Morgunblaðið - 20.11.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.11.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982 25 Ljósmynd Emilía. lltankjörstaðaatkvæðagreiösla fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins 28. og 29. nóvember næstkomandi, hófst sl. miðvikudag. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsl- an stendur yfir frá klukkan 14—17 mánudag til föstudags, og laugardaga frá klukkan 10—12. Utankjörstaðaatkvæðagreiðslan verður til og með laugar- dagsins 27. nóvember. Kosið er í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Meðfylgjandi mynd var tekin í gær, en þá var utankjörstaðaatkvæðagreiðsl- an í fullum gangi. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík: Kynningarfundur með frambjóðendum hald- inn á sunnudaginn SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Reykja- vík gangast fyrir sameiginlegum kynningarfundi með frambjóðend- um í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og verður kynningarfundurinn næstkomandi sunnudag í Valhnll, Háaleitisbraut 1. Fundurinn hefst klukkan 15.00. Kaffiveitingar veröa. Samkvæmt ugplýsingum sem Mbl. fékk hjá Árna Sigfússyni, framkvæmdastjóra Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, hefur öllum frambjóðendum verið boðið til fundarins og munu þeir flytja stuttar kynningarræður og síðan gefst gestum kostur á að kynna sér skoðanir þeirra. „Kynningarfundur sem þessi var ekki haldinn fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar," sagði Árni, „en nú hefur verið ákveðið að öll sjálfstæðisfélögin standi saman að kynningarfundi. Hug- myndin er sú að frambjóðendur haldi 3 mínútna ávarp, en síðan geta gestir rætt við frambjóðend- urna og kynnst viðhorfum þeirra. Ég vil hvetja allt sjálfstæðisfólk að koma í sunnudagskaffi í Val- höll og kynnast frambjóðendunum í prófkjörinu,“ sagði Arni Sigfús- son. Konur í meirihluta á borgarstjórnarfundi KONUR voru í meirihluta á fundi borgarstjórnar á fimmtudagskvöld, ellefu á móti tíu körlum. Á meðfylgj- andi mynd sjást Ingibjörg Rafnar, sem gegndi störfum forseta borgar- stjórnar og Davíð Oddsson borgar- stjóri. Fundinn sátu eftirtaldar konur: Af lista Sjálfstæðisflokksins: Ingi- björg Rafnar, Hulda Valtýsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Katrín Fjeldsted og Jóna Gróa Sigurðar- dóttir. Síðari hluta fundarins tók Anna K. Jónsdóttir sæti Margrét- ar Einarsdóttur. Af lista Fram- sóknarflokksins: Gerður Stein- þórsdóttir. Af lista Kvennafram- boðs: Guðrún Jónsdóttir og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir. Af lista Alþýðubandalagsins: Adda Bára Sigfúsdóttir, Álfheiður Ingadóttir og Guðrún Ágústsdóttir. Svavar Gestsson á flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins: Neyðaráætlun til fjögurra ára verði kosningaskrá flokksins Neyðaráætlun um hvernig þjóðin vinnur sig út úr núverandi vanda. „ÉG TEL óhjákvæmilegt að á þessum fundi verði fjallað um tillögu okkar að einskonar neyðaráætlun til næstu fjögurra ára um það hvernig þjóðin vinnur sig út úr þeim vanda sem hér er um að ræða,“ sagði Svavar Gestsson formaður Álþýðubandalagsins m.a. í setningarræðu sinni á flokksráðsfundi i gær. Formaðurinn lýsti síðan neyðaráætluninni sem er í tíu liðum, hann sagði neyöaráætlunina einnig vera tillögu sína að kosningaskrá flokksins. Tillagan að neyðarætluninni fer hér á eftir í stórum dráttum. Fyrstu liðirnir fjalla um að dregið verði úr innflutningi með því að leggja skatta á hluta innflutnings og innborgunargjöld, að dregið verði úr lánafyrirgreiðslu til sam- keppnisinnflutnings. Lögð verði áhersla á að takmarka innflutning stórvirkra véla og vinnutækja og þeim vörum sem framleiddar eru hérlendis. Þetta beinist að því að kveða niður viðskiptahallann á ár- unum 1983 til 1984 og að gjaldeyr- isstaðan verði styrkt. Þá verði gerðar ráðstafanir til að iðnaður- inn geti framleitt vörur fyrir stærri hluta heimamarkaðar svo spara megi gjaldeyri. Miða skal við að erlendar skuldir þjóðarbús- ins aukist ekki frá því sem nú er sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, heldur aukist greiðslubyrðin sem hlutfall af útflutningstekjum. Þá verði gerð, samhliða neyðaráætl- uninni „sérstök áætlun um hjöðn- un verðbólgu í jöfnum og ákveðn- um skrefum." í fimmta lið er fjallað um „sparnaðarátak í öllum atvinnu- greinum" og segir: Gert verði sparnaðarátak í öllum atvinnu- greinum, sérstaklega í verslun, en einnig sjávarútvegi, iðnaði og landbúnaði. Segir einnig að átakið það miðist við að draga úr „sóun og óráðsíu", en markmiðið sé gjaldeyrissparnaður og aukin framleiðsla. Þá gera tillögurnar ráð fyrir „átaki" til fjögurra ára sem miðist við að auka framleiðsl- una í landinu til að treysta lífs- kjör. Segir að sú áætlun eigi að treysta sjálfstæði þjóðarinnar og draga úr sveiflum, einnig að ís- lenskir aðilar eigi að hafa forræði yfir öllum atvinnugreinum lands- ins. í lok þessa liðs segir að íslend- ingar verði að reisa atvinnustefnu á grundvelli skipulegrar auðlinda- nýtingar. Landsmenn eigi mikinn auð í orkulindum landsins, en þær verði að mynda einn hornstein góðra lífskjara. í sjöunda lið segir að stofnaður skuli kjarajöfnunarsjóður, sem hafi 500 milljónir króna til ráð- stöfunar á árinu 1984. Sjóðurinn verði fjármagnaður með tekjum af „betri skattheimtu" þar sem gert verði skipulegt átak til þess að koma í veg fyrir skattsvik, af gjöldum sem lögð verði á innflutn- ing og með sparnaði í ríkisrekstri. Sjóðinn á að nota til kjarajöfnun- ar svo draga megi úr áhrifum strangra efnahagsaðgerða á hag láglaunafólks. Allt peningamálakerfi landsins á að taka til „róttækrar endur- skoðunar" samkvæmt áttunda lið tillagna að neyðaráætlun. Vextir, staða bankanna, sérstaklega Seðlabankans skal taka til þessar- ar endurskoðunar, auk þess sem tryggja á að heildarsparnaður landsmanna þjóni félagslegum markmiðum. í níunda lið er rætt um sam- starfið við verkalýðshreyfinguna og segir að í kjarasamningum verði stuðlað að launajöfnuði og að kjarajöfnunarsjóðinn fyrr- nefnda eigi að nota í því skyni. Þá segir: „Meðan landsmenn eru að vinna sig út úr hinum mikla við- skiptahalla sem nú er er ekki unnt að hækka öll grunnlaun í landinu, en með samstarfi stjórnvalda og verkalýðshreyfingar verði tryggð framkvæmd skynsamlegrar launastefnu." Síðasti liður neyðaráætlunar Alþýðubandalagsins fjallar um verðlagsstjórn. Alla verðlags- stjórn landsins á að taka til gagn- gerðrar endurskoðunar i ljósi reynslunnar af núgildandi verð- lagslögum, sem Svavar sagði mjög gölluð og ekki skapa þá aðhalds- möguleika sem stjórnvöld yrðu að hafa til að geta ráðið við efna- hagsvandann. „Hrikalegar verð- hækkanir að undanförnu eru til marks um það hversu haldlitil þau eru,“ sagði flokksformaðurinn í lok kynningar sinnar á tillögum að neyðaráætlun Alþýðubanda- lagsins til næstu fjögurra ára. Frá setningu fundar Flokksráðs Alþýðubandalagsins í gær. Ljósm. EBB íbúðir fyrir aldraða 1 Reykjavík: Bygging leigu- og söluíbúða fyrir 140 manns hefst á næsta ári SAMÞYKKT var á fundi bygg- ingarnefndar í þágu aldraðra i gær, að hefja á næsta ári byggingu leiguíbúða fyrir 80 manns og sölu- ibúða fyrir um 60 einstaklinga, en byggingar þessar verða í Seljahlíð i Breiðholti, samkvæmt upplýsing- um sem Mbl. fékk hjá Páli Gisla- syni borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, formanni nefndarinnar. Páll sagði að samþykkt hefði verið á fundinum að nýta fyrir- hugaða byggingu í Seljahlíð á annan hátt en ætlað var, — að hætta við heilsugæslustöð og sjúkradeild, en þeirri starfsemi yrði komið fyrir í annarri bygg- ingu á svæðinu. Orsök þess kvað Páll vera þá að með því að flytja þá þjónustu annað, yrði hægt að hraða framkvæmdum, því ríkið ætti að leggja fé til sjúkrahús- bygginga, en þeir peningar hefðu skilað sér illa. Á lóðinni, sagði Páll, að ætti að byggja smáhýsi eða raðhús með íbúðum, sem yrðu 50-80 fermetrar að stærð fyrir allt að 60 manns og yrðu það söluíbúðir. Páll sagði að hugmyndin væri sú að bjóða söluíbúðirnar út til verktaka. Þær yrðu síðan seldar, en borgin ætti forkaupsrétt á þeim síðar. „Það var samþykkt að hraða þessu máli, þannig að útboð að- albyggingar gæti farið fram á miðju ári 1983, en útboð sölu- íbúðanna gæti jafnvel farið fram fyrr og fólk gæti flutt inn tveim- ur árum síðar. Með þessan til- högun náum við allgóðri nýtingu á þeim þjónustukjarna sem fyrir er,“ sagði Páll. Páll sagði að í lok októbermánaðar sl. hefði 651 húsnæðisumsókn frá einstakl- ingum verið óafgreidd, en 108 umsóknir hjá hjónum. Þar hefðu 318 umsóknir verið frá aðilum sem ættu íbúðir. Það styddi þá skoðun að markaður væri fyrir söluíbúðir. Þess vegna hefði á fundinum verið samþykkt tillaga um að sækja um þrjár lóðir, þar sem byggja mætti á hverri lóð 60-70 sérhannaðar söluíbúðir fyrir aldraða. Þar yrði þjónustu- kjarni, þar sem hægt yrði að veita svipaða þjónustu og borgin veitti í vernduðum þjónustuíbúð- um. „Við höfum leitað til bygg- ingadeildar og Borgarskipulags og spurst fyrir um hvar lóðir væri að finna og hefur Borgar- skipulag bent okkur á átta staði í borginni. Það er mjög æskilegt að þessar lóðir yrðu í þeim hverfum borgarinnar, þar sem flest aldraða fólkið býr í dag, þ.e. í Vesturbæ og Austurbæ,“ sagði Páll Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.