Morgunblaðið - 20.11.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.11.1982, Blaðsíða 48
^Yliglýsinga- síminn er 2 24 80 JlfaKglpttttltfftfrÍfr ■ ......-LL' 1 " 11 'gg ^/\skriftar- síminn er 830 33 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982 Svavar Gestsson á flokksráðsfundi: Kosningar 23. apríl — Þingrof í febrúar „AF ÞESSUM ástæðum höfum við lagt til að kosið verði í síðasta lagi 23. apríl næstkomandi og að þing verði rofið um miðjan febrúar," sagði Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins i setningarræðu sinni á flokksráðsfundi í gær. Svav- ar fjallaði meöal annars í ræðu sinni um mjög slæma stöðu i efnahags- málum, um hrikalegar verðhækkan- ir undanfarið og sagði kosningaskrá Time Magazine: Hefur áhuga á sérstakri * Islandsútgáfu ALÞJÓÐA tímaritið Time Mag- azine hefur lýst áhuga á því að gefa út sérstakan þátt helgaðan Islandi. í lok þessa mánaðar er væntanlegur aðili frá timaritinu til viðræðna við þá aðila hér á landi, sem væntanlega stuðla að því að þetta gæti orðið með aug- lýsingum eða öðrum hætti. Að sögn Tómasar Karlsson- ar, fulltrúa í utanríkisráðu- neytinu, en það hefur milli- göngu í málinu, er hér talað um 8 síður inni í blaðinu. Þetta er allt á könnunarstigi og ekki verður lagt í útgáfuna nema kostnaður fáist á móti með auglýsingum frá íslenzkum og bandarískum aðilum. Telji út- gefendur tímaritsins fjárhags- grundvöll fyrir útgáfunni, verða sendir hingað blaða- menn eftir áramótin og mun íslenzki þátturinn þá væntan- lega birtast á fyrri hluta næsta árs. Hugmyndir að útgáfunni eru með þeim hætti, að henni yrði þá að einhverju leyti rit- stýrt þannig, að það þjónaði að einhverju leyti sjónarmiðum þeirra, sem mest legðu til út- gáfunnar af íslendinga hálfu og beinist þá áhuginn aðallega að útflytjendum. Ráðuneytið hefur verið þessum manni til aðstoðar og skrifað þeim aðil- um, sem líklegast er talið að hafi áhuga á þessu. Alþýðubandalagsins eftir rikisstjórn- arsetu þess eiga að verða „ncyðar- áætlun til fjögurra ára“. Um væntan- lcgar kosningar sagði hann aftur á móti: „í þeim kosningum hlytum við að leggja áherslu á að núverandi rík- isstjórn fengi aukinn meirihluta á Alþingi, þannig að unnt væri að stýra eftir meginstefnu hennar áfram.“ Svavar sagði tillögur Alþýðu- bandalagsins um kosningar 23. apríl nk. og þingrof i febrúar komnar til af „ábyrgðarleysi stjórnarandstöðunnar“ og því að aðrir stjórnaraðilar og stjórnar- andstaðan hefðu neitað að fallast á tillögur Alþýðubandalagsins sl. haust. Þá sagði Svavar: „Þjóðin hefur einfaldlega ekki efni á þvi að horfa upp á hráskinnaleikinn fram eftir öllum vetri, meðan er- lendar skuldir hlaðast upp, vegna viðskiptahalla, meðan gjaldeyr- isstaðan versnar dag frá degi, meðan hættan á atvinnuleysi gæti heimsótt okkur svo að segja hvern dag. Þess vegna er nú lífsnauðsyn að skjóta málum til þjóðarinnar -og það strax.“ MorKunblaðið/ Emilía íslendingar töpuðu naumlega, 15—17, fyrir Vestur-Þjóðverjum í landsleik í handknattleik í Laug- ardalshöll í gærkvöldi. Sigurður Gunnarsson skýtur hér á þýska markið, en inni á línunni standa þeir Þorgils Ottar og Bjarni Guðmundsson í ströngu. Sjá nánar á íþróttasíðu bls. 47. Nýjar álviðræður hefjast á mánudag: Svisslendingar leggja fram 4 viðræðupunkta — eftir að forsætisráðherra staðfesti þá skoðun sína að ekki hafi verið um „sviksamlegt athæfi“ að ræða af hálfu Alusuisse DR. PAUL Miiller formaður framkvæmdastjórnar Alusuisse kemur til landsins á morgun, sunnudag, og mun hann sam- kvæmt fréttatilkynningu frá iðn- aðarráðuneytinu eiga viðræður við iðnaðarráðherra á mánudag um íslenzka álverið í Straums- vík. Þá mun dr. Muller sam- kvæmt heimildum Mbl. einnig eiga viðræður við forsætisráð- herra, en ráðherrann hefur lýst því yfír, að hann telji ekki að um sviksamlegt athæfí hafí verið að ræða í viðskiptum fyrirtækisins við íslenzk stjórnvöld. Alusuisse hefur vegna staðfestingar for- sætisráðherra á þeirri yfirlýs- ingu sinni lýst sig reiðubúið til að hefja viðræður um lausn deil- umálanna Samkvæmt því sem Mbl. kemst næst munu fulltrúar Alusuisse hafa snúið sér til forsætisráðherra vegna yfir- lýsinga hans á Alþingi í vor um að hann teldi ekki um svik- samlegt athæfi að ræða af hálfu Alusuisse. Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins tók í sama streng í þeim hinum sömu umræðum á Alþingi, en Óska ríkisábyrgðar á fram- leiðslu 25.000 tunna af síld • • — Ongþveiti ríkir í veiðunum að mati síldarsaltenda og þúsundum lesta ekið í bræðslu. FÉLÖG síldarsaltenda hafa nú farið fram á það t bréfi til viðskiptaráðherra, að veitt verði ríkisábyrgð fyrir andvirði 90% af söluverðmæti allt að 25.000 tunna af saltsíld verkaðri á Rússlandsmarkað. Mikil óánægja ríkir meðal þeirra og telja þeir öngþveiti ríkja í skipulagsmálum veiða og verkunar og segja að nú sé þúsundum lesta af sild ekið í bræðslu. Þá eru nokkrir aðilar byrjaðir söltun að nýju á eigin ábyrgð til að þurfa ekki að setja síldina í bræðslu. Vegna þessa hafði Morgunblað- ið samband við viðskiptaráðherra, Tómas Árnason. Sagði hann, að málið væri nú til athugunar hjá ríkisstjórninni. Heimild til ríkis- ábyrgðar þyrfti að fara fyrir Al- þingi og því tæki þetta nokkurn tíma. Stöðugt væri unnið að því að selja meira af saltsíld til Sovét- ríkjanna, en hann væri ekki bjart- sýnn á, að hægt væri að selja meira, hvorki þangað né á aðra markaði. Hjá síldarsaltendum kemur fram ánægja með störf Síldarút- vegsnefndar, sem tekizt hefur að semja um fyrirframsölu á 160.000 tunnum af síld til Sovétríkjanna eða meira en nokkru sinni fyrr að einu ári undanteknu. Á hinn bóg- inn lýsa þeir óánægju meö það, að viðskiptaráðuneytið skuli ekki hafa stutt betur við Síldarútvegs- nefnd í frekari sölutilraunum. Telja þeir að möguleiki sé á að ná samningi um sölu á allt að 200.000 tunnum, sem eru tilgreind efri mörk í viðskiptasamningi ríkjanna. Ef svo yrði, væri komið í veg fyrir öngþveiti síldveiðanna og frekari atvinna tryggð á söltun- arsvæðunum. Þá er einnig mikil óánægja með það, hvernig staðið hefur verið að verðlagningu á ferskri síld og telja saltendur, að hægt hefði verið að selja meira af síld, ef það hefði ekki verið ákveð- ið of hátt í upphafi. Þá hefði jafn- framt verið hægt að salta og frysta jöfnum höndum og koma í veg fyrir, að mikið magn síldar færi í bræðslu fyrir um 30 aura kílóið, en síldarverð til frystingar er nú 1,45 eða 2,45 krónur eftir stærðarflokkum. Einnig benda þeir á, að nú er verið að reyna að selja karfa til Sovétríkjanna langt umfram hærri mörk sölusamningsins, þrátt fyrir að stofninn sé bæði vannýttur og karfinn til Sovétríkj- anna niðurgreiddur. Sjá nánar bréf síldarsaltenda og viðbrögð þeirra á miðopnu blaðs- ins í dag. iðnaðarráðherra hafði áður lýst því sem sinni skoðun að Alusuisse hefði sýnt af sér sviksamlegt athæfi. Það mun því vera vegna bréfaskipta við Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra sem fulltrúi Alusuisse kemur nú til landsins, til viðræðna við ráðamenn. Samkvæmt heim- ildum Mbl. hafa Alusuisse- menn lagt til og lýst sig fylgj- andi því, að deilumálum varð- andi skattagreiðslur verði vís- að í einfaldan gerðardóm, skipaðan einum fulltrúa frá hvorum aðila, auk oddamanns. Þá verði deilan um afskriftir af hreinsibúnaði álversins send til umfjöllunar íslenzkra lögfræðinga með sama hætti. í framhaldi af ákvörðun um slíka málsmeðferð segjast Alusuisse-menn reiðubúnir til að setjast að samningaborði um eftirtalin atriði: Endur- skoðun orkusamnings Lands- virkjunar og ÍSAL þar sem tekið verði tillit til rafmagns- verðs til þessa iðnaðar í Evr- ópu og fyrir vestan haf. í öðru lagi að endurskoðaður verði aðalsamningur varðandi skatta, svo komist verði hjá frekari deilumálum. Þá lýsir Alusuisse áhuga á stækkun ÍSAL með þátttöku nýs eða nýrra eignaraðila og einnig telur fyrirtækið möguleika á eignaraðild íslenzka ríkisins. Alusuisse telur ekkert því til fyrirstöðu að samkomulag eigi að geta náðst um öll þessi atr- iði fyrir 1. apríl 1983.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.