Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 Meðan lífið yngist Kafli úr skáldsögu Kristjáns Albertssonar ALMENNA Bókafélagið hef- ur nýlega gefíð út skáldsögu eftir Kristján Albertsson og nefnist hún „Meðan lífið yngist“. Hún fjallar einkum um ungan menntamann, Gunnar Steinsson, ástamál hans og baráttu til að komast í æðstu valdastöður í þjóðfé- laginu. Þó að Gunnari sé flest vel gefið eru Ijón á veg- inum. Hér á eftir fer kafli úr þriðja hluta bókarinnar: Miðvikudaginn fyrir kosningar, sem verða áttu á sunnudag, borð- aði Garðar Berg ekki heima í há- deginu og um tvö-leytið fannst Bergljótu hún yrði við einhvern að tala. Hún hringdi í systur sína Helgu Sverris. „I tveim af morgunblöðunum eru óskemmtilegar fréttir um einn af vinum ykkar, en þið hafið sjálfsagt lesið þaer,“ sagði Helga. „Ekki ég. Hver er þessi vinur okkar?" „Gunnar Steinsson." „Náðu í blöðin og lestu mér fréttirnar. Og ef þær eru mjög slæmar skaltu lesa þær tvisvar ef ég á að geta trúað þeim.“ Helga var að ljúka lestrinum þegar Bergljót sagðist sjá út um gluggann að Svandís væri að koma, og ætla að tala betur við systur sína seinna í dag. Svandís stóð á tröppunum ber- höfðuð og í ljósgulum kjól þegar Bergljót opnaði dyrnar og sagði: „Eg fæ næstum ofbirtu í augun við að sjá þig sumarbúna á svona sólskinsdegi." „En þú segir þetta svo alvarlega ... Er ég að ónáða þig frá ritstörf- um þínum?" sagði Svandís. „Ekki í svipinn." Þær gengu inn í útskotið í stóra salnum. „Ég hitti fólk á götunni sem tal- aði ekki um annað en kosningarn- ar á sunnudaginn," sagði Svandís, „og hvort ég ekki hlakkaði til þeg- ar Gunnar færi að láta að sér kveða í þingsalnum ... Liggur eitthvað illa á þér, Bergljót?" „Lastu blöðin í morgun?" „Ég rétt aðeins fletti þeim. Er þar eitthvað ótugtarlegt um Garð- ar — eða Gunnar? Þá vil ég ekki lesa það. Ég kom til að fá þig út að ganga í góða veðrinu, og svo drekkum við saman kaffi á Borg- inni.“ Bergljót sat niðurlút og lét standa á svari. Svo sagði hún hægt í lágum rómi, án þess að líta upp: „Hvenær ætlið þið að giftast?" „Þegar Gtinnar hefur keypt sér hús. Vonandi í september. Svo kemur þing saman. Þá fer nú að verða spennandi að lifa.“ „Þú heldur það ... “ sagði Bergljót. „Sumir segja að þá verði ein- hver af yngri mönnum ráðherra, og annaðhvort Gunnar eða Garð- ar.“ j „Annar hvor þeirra? Hingað tíl hefur Garðar verið talinn fremst- ur af yngri mönnum flokksins," sagði Bergljót. „Já hingað til. En greinar Gunn- ars hafa vakið mikla aðdáun." „Eins var um ræðu Garðars fyrsta desember." „Að vísu,“ sagði Svandís með háðshreim í röddinni. „Þú last hana?“ „Vandlega." „En þér fannst ekki til um hana?“ „Hún var stórkostleg." „Ég hafði aldrei áður heyrt ís- lenskum manni mælast jafn-vel,“ sagði Bergljót. Svandís leit á mágkonu sína með yfirlætisfullu stríðnisbrosi og sagði: „Ertu viss um að Garðar hafi samið þessa ræðu?“ „Þú ert þó ekki að segja mér að þú efist um það? „Þegar ég las ræðuna heyrði ég rödd Gunnars í hverju orði sem eitthvert bragð var að. Gat þig ekkert grunað, gáfaða kona? Fannst þér þú fremur kannast við andríki og snilld Garðars bróður míns?“ „Um hvað ertu að dylgja?" sagði Bergljót reiðilega og hafði blóð- roðnað í vöngum. „Hefur Gunnar sagst hafa samið ræðuna fyrir Garðar?" „Ég hef aldrei heyrt hann á hana minnast. Hann munar ekk- ert um að miðla öðrum af ríki- dæmi sínu án þess að hafa orð á því við nokkurn mann. En þetta fer ekki lengra en milli okkar t-vefíííja, svo þú mátt ekki verða mér mjög reið.“ „Ég er fremur forviða en reið. Ég hef ekki áður séð þetta ósvífna bros. Ég hef ekki þekkt þig fyrr en í dag.“ „En Bergljót — í almáttugs bænum — ég tek aftur allt sem ég hef sagt. Við gleymum þessu. Og verðum góðar vinkonur áfram, og nú förum við saman út. Þú átt betra en ég að Garðar skuli vera í kjöri í Reykjavík, en við Gunnar alveg nýtrúlofuð þegar hann varð að þjóta burt í þennan kosninga- leiðangur." „Hvað heyri ég ... Þið eruð al- veg nýtrúlofuð?" „Eða svo til.“ Svandís hreytti úr sér orðunum og eldroðnaði. „Hélstu að það hefði gerst í haust ... ? Af hverju horfirðu svona á mig?“ „Þú hafðir verið á glóðum um að Gunnar myndi ekki biðja þín áður en þú færir af landi burt. Svo spurði ég þig um það daginn áður en þú fórst og —'“ „Og ég svaraði engu.“ „Það er hægt að ljúga með ýmsu móti. Þú brostir af augljósri sigur- gleði, og vékst þér svo undan eins og hamingja þín væri of viðkvæmt mál og of nýtilkomin til að hafa Kristján Albertsson orð á henni ... Þú gætir orðið leikkona, hvernig væri það?“ „Hverju skiptir það þig hvenær Gunnar bað mín?“ „Ég er að reyna að átta mig á hverskonar manneskja þú ert ... Annars fellur mér fleira þungt þessa stundina, og nú kemst ég ekki hjá því að segja frá því ... Hefurðu nokkurntíma séð fugl skotinn á flugi?" „Hvers vegna spyrðu?" „Séð tígulegan fugl koma líð- andi í blátæru lofti, fá skot í vænginn og falla til jarðar í blóði sínu ... Ég hef einu sinni séð það, og það var sorgleg sjón.“ „Hvers vegna verður þér hugsað til þessa fugls?“ „Það er skylda mín að segja þér að ekki færi vel á að þú sætir á kaffihúsi í dag, ljómandi af til- hlökkun að verða ráðherrafrú — meðan allir kenndu í brjósti um þig ... Gunnar er orðinn uppvís að saknæmu athæfi gagnvart ein- um af bönkum landsins." „Ekki annað," sagði Svandís eins og henni létti. „Kosningalyg- ar.“ „Bankastjórarnir hafa ákveðið að skjóta málinu undir úrskurð bankaráðs í dag. Ef það ákveður að höfða mál gegn Gunnari er tal- ið óhjákvæmilegt að hann verði dæmdur í tugthús." „í tugthús? Gunnar? Hvað hef- ur hann gert af sér?“ „Hann hefur í fjarveru Ragnars selt fiskimjölsfarm sem var veð- settur bankanum til tryggingar fyrir láni vegna farmsins, en lét ekki andvirði hans ganga til að grynna á skuldum við bankann." „En Gunnar hefur ekki getað framið neitt hegningarvert. Ekki hann.“ „Þér er vorkunn þótt þú segir — ekki hann. Jú, einmitt hann. Svona getur farið þegar menn drauma og hugarflugs leggja leið sína inn á hættusvæði raunveru- leikans, þar sem þeir ekki kunna fótum sínum forráð ... Þar sem þeir mega eiga von á að sitja allt í einu fastir í einhverri torfæru, og detta í svaðið ... En aðstandend- ur geta engu slíku trúað um þá sem þeim eru kærastir — ekki fyrr en þeir heyra tugthúshurðina skella í lás.“ „Og nú ertu að hlakka til að fá að heyra þann skell. Því þú hafðir vonað að Gunnar felldi hug til þín. En er það mér að kenna að hann kaus mig fremur en þig? „Hvernig gat maður eins og hann glæpst til að vilja giftast svo ótrúlega lítilmótlegri konu — flagði undir fögru skinni ... Já, ég hlakka næstum til að skelli í lás, ef sá skellur forðar miklum manni og góðum dreng frá enn voðalegri og ævilangri ógæfu." „Þú ert að verða brjáluð," hróp- aði Svandís með grátstaf í rödd- inni, hljóp svo gegnum salinn og út úr húsinu. Bergljót horfði á eftir henni hraða sér niður stigann út að göt- unni, og líkast því sem hún hrekt- ist fyrir stormviðri og gæti varla gengið upprétt. Garðar kom í bíl sínum, sté út og virtist ætla að kalla á systur sína, en hætti við það. Leikfélag Skagfirðinga frumsýnir Pilt og stúlku Varmahlíð, 20. desember. Laugardaginn 18. desember frum- sýndi Leikfélag Skagfirðinga sjón- leikinn Piltur og stúlka eftir Jón Emil Thoroddsen í Miðgarði í Varmahlíð. Tókst sýningin í alla staði vel. Húsfyllir var og fógnuðu áhorfendur leikurum og leikstjóra vel og lengi í leikslok. Leikstjóri er Guðjón Ingi Kigurðsson frá Hafnar- firði. Hefur hann dvalist hér nokkuð á annan mánuð við uppfærsluna. í leikskrá segir m.a. um leikinn: „Það er árið 1934 að Emii Thor- oddsen endursemur skáldsögu afa síns í sjónleiksformi. Áður höfðu komið fram einar fimm leikgerðir eftir sögunni, sú fyrsta þeirra var Búrfellsbiðillinn eftir séra Sveinbjörn Hallgrímsson, sem sýnd var á Akureyri 1862. Leik- gerð Emils er að því leyti frá- brugðin hinum fyrri, að í henni eru söngvar eftir hann. Ljóðin við þá söngva eru ekki einungis þau ljóð sem í skáldsögunni eru, held- ur líka ýmis önnur vinsæl ljóð eft- ir Jón Thoroddsen. Sjálfur skil- greindi þessi fjölhæfi listamaður, Emil Thoroddsen, leikgerð sína sem alþýðusjónleik með söngvum. Það hlýtur að teljast góð skil- greining, því oft hefur þessi leik- gerð verið sýnd og virðist njóta almennra vinsælda". I sögu Jóns eru Sigríður heima- sæta í Tungu og Indriði á Hóli aðalpersónurnar, en þau verða að aukapersónum í leikritinu. Frá- sögnin af vandræðum þeirra í að ná saman gerist á stundum svolít- ið langdregin, en það gerir ekki svo mikið til, því áhorfendum er haldið vel við efnið af mörgum eft- irminnilegum aukapersónum. Hlutverkin í þessari sýningu eru alls 22 og skiluðu leikarar þeim með ágætum. Á engan skal hallað þó sérstaklega sé hér nefnt að Ingibjörg Markúsdóttir, sem lék Gróu á Leiti, og Jóhann Þor- steinsson^ Guðmund Hölluson, skiluðu sínum hlutverkum af stakri prýði, og urðu þessar per- sónur í meðferð þeirra eftirminni- legar. Söngvarnir í leiknum eru margir hverjir vel kunnir öllum íslendingum, svo sem Búðarvísur o.fl. Skiluðu leikarar sínum söng- hlutverkum hnökralaust. Söng- þjálfun annaðist Einar Schwaiger tónlistarkennari í Varmahlíð og sá hann einnig um undirleik á sýningunni. Geysileg vinna liggur að baki þessari leiksýningu hjá Leikfélagi Skagfirðinga. Á það fólk sem að henni stendur skilið sérstakar þakkir fyrir það erfiði sem það hefur á sig lagt. Þakklæti verður bezt sýnt með því að sem flestir, sem þess eiga kost, fari og sjái sýninguna, því, jú, sjón er sögu ríkari. Aðfaranótt sunnudagsins brast hann á með iðulausri norðan stórhríð sem stóð alveg fram yfir hádegi í dag. Hér eru miklar fann- ir, en rifið á milli og ófærð mikil hér um slóðir. Páll Jólasvipur á Hólminn Slykkishólmi, 17. desember. Það er kominn talsverður jóla- svipur á allt hér í Hólminum þótt vika sé eftir til jóla. Ljósin marglit- uð í gluggunum og verslanirnar minna vel á að jólin séu í nánd. í morgun var sett upp í miðbænum eitt stærsta jólatré sem hingað hef- ir komið, rúmir 12 metrar. Er þetta á vegum Stykkishólmshrepps. Sein- asti kennsludagurinn í grunnskól- anum var í gær og svo eru litlu jólin ' dag. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.