Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982
21
Nefnd geri tillögur um sjónstöðvar
He is afraid. He ts totallv alorte.
Hets3 míllion Ugbtyears frotn home.
A tinteless storyfrom tbe
most origtnal director of our time.
A STEVEN SP1ELBERG RLM
THE ExTRATERRESTRIAL
hans. Hún segir: „Eftir að við
kynntumst Steve, var ekkert
okkar hrætt við að segja honum til
syndanna, ef okkur fannst hann
gera eitthvað rangt." Sjálfur segir
Steve: „í Melissu er hjartað 80%,
lógíkin 20%. Það þurfti við-
kvæmni hennar og tæknikunnáttu
mína til að gera E.T. Ég vinn bet-
ur með konum. Ég þykist ekkert
skilja þær betur en aðrir, en ég hef
mikla trú á þeim.“ Það sýnir hann
með því að velja handrit eftir
óþekkta konu og svo fékk hann
aðra konu, Kathleen Kennedy, til
að framleiða myndina með sér.
Steve er sérvitur, en hann held-
ur því fram að það hafi bjargað
lífi sínu. Hann fer aldrei einn í
lyftu, því ef lyftan stöðvaðist,
fyndust bein hans síðar. Hann er
mjög ímyndunarveikur. Hann á 12
video-leiktæki og leikur sér með
þau a.m.k. 1 tíma á dag. Þá er
hann ákveðinn í að stíga ekki svo
mikið sem fæti í sjóinn fyrir fram-
an húsið sitt, því þar úti eru há-
karlar. Hann ætti að vita það.
Til að finna réttu börnin í hlut-
verkin, talaði Steve við 300
krakka. „Mörg þeirra voru stór-
kostleg,“ segir hann, „en ekki nógu
eðlileg. Þau hugsuðu áður en þau
fundu til. Nokkrum vikum fyrir
tökur gekk lítill drengur, Henry
Thomson, inn til mín. Ég prófaði
hann, en hann las hroðalega. Ég
sá að hann var steinrunninn,
virkilega hræddur. En þegar ég
bað hann að leika, vera eðlilegan,
breyttist hann á samri stundu í
Elliott."
Spielberg vonar innilega að með
þessari mynd sinni verði hann
tekinn alvarlega sem leikstjóri.
Fyrir Close Encounters var hann
nefndur til Óskarsverðlauna fyrir
leikstjórn, en tapaði. Hingað til
hefur hann verið nefndur herra
Tækni-Brellu-Meistari-Númer-
Eitt.
Spielberg hefur margar lykkjur
á prjónunum og ef hann prjónar
úr þeim öllum, hefur hann yfrið
nóg að gera næstu 50 árin. Hann
er að undirbúa framhaldið af Rán-
inu á týndu örkinni, og er það eina
myndin sem þarfnast mikilla
tæknibrellna. Þá er hann að und-
irbúa tónlistarmynd með laga-
smiðnum (Juincy Jones, en það er
endurgerð á 40 ára gamalli mynd,
A Guy Named Joe. Um tíma var
Robert Redford orðaður við hana.
Þá hefur Spielberg lagt miklar
fjárhæðir í kvikmyndaskóla fyrir
upprennandi kvikmyndagerðar-
menn. Einnig hefur hann hug á að
stofna eigið kvikmyndaver, eins og
vinur hans George Lucas, faðir og
móðir Stjörnustríðanna. Að síð-
ustu má geta þess að hann segist
vera að hugsa um framhaldið af
E.T.
En svona í lokin, — góða
skemmtun —, en hafðu með þér
tíu vasaklúta.
HJÓ.
HEILBRIGÐIS- og trygginga-
málaráðuneytið hefur skipað
nefnd sem falið er að gera tillögur
um starfsemi og hlutverk sjón-
stöðvar, um skipulagningu sjón-
verndar í landinu (þ.m.t. forvarn-
arstarf), úthlutun hjálpartækja og
hlutdeild hins opinbera í henni,
um augnlækningaferðir út á land,
samvinnu við aðra aðila er vinna
að málefnum á þessu sviði, og um
aðrar úrbætur, sem nefndin teldi
nauðsynlegar með það fyrir aug-
um að gera hlut sjónskertra ekki
minni en annarra þjóðfélags-
þegna, sem þurfa á séraðstoð að
halda.
Ennfremur er nefndinni falið að
gera tillögur um það hvernig
optikverslun skuli háttað í land-
inu t.d. með það fyrir augum að
rekin verði 'ein aðaloptikverslun í
tengslum við hagsmunaaðila t.d.
Blindrafélagið. Nefndinni er
ennfremur falið að gera tillögur
að reglum um úthlutun gleraugna
og niðurfellingu aðflutningsgjalda
í samræmi við breytingar á tolla-
lögum sem samþykktar voru á sl.
vori.
í nefndina hafa verið skipaðir
eftirtaldir: Ingimar Sigurðsson,
deildarlögfræðingur, formaður,
Ólafur Ólafsson, landlæknir,
Óskar Guðnason, framkvæmda-
stjóri Blindrafélagsins, Guðmund-
ur Björnsson, augnlæknir og
Margrét Sigurðardóttir, blindra-
kennari.
(KrétUtilkynning)
NÚ ER ÞAÐ
SVART!
Svart/gyllta X-G línan
er ein athyglisverðasta
hljómtækjasamstæða
á markaðinum í dag.
Við bjóðum þér þrjár mismunandi
samstæður úr þessari línu,
. á hreint ótrúlegu verði:
Frákr. 21.707.-STGB
eða útb. kr. 6000 og afg. á 6 mán.
5ia ára ábvmÓ
(ffi PIONEER'
”83 árgerð PIONEER hljómtækja er komin til landsins.
HUOMBÆR
Utsölustaðir:
Alfhóll, Slgluflröl — Eyjabær, Vestmannaeyjum — tnnco, Nes-
kaupstað — Fataval, Keflavík — Hornabær, Hornafiröi — KF
Rangælnga, Hvolsvelli — KF Borgfiröinga, Borgarnesi — MM, Sel-
fossl — Portlö, Akranesl — Patrona, Patreksfiröi — Paloma,
Vopnafiröi — Rögg, Akureyri — Radióver, Húsavik — Skógar,
Egilsstööum — Sig. Pálmason, Hvammstanga — Stálbúöln, Seyö-
isfiröl — Seria, Isaflröl.
HUOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999-17244