Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 2
34 flýja á náðir háskólans. Ég var snjall í bókmenntum, en ég hætti skyndilega að búa mig undir nám við kennaraháskóla. Háskóli var í mínum augum hræðilega vélræn stofnun, sem ég vildi ekki ánetj- ast. Ég var fullur uppreisnar og tók að lifa sem utangarðsmaður, umgekkst fólk sem mig langaði til að kynnast og las bækur sem mér þóttu nýstárlegar, en hélt samt áfram að taka þátt í lífi fjölskyld- unnar. Þegar ég fór með foreldr- um mínum til Sovétríkjanna, lét ég mínar raunverulegu tilfinn- ingar liggja í láginni. Blaöam. Hvers minnist þér helst frá þessum árum? Paul Thorez: Þetta voru löng og erfið ár. En þrátt fyrir allt átti lífið sína töfra; og ef hringiða lífs- ins bjó yfir seiðmagni, var það þá ekki vegna þess, að þar var sann- leikann að finna, en ekki í hug- myndafræðinni? Ég fór að elska lífið eins og það var. Blaðam. Þér virðist hafa dáðst mjög að föður yðar. Hvað í fari hans heillaði yður? Paul Torez: Framar öðru var það ljóminn sem stafaði af honum sem stjórnmálamanni, er hreif mig sem barn og fékk mig til að taka þátt í persónudýrkuninni. Seinna heillaðist ég af áhuga, þekkingu og víðfeðmi þessa mikla lestrarhests: stjörnufræði, jarðfræði, sagn- fræði, þýskar bókmenntir og lat- ína, en hana byrjaði hann að læra kominn yfir fimmtugt. Blaðam. Var rætt um Stalín heima hjá yður? Paul Thorez: Mjög sjaldan. Hann var samt á einhvern hátt sínálæg- ur, en eins og Jahve hjá Gyðing- um, var ekkert um hann talað. Blaðam. Rædduð þér um stjórn- mál? Paul Thorez: Mjög lítið við föður minn, en oft við móður mína. Einkum á árunum 1956 og 1957, stundum heilu næturnar. Þér get- ið ímyndað yður hve erfitt það er að vera í grundvallaratriðum á MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 Bería — Njósnari óvinanna í sjálfri Stalín — Hann var á einhvern hátt Miðnefnd kommúnistaflokksins. sínálægur. Marchais — Persónugervingur aft- urfararinnar. öndverðum meiði við móður sem maður dáir en veit þó að hefur rangt fyrir sér. Blaðam. Hvers vegna talið þér um móður yðar sem „félaga Jeannette"? Paul Thorez: Af viðkvæmni og mildri hæðni. Mér þykir ákaflega vænt um Mammí, en mjög oft kemur hún fram sem „félagi Jeannette", að því getur hún ekki gert. Blaðam. I bók yðar minnist þér á ummæli sem faðir yðar lét falla nokkrum mánuðum áður en hann lést 1964: „Því lengri tími sem líð- ur, því meira finnst mér til um tjónið sem búið er að vinna." Gæt- uð þér skýrt nánar við hvað hann átti? Paul Thorez: Samtalið átti sér stað hálfu öðru ári áður en hann dó. Ég var í Aix og hann var einn- ig staddur í Suður-Frakklandi sér til hvíldar. Þetta var tilvalinn tími til að hittast. Við töluðum um alla heima og geima. Stjórnmál voru mér ekki lengur hugleikin. Við ræddum um gang sögunnar, sem ekki var eins glæsilegur og menn höfðu vonað. Faðir minn efaðist ekki eitt andartak um að málstað- urinn mundi sigra, en hann viður- kenndi að fleiri ljón væru á vegin- um en búist hafði verið við. Hann Iagði einnig niður fyrir sér tjónið sem hlotist hafði af „persónudýrk- uninni" og „stalínstímanum". Fað- ir minn dó mánuði eftir að hann lét af störfum sem aðalritari og tók við stöðu sem formaður í flokknum, en hún hafði verið búin til sérstaklega fyrir hann. Hann vildi losna undan álaginu sem starfinu var samfara til að geta helgað sig rannsóknumá marx- ismanum og alþjóðahreyfingu kommúnista. Hann áleit að með því að leggja frönsk stjórnmál á hilluna gæti hann stuðlað að því að draga úr spennunni milli Sov- étríkjanna og Kína. Blaðam. Hvenær sögðu þér að fullu skilið við tálvonir yðar? Paul Thorez: Það gerðist 21. ág- úst 1968, þegar sovézkir skriðdrek- ar réðust inn í Tékkóslóvakíu. Ég trúi á vorið í Prag og sósíalisma með mannlegu yfirbragði. Þegar sú hreyfing var brotin á bak aftur missti ég endanlega trúna á hug- sjón kommúnismans. Blaðam. Teljið þér að þróunin í Tékkóslóvakíu og Póllandi hefði getað farið fram á friðsamlegri hátt? Paul Thorez. Ég held að málin hefðu tæpast getað þróast með öðrum hætti. Kefið hlýtur að enda í sprengingu. Það getur ekki tekist á við innri mótsagnir á friðsam- legan hátt. Kerfið er Sannleikur- inn og Sagan, annað er einungis klækir stéttaróvinarins og skemmdarstarfsemi ... Blaðam. Börn önnu Pauker, fyrrverandi valdhafa í Rúmeníu, búa í ísrael. Þar er nú einnig barnabarn Trotskys að stúdera Talmúd-ritin. Er kommúnisminn einnig orðinn yður framandi? Paul Thorez: Dóttir Stalíns og barnabörn búa í Bandaríkjun- um ... Blaðam. Er það ekki vitnisburð- ur um mikinn sögulegan ósigur, þegar afkomendur hinna miklu frumherja kommúnismans bregð- ast þannig við örlögum sínum? Paul. Thorez: Þau sem þér minntust á lifðu í innsta hring kerfisins. Það sem þau sáu varð til þess að þau gátu ekki orðið venju- legir borgarar. Þau hlutu að fara burtu og móta líf sitt að nýju. Blaðam. Frá dögum föður yðar til formannsára Georges Marchais hefur Kommúnistaflokkur Frakklands orðið fyrir geigvæn- legu fylgistapi. Á hvern hátt eru þessir tveir leiðtogar ímynd þróunarinnar? Paul Thorez. Ég er mjög sleginn yfir þessari þróun, engu síður en móðir mín, en auðvitað ekki af sömu ástæðum. Ég held að Marchais eigi ekki sök á afturför- inni sem við öllum blasir, hann er aðeins persónugervingur hennar. Ég held að hrörnunin stafi af innri breytingum þjóðfélagsins og verkalýðsstéttarinnar. Hún hefur þokast nær millistéttinni. Raun- veruleg örbirgð verkafólks er ekki lengur fyrir hendi og andi stéttar- innar hefur breyst. Verkamenn nú á dögum eru ekki lengur galeiðu- þrælar í uppreisnarhug. Hin miklu vonbrigði með Austur- Evrópu hafa kippt vexti úr Kommúnistaflokki Frakklands og aðalritarinn er tákn þessara vonbrigða. Ég skil yfirþyrmingu móður minnar þegar hún heyrir Marchais hrópa: „Við erum stjórn- málaflokkur eins og hinir." Hvers vegna þá að vera kommúnisti? Frá sjónarhóli móður minnar er ekki hægt að vera kommúnisti án þess að halda tryggð við hefðina, hefð sem að mínum dómi hefur gengið sér til húðar. Hugmyndafræðin að baki þessari hefð er líka fölsk, eins og flest önnur hugmyndafræði. Ef hægt er að eygja von í dag um hugsanlega framtíð, þá er það vegna hreyfingar eins og Sam- stöðu, sem stendur á rétti verka- lýðsins og er gallhörð siðferðilega. (I.P. og P.I. þýddu.) bórir S. Gröndal skrifar frá Flórída: Kóngakrabbinn Hafið undan vesturströnd Norður-Ameríku, allt sunnan frá Kaliforníu norður til Alaska, hefir að geyma verðmæt og gjöful fiski- mið. Meðal mikilvægra tegunda, sem þarna er að finna, má nefna lúðu, lax, kolategundir, Alaska- ufsa, síld, þorsk, lýsu og Kyrra- hafs-karfa. Mikið veiðist af út- hafsrækju af nokkurn veginn sömu tegund og veidd er við ís- land. Ekki má svo gleyma kröbb- unum, en þeirra frægastur er kóngakrabbinn, og ætla ég að gera hann að umtalsefni í þessum greinarstúf. Konungur krabbanna hefir ver- ið veiddur út af strönd Alaska í marga áratugi. Vöðvinn (fiskur- inn) úr löppum þessa ljóta dýrs hefir, með árunum, orðið feiknar- lega vinsæll á borðum hins vest- ræna manns. Eftir því, sem vin- sældirnar hafa vaxið, hefir sóknin í stofninn aukist. Nú er svo komið, að hætta er talin á því, að við kónginum blasi útrýming. Meðalþyngd krabbanna er um 5 kíló, þótt veiðst hafi risar allt upp í 12 kíló og um tveir metrar þvert yfir búk og lappir. Veitt er á haustin og fram á vetur, og eru vesalings krabbarnir ginntir til að skríða inn í gildrur, sem vanaleg- ast er komið fyrir á um 100 metra dýpi. Þegar gildrurnar eru dregn- ar upp í bátana, er kvenkröbbun- um og ungum karldýrum sleppt, en eldri körlum haldið. Þeir eru settir í sjótanka og haldið lifandi þar til þeir fara í vinnslu í landi eða um borð í verksmiðjuskipum. Árið 1961 var landað 19.500 smálestum af kóngakrabba. Svo jókst aflinn ár frá ári og toppárið, 1966, nam hann 72.100 smálestum, en fór svo aftur minnkandi og komst niður í 24.000 smál. 1970. Aftur byrjaði hann svo að vaxa jafnt og þétt, en tók nú fleiri ár en áður. Metárið mikla kom svo í hitteðfyrra, 1980, en 84.000 smá- lestum var þá landað. Næsta ár varð aflinn meira en helmingi minni. Á yfirstandandi vertíð hafa Alaska-yfirvöld sett kvóta, sem nemur aðeins 16.000 smál. Aflaárið mikla, 1980, hafði hið mikla framboð þau áhrif, að krabbalappir hríðféllu í verði, allt niður í um $3,00 pundið (lbs.). Næsta ár, þegar aflinn varð ekki helmingur af metaflanum, fór verðið hægt og sígandi að hækka og það gekk á birgðirnar. Á þessu ári, þegar ljóst varð, að vertíðin myndi verða hörmulega léleg, varð handagangur í öskjunni. Heildsal- ar kepptust um að hamstra það, sem eftir var af krabbabirgðum og nú er verðið á löppunum komið yfir $9,00 á pund. Á meðan framboðið var mikið og verðið skaplegt, settu þúsundir veitingahúsa kóngakrabba á matseðla sína. Algengast er að framreiða lappirnar heilar, og er þá búið að skera í skelina þannig, að gesturinn fær að hafa mátulega mikið fyrir því að ná hinum góm- sæta vöðva úr henni. Með eru bornar fram bakaðar kartöflur og brætt smjör. Kóngakrabbavöðvi, sem búið er að fjarlægja úr skel- inni, er notaður í margs kyns rétti. Vinsælt er grænmetissalat með krabbavöðva, framborið í hálfri „avókadó", en það er sérkenni- legur ávöxtur, sem rutt hefir sér til rúms á seinni árum. „Kálfa- sneið Oskars" er réttur, sem orð- inn er vel þekktur hér vestra. Krabbavöðva er hrúgað ofan á steikta kálfasneið og með er fram borin dýrindis dýfa og grænmeti. Þessir réttir allir hafa átt miklum vinsældum að fagna og er ég viss um, að margir landar, sem sótt hafa hana Ameríku heim á síðari árum, muni kannast við þá. Nú má segja, að hrun blasi við kóngakrabbaiðnaðinum. Eitthvað hlýtur líka undan að láta, þegar aflamagn fer úr 84.000 í 16.000 smál. á tveimur árum. Tvö stærstu fyrirtækin, Pacific Pearl Corp. og Pan Alaska Fisheries, hafa tapað stórfúlgum og eru bæði til sölu. Þau eru í eigu stórfyrirtækja, sem gleyptu þau með húð og hári, með- an allt lék í lyndi. En nú, þegar á móti blæs, og stór-hluthafarnir vilja ekki heyra neitt múður um aflabrest og svoleiðis kjaftæði, er um að gera að losa sig við þessa ræfla. Og enginn vill einu sinni kaupa. Gjaldþrot og atvinnuleysi herja á og mikillar svartsýni gætir. Samt eru enn á kreiki bjartsýnir menn, sem trúa, að með ströngu eftirliti og umsjá vísindamanna, megi takast að rétta stofninn við á 5 til 10 árum. Allt þetta könnumst við íslendingar vel við eftir okkar eigin síldar- og loðnuævintýri. Það er líklega lán fyrir kónga- krabbann, að hann skuli ekki hafa átt sér heimkynni við strendur ís- lands. Við værum löngu búnir að útrýma honum! Þótt bók fylgi plötunni kostar hún þaó sama og ein hljómplata. Gjöf sem gleður svo sannarlega yngstu kynslóóina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.