðubúnar að gegna ábyrgðar- stöðum innan stjórnmálaflokk- anna. í kaupstöðum landsins, sem eru 22, eru konur nú tæp 20% sveitarstjórnarmanna og aðeins 3 Esther Guðmundsdóttir kaupstaðir hafa kvenmannslausa bæjarstjórn. Konur í borgarstjórn Reykjavíkur eru 8 eða 38% borg- arstjórnarmanna og er það hæsta hlutfall kvenna í bæjarstjórnum hér á landi. Sigur Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík sl. vor er ekki síst að þakka þeim frábæru konum sem voru framarlega á framboðslista flokksins. Það er von mín að þarna hafi flokkurinn aðeins tekið eitt skref, annað mun stærra verði stigið núna og fjöldi kvenna í öruggum sætum á framboðslista Sjálfstæð- isflokksins við næstu Alþingis- kosningar verði enn meiri. Kjósum fleiri hæfar konur á þing. Köstudaginn 29. október tók til ataria ný tatahreinsun aó Mánagötu 23 í Grinda- vík. Systurnar Alda og Berglind Demusdætur eru eigendur hreinsunarinnar, sem heitir Osk sf. A meófylgjandi mynd sjást þ*r systur og hluti af tækjakosti fyrirtækisins. I.jósm. Ólafur Rúnar. „Ekkert eins flókiö og einfaldleikinn“ „Hvað er Ijóðlist? Það má ef til vill segja að Ijóðlistin sé barátta við heimsku hliðarnar á hversdagsleik- anum, svo sem endurtekninguna, Ijóðlistin er líka hreinsun og endur- sköpun á tungumálinu, Ijóðlist er skyld ræktun í túnjaðri, maður er bæði að brjóta nýtt land, er i nýrækt en jafnframt má maður ekki láta gamla kartöflugarðinn sinn fara í órækt. Ef maöur hinsvegar ræðst á berar klappirnar getur liðið nokkur tími áður en maður getur farið að taka upp eða gera ráð fyrir upp- skeru.“ Það er Sigurður Pálsson sem hér lýsir ljóðlistinni, en um þessar mundir er að koma út hjá bóka- útgáfunni Iðunni þriðja ljóðabók hans „Ljóð vega gerð“. Áður hafa komið út bækurnar „Ljóð vega salt“ 1975 og „Ljóð vega menn“ Siguröur Pálsson gefur úr þriðju ljóðabók sína „Ljóð vega gerð“ 1980. „Það má segja að þessar þrjár bækur séu tengdar, í hverri bók eru ljóðaflokkar sem fljótt á litið eru tiltölulega ólíkir innbyrð- is, og í hverri bók eru atrennur gerðar að áþekkum hlutum á nýj- an hátt, meðal annars að ljóðlist- inni sjálfri. En eitt af aðalvið- fangsefnum ljóðlistarinnar er ein- mitt ljóðlistin sjálf, en það kemur þó engan veginn í veg fyrir að hægt sé að segja eitthvað um aðra hluti um leið, þvert á móti. „Þetta er þriðja og siðasta bókin í þessum flokki, og eins og áður sagði eru svipaðir flokkar innan hverrar bókar, í öllum bókunum er t.d. ljóðaflokkur um ákveðnar göt- ur í París, ný gata í hverri bók, því ég hef flutt mig um set. í þessari bók minni er einn ljóðaflokkur sem heitir Rue Dombasle en þar bjó ég þangað til í vor og bý þar ef til vill að hluta til enn. Fyrsta gat- an sem ég orti um var Gata meist- ara Alberts, en sá ljóðaflokkur var í fyrstu bók minni. Upphaflega var þetta einhver tilraun til að finna skáldskap í sínu hversdags- lega umhverfi. Ég var á því tíma- bili kominn út í mjög flókna hluti bæði í námi og eins í ljóðlistinni. Þetta byrjaði eins og nokkurs kon- ar tilraun, ég reyndi að „improvis- era“ svona líkt og hljóðfæraleik-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.