Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982
39
„Sambandsfréttir“:
Um 50 tonn af hrossa-
kjöti selt til Noregs
Samiö við Rússa um sölu ullarvarnings
fyrir 2,1 milljón dollara
NORÐMENN hafa áhuga á að
kaupa héðan 50 tonn af hrossakjöti
til afgreiðslu i janúar og febrúar á
næsta ári, að því tilskildu, að þeir fái
nauðsynleg innflutningsleyfi heima
fyrir, að því er segir í nýjasta hefti
„Sambandsfrétta".
Ennfremur segir, að af hrossa-
kjötsframleiðslu þessa árs sé nú
þegar búið að flytja út 50—60
tonn, sem farið hafi til Frakk-
lands. Þá eru auk þess horfur á að
Norðmenn kaupi allt að 600 tonn-
um af dilkakjöti til afgreiðslu í
maí og júní. Enn er ósamið um
verð, og þessi sala er sömuleiðis
háð tilskildum innflutningsleyfum
til Noregs.
IÐNAÐARVÖRUR
Hjörtur Eiríksson,
framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar
SÍS, segir í fréttabréfinu, að gerð-
ir hafi verið samningar við sov-
ézka samvinnusambandið um sölu
á talsverðu magni af iðnaðarvör-
um til afgreiðslu á næsta ári. Þeg-
ar er búið að undirskrifa samn-
inga um sölu á ullarfatnaði að
fjárhæð 2,1 milljón dollara, og til
nýjunga má telja, að einnig voru
gerðir samningar um sölu á
karlmannaskóm frá skógerðinni
að fjárhæð 160 þúsund dollara.
Enn er eftir að ræða um og ganga
frá sölusamningum fyrir ullar- og
skinnavörur við aðra sovézka að-
ila, og liggur ekki enn fyrir hver
heildarupphæðin verður.
BRAGAKAFFI
Ný tegund af Braga-kaffi er
komin á markaðinn frá Kaffi-
brennslu Akureyrar, og er hún
seld undir nafninu „Ameríka".
Þröstur Sigurðsson, verksmiðju-
stjóri, segir í Sambandsfréttum,
að um sé að ræða ódýra blöndu og
sé hún aðeins seld í eins kílós um-
búðum. Allt hefði verið gert til að
gera hana sem ódýrasta, enda
væri verðið um 15% lægra en á
venjulegu Braga-kaffi. Þetta kaffi
er aðallega blandað úr kaffiteg-
undum frá Mið- og Suður-Amer-
íku, og ætlunin er að hafa það á
boðstólum með öðrum tegundum
verksmiðjunnar.
Staða viðskiptabankanna gagnvart Seðlabanka:
Neikvæð um 954 millj-
ónir króna í október
Lausafjárstaðan var neikvæð um 1.044 millj. króna
LAUSAFJÁRSTAÐA bankanna var
neikvæð um 1.044 milljónir króna í
lok októbermánaðar sl., en til sam-
anburðar var hún jákvæð um 43
milljónir króna á sama tima í fyrra.
Hún hefur því versnað um 1.087
milljónir króna milli ára.
Gagnvart Seðlabankanum var
staðan neikvæð um 954 milljónir
króna í lok október sl., en til sam-
anburðar var hún neikvæð um 33
milljónir króna á sama tíma í
fyrra. Staðan hefur því versnað
um 921 milljón króna á milli ára.
Lausafjárstaða sparisjóða var
jákvæð um 38 milljónir króna í
októberlok, en til samanburðar
var hún jákvæð um 36 milljónir
króna á sama tíma í fyrra. Hún
hefur því skánað um 2 milljónir
króna á milli ára. Staðan gagnvart
Seðlabanka er hins sama, þ.e.
jákvæð um 38 milljónir í október-
lok, en var jákvæð um 36 milljónir
króna á sama tíma í fyrra.
Varðandi bankana má geta þess,
að tveir bankar voru með jákvæða
lausafjárstöðu og jákvæða stöðu
gagnvart Seðlabankanum, en það
eru Búnaðarbanki ísiands og Iðn-
aðarbanki íslands, sem báðir voru
með jákvæða lausafjárstöðu upp á
12 milljónir króna og staða þeirra
gagnvart Seðlabanka var enn-
fremur jákvæð upp á 12 milljónir
króna.
Bundnar innstæður bankanna í
októberlok voru 1.864 milljónir
króna, en voru til samanburðar
1.193 milljónir króna á sama tíma
í fyrra. Aukningin milli ára er því
liðlega 56%. Bundnar innstæður
sparisjóða í Seðlabankanum voru í
októberlok 373 milljónir króna,
samanborið við 238 milljónir
króna á sama tíma í fyrra. Þær
hafa því aukizt um liðlega 56,7%
milli ára.
Þess má svo geta, að lausa-
fjárstaða bankanna versnaði um
430 milljónir króna í októbermán-
uði sl. Til samanburðar versnaði
hún um 60 milljónir króna í októ-
bermánuði á síðasta ári. Staðan
gagnvart Seðlabanka versnaði um
243 milljónir króna í október í ár,
en um 88 milljónir króna í október
á sl. ári.
í dag kynnir
Ólöf Guðnadóttir
hússtjórnarkennari
Missið ekki af tækifærínu til
aö kynnast möguleikum ör-
bylgjuofna við að létta heim-
ilishaldið.
örbylgjuofninn
í verslun okkar
frá kl. 3—6.
Jólagjöfina í ár:
SHARP
HUQMBÆR
_
HUCMMSR SMABP-f _ .
■ ■■nÍÍÉiBBi
UIllili1
HLJOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103
SÍMI 25999