Morgunblaðið - 22.12.1982, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982
43
Unglingaráð í Garðabæ:
Vill takmarka notkun
fullorðinna á bifreiðum
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá „Ungl-
ingaráði unglinga í Garðabæ'* ásamt úrklippu.
Þann 27. nóvember sl. var haldinn fundur unglingaráðsins í Garðabæ. Á
fundinum var einkum rætt um bifreiðaakstur fullorðinna.
Samkvæmt upplýsingum Þórðar
Alfreðs Eyjólfssonar kom fram sú
skoðun á fundinum, að bifreiðar,
sem samkvæmt umferðarlögum
mega ekki aka hraðar en 80
km/klst. væru með stærri og
kraftmeiri vélar en lög gera ráð
fyrir. Því taldi fundurinn brýnt að
endurskoða þau lög sem gilda um
þennan þátt umferðarmála.
Ályktun fundarins er svohljóð-
andi:
„Unglingaráð unglinga í Garða-
bæ lýsir áhyggjum sínum vegna
þeirra tíðu og alvarlegu bifreiða-
slysa sem orðið hafa að undan-
förnu.
Unglingaráðið skorar á dóms-
málaráðuneytið að setja nú þegar
strangari reglur er taki mið af því
að takmarka aðgang og notkun
fullorðinna af bifreiðum.
Jafnframt skorar unglingaráðið
á unglingaráð annarra bæjarfé-
laga að taka þetta mál til umfjöll-
unar.
Börkur B. Baldvinsson, ritari.
„Arthur“ — Jólamynd
Austurbæjarbíós
JÓLAMYND Austurbæjarbíós í ár
er bandariska gamanmyndin Arthur
með Dudley Moore, Lizu Minelli,
John Gielgud og Geraldine Fitzger-
ald. Handrit er eftir Steve Gordon,
sem einnig er leikstjóri.
Titillag myndarinnar „Best that
you can do“ fékk Óskarsverðlaun-
in í ár sem bezta frumsamda lagið.
Kvikmyndin fjallar um Arthur og
ástamál hans, en inn í þau mál
fléttast auður föður hans og til-
vonandi (?) tengdaföður.
Tónleikar
þriðjudaginn 4. janúar kl. 8.30
halda Guðrún Sigríður Frið-
björnadóttir, söngkona og Ólafur
Vignir Albertsson, píanóleikari
tónleika i Norræna húsinu.
Á efnisskránni eru:
Haydn: Arianna frá Naxos.
Schubert: Ijóó.
Grieg: Haugtussa.
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
Baðmottu-
sett
Míkið rit um merkan mann
i
í ritdómi um bókina segir Guðmundur
Daníelsson rithöfundur svo í blaðinu
Suðurlandi 11. desember sl.:
„Þessi bók er ekki aðeins saga
Ingólfs á Hellu og fjölskyldu hans,
heldur stjórnmálasaga landsins
marga áratugi, saga gerbyltinga á
flestum sviðum. Bókin er mikils-
háttar verk um atgerfismann."
í ritdómi í Morgunblaðinu 18. des-
ember segir Erlendur Jónsson meðal
annars:
„Meginkostur þessarar bókar er
aö mínum dómi sá, hversu grannt
er farið ofan í saumana á íslensk-
um stjórnmálum allan þann tíma
frá því er sögumaður tók að fylgj-
ast með og þar til þessum hluta
endurminninganna lýkur. Ingólfur
á Hellu er, eins og Páll Líndal segir
í formála, „maður sem hófst af
sjálfum sér til æöstu metorða fyrir
skarpa greind, óvéfengjanlegt
raunsæi, ótvíræðan dugnað og
mikla ósérplægni."
Páli Líndal
V . <0* 4A
mgoliur
a Hellu
Bókin um Ingólf á
Hellu er tvímœla-
laust ein athyglis-
verðasta bókin sem
út hefur komið fyrir
þessi jól. I bókinni
segir einn mesti
stjórnmála-
skörungur þessarar
aldar frá mönnum
og málefnum af
hispursleysi og
sanngirni.
Barónsstíg 18, 101 Reykjavík.
Sími: 1 88 30.