Morgunblaðið - 22.12.1982, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.12.1982, Qupperneq 1
Miðvikudagur 22. desember. Bls. 33 -64. Paul Thorez rithöfundur, rúmlega fertugur sonur Maur- ice Thorez aðalritara Komm- únistaflokks Frakklands á ár- unum 1930—64 og konu hans Jeannette Thorez Veermersch, hefur nýlega gefið út endur- minningar sínar frá æskuár- unum. Bókin ber nafnið Les Enfants Modéle, Fyrirmyndar- börnin. Tímaritið LExpress birti fyrir skömmu (29. okt. 1982) nokkrar glefsur úr bók Paul Thores — Tiltrú mín hrundi í rúst 1956. Maurice Thores — Lagði nidur fyrir sér tjónið, sem hlotist hafði af „per- sónudýrkuninni" og „Stalínstíman- um“. inni ásamt viðtali við höfund- inn. Fjallar bókin meðal ann- ars um veru hans nokkur sum- ur í sumarbúðum í Sovét- ríkjunum fyrir börn háttsettra manna í kerfinu og forustu- manna kommúnistaflokka í öðrum löndum. Hann dvaldi m.a. í Artek við Svartahaf og lýsir hann í bókinni daglegu lífi í búðunum. Hér fer á eftir smákafli úr bókinni ásamt við- talinu við höfundinn. Paul Thores með tveimur vinkonum sínum á Jalta 1952. Fréttin um fall Beria Morgun einn í júlí 1953 kom einn af umsjónarmönnum búð- anna til okkar um morgunverðar- leytið, greinilega mjög miður sín. Hann lét fallast niður á stól í öng- um sínum. „Beria er svikari," stundi hann upp. Það var enginn efi á sannleiks- gildi fréttarinnar, því að hana hafði hann beint úr Moskvuút- varpinu. Sendistöðin í búðunum, sem alltaf var dálítið á eftir með sínar fréttir, staðfesti fregnina von bráðar gegnum hátalara. Beria, sem við hugðum kvöldið áður vera vopnabróður Stalíns! Beria, sem hafði verið í varnar- málanefndinni, þessum innsta hring mikilsvirtustu stjórnenda ríkisins og höfuðsmiða sigursins yfir Þriðja ríkinu! Okkur datt síst í hug að Beria, sjálfur foringi leynilögreglunnar, maðurinn sem framkvæmt hafði þau mykraverk er foringinn mikli fyrirskipaði, hefði orðið undir í valdabaráttunni sem hófst við dauða Stalíns, fordæmdur af sam- herjum sem ákveðið höfðu að losa sig við voldugan keppinaut. Fólk var furðu lostið. Við stóð- um orðlaus gagnvart kænsku óvinanna, sem hafði tekist einu sinni enn að læða njósnara sínum inn í sjálfa miðnefnd kommún- istaflokksins. Allar varúðarráð- stafanirnar urðu nú skyndilega 'réttlætanlegar. Næstu daga enduðu allar sam- ræður á sömu ályktuninni: Sigrar sósíalismans leyfðu ekki að sofið væri á verðinum, því að heims- valdasinnar voru til alls vísir. Ég var í búðum nr. 3 þegar þetta gerðist; og eins og alls staðar í Sovétríkjunum varð ekki þverfót- að þarna fyrir olíumálverkum af hinum ástsælu leiðtogum þjóðar- innar. Þau blöstu við í stjórn- arskrifstofu búðanna, á göngum í skálunum og jafnvel á aðalgang- stígnum, þar sem þau mynduðu eins konar heiðursröð eftir mannvirðingum út frá hægri hönd Stalíns: Malenkoff, Molotoff, síðan Beria og hinir. Fyrir hádegi þennan sama dag höfðu allar myndir af Beria verið fjarlægðar. En Beria var einnig á ýmsum hópmyndum ásamt öðrum leiðtog- um, myndum sem teknar höfðu verið á síðasta flokksþingi, þ.e. fyrir dauða Stalíns, eða á myndum frá nýliðinni Fyrsta maí hátíð. Þessar myndir höfðu ekki verið teknar niður. í stað þess hafði ókunn hönd látið sér nægja að skafa myndina af Beria burtu með hníf. Á miðri myndinni bak við glerið var eyða, sem fólki var ekki ætlað að sjá, tóm sem ekki var til. Ég var á 13. ári og fáránleikinn við þetta athæfi kom mér til að brosa þrátt fyrir alvöru málsins. Þarna birtist hin heilaga einfeldni rússnesku þjóðarinnar á heldur óbjörgulegan hátt. Annars vissi ég að fölsun myndefnis er daglegt brauð, hún viðgengst þarna sí og æ. Kommúnistaflokkur Frakk- lands er heldur enginn eftirbátur í þess háttar stússi. Þannig mátti í fyrstu útgáfu bókarinnar Synir fólksins, sem birtist 1937, sjá mynd af Marcel Gillon, ritara framkvæmdanefndar flokksins, milli Duclos og föður míns. Árið 1941 var Gillon drepinn af andspyrnuhreyfingunni vegna samstarfs hans við Þjóðverja. í útgáfu bókarinnar frá 1949 hafði ekki verið leituð uppi ný mynd, þar sem Gillon var ekki nærstaddur, heldur var gamla myndin löguð til, og bang! Gillon var horfinn og faðir minn kominn upp að hliðinni á Duclos. Ég held að þarna sé ekki ein- ungis um vinnuhagræðingu að ræða. Það að skafa eða klippa burtu mynd er ákaflega táknræn athöfn og dæmigerð fyrir aðferðir kommúnista við að gleyma. Hér er ekki verið að setja svikara niður á sinn rétta stað í sögunni, né af- neita þeim atburðum sem hann var hluti af, því að þeir eru minnisvarðar glæstrar fortíðar. Hér er um það að ræða að afmá mynd einstaklings og allar minn- ingar um tilveru hans. Hann á ekki að skilja eftir sig eitt einasta spor, af þeirri einföldu ástæðu, að hann var aldrei til. Merkilegast við þessa kjánalegu fölsun, sem ég sá með eigin augum í Artek, var það, að hún kom eins og af sjálfu sér. Hún gerðist án nokkurrar skipunar að ofan og all- ir litu á hana sem sjálfsagðan hlut. Svona gengur það til í lífinu Viðtal við Paul Thorez Blaðam. Þegar maður les verk yðar, gæti virst sem þér hafið ver- ið þjakaður af því í æsku að bera nafnið Thorez. Paul Thorez: Ég tók að líta á mig sem tvígengil. í Frakklandi hugs- aði Paul ekkert um Sovétríkin, en þegar Pavlik var í leyfi eystra, endaði hann á því að gleyma tengslum sínum við Frakkland. í Artek var hið félagslega umhverfi ekkert vandamál, en hér var ég þó aldrei eins og heima hjá mér. Ég kunni illa við mig í skóla, i hinu borgaralega umhverfi, sem ég var þó á vissan hátt orðinn samdauna. 1 samanburði við frændur mína naut ég ýmissa forréttinda. Þeir urðu að byrja að vinna fyrir sér strax eftir barnaskólann, en ég hélt áfram námi. Milli skólans og heimilis okkar var óbrúandi gjá. Það var óhugsandi að ég mætti fá vini í heimsókn. Mér var meinað að lifa eins og venjulegur æsku- maður. Blaðam. Var árið 1956 ekki hræðilegur tími fyrir yður? Paul Thorez: Þá virtist leyni- skýrsla Krústsévs um glæpi Stal- íns, Póllandsmálið í október, síðan uppreisnin í Ungverjalandi. Tiltrú mín hrundi í rúst og tvískinnung- urinn og óheilindin höfðu hrikaleg áhrif á mig. Blaðam. Varð þetta til að magna klofninginn í sálarlífi yðar? Paul Thorez: Ég gekk með sjálfsmorðsþanka eins og svo margt ungt fólk af minni kynslóð, þegar það sá djörfustu vonir sínar bresta. Öll sund lokuðust, engu virtist hægt að bjarga. Við slíkar aðstæður kaus maður helst að leggja árar í bát. Blaðam. Hvernig fóruð þér að því að lækna klofninginn í sálar- lífi yðar? Paul Thorez: Hvorki með því að steypa mér út í pólitíska baráttu né með því að ganga Sovétríkjun- um á hönd, né heldur með því að SJÁ NÆSTU SjÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.