Morgunblaðið - 22.12.1982, Side 8
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982
Honda City - Nýr
smábíll á markað
HONDA-bíIaverksmiðjurnar jap-
önsku hyggjast markaðssetja
nýjan smábíl á næsta ári, en sá
hefur hlotið nafnið Honda City
og er í svokölluðum smábíla-
flokki.
Talsmenn Honda segja bíl-
inn sérhannaðan fyrir innan-
bæjarumferð, auk þess sem
boðið er sérstakt „smámótor-
hjól“ með bílnum, sem auðvelt
er að koma fyrir í farangurs-
geymslu bílsins. Segja Honda-
menn mun gæfulegra að aka
bílnum á bílastæði fjarri um-
ferðarþyngstu stöðunum og
aka þaðan síðan á mótorhjól-
inu.
Bíllinn er framleiddur með
1,2 lítra vél, sem er 61—67
hestafla, eftir óskum hvers og
eins. Ennfremur hefur Honda í
hyggju að bjóða bílinn í
„Turbo-útfærslu". Bíllinn er
tvennra dyra, auk stórrar
skuthurðar, sem opnar allan
afturgaflinn, þannig að hag-
anlegt er að ganga um bílinn.
City verður boðinn bæði 4ra
og 5 gíra, en 4. og 5. gírinn eru
í báðum tilfellum nokkurs kon-
ar yfirgírar. City er framdrif-
inn.
City verður framleiddur
fyrir heimamarkað fyrst um
sinn, en með vorinu er ætlun-
in, að markaðssetja hann í
Evrópu.
Honda City
Toyota Starlet
Toyota Starlet
með nýtt „andlit“
TOYOTA Starlet af 1983-árgerð-
inni er mjög lítið breyttur, enda
kannski ekki von á miklum
breytingum á sama tíma og Toy-
ota kemur með nýjan Tercel á
markaðinn. Helztu breytingar á
Starlet eru þær, að framendinn
hefur verið færður niður á við og
bíllinn fengið nýtt „andlit".
Hann er nokkru straumlínulag-
aðri.
Miliíonen ^
Volkswagen Wk
aus Wolfsburg fl
Gamli og nýi tíminn, þegar 20. milljónasti Volkswagen-bíllinn ók
dögunum.
úr hlaði frá Volkswagen-verksmiðjunum á
Volkswagen hefur firam-
leitt 20 milljónir bíla
Liölega helmingur þeirra af gerðinni VW „Bjalla“
Bílar
Sighvatur Blöndahl
ÞAU merku tímamót áttu sér stað
á dögunum í Wolfsburg í Vestur-
Þýzkalandi, að 20 milljónasti
Volkswagen-bíllinn ók frá verk-
smiðjunum, en sá var af gerðinni
VW Golf GTD.
Fyrsti Volkswagen-bíllinn
kom á götuna árið 1948 og var
það svokölluð VW-„bjalla“, með
drifi á öllum hjólum. Vegna
tímamótanna fékk verksmiðjan
að láni eina af elztu „bjöllunum",
sem enn er í fullu fjöri og var
henni stillt upp við hliðana á
Golf-bílnum við hlið verksmiðj-
unnar og var þá meðfylgjandi
mynd tekin.
Það tók Volkswagen liðlega 20
ár að framleiða fyrstu 10 milljón
bílana, en síðan ekki nema 13 ár
að framleiða næstu 10 milljón
bílana. Hjá Volkswagen starfa
nú liðlega 58 þúsund starfsmenn,
en framleiðslugeta verksmiðj-
unnar, sem er ein hin stærsta í
veröldinni, er um 3.500 bílar á
dag.
Liðlega helmingur framleiðsl-
unnar er „bjallan", en í gegnum
tíðina hafa verið framleiddar
10.838.095 talsins í gegnum tíð-
an. Sá bíll, sem er í öðru sæti hjá
Volkswagen, er arftaki „bjöll-
unnar", Golf, en alls hafa verið
framleiddir 3,6 milljónir Golf-
bíla.
Lítill Subaru á
markaö með vori
Subaru-verksmiðjurnar jap-
önsku kynntu á dögunum nýjan
smábíl, sem ætlunin er að mark-
aðssetja með vori. Hann er aðeins
3,20 metrar á lengd og er knúinn
2 strokka, 700 rúmsentimetra, 34
hestafla vél. Hámarkshraði bíls-
ins er sagður vera um 130 km á
klukkustund.
Hann er framdrifinn og er fá-
anlegur bæði beinskiptur og
sjálfskiptur, en hann er fernra
Litli Subaruinn.
dyra. Litla Subaru-bílnum svip- uki-bílsins, sem notið hefur
ar óneitanlega frekar til Suz- töluverðra vinsælda hér á landi.
Fóðurgildi heyja á
Vesturlandi allt að 30%
lakara en í meðalári
Rútuferðir:
Erfiðleikar á
lengri leiðum
HEY margra bænda á Vesturlandi
frá síðastliðnu sumri hafa reynst
ákaflega léleg. Á Snæfellsnesi er
fóðurgildi heysins 30% lakara en
eðlilegt er talið, en í Borgarfirði er
fóðurgildið 17,5% lakara en í meðal-
ári.
Bjarni Arason í Borgarnesi,
framkvæmdastjóri Búnaðarsam-
bands Borgarfjarðar, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að sér hefðu
borist niðurstöður frá Hvanneyri
úr efnarannsóknum á 90 heysýn-
um af sambandssvæðinu. Að með-
altali þyrfti 2,35 kíló í hverja fóð-
ureiningu, en venjulega væri mið-
að við að tvö kíló þyrfti í fóðurein-
ingu, og skakkar því þarna 17,5%.
Bjarni sagði að efnarannsóknirn-
ar sýndu að heyin væru óvanalega
létt, og kæmi sér það nokkuð á
óvart, þar sem heyin væru yfir-
leitt ekki illa verkuð. Ástæðan
væri líklega sú að gras hefði
sprottið mjög ört þegar það fór
loks að spretta í vor og ekki hefði
náðst að slá nógu fljótt.
Þorvaldur Þórðarson í Stykkis-
hólmi, ráðunautur hjá Búnaðar-
sambandi Snæfellinga, sagði í
samtali við Morgunblaðið að hey-
sýni af Snæfellsnesi hefðu komið
ákaflega illa út úr efnarannsókn-
um á Hvanneyri. Meðaltalið sýndi
að af þurrheyi þurfti 2,6 kíló í fóð-
ureiningu, sem er 30% lélegra en
venjulega væri reiknað með. Þor-
valdur sagði að þetta segði þó ekki
alla söguna, því heyin væru ennþá
lakari en þetta segir, þar sem þau
væru illa verkuð. Vothey sagði
Þorvaldur að komið hefðu betur
út. Samt vantaði þar um 10% upp
á fóðurgildið. Ástæður þessara lé-
legu heyja sagði Þorvaldur ekki
vera fyrir hendi, en taldi að þurrk-
ur í vor og ör spretta og rigningar
þegar loks fór að spretta hefðu þar
veruleg* áhrif.
Jón Hólm Stefánsson í Búðar-
dal, ráðunautur hjá Búnaðarsam-
bandi Dalamanna, sagði í samtali
við Mbl. að meðaltal úr efnarann-
sóknum sýndu að fóðurgildið væri
2,1 til 2,2 kíló í fóðureiningu á
sambandssvæði Búnaðarsam-
bands Dalamanna. Mikið vantaði
á prótein í heyin til að þau gætu
talist eðlileg. Jón Hólm sagði að
ástæðan væri vafalaust sá þurrk-
ur sem var í júní og sá afbrigðilegi
vöxtur grassins sem síðan varð
þegar það fór að vaxa. Jón Hólm
sagði að heyin væru þó vel verkuð
og nægjanleg að magni.
RÚTUFERÐIR til og frá Reykjavík
gengu greiðlega á styttri leióum um
helgina, en miklar tafír og erfiðleik-
ar urðu á lengri leiðum, samkvæmt
upplýsingum sem Morgunblaðið
fékk á Bifreiðastöð íslands í gær.
Ferðir til og frá Borgarnesi,
Keflavík og Selfossi gengu greið-
lega, en bíll sem fór til Hafnar í
Hornafirði á laugardag og vænt-
anlegur var til borgarinnar á
sunnudag, var ennþá á Höfn um
miðjan dag í gær.
Þá var ekki reynt að fara til Ak-
ureyrar -og rútu frá Snæfellsnesi
seinkaði um nokkra klukkutíma,
einnig rútu frá Búðardal.
Góðar horfur þóttu á því að ekið
yrði á öllum leiðum í dag, þriðju-
dag, þar sem víða eru þjóðvegir
ruddir á þriðjudögum. Þannig
verður reynt að fara bæði til Ak-
ureyrar og Hafnar.