Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 „Að loknu prófkjöria — eftir Halldór Jónsson, verkfrœðing „Að loknu prófkjöri“ Eftir orrustur finna menn oft óvæntar málalyktir þegar púður- reykinn leggur frá. Hin traustustu virki eru þá hrunin til grunna, en veikbyggði reyrinn stendur keik- ur, eins og ekkert hafi í skorizt. Menn greinir á um gang orrust- unnar og sumir eru svo óánægðir með úrslitin, að þeir vilja berjast uppá nýtt. Prófkjöri í Reykjavík Eftir yfirþyrmandi fjölmiðla- vaðal manna, sem margir annars þegja hvunndags, húsfriðarbrot á heimilum manna í gegnum síma- kerfið, sneplaútgáfu og vinnu- staðauppákomur til stórmæðu fyrir atvinnureksturinn, þá liggja úrslit prófkjörsins fyrir. Formaður flokksins fór hvergi til leiks í sirkusnum og „sölutil- raunir" á honum voru fáar og máttlausar, miðað við aðgerðir annarra. Vafalaust var honum kunnugt um hættuna, sem honum stafaði pólitískt af þessu. En það mun vera fjarri skaplyndi hans að biðja sér griða, hvað þá að þröngva sér upp á fólk. Miðað við Herkúlesarátak annarra fram- bjóðenda sem eru hvað ánægðastir með sig og útkomu sína á listan- um, þá er þetta góð útkoma for- mannsins. Sérstaklega miðað við hversu hatrömm vandamál hann hefur átt við að stríða í for- mennskutíð sinni. Örfá hundruð atkvæða í viðbót hefðu lyft honum í þokkalegt sæti á listanum og sparað andstæðingum hans þá fyrirhöfn, að gera það allt að ör- lagaþætti í íslenzkri þjóðarsögu, að hann skyldi aðeins hljóta at- kvæði þriggja fjórðu hluta þeirra, sem kusu efsta mann listans. En efsti maðurinn lýsti því, að hann þakkaði sigur sinn her sinum og herforingja, svo að Geir aflaði nokkuð vel án hvorstveggja, ef ekki með slíkt á móti sér. Ég hef hinsvegar ekki skilið það ennþá, hvernig sumt fólk dregur þá ályktun að vegna þess að um 1600 manns (sem eru um 3,5% af atkvæðamagni flokksins í síðustu kosningum) kjósa ekki formann- inn um leið og efsta mann, þá beri formanni að segja af sér. Þetta tel ég að mörgum landsbyggðarfull- trúanum þyki einkennilegt lýð- ræði, hvað þá byggðajafnvægi. Og þá er alveg órannsakað hvort öll þessi 1600 atkvæði eru til eignar eða láns, eins og um hefur verið rætt á Norðurlandi vestra. Staðreynd er það fyrir mér, að Geir Hallgrímsson var kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins með miklum meirihluta á lands- fundi flokksins. Það var ennfrem- ur vitað þá, að ekki voru allir ánægðir með að tapa, eins og gengur. Og enn nokkrir vilja láta endurtaka orrustuna æ ofan í æ, vegna þess að þeir geta ekki sætt sig við orðinn hlut. Né heldur setið á sárs höfði við löglega kjörinn meirihluta og sjást ekki fyrir í leik fremur en Skallagrímur. En í upp- hafi skyldi endirinn skoða í stjórnmálum sem öðru. Geir Hallgrímsson hefur tekið þessum úrslitum með þeirri reisn, sem hann hefur umfram marga keppinautana. Hinsvegar hygg ég að mörgum þátttakanda í próf- kjörinu fræga sé nú innanbrjósts sem Hrafnkatli Freysgoða, þá er hann óskaði þess að hann hefði sparað sér svardagana fyrr, þegar þurfti að standa við þá. En gert er nú gert. Sjálfstæðisflokkurinn virðist hvorki geta sleppt né hald- ið Geir Hallgrímssyni. Fyrir liggur, að sjálfstæðis- menn geta gengið út í komandi kosningabaráttu sameinaðir, að minnsta kosti á yfirborðinu, ef sundurlyndisfjandinn fær ekki yf- irhöndina innan flokksins og brageyra slagorðasmiðanna verð- ur skárra en síðast var. En enginn skyldi halda, að þetta sé neitt auð- fengin niðurstaða. Margir setja enn persónur og tilfinningar ofar flokkshagsmunum og brýna langa hnífa. Þeir eru margir, sem ekki hafa velt fyrir sér ástandi flokks- ins eftir næsta landsfund, þegar Geir mun trúlega hafa fengið sig fullsaddan á því að vera „foringi í heimskum her“. Það verður áreið- anlega nóg framboð af mönnum, sem vilja verða formenn og munu þar renna saman sem hrútar. En hversu margir hafa stærðina? Halldór Jónsson verkfr. „Formaður flokksins fór hvergi til leiks í sirk- usnum og „sölutil- raunir“ á honum voru fáar og máttlausar, mið- að við aðgerðir annarra. Vafalaust var honum kunnugt um hættuna, sem honum stafaði póli- tískt af þessu.“ Dagblaðið og Sjálf- stæðisflokkurinn Engir eru þvílíkir sérfræðingar í innanflokksmálum Sjálfstæðis- flokksins og skríbentar Dagblaðs- ins, Magnús Bjarnfreðsson, Ólafur Ragnar, Jónas Kristjánsson o.fl. o.fl. Tvíhleypa Dagblaðsins er líka á góðri leið með að útrýma ein- hleypunum Þjóðviljanum, Tíman- um og Alþýðublaðinu (ef það er þá til lengur). Stefnir óðfluga í tveggja blaða veldi á markaðnum, enda nennir fólk ekki lengur að lesa bara einlitan áróður í Tíma- leiðarastíl fyrir sama verð. Þeir Timar eru liðnir, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Eitt skotið ríður af úr hægra hlaupinu þann 4. desember. Þá skrifar Ellert B. Schram ritstjóri og frambjóðandi grein sem ber yf- irskriftina: „Að loknu prófkjöri". Hann segir: „Sérstaklega er það alvarlegt ef og þegar þau viðbrögð verða ofan á að virða niðurstöðuna að vettugi. Það yrði meiriháttar fyrirlitning á lýðræði og gildi kosninga. Þeir sem þannig hugsa eru ekki lýðræðissinnar heldur þvermóðskufullir eintrjáningar, engu betri en hinir ímynduðu samsærismenn." Sumir héldu nú einusinni að niðurstöður prófkosninga væru verzlunarvara frambjóðenda. En það er staðreynd að menn vaxa af því til lengdar að þora eins og Ell- ert, og það er ástæða til að gleðj- ast með Ellert frambjóðanda yfir því, að nú er úr móð að standa upp og bjóða stóla, jafnvel í strætó, sem er þó miður en hitt. Ellert ritstjóri heldur áfram: „Að því er formannsembættið varðar er það ekki ævistarf eins eða neins og varla fast í hendi Geirs Hallgrímssonar. Þau mál má gera upp á næsta landsfundi eins og lög gera ráð fyrir. Lands- fundinn má halda hvenær sem er á næsta ári. Koma tímar og koma ráð.“ Það má segja að niðurlag grein- arinnar sé allt með hinum víðsýn- asta hætti, enda bendir nú allt til þess að brotthvarf Geirs Hall- grímssonar úr formannsstóli sé í augsýn. Ekki hefur farið fram hjá mönnum að Ellert frambjóðandi hefur rekið augun í þann stól. En það gæti e.t.v. einhver eldri flokksmaður útskýrt fyrir Ellert, að Islendingar eru gæddir þeim þjóðareinkennilegheitum, að hafa sérstakt yndi af því að bregða fæti fyrir þá, sem ætla að fara á spretti að ná sér í stól. Og svoleiðis fall getur setið- þó nokkuð lengi í mönnum eins og dæmin sanna. Framtíð flokks og lands Ég vék hér áðan nokkrum orð- um að skaplyndi Geirs Hall- grímssonar. Ég get tekið það fram, að þetta eru getgátur, því að ég þekki Geir að mestu úr fjar- lægð, eins og flestir gera. Kannske er það líka sá þáttur, sem hann geldur nú, að fólki hefur virzt hann of fjarlægur og kannske of alvörugefinn til þess „að vera við alþýðuskap" eins og það er kallað. En mér hefur einnig bæði sýnzt og heyrzt, að menn dragi ekki heil- lyndi hans og heiðarleika í efa og gildir þá einu hvar í flokki menn standa. Það er því ekki tilviljun að stjórnmálaandstæðingar og aðrir magni mikil veður á hann, þar sem þeir sjá í honum hina mestu ógn við eigin málflutning og verk. Það væri því mikið happ, ef Sjálfstæðisflokknum auðnaðist að njóta krafta Geirs óskertra í þeirri kosningabaráttu sem fram- undan er, úr því að hann er reiðu- búinn að berjast í Reykjavík úr sínu 7. sæti. Held ég að efri menn listans megi vera þeirri ákvörðun fegnir, því án þess að lasta þá á nokkurn hátt, þá hygg ég að af frambjóðendum sé Geir mestur sannfærandinn. Og listinn hefði orðið allur daprari ef Geir hefði sett sínar persónulegu tilfinningar ofar flokkshagsmununum og kvatt. Létt hefði honum til dæmis orðið um það, að fá öruggan stuðn- ing nægilega margra af hinum 8308 þingmannslausu fimmtungs- atkvæðum úr Kópavogi, hefði hann viljað skreppa yfir lækinn eftir vatni. Það hefði heldur ekki verið í hans stíl eins og Vilmundur myndi orða það. En til þess að sóknin megi nú duga sem best, þá verðum við að skjóta skildi við bak formanns, svo hann þurfi ekki að berjast á tvennum vígstöðvum á endasprettinum. Því hefði Ellert mátt bæta við hugleiðingar sínar um, að landsfund megi halda hvenær sem er á næsta ári: Eftir kosningar. Það væri mikill óvinafagnaður að fara að drepa kröftunum á dreif í innanflokkshræringar nú, þegar þjóðin þarf meira á forystu Sjálfstæðisflokksins að halda en nokkru sinni fyrr til þess að kom- ast hjá fjögurra ára íslenzkri neyðaráætlun Alþýðubandalags- ins, hafta- og afturhvarfsstefnu Framsóknarflokksins. Til þess verðum við að útskýra Sjálfstæð- isstefnuna fyrir fólki, því Sjálf- stæðisflokkurinn er eini stjórn- málaflokkurinn sem hefur fast- mótaða hugmyndafræði og er því ekki rekald tækifærismennsku, valdabrasks og hugsjónasölu eins og hinir flokkarnir allir, — Vil- mundur meðtalinn. Takist þetta þá verður gaman að lesa grein eftir Ellert alþing- ismann: „Að unnum sigri". Og þá kannske í Morgunblaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.