Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 1
279. tbl. 69. árg.
SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982
Prentsmidja Morgunblaðsins
Tíu létust
í stórbruna
Alexandríu, Kgvptalandi, 10. desember. AP.
TÍU MANNS létu lífið og fjöl-
margir slösuðust er eldur braust
út í sex hæða hóteli í Alexandríu
snemma í morgun. Að sögn tals-
manns slökkviíiðs er Charlton-
hótelið nú aðeins brunarústir ein-
ar.
Þrátt fyrir fjögurra klukku-
stunda þrotlaust starf tókst
slökkviliðsmönnum ekki að ráða
niðurlögum eldsins fyrr en hann
hafði gleypt allt heillegt í bygg-
ingunni.
Flestir létust er þeir stukku í
örvæntingu út um glugga. Auk
þeirra sem létu lífið slösuðust
a.m.k. 14 manns, sumir mjög al-
varlega.
Setti heims-
met í gadda-
dyngjulegu
('ardiff, Wales 11. des. AP.
SÉRA Ken Owen, 45 ára gam-
all prestur, bætti í gær óvenju-
legt eigið heimsmet, en um
morgunmatarleytið hafði hann
legið á nagladínu í samtals 105
klukkustundir. Gamla metið
setti séra Owen árið 1980, er
hann flatmagaði á gaddarúmmi
sínu í rétt tæpar 103 klukku-
stundir.
Séra Owen tók á móti
fréttamönnum er metið var í
höfn og var hann þá enn í
„hvíldarstellingum” og lét
engan bilbug á sér finna. „Ég
ætla að liggja svolítið leng-
ur,“ sagði hann, „af því það er
svo þægilegt." Hann bætti því
einnig við, að galdurinn við
að fara sér ekki að voða á
slíkri dínu væri að hreyfa sig
mjög oft og fjölbreytilega.
Hann hefur drepið tímann
með því að rabba við vini sína
í síma, við lestur trúarrita og
fleira, en hann hefur varað
sig á því að leggja sig ekki
lengur en í eina klukkustund í
senn, ella myndi hann festast
við dyngju sína.
Owen, sem státar af svörtu
belti bæði í júdó og karate,
setti hið nýja met sitt í sýn-
ingarsal í bænum Porth og
var hugmyndin m. a. að safna
peningum með áheitum til
krabbameinsvarnarmála. A
dúnmjúkri sæng hans voru
500 sex tommu naglar, ekki af
bitlausara taginu.
Heimsmetabók Guinnes
getur þess að ýmsir fakírar
úr röðum Indverja hafi með
einhverjum hætti haldið
lengur út á broddadyngjum
sínum, til dæmis hvíldist einn
að nafni Silki á silkimjúkum
nöglum sínum í 111 daga. I
metreglum Guinnes-bókar-
innar eru fakírar hins vegar
skikkaðir til að fara eftir
ströngum reglum ef met
þeirra eiga að fást viður-
kennd.
Morgunblaðið/ KÖE
á* f/ < I 1
m/' 11 y
FYRSTU jólasveinarnir komu til
Reykjavíkur í gærmorgun og
heilsuðu þeir upp á Reykvíkinga í
Austurstræti. I fylgd með jóla-
sveinunum voru ábúðamikil tröll,
sem slógust i för með þeim á leið
úr fjöllunum. Askasleikir og félag-
ar komu síðan til borgarinnar um
hádegisbilið, en þeir munu
skemmta á þaki Kökuhússins við
Austurvöll í dag. í dag, sunnudag,
verður kveikt á jólatrénu á Austur-
velli. Tréð er gjöf Oslóborgar til
Reykvíkinga, en Oslóbúar hafa nú
í rúm 30 ár sýnt borgarbúum vin-
arhug með þessum hætti. Athöfnin
á Austurvelli hefst kl. 15.30 með
<eik Lúðrasveitar Reykjavíkur en
Ijósin á trénu verða tendruð kl.
16.00. Sendiherra Noregs á ís-
landi, Anne-Marie Lorentzen mun
afhenda tréð, en Davíð Oddsson,
borgarstjóri, veitir því viðtöku fyrir
hönd borgarbúa. Athöfninni lýkur
raeð því, að dómkórinn syngur
jólasálma. Að lokinni athöfninni
koma jólasveinar i heimsókn —
Askasleikir og félagar hans munu
birtast í fullum skrúða eftir að
kveikt hefur verið á jólatrénu. Þeir
munu koma fram á þaki Köku-
hússins við hornið á Landsímahús-
inu.
Bannvænn
sjúkdómur
herjar á
ungbörn
Ne.wark, New Jersey, II. desember. AP.
SJÚKDÓMS, sem valdið hefur
læknum heilabrotum og til þessa
hefur einkum gert vart við sig hjá
kynvillingum og eiturlyfjaneytend-
um hefur nú orðið vart í 20 börnum í
New Jersey í Bandarikjunum. Fjög-
ur þeirra eru þegar látin.
Sjúkdómur þessi hefur þau
áhrif, að hann brýtur niður mót-
stöðuafl líkamans gegn bakteríum
og veirupi. Fólki, sem fær þennan
sjúkdóm, er mun hættara við
krabbameini en öðrum.
Til þessa hefur sjúkdómsins
orðið vart í tæplega 800 tilfellum.
Að sögn Dr. James M. Oleske, sem
rannasakar börnin, sem smitast
hafa, deyja þeir sem bera sjúk-
dóminn í helmingi tilfella á innan
við ári eftir sýkingu. „Það er spá
mín, að sjúklingunum endist líf í
hæsta lagi fimm ár eftir sýkingu,"
sagði hann.
Þrír fjórðu hlutar þeirra sjúkl-
inga, sem smitast hafa af sjúk-
dómnum hafa til þessa verið kyn-
villingar og 13% hafa verið eitur-
lyfjasjúklingar. Börnin, sem hlut
eiga að máli, hafa öll verið í snert-
ingu við fólk úr þessum tveimur
hópum.
Hafréttarráðstefnan:
Vilja hunsa Bandaríkin í öll-
um undirbúningsviðræðum
Montego Bay, Jamaica, II. desembcr. AP.
TOMMY Koh, forseti Hafréttarráðstefnunnar og fulltrúi Singapore kvaddi
sér hljóðs á ráðstefnunni og bað Kanadamenn formlega að hunsa Bandarík-
in í öllum samningaviðræðum um námuvinnslu á hafsbotni á þeirri forsendu
að Bandaríkin ætluðu sér að eyðlileggja þann árangur sem náðist með
undirritun sáttmálans í fyrradag. Beiðni Kohs var einnig beint til annara
iðnaðarlanda, sem hafa hug á að vinna hinar hnefastóru manganese-kúlur
sem talið er að þeki stór svæði á fleiri landgrunnum en einu og séu margra
milljarða dollara virði.
Kanadamenn hafa staðið fyrir
nokkrum óformlegum fundum á
ráðstefnunni og boðið þangað öðr-
um hagsmunaaðilum. Hefur vakað
fyrir Kanadamönnum að forðast
með þessu árekstra í framtíðinni.
Fjórum ríkjum var heimilað á
ráðstefnunni að hefjast handa við
rannsóknir á landgrunni sínu og
undirbúning fyrir væntanlega
vinnslu manganese-kúlnanna,
Sovétríkjunum, Indlandi, Frakk-
landi og Japan. Á hinn bóginn
hafa nokkrar þjóðir fyrir nokkru
byrjað undirbúningsvinnu og eru
Bandaríkin þar í hópi. Þau undir-
rituðu ekki sáttmálann né Vest-
ur-Þýskaland, Belgía og England,
m. a. á þeirri forsendu að með því
væru þau skuldbundin til tækni-
legrar aðstoðar og samvinnu við
þróunarlönd og kommúnistaríki.
Alan Beesley, fulltrúi Kanada,
hrökk sýnilega við beiðni Kohs að
því er fréttir herma. Hann sat við
sama borð og Koh og tjáði frétta-
mönnum eftir stutta umhugsun að
beiðni Kohs yrði tekin fyrir sem
fyrst. „Við munum ekki bjóða
Bandaríkjamönnum á fleiri fundi
að sinni, en hurðinni verður þó
ekki skellt í lás. Við verðum að
ræða það ásamt öðrum þjóðum
sem hagsmuna eiga að gæta hvort
að rifa eigi að vera í dyragættinni
ef einhver hefði áhuga á að taka
þátt í umræðunni án skuldbind-
inga,“ sagði Beesley. Hann bætti
því við að Koh hefði að vissu leyti
komið sér úr klípu með beiðni
sinni, því hann væri forseti ráð-
stefnunnar og það væri ekki í
verkahring sínum að ganga í ber-
högg við vilja Kohs.
„Ráðríkt og gerspillt skrímsliu
Övenjuleg ummæli um Díönu prinsessu valda hneykslun breskra sjónvarpsáhorfenda
Lundúnum, II. desember. AP.
DIANA Bretaprinsessa komst rétt
eina ferðina í fréttir í gær, en að
þessu sinni á annan hátt en venja
bcr til. Breskir sjónvarpsáhorf-
endur sátu þrumu lostnir í gær-
kvöld er þeir heyrðu prinsessunni
lýst sem „litlu skrímsli" sem væri
orðin „ráðrík og spillt".
Það er hinn þekkti slúður-
dálkahöfundur Nigel Dempster
hjá breska blaðinu Daily Mail
sem svo lýsir Diönu. Ummæli
hans voru leikin af segulbandi í
sjónvarpsþættinum „Bennett
bites back“ í’ gærkvöld og komu
geysilega flatt upp á sjónvarps-
áhorfendur.
Þessi ummæli Dempsters voru
upphaflega eftir honum höfð í
spjalli í „Good morning Amer-
_ ica“, morgunþætti ABC sjón-
varpsstöðvarinnar í síðasta
mánuði. Dempster segir Diönu
hafa sett alla kunningja Karls
til hliðar og þau hitti nær ein-
vörðungu hennar fyrri kunn-
ingja.
Dempster segir einnig orðétt:
„Við það að fá svo mikil völd og
sjá folk bukka sig og beygja fyrir
henni hvar sem hún kemur er
hún orðið lítið, ráðríkt og spillt
skrímsli."
Ummæli Dempsters komu
flatt upp á fleiri en sjónvarps-
áhorfendur. Önnur bresk blöð,
þar á meðal The Sun og Daily
Express, sem til þessa hafa ekki
þótt vönd að virðingu sinni, lýstu
hneykslun sinni á ummælum
Dempsters í dag.