Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Janúar-desember: Lánskjaravísitalan hefur hækkað um 55% Viljum stuðla að fram- förum í gerð ársskýrslna — segir Arni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags Islands, um ársskýrsluverðlaun félagsins „MARKMIÐ Stjórnunarfélags ís- lands með því að veita ársskýrslu- verðlaun er fyrst og fremst það að stuðla að framförum í gerð árs- skýrslna og vekja sérstaka athygli á þessum mikilvæga upplýsingamiðli fyrirtækja og stofnana við þá sem eiga hagsmuna að gæta af rekstri þeirra. Með þessu vill félagið einnig leggja áherslu á gildi góðrar árs- skyrslu og mikilvægi þess að þær séu vel unnar og hafi að geyma þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru. Með bættum ársskýrslum má ætla að áhugi manna á að kynna sér efni þeirra muni aukast og lesendahópur- inn stækka,“ sagði Árni Gunnars- son, framkvæmdastjóri Stjórnunar- félags íslands í samtali við Mbl. „Tilefni þess að stjórn Stjórnun- arfélagsins taldi rétt að taka upp það verkefni að veita ársskýrslu- verðlaun er að nýlega hafa tekið gildi tvenn lög þar sem fjallað er um gerð ársskýrslna. Annarsveg- ar er um að ræða ný skattalög, en þau hafa að geyma ákvæði sem auka mikið gildi ársreikningsins sem áreiðanlegrar skýrslu um efnahag og afkomu fyrirtækja, en hins vegar lög um hlutafélög þar Árni Gunnarsson sem eru ákvæði um hvernig árs- skýrsla skuli úr garði gerð. Væntir félagið þess að þær ársskýrslur sem viðurkenningu hljóta hverju sinni geti orðið öðrum leiðarvísir um það hvernig best má ganga frá ársskýrslu í fyrirtækjum eða stofnunum. Jafnframt hefur Félag löggiltra endurskoðenda nýlega gert stór- átak í þá átt að samræma reikn- ingsskil fyrirtækja. Fyrirmyndin að því að veita ársskýrsluverðlaun er fengin frá Noregi og Danmörku. í Noregi veitir norska blaðið Farmand ársskýrsluverðlaun og hefur það veitt J)au árlega allt frá árinu 1955. I Danmörku veitir dagblaðið Börsen ársskýrsluverðlaun og hef- ur það einnig gert það um árarað- ir. Ársskýrsluverðlauh eru veitt í fleiri löndum og víðast eru það blöð, tímarit eða samtök á borð við Stjórnunarfélag íslands sem veita viðurkenninguna. Að mati manna í Noregi og Danmörku hef- ur þessi samkeppni ýtt mjög undir þróun í þá átt að ársskýrslur hafa orðið vandaðri, ítarlegri og þægi- legri aflestrar fyrir þá sem þær nota. Stjórnunarfélag íslands mun á næsta ári efna á ný til samkeppni um bestu ársskýrslu og væntir fé- lagið þess að enn fleiri fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök taki þátt í þeirri samkeppni," sagði Árni Gunnarsson. Dollar hefur hækkað um 100% og meðallaun um 45—46% Októberlok sl.: Rlkistekjur höföu auk- izt um 62,7% milli ára Hækkun lánskjaravísitölu á sama tímabili 54,5% — Hækkun verðbótavísitölu, miðað við verðupptöku í nóvember, 37,4% — Hækkun framfærsluvísitölu liðlega 59% Verðlagsbreytingar hafa verið mjög miklar á þessu ári, þær mestu um langt árabil. Lánskjaravísitala, sem er reiknuð út að einum þriðja hluta af byggingarvísitölu og tveim- ur þriðju hlutum af framfærslu- vísitölu, hefur á tímabilinu janúar- desember hækkað um tæplega 55%, eða úr 304 stigum í 471 stig. Hækkun lánskjaravísitölu var á fyrstu mánuðum ársins nokkuð jöfn, á bilinu 3—4%, en á seinni hluta ársins hefur hækkunin verið mun meiri, eða á bilinu 5—6% milli mánaða, síðast milli nóvem- ber og desember var hækkunin 6,08%, eins og sjá má á meðfylgj- andi línuriti. Gengisbreytingar hafa hins veg- ar verið enn meiri á árinu og þvi til staðfestingar má líta á þróun söluverðs dollarans á árinu. Á meðfylgjandi línuriti yfir vísitölu dollaragengis kemur fram, að dollarinn hefur hækkað um 100% á tímabilinu 1. janúar-1. desember Chryslerfyrirtækið bandaríska til- kynnti á dögunum, að rekstrarhagn- aður þess á þriðja ársfjórðungi væri um 9,4 milljónir dollara og er það í fyrsta sinn í fimm ár, sem hagnaður er af rekstri fyrirtækisins á þessum tíma. Á þriðja ársfjórðungi sl. árs var tap fyrirtækisins um 140,1 milljónir dollara. Rekstrarhagnaður Chrysler fyrstu níu mánuði þessa árs er nú um 266,2 milljónir dollara og er þetta í fyrsta sinn síðan 1977, að fyrirtækið er réttum megin við strikið fyrstu níu mánuði ársins. í bréfi til hluthafa nýlega sagði Lee Iacocca, forstjóri fyrirtækis- ins: „Árangur fyrirtækisins að undanförnu, á tímum almenns samdráttar í bílasölu í heiminum, er staðfesting á getu starfsfólks Chrysler til að halda öllum til- kostnaði í skefjum, auka fram- leiðni fyrirtækisins og almenna hagkvæmni í rekstri." Á þriðja ársfjórðungi jók Chrysler markaðshlutdeild sína á sl. Evrópugjaldmiðlar hafa hækk- að nokkuð minna, eða á bilinu 70-80%. Verðbótavísitala hefur á þessu tímabili aðeins hækkað um 37,4%, en launahækkanir hafa verið 7,51% 1. marz sl., 10,33% 1. júní sl., 7,5% Useptember sl. og 7,72% 1. desember sl. Ef síðan samninga- bundnar meðalhækkanir í sumar eru teknar inn, þá er meðalhækk- un Iauna á bilinu 45—46%. bandaríska markaðnum, bæði i fólksbílum og vörubílum. Hlut- deild Chrysler í fólksbílamarkaðn- um var um 10,5% á þriðja árs- fjórðungi, samanborið við 9,5% á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Hlut- deild fyrirtækisins í vörubíla- markaðnum var um 9,7% á þriðja ársfjórðungi þessa árs, samanbor- ið við 7,4% á sama tíma í fyrra. TEKJUR ríkisins í októberlok sl. námu samtals 7.489 milljónum króna, en til samanburðar námu þær 4.602 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er því lið- lega 62,7%. Almennar verðbreyt- ingar í landinu voru nokkru minni. Lánskjaravísitala hækkaði á tímabil- inu um 54,4% og hækkun verðbóta- vísitölu, miðað við verðupptöku í byrjun nóvember, er um 37,4%. í október jók Chrysler sölu sína í fólksbílum um 21%, borið saman við sama tíma í fyrra. Alls voru seldir 66.156 bílar á móti 56.992 bílum í fyrra. Markaðshlutdeildin fór úr 9,9% í 10,8%. Aukningin í vörubílasölunni varð enn meiri í október, en aukningin milli ára er um 33%. Seldir voru 17.978 bílar á móti 14.082 bílum í fyrra. Framfærsluvísitala hækkaði um lið- lega 59% á tímabilinu. Hlutur óbeinna skatta í tekjum ríkisins er mjög mikill, eða liðlega 83,7%. Óbeinir skattar námu í októberlok um 6.265 milljónum króna, en til samanburðar námu þeir 3.875 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er um 61,7%. Hlutur beinu skattanna í tekj- um ríkisins er liðlega 14%, en þeir námu um 1.052 milljónum í októ- berlok sl., samanborið við 656 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er því um 60,4%. Þá koma svokallaðar „aðrar tekjur", en þær námu um 173 milljónum króna í októberlok sl., en til samanburðar voru þær að upphæð 71 milljón króna á sama tíma í fyrra. Aukning þeirra milli ára er því tæplega 144%. í óbeinu sköttunum er hlutur söluskatts og orkujöfnunargjalds stærstur, en innheimta þeirra í októberlok var um 2.728 milljónir króna, eða um 43,5% af óbeinu sköttunum. Til samanburðar námu söluskattur og orkujöfnun- argjald um 1.676 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er því liðlega 62,7%. Almenn aðflutningsgjöld eru um 18% af óbeinum sköttum ríkisins, en þau námu um 1.129 milljónum króna í októberlok sl., samanborið við 679 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Aukn- ing þeirra milli ára er því um 66,3%. Þá má nefna það, að rekstrar- hagnaður af Áfengis- og tóbaks- verzlun ríkisins var í októberlok orðinn um 494 milljónir króna, en hann var til samanburðar um 326 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er því liðlega 51,5%. Erlendar stuttfréttir ... FIAT — PRATT & WHITNEY Flugvéladeild ítalska fyrir- tækisins Fiat og hið kunna flugvéla- og þotuhreyflafram- leiðslufyrirtæki Pratt & Whitn- ey hafa ákveðið að taka upp samstarf um framleiðslu flug- véla- og þotuhreyfla í framtíð- inni. GRUNDIG — THOMSONS Max Grundig ákvað á dögun- um, að selja 75% hlutafjár síns til Thomsons-Brandt, fyrirtæk- isins franska, sem er í eigu ríkis- ins. Max Grundig sagði, að ekki vaéri um aðra útgönguleið úr vandræðum fyrirtækisins að ræða. Gert er ráð fyrir, að Frakkarnir muni fjárfesta fyrir liðlega 50 milljónir vestur- þýzkra marka þegar í upphafi næsta árs í framleiðslu Grundig. Óstaðfestar fréttir herma, að Thomsons-Brandt hafi greitt 750 milljónir vestur-þýzkra marka fyrir hlutabréfin. UNGVERJALAND Ungverjar tilkynntu nýverið, að búizt væri við hagvexti á bil- inu 0,5—1,0% á næsta ári, sem er sá minnsti síðan í stríðslok. Þá sé gert ráð fyrir, að rauntekj- ur muni minnka um 1,5—2,0%, en þess má geta, að rauntekjur jukust um 1% á fyrra helmingi þessa árs, samanborið við 2,6% aukningu á sama tíma í fyrra. Hagnaður Chrysler fyrstu níu mánuði ársins 266,2 millj. dollara: Fyrirtækið eykur stöðugt markaðshlutdeild sína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.