Morgunblaðið - 20.11.1982, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 10 kr. eintakió.
Hagsmunir Islands
og hafréttarmál
Utfærsla fiskveiðilögsögu
okkar fyrst í 4 sjómílur,
síðan í 12, þá í 50 og loks
stóra stökkið 1976 í 200 sjó-
mílur vóru mikilvæg giftu-
spor í lífsbaráttu íslendinga
fyrir þjóðarvelferð og
efnahagslegu sjálfstæði.
Þetta gildir ekki síður um þá
samninga við umheiminn,
sem tryggðu viðurkenningu
hans á rétti okkar, — og ýttu
erlendum fiskveiðiflotum
endanlega út úr hinni nýju
fiskveiðilandhelgi. Útfærsl-
an í 200 sjómílur var eitt
höfuðviðfangsefni ríkis-
stjórnar Geirs Hallgríms-
sonar, 1974—1978, en
Matthías Bjarnason, þáver-
andi sjávarútvegsráðherra,
leiddi undirbúning og fram-
kvæmd hennar farsællega.
Því miður hefur sá ávinn-
ingur, sem útfærsla fisk-
veiðilögsögunnar færði í
þjóðarbúið, ekki komið
nægjanlega fram í betri
lífskjörum einstaklinga eða
bættri stöðu þjóðarbúsins út
á við, vegna utanaðkomandi
áfalla, s.s. margföldunar á
oliuverði, en fyrst og fremst
vegna heimatilbúinna
vandamála á sviði pólitískr-
ar stjórnsýslu, sem sagt
hafa til sín á flestum sviðum
atvinnu- og efnahagsmála,
þ.á.m. á verðlagsþróun í
landinu. Veiðisókn stækk-
andi skipastóls, langt um-
fram veiðiþol nytjafiska,
hefur og dregið verulega úr
arðsemi sjávarútvegs og
kauphlut sjómanna. Engu að
síður er ljóst, að án þeirra
ávinninga, sem útfærslan
1976 færði í þjóðarbúið,
hefðu lífskjör þjóðarinnar
skerst mun verr en þó er
orðið, og atvinnuleysi sagt
til sín.
Hafréttarsáttmáli Sam-
einuðu þjóðanna, sem ís-
lenzkir embættis-, vísinda-
og stjórnmálamenn höfðu
ríkuleg áhrif á, var næsta
stóra skrefið í hagsmuna-
gæzlu okkar á sviði haf-
réttarmála. Hann felur í sér
ákvæði, sem íslendingar
geta og hafa byggt á hags-
munakröfur á sviði hafrétt-
armála. Samningurinn um
Jan Mayen-svæðið var
fyrsta skrefið. Tvö hin
næstu, sem enn eru aðeins í
sjónmáli, snerta Rochall-
svæðið, suður af landinu, og
Reykj anesh ryggi n n.
Eyjólfur Konráð Jónsson,
alþingismaður, hefur haft
frumkvæði um málatilbúnað
á þessu sviði á Alþingi. Þar
liggja nú fyrir þrjú þingmál,
varðandi hafréttarmál, sem
hann er ýmist flutningsmað-
ur að eða meðflutningsmað-
ur: Tillaga um samstarf við
Færeyinga um sameiginlega
réttargæzlu á Rochall-svæð-
inu, tillaga um haf-
sbotnsréttindi íslands á
Reykjaneshrygg, en í því
máli er Pétur Sigurðsson, al-
þingismaður, fyrsti flutn-
ingsmaður, og tillaga, sem
Eyjólfur flytur ásamt Al-
bert Guðmundssyni, um ráð-
stafanir til að stöðva rán-
yrkju Færeyinga á Atl-
antshafslaxi. Ekki verður
farið út í efnisatriði þessara
þingsályktunartillagna hér,
en þær eru allar byggðar á
ákvæðum hins nýja hafrétt-
arsáttmála um skyldur og
réttindi strandþjóða.
Varðandi fiskveiðar og
fiskvinnslu, sem eru lang
mikilvægasti þáttur verð-
mætasköpunar og útflutn-
ingstekna þjóðarinnar,
skiptir höfuðmáli, að nýta
nytjafiska innan fiskifræði-
legra marka, haga veiðisókn
eftir veiðiþoli, vanda út-
flutningsvöru vel, enda sölu-
samkeppni harðnandi á
mörkuðum okkar, og styrkja
sölustöðu okkar í hvívetna.
En jafnframt þarf að
tryggja okkur þau haf-
sbotnsréttindi, sem við eig-
um tilkall til utan 200 mílna
lögsögunnar, samkvæmt
ákvæðum hafréttarsátt-
málans, en til þess þarf
fræðilega gagnasöfnun og
kröfugerð, sem byggir á
jarðfræðilegum og hafrétt-
arlegum forsendum. Sú
kröfugerð þjónar tvennum
tilgangi, að tryggja okkur
rétt til líklegra eða hugsan-
legra verðmæta í hafsbotn-
inum, og til að koma í veg
fyrir hugsanlegt jarðrask
annarra þjóða, sem stefnt
gætu íslenzkum hagsmunum
í hættu. Þess vegna eru þau
hafréttarmál, sem nú er
fjallað um á Alþingi, mikil-
vægari er margur hyggur.
Þúsundum lesta af
síld ekið í bræðslu
— segir Eiríkur Tómasson í Grindavík
„NÚ, EFTIR að síldarsöltun upp I
gerða sölusamninga er lokið, er
ástandið á síldveiðunum og verk-
uninni þannig að þúsundir lesta
hafa verið keyrðar í bræðslu. Sem
dæmi má nefna, að á Hornafirði
var 400 lestum keyrt I bræðslu
skömmu eftir að söltun lauk og
bér i Grindavík hefur talsvert farið
í bræðslu, meðal annars 40 lestir í
morgun. I>á er svipaða sögu að
segja frá Vestmannaeyjum og
svona má halda lengi áfram,“
sagði Eiríkur Tómasson, fram-
kvæmdastjóri hjá Þorbirni hf. í
Grindavík, í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Eríkur sagði ennfremur, að
eina leiðin til þess að leysa ríkj-
andi öngþveiti væri að knýja
stjórnvöld til að beita sér fyrir
sölu á viðbótarmagni á saltsíld
til Sovétríkjanna, það væru
möguleikar á aukinni sölu þang-
að. Nú væri staðan þannig, að
menn bæru mikinn skaða af því
að keyra síld í bræðslu fyrir um
30 aura kílóið í stað 1,45 eða 2,45
króna eftir stærð síldarinnar.
Nú væri til dæmis sú staða hjá
Þorbirni, að þeir væru með bát,
sem væri að landa mjög góðri
síld og það eina, sem hægt væri
að gera við þá síld, væri að salta
hana á Rússlandsmarkað eða að
keyra hana í bræðslu. Ákvörðun
hefði verið tekin um að salta
hana og sjá síðan hvað gerðist,
það mætti þá sturta úr tunnun-
um í bræðslu. Sömu sögu væri að
segja af fleiri stöðum.
Þess væru dæmi að hlaupið
hefði verið undir bagga með síld-
arfrystingunni með því að veita
henni ríkisábyrgð á framleiðsl-
unni og það væri aðeins það
sama sem saltendur væru að
fara fram á nú.
Annar viðmælandi blaðsins
sagði meðal annars, að það væri
hrikalegt að fá ekki að nýta
möguleikann á að ná efri mörk-
um sölusamningsins við Sovét-
ríkin eða aukningu um 40.000
tunnur. Með því væri ekki verið
að sækjast eftir því að skerða
kvóta annarra útflutningsvara á
Rússland, heldur aðeins að reyna
að koma í veg fyrir öngþveiti og
tekjutap vegna þess að síld færi
í miklum mæli í bræðslu.
Málið snerist um það, að nú
væri verið að pressa Rússa til
þess að auka kaup sín á karfa
um 7.000 lestir eða í 24.000 alls. í
viðskiptasamningum hefði verið
tekið fram, að karfamagnið
skyldi nema 12.000 til 17.000
lestum. Nú væri búið að selja
17.500 lestir, þannig að komið
væri upp fyrir mörkin. Saltend-
ur óttuðust það, að valið stæði á
milli umframmagns á karfa og
því að efri mörkum sölusamn-
ings á síld væri náð. Hvað varð-
aði karfann væri ljóst, að karfa-
stofninn væri ekki aðeins ofnýtt-
ur, heldur væri karfinn til Rúss-
lands niðurgreiddur um nálægt
100 milljónir króna. Á meðan við
værum að verðleggja okkur út af
öllum saltsíldarmörkuðum
vegna skipulagsleysis og furðu-
legra verðákvarðana á fersksíld,
virtist allt í lagi að greiða 100
milljónir króna með ofnýttum
karfa, sem ekki stendur undir
útgerð skipanna. Svona vinnu-
brögð skildu menn hreinlega
ekki.
Síldarfrysting í Eyjum.
Ljósmynd Sigurgeir.
Bréf síldarsaltenda til vidskiptaráðherra um síldarsölu til Sovét:
Aukin sala skerðir
ekki kvóta annarra
SÍÐASTLIÐINN fimmtudag af-
hentu félög sildarsaltenda
viöskiptaráöherra, Tómasi Árna-
syni, eftirfarandi bréf: „Eftir að
lokið var að salta upp i alla gerða
sölusamninga á hefðbundnum teg-
undum saltaðrar sildar í byrjun
þessa mánaðar hefur hluti síldar-
flotans átt í erfiðleikum með að
losna við aflann, þrátt fyrir að eng-
in veiöihrota hafi komið á timabil-
inu. Áætlað er, að af þessum sök-
um hafi til þessa þurft að selja í
bræðslu fersksíld, sem svarar til
um 20.000 tunnum af fullverkaðri
saltsíld. Ef aflahrotur hefðu komið
á tímabilinu hefði rikt algjört öng-
þveiti hjá síldarflotanum.
Þrátt fyrir mikla markaðserf-
iðleika tókst Síldarútvegsnefnd
að ná fyrirframsamningum um
meira magn af saltaðri Suður-
iandssíld en nokkru sinni fyrr að
einu ári undanteknu. Þetta
mikla magn er að verulegu leyti
að þakka viðskiptum okkar við
Sovétríkin, sem eru stærsta
neyzluland saltaðrar síldar. í
gildandi viðskiptasamningi við
Sovétríkin er gert ráð fyrir
möguleikum á árlegri sölu þang-
að á 150.000 til 200.000 tunnum
af saltaðri síld. Samningar tók-
ust milli Síldarútvegsnefndar og
Sovétmanna um fyrirframsölu á
samtals 160.000 tunnum og hefur
Síldarútvegsnefnd unnið að því í
samráði við féiög síldarsaltenda
að fá þetta magn hækkað í
200.000 tunnur.
Hluti síldarsöltunarstöðva
þeirra, sem bjuggu sig undir
síldarsöltun á vertíðinni, höfðu,
er söltun lauk, fengið ýmist lítið
eða ekkert hráefni til vinnslu,
einkum vegna breytingar á
göngu síldarinnar á fyrri hluta
vertíðar, og ennfremur eins og
áður er sagt vegna erfiðleika
hluta síldarflotans á að losna við
aflann. Hafa félög sildarsalt-
enda lagt á það mikla áherzlu, að
samkomulag náist við Sovétríkin
um að þau auki kaup sín um
40.000 tunnur, þannig að heild-
arsalan svari hærri mörkum
þeim, sem tilgreind eru í við-
skiptasamningi. Saltendafélög-
um er kunnugt um að Síldarút-
vegsnefnd hefur gert allt, sem
unnt er af hennar hálfu í þessu
skyni auk þess, sem viðskipta-
ráðuneytið og sendiráð íslands í
Moskvu hafa, að ósk nefndarinn-
ar, rætt málin við Sovétmenn, en
til þessa hafa tilraunir þessar
ekki borið tilætlaðan árangur.
Á fundi, sem stjórnir salt-
endafélaganna boöuðu til í dag
(17. nóvember), mættu fram-
kvæmdastjóri og aðstoðar-
framkvæmdastjóri Síldarút-
vegsnefndar og gerðu þeir ítar-
lega grein fyrir markaðsmálum
og áframhaldandi sölutilraun-
um. í tilefni þessa vilja félög
síldarsaltenda taka fram eftir-
farandi:
Stjórnir félaganna hafa fylgzt
jafnóðum með gangi þessara
mála og hafa allar aðgerðir Síld-
arútvegsnefndar til að fá Sov-
étmenn til að auka kaup sín ver-
ið í fullu samráði við félögin.
Stjórnir félaganna mótmæla
að gefnu tilefni þeim málflutn-
ingi, að sala á fullu kvótamagni
á saltsíld samkvæmt viðskipta-
samningi íslands við Sovétríkin
geti spillt fyrir sölu á öðrum ís-
lenzkum útflutningsvörum til
Sovétríkjanna og bendir í því
sambandi á, að Seðlabanki ís-
lands hefur, það sem af er þessu
ári, yfirfært til Sovétríkjanna
yfir 20. milljónir dollara vegna
kaupa íslendinga á sovézkum
vörum umfram það, sem Sovét-
menn hafa keypt af íslending-
um.
Ennfremur hefur margsinnis
verið tekið fram, bæði munnlega
og skriflega af hálfu Síldarút-
vegsnefndar, að ekki komi til
greina að aukin saltsíldarkaup
verði á neinn hátt á kostnað til-
greinds kvóta fyrir aðrar út-
flutningsvörur landsmanna.
Atvinnuhorfur fram að vertíð
á hefðbundnum síldarsöltunar-
svæðum frá Suðurlandi til Suð-
austurlands eru slæmar og við-
bótar síldarsöltun myndi geta
bætt þar verulega úr.
Með hliðsjón af framanrituðu
óska félög síldarsaltenda hér
með eftir, að viðskiptaráðherra
beiti sér fyrir því, að ríkisábyrgð
verði veitt fyrir 90% af sölu-
andvirði 20.000 til 25.000 tunna
af saltsíld, sem söltuð yrði sam-
kvæmt söltunarreglum sovézka
markaðarins. Jafnframt leggja
félögin ríka áherzlu á, að við-
skiptaráðherra veiti Síldarút-
vegsnefnd allan hugsanlegan
stuðning í framhaldandi
samningaumleitunum hennar
við Sovétmenn um sölu á
framangreindu magni."