Morgunblaðið - 20.11.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982
27
Bókauppboð Hlekks:
115 númer boðin upp í dag
í I)AG, laugardag, gengst Hlekkur
hf. fvrir bókauppboöi, og er það átt-
unda uppboð fyrirtækisins. Hefst
uppboðið klukkan 15 á Hótel Borg.
Samtals verða boðin upp 115 númer,
og eru meðal þeirra eftirtalin:
Benedikt Gröndal (Sveinbjarn-
arson) skáld: Skólafarganið.
Reykjavík 1883, ób; Björn Þórð-
arson dr. jur.: Refsivist á Islandi
1761—1925. Búa-lög, Reykjavík
1915—1933, ób.m.k; Einar Ól.
Sveinsson prófessor: verzeichnis
islándischer Márchenvarianten
mit einer einleitender Untersuch-
ung, Helsinki 1929, ób. m.k; Grím-
ur Thomsen skáld: Udvalgte Saga-
stykker. Kh. 1846, pappaband;
Guðgeir Jóhannsson: Kötlugos
1918, Rvík 1919, myndir og uppdr;
Halldór Hermannsson prófessor:
Catalogue of the Icelandic Collect-
ion bequeathed by Willard Fiske.
Ithaca 1914. Frumútgáfa, hand-
unnið skinnband; 20 bindi af Is-
landica, útgefandi Halldór Her-
mannsson; Jón Ólafsson ritstjóri
og skáld: Orðabók íslenzkrar
tungu að fornu og nýju I—II bindi.
Upphaf verks, sem ekki kom
meira út en fyrstu tvö bindin.
Rvík 1912—1915, ib. pappaband
n.k; Loescheri V.E.: Literator
Celta, sev de excolenda Literatvra
Evropæa,... cvrante J.A. Egenolf.
Lipsiae 1726. Samtíma skb. M.a.
drepið á íslenska menningu;
Magnús Ásgeirsson skáld: Síð-
kveld. Ljóð. Fyrsta bók höfundar.
Rvík 1923 ób. m.k; Rafn, C.C. :
Runeindskriftet í Piræus.
Inscription Rundique du Piree.
Kh. 1856, ásamt handrituðu bréfi
útgefandans til Charles Roach
Smith, dags. 19. nóvember 1956.
Handunnið upphleypt skinnband.
Kápur með; Lodbrokar-Quida,
Carmen Gothicum. Faman Regis
Ragnari Lodbrochi celebrans ...
præside Nic. Henr. Sjöborg Lundæ
1802. Gamalt skinnband; Schmid,
Christoph von: Blómstur-karfan.
Saga handa unglingum. Sigr. Ein-
arsdóttir íslenskaði. London 1869
Forl. bank.; Sigurður Sigurðsson
skáld frá Arnarholti, ljóð, 2 útg.
aukin. Rvík 1924. árituð af höfundi
og hefur hann ritað mörg ljóð eig-
in hendi í bókina. Auk þess fylgja
nokkur eiginhandarrit höfundar
að ljóðum hans. ób. m.k.; Skuggi
(duln. Jochums M. Eggertssonar)
Galdraskræða, frumútg. Rvík
1940, ób. kápur.
Halldór Runólfsson í Klausturhólum á Bókamarkaðinum í Breiðfirðingabúð.
Bókamarkaður Klausturhóla:
Elín Björnsdóttir á sýningu sinni.
Vefnadarsýning
Elínar Björnsdóttur
VEFSTOFAN á Ásvallagötu 10A,
sem löngum var kennd við Karólínu
Guðmundsdóttur, hefur síðastliðinn
áratug verið í eigu Elínar Björns-
dóttur. Áður vann Elín hjá Karólínu
í tvo áratugi.
Nú er opin sýning á vefnaði á
Hofsvallagötu 16, þar sem Elín
sýnir bæði margt af því, sem
Vefstofan hefur undanfarin ár
unnið og eins ýmsar nýjungar.
Sýnd eru ýmiss konar veggstykki,
sum innrömmuð og er það nýtt.
Allir munirnir, sem til sýnis eru,
eru gerðir úr íslenzkri ull og hand-
ofnir. í fréttatilkynningu, sem
Mbl. hefur borizt um sýningu El-
ínar segir m.a.: „í borðdreglum og
púðum má sjá hversu íslensku
sauðalitirnir geta farið vel. Hér er
ekki um að ræða myndvefnað
heldur ýmsar útfærslur á gam-
algrónum mynstrum, sem notuð
hafa verið til skrauts og hug-
myndaríkum vefara, óþrotlega
möguleika á nýjum afbrigðum."
Sýning Elínar Björnsdóttur er
opin frá klukkan 19.30 til 22.00
virka dag og nú um helgina frá
klukkan 14 til 22. Sýningunni lýk-
ur næstkomandi sunnudagskvöld.
Tugþúsundir bókatitla til sölu
VERSLUNIN Klausturhólar hefur
opnað bókamarkað í hinu nýja hús-
næði verslunarinnar í Breiðfirð-
ingabúð við Skólavörðustíg. Á bóka-
markaðinum eru þegar til sölu um
400 titlar að sögn Halldórs Runólfs-
sonar, verslunarstjóra, en bætt verð-
ur í skörðin jafnóðum og selst af
borðunum. Halldór sagði verð bók-
anna lágt, eða frá tíu krónum, og
flestar væru líklegar seldar undir
eitt hundraö krónum.
Ekki kvaðst Halldór treysta sér
til að segja hve margar bækur
yrðu til sölu á bókamarkaðinum,
en það væru þúsundir titla, tug-
þúsundir raunar, hugsanlega milli
tuttugu og þrjátíu þúsund bækur.
„Hér ægir öllu saman," sagði Hall-
dór, „gömlum bókum og nýlegum,
ódýrum og dýrum, en flestar eru
þó af ódýrari gerðinni. Hér ættu
bókamenn að finna eitthvað við
sitt hæfi, því margar bókanna
sjást afar sjáldan í verslunum,
sumar ekki nema á áratugafresti.
Vegna plássleysis höfum við ekki
tök á að koma þeim öllum fram í
einu, en jafnóðum og eitthvað
selst og rýmkast um, munum við
fylla í skörðin."
NÝ verslun var opnuð fyrir skömmu
i kjallara Miðbæjarmarkaðarins við
Aðalstræti. Nefnist hún Bezt.
Verslunin hefur m.a. á boðstól-
um gluggatjöld, lampa, púða og
ýmsar smávörur frá hinu þekkta
fyrirtæki Designers Guild í Lond-
on, sem einnig hefur verslanir í
París, Tókíó, New York, Múnchen
og víðar. Fyrirtækið selur efni í
mildum og fögrum litum og hafa
mörg þeirra glansandi yfirborð,
sem er nýjung í framleiðslu fyrir-
tækisins.
Bezt lætur viðskiptavinum alla
þjónustu er lítur að formun
gluggatjalda, litavali og saumun í
té.
Verslunin selur ennfremur ýms-
ar vörur frá Small Beginnings og
kaffi- og testell frá Davenport í
Englandi. Sérhannaðar vörur
fyrir Bezt eru einnig til sölu m.a.
náttkjólar, svuntur og púðar.
Eigandi verslunarinnar er Lára
Lárusdóttir.
Háskólabíó sýnir „Elskhuga lafði Chatterley“
HÁSKÓLABÍO er að hefja sýningar
á kvikmyndinni „Elskhugi lady
Chatterley**, sem gerð er eftir hinni
umdeildu sögu D.H. Lawrence. Silv-
ia Kristel leikur lafðina, en Nicholas
Clay elskhugann.
Um þessa mynd segir í kynn-
ingu kvikmyndahússins:
„Kvikmyndin um Elskhuga lady
Chatterley fylgir upprunalegu
sögunni eins nákvæmlega og hægt
er. Hún segir frá Sir Clifford
Chatterley og Connie konu hans.
Þau gifta sig í byrjun fyrri heims-
styrjaldarinnar og stríðið hefur
geigvænleg áhrif á hjónaband
þeirra. Aðrar persónur koma einn-
ig mikið við sögu í kvikmyndinni,
ekki síst sjálfur elskhugi lafðinn-
í Bezt í Miðbæjarmarkaðinum
Úr kvikmyndinni „Elskhugi lady
Chatterley".
Myndin er tekin austast í Vesturgötunni, rétt við gatnamótin við Aðalstræti og Hafnarstræti.
Gamlar ljósmynd-
ir á sýningu
UÓSMYNDASAFNIÐ hf. stendur nú
fyrir sýningu á nokkrum af hinum
stórmerku og skemmtilegu Keykja-
vfkurmyndum Magnúsar Olafssonar,
Ijósmyndara. Sýningin er í sýningar-
salnum Bólvirki hjá Teppaverslun
Álafoss að Vesturgötu 2. Flestar
myndanna eru af gömlum húsum úr
Miöbæjarkvosinni svonefndu.
Magnús Ólafsson var þekktur og
mikilvirkur ljósmyndari í upphafi
aldarinnar og fram á fjórða áratug-
inn. Hann rak ljósmyndastofu í
Reykjavík um áratuga skeið.
Reykjavíkurmyndir hans eru merk
og ómetanleg heimild um vöxt og
viðgang höfuðstaðarins í upphafi
aldarinnar og mannlíf frá þeim
tíma.
Magnús Ólafsson fæddist að
Hvoli í Saurbæ í Dalasýslu 10. maí
1862 og lést í Reykjavík 26. júlí
1937. Hann nam ljósmyndagerð í
Kaupmannahöfn skömmu upp úr
aldamótum. Ljósmyndasafnið hf.
var formlega stofnað 2. september
1981. Það skrásetur og varðveitir
gamlar ljósmyndir og hefur þegar í
sinni vörslu margt merkra safna,
þar á meðal safn Magnúsar Ólafs-
sonar. Ljósmyndasafnið hf. er til
húsa að Flókagötu 35 í Reykjavík.
Sýningin stendur fram í desember
og er opin virka daga klukkan 9 til
18, en á laugardögum klukkan 9 til
12. Myndirnar á sýningunni eru til
sölu.