Morgunblaðið - 20.11.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.11.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982 47 Tveggja marka tap gegn V-Þjóðverjum Mjög góður varnarleikur beggja liða setti svip sinn á leikinn EKKI TÓKST íslendingum aö bera siguroró af Þjóöverjum í landsleik þjóðanna í handbolta í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þrátt fyrir aö hafa alla buröi til þess. Þjóöverjarnir nýttu sér mistök landans vel í lokin og tryggóu sér tveggja marka sigur — 17:15. ísland hafói yfir í hálfleik 8:7. Eins og tölurnar bera meó sér var varnarleikurinn í fyrir- rúmi og segja má aö hann hafi veriö mjög góöur hjá báóum liöum. Sóknarleikurinn var hins vegar oft og tíöum ekki mikið augnayndi og á þaó við um basöi liö og kom þaö aö sjálfsögöu til af því hve vel varnirnar léku og trufluðu sóknarleikinn. Islenska liöið lék framarlega í vörninni og skoruöu Þjóöverjarnir ekki mikið utan af velli, og höfðu þeir í rauninni ekki neina verulega góöa langskyttu. Söknuóu þeir því greinilega Erhards Wunderlich. Þjóöverjar skoruóu tvö fyrstu mörkin og voru yfir fyrstu 15 mín- úturnar en Þorbergur Aöalsteins- son jafnaöi um miöjan hálfleikinn í fyrsta skipti 3:3. Hann kom islandi síðan yfir 4:3 og síöan var jafnt á öllum tölum upp í 7:7. Kristján Arason skoraöi svo áttunda mark- iö úr víti tveimur mín. fyrir hálfleik. Fyrri hálfleik- urinn hnífjafn i fyrri hálfleik mátti vart á milli sjá hvort liöiö var sterkara og var hann hnífjafn allan tímann. Kristján Arason var frekar „háfleygur" í fyrri hálfleiknum og átti þrjú skot yfir markiö eftir uppstökk. Hann skoraói reyndar ekki í leiknum nema úr vítaköstum og veröur aö telja þaö óvanalegt. Þjóöverjarnir hófu seinni hálf- leikinn á sama hátt og þann fyrri — meö því aö skora tvö fyrstu mörkin. Staöan þá oröin 9:8 fyrir þá, en Siguröur Sveinsson jafnaöi 9:9, hans eina mark í leiknum, og Guðmundur Guömundsson kom íslandi yfir. Einn Þjóöverjanna var rekinn af velli fyrir aö hanga í Guö- mundi er hann skoraði markiö og í næstu sókn var dæmd töf á þá. Þorbergur skoraði síöan 11:9 úr víti og tók annaö stuttu síðar en Wöller varöi þá frá honum. Þjóöverjarnir skoruöu næstu tvö mörk og var staöan þá skyndilega 11:11 í staö þess aö hún hefói get- aö verið 12:9 islandi í hag. Einn Þjóöverjanna var rekinn útaf er hér var komiö sögu og islendingar því einum fleiri og meö boltann. Sig- uröur Gunnarsson misnotaöi þá dauöafæri og Þorgils Óttar var rekinn af velli í tvær mín. Fey kom Þjóöverjum yfir 12:11 en Bjarni Guömundsson jafnaöi hiö snar- asta af miklu haröfylgi úr horninu. Þjóöverjarnir skoruöu fljótlega aft- ur en Guðmundur Guómundsson svaraöi um leiö úr hinu horninu. Staöan var þá jöfn 13:13. Slæmur kafli Nú voru rúmar átta minútur eftir af leiknum og kom þá mjög slæm- ur kafli hjá íslenska liöinu. Dæmd var á þá töf einu sinni og dauöa- færi fóru forgöröum. Þjóöverjar nýttu sér þessi mistök til hins ýtr- asta og komust í 15:13 meö mörk- um Krokowski úr víti og Roth. Kristján Arason minnkaði muninn úr vítakasti en Þjóöverjar skoruöu strax aftur. Kristján skoraöi úr ööru víti og var munurinn þá aö- eins eitt mark, 15:16. En aöeins 22 sekúndur voru þá eftir og spennan í hámarki. (slendingar léku maöur á mann síöustu sekúndurnar og ísland — V-Þýskaland 15—17 freistuöu þess aö ná boltanum. En þaö gekk ekki, einn Þjóöverjinn komst frír inn af línu og Brynjar Kvaran kom engum vörnum við í markinu. Sióasta markiö kom aö- eins tveimur sekúndum fyrir leiks- lok. Liðin Eins og fram kom í upphafi léku bæöi liö mjög góöan varnarleik. Markvarsla var hins vegar ekki upp á þaö besta. Kristján Sig- mundsson stóö í íslenska markinu í fyrri hálfleik og varði nokkur skot. Brynjar Kvaran var inni á mest all- an síöari hálfleikinn en náöi sér ekki á strik. Sama er hægt aó segja um þýsku markmennina. ís- lenska liöiö vantaöi meiri aga í leik sinn — og ef þaó lagast í seinni leiknum annaö kvöld ættu þeir aö geta sigraó þetta þýska liö. Á því er ekki nokkur vafi. Ekki er hægt aö setja punkt án þess aö minnast á áhorfendur. Þeir voru frábærir og hvöttu ís- lenska liöiö dyggilega. Kom hávaö- inn þeim Þjóöverjum greinilega í vanda og virkuöu þeir tauga- óstyrkir á köflum vegna látanna. Mörkin skiptust þannig: ísland: Þorbergur Aöalsteinsson 4 (1 v.), Kristján Arason 4 (4 v.), Bjarni Guómundsson 3, Guömundur Guömundsson 2, Ólafur Jónsson 1 og Siguröur Sveinsson 1. Þýska- land: Krokowski 5 (2 v.), Fey 3, Wegener 3, Schulz 2, Gnau 1 (víti), Voik 1, Schwenker 1 og Roth 1. — SH. Jóhannes Stefánsson er hér í kröppum dansi á línunni í gærkvöldi. Hart var barist í leiknum. Bæöi liöin léku góöan varnarleik og voru menn ekki teknir neinum vettlingatökum. Morgunhi.Aid/Kmiiii Bjore. „Nokkuð ánægóur“ — sagði Hilmar landsliðsþjálfari Reykjavíkur- mót hjá fötluðum Reykjavíkurmót fatlaðra veröur haldiö um helgina. Hófst það reyndar í gærkvöldi og verður fram haldiö í dag og á morgun. Keppt veröur í boccia, borö- tennis og lyftingum í íþróttahúsi Álftamýrarskóla og í Sundhöll Reykjavíkur var keppt í sundi í gær. Þátttakendur í mótinu eru frá íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík, íþróttafélaginu Ösp, íþróttafélag- inu Björk og íþróttafélagi heyrn- ardaufra. Þá veröa gestir frá þremur fé- lögum meö á mótinu. Eru þeir frá Tranan HIK í Svíþjóö, íþróttafélagi fatlaöra á Akureyri og íþrótta- bandalagi Vestmannaeyja. Bayern Munchen í BLAÐINU á morgun veröur fjall- að um þýska stórliöiö Bayern MUnchen í greinaflokknum Fræg knattspyrnufélög. Þetta er tví- mælalaust eitt frægasta knatt- spyrnulið í heimi, en eins og allir vita lék Ásgeir Sigurvinsson með því á síöasta keppnistímabili. „Ég ER nokkuð ánægöur meö þetta. Þaö reið baggamuninn er viö vorum komnir einu marki yfir aö víti og 3—4 önnur dauöafæri skildu klikka,“ sagöi Hilmar Björnsson, landsliösþjálfari, eftir leikinn. „Ég var ánægöur meö vörnina en viö verðum aö spila betur á sunnudaginn til aó vinna þá. Þaó vantar meiri aga og einbeitingu i leik okkar. Þýska liðið kom mér í sjálfu sér ekkert á óvart. Þetta er rútinerað liö og þeir hanga á bolt- anum. Þeir skoruöu ekki mikiö fyrir utan en þaö var í rauninni ekki mikiö rými fyrir skyttur hjá þeim eins og viö spiluóum vörnina,“ sagöi Hilmar. Aðalfundur Knattspyrnudeildar Fylkis verður haldinn laugardag- inn 27. nóvember 1982 í Fylkisheimilinu og hefst kl. 13.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Bjarni Guömundsson átti góöan Mk mað ístonska liöinu í gærkvöldi og skoraöi þrjú mörk. Hér or oitt þeirra í fæöingu. Morgunbi*»i4/Kmiiii Bjore. ÍBK vann þrátt fyrir að Pétur léki með ÍR KEFLAVÍK vann ÍR í úrvalsdeild- inni í körfubolta í Keflavík í gærkvöldi 73:67 eftir aö hafa haft Simonsen í BLAÐINU á morgun veröur fjall- aö um danska knattspyrnumann- inn Allan Simonsen sem hefur veriö mikiö fréttum aö undan- fömu fyrir aö ganga til liös viö 2. deildar lið Charlton í Englandi. Simonsen hefur náö lengst allra knattspyrnumanna frá Noröur- löndum og m.a. veriö valinn Knattspyrnumaöur Evrópu. Hann lék lengi meö Borussia Mönchen- gladbach í Þýskalandi en síöast meö Barcelona á Spáni, áöur en hann fór til Charlton. Sýnir þaó aö hér er enginn meöalmaöur á ferö. _ _ ___' Ögri á Norð- urlandamótið 3. DEILDAR LID Ögra í hand- knattleik hélt til Noregs í gær þar sem þaö tekur þátt í Noróur- landamóti heyrnarlausra. Leika þeir í dag og á morgun. yfir í hálfleik 44:30. Keflavík var yfir allan tímann og sigurinn aldr- ei í neinni verulegri hættu. Pétur Guömundsson lék sinn fyrsta leik meö ÍR aö þessu sinni en ekki dugöi þaö þeim til sigurs. Pétur var mjög sterkur í vörninni en ekki var hann eins atkvæöamik- ill i sókninni og skoraði t.d. aöeins 4 stig í fyrri hálfleik. Brad Miley lék nieð Keflavík í gær, sinn fyrsta leik, og átti hann heldur rólegan dag. Leikurinn var jafn framan af en undir lok fyrri hálfleiksins tóku Keflvíkingar sprett og náöu 14 stiga forskoti, 44:30, eins og áöur sagöi. ÍR tókst aö minnka muninn niöur í 5 stig er níu mín. voru eftir af leiknum en svo sigu heimamenn aftur fram úr og öruggur sigur var þeirra. Stigin skoruöu. ÍBK: Þorsteinn Bjarnason 26, Axel Nikulásson 21, Jón Kr. Gíslason 13, Brad Miley 10 og Björn Skúlason 3. ÍR: Kristinn Jörundsson 20, Pétur Guö- mundsson 19, Hreinn Þorkelsson 14, Kolbeinn Kristinsson, Jón Jör- undsson og Gylfi Þorkelsson voru allir meö 4 stig og Rágnar Torfa- son skoraói 2 stig. Nánar verður sagt frá leiknum i íþróttablaöi Morgunblaósins á þriöjudaginn. — ÓT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.