Morgunblaðið - 20.11.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.11.1982, Blaðsíða 35
\ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982 35 Mála helst úti í náttúrunni Karl Sæmundsson opnar í dag málverkasýningu í Ásmundarsal í Keykjavik, þar sem hann sýnir milli Tjörutíu og fimmtíu málverk, olíu- myndir, vatnslitamyndir, og einnig verk unnin í krít og pastel. I>etta er þriðja einkasýning Karls, sem sýndi í Bogasalnum árið 1974 og aftur ár- ið 1977. Karl er nú á áttræðisaldri, og hefur því byrjað fremur seint að sýna verk sín opinberlega. Blaða- maður heimsótti hann nú í vikunni, og spurði fyrst, hvað hefði valdið því að hann hóf að mála þetta seint, eða hvort hann hefði ef til vill gert það alla tíð. Efnahagurinn leyfði ekki listnám „Þetta var nú eiginlega það eina sem mig langaði til, allt frá því ég man eftir mér,“ sagði Karl. „Mig langaði til að geta lært eitthvað og fengist við listir. En efnahagnum var nú bafa þannig farið er ég var krakki, að ekki þýddi að hugsa um það, og svo þegar ég sjálfur óx úr grasi og fullorðnaðist, gaf ég mér aldrei tíma frá brauðstritinu til að sinna þessu hugðarefni. Það var svo ekki fyrr en 1974, að ég fór á námskeið í listmálun, sem ég hef síðan gert nokkuð, og byrjaði um leið að mála töluvert. Fram til þess tíma hafði ég lítið sem ekkert fengist við þetta, svo sýningin 1974 var fyrst og fremst árangur þess sem ég var að vinna að þá stundina." Aldrei of gamall til að læra „Ég hef haft mjög gaman af þessu litla listnámi mínu nú síð- ari árin, því þótt segja megi að mér hefði komið betur að læra fyrr, þá er ég þeirrar skoðunar að maður sé aldrei of gamall til að læra, enda er maður að læra eitthvað svo lengi sem maður lif- ir. Hitt er svo einnig rétt að hafa í huga, að það er ekki hægt að læra alla hluti, sumt hafa menn í sér, og þarf ekki skólalærdóm til. Enn er svo sá lærdómur sem er fyrir utan alla venjulega kennslu, svo sem að fara á málverkasýn- ingar, en það hef ég alla tíð gert.“ Málar úti í náttúrunni — Hvernig málar þú þínar myndir, heima á vinnustofu, eða ferðu út í náttúruna? „Myndir mínar eru fyrst og fremst landslagsmyndir, eins og sést á þessari sýningu, og ég mála þær nærri eingöngu úti í náttúr- unni. Mér finnst ekki hægt að ná sömu áhrifum heima á vinnu- stofu, til dæmis eftir ljósmynd. Því fer ég út með trönurnar, og reyni að fullvinna málverkin úti, eða því sem næst. Ég mála ekki mikið, ætli það séu til eftir mig nema svona 200 málverk, og ég er ekki ánægður með þau öll, og sum þeirra læt ég ekki frá mér af þeim ástæðum. Mest vinn ég á sumrin, enda hentar vetrarveðr- — segir Karl T. Sæmundsson, sem í dag opnar sína þriðju málverkasýningu átta hér illa til vinnu úti í náttúr- unni. — Myndefnin eru hins veg- ar ekki síður fyrir hendi að vetr- inum, það er sérstök stemmning yfir hverjum árstíma." Þekkti Kjarval mjög vel — Þú átt sjálfur talsvert af verkum eftir Kjarval. Þekktust þið vel? „Já, mér er óhætt að segja að ég þekkti Kjarval vel, og hafði árum saman talsverð samskipti við hann, einkum í gegnum fólk er við þekktum sameiginlega. Ég á talsvert af myndum eftir Kjarval, það er rétt, nokkuð stór málverk sem ég keypti af honum, og svo nokkrar minni myndir sem hann gaf mér flestar. Kjarval var skemmtilegur maður, og ég tel það mína stærstu gæfu í lífinu að hafa fengið tækifæri til að kynn- ast góðu fólki. Kjarval var einn af því fólki. Það gat verið skemmtilegt að hitta Kjarval og rabba við hann, en hann gat líka reiðst illa ef þannig stóð í bælið hans eða hon- um fannst sér misboðið. Skemmtilegs kvölds minnist ég með honum eitt sinn, það var á þorláksmessu. Ég átti eitthvað erindi í bæinn, en hafði þó lokið öllum jólaundirbúningi. Nema ég lít við hjá Kjarval, og hafði eitthvað vín með mér, og svo skipast að við förum í gönguferð saman. Við byrjuðum á því að fara upp á Skothúsveg, þar sem frænka hans bjó, og þar vatt hann sér inn. Skömmu síðar kom hann út aftur, með fullan poka af laufabrauði. Við gengum svo áfram, gæddum okkur á brauðinu og drukkum vínið með. Við vorum lengi að rabba saman, gengum alla leið upp í Öskjuhlíð, og mér er mjög minnisstætt hvernig hann lét gamminn geisa, og „fíló- sóferaði" um alla heima og geima og um lífið og tilveruna. Það var gaman að kynnast Kjarval. Marga aðra listamenn hef ég þekkt og á marga ágæta vini úr þeim hópi, sem ég heimsæki oft og rabba við. En af þessum gömlu meisturum þekkti ég Kjarval best og svo einnig Einar Jónsson, sem ég vann töluvert fyrir þegar ég var með byggingastarfsemi. Hann var mikill öðlingsmaður, og ég kom oft til þeirra hjóna austur í Galtafell. Kvíði engu! — Ertu kvíðinn fyrir svona sýningu eins og þú ert nú að opna, áttu von á óvæginni gagnrýni? „Nei, ég er ekki kvíðinn, þetta verður bara að hafa sinn gang. Ég á hins vegar ekkert von á sér- lega góðri gagnrýni, það má vafa- laust talsvert að mínum verkum finna, og sjálfur hefði ég viljað geta gert betur, ég er ekki fylli- lega ánægður rfiéð ðlk málygrjdn hér. En það er bara aolaka þvT— sem að höndum ber!“ — Og þú ert ekkert að hætta að mála? „Nei, ég held ekki, þótt ég sé nú að verða gamall. Ég vona að ég geti haldið þessu eitthvað áfram, aðallega sjálfum mér til ánægju, en annars hef ég nóg að gera, hef til dæmis ferðast mikið, ekki sist nú hin síðustu ár. Ég hef nóg að gera í þessu og öðru, það er engin hætta á verkefnaskorti," sagði Karl að lokum. Sýning Karls opnar sem fyrr segir nú í dag í Ásmundarsal, og stendur fram um næstu helgi. Á sýningunni eru 43 verk, og sýn- ingin er sölusýning. — AH Bnasöludeildin er opin í dag frá kl. 2—6 Nýir og notaöir bílar til sýnis og sölu. Komiö ræöiö málin og þiggið veitingar. Munið að varahlutaþjónusta okkar er í sérflokki. Lada Safir kr. 105.000.- Lada Station kr. 118.000.- Lada Canada kr. 124.000.- D D Verö frá kr. 165.000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.