Morgunblaðið - 22.12.1982, Page 14

Morgunblaðið - 22.12.1982, Page 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 LÁSIKOKKUR Þjóósagan Lási kokkur er komin á bók Hann er þjóösaga vegna þess sér- stæöa lífsstíls, sem ekkert skóla- kerfi hefur getaö ruglaö. Hnyttin og gamansöm tilsvör hans eru löngu landsfræg. Þaö mun engum leiöast yfir lestri þessarar bókar. Þetta er óskabók jafnt sjómanna sem land- krabba. Prentver Guðlaug Þorsteinsdóttir Guðlaug Islands- meistari í skák GUÐLAUGÞorsteinsdóttir varð Is- landsmeistari kvenna í skák í fyrra- kvöld. Þá lauk einvígi hennar, Ásíaug- ar Kristinsdóttur og Olafar Þráinsdótt- ur, en þær urðu jafnar og efstar á ís- landsmótínu. Tefld var tvöföld umferð og vann Guðlaug allar skákir sínar — hlaut fjóra vinninga en þær Áslaug og Ólöf hlutu 1 vinning hvor — gerðu tví- vegis innbyrðis jafntefli. i najhið rugla þig/ Þótt sýröi rjóminn standi fylli- lega undir nafni er hann alls ekki jafn fitandi og þú heldur. Tökum dœrili: í 100 g af sýrðum rjóma eru 195 hitaeiningar, í venjulegum rjóma 345 og í sömu þyngd af majones eru 770 hitaein- ingar. Taktu nú eftir. Efþú notarsýrð- an rjóma í salöt, sósur eða ídýfur, getur þú haft til viðmiðunar að í hverri matskeið af sýrðum rjóma eru aðeins 29 hitaeiningar. Nú hefur sýrði rjóminn verið endurbœttur. Hann erþykkari en áður, þótt hitaeiningafjöldinn sé sá sami. Á dósunum er nýtt og hentugra lok sem einnig má nota á skyrdó)simar. Með því að þrýsta létt ofan á miðju loksins fellurþað Já sýrði rjóminn er ekki allur þar sem hann er séður. Stuðmenn slá 1 gegn Hljóm- plotur Árni Johnsen Stuðmenn eru með allt á hreinu og plata þeirra með nafni hinnar nýju kvikmynd- ar þeirra og fleiri listamanna, Með allt á hreinu, er í stuttu máli sagt frábær. Fyrir utan það að lög þeirra félaga eru hvert öðru betra þá eru text- arnir með vaðandi torfum af gamansemi og það er sjald- gæft að heyra svo gáfulegan og meitlaðan húmor á plötu hjá íslenzkri hljómsveit af beztu gerð. Grýlurnar koma við sögu á þessari plötu, en jafnvægið er þannig að hætta er á að Jafnréttisráð taki málið fyrir. Þá yrði nú stuð á Stuðmönnum. Það er engin spurning að Nú er komið að mér í Stjörnubíói JÓLAMYNDIN í B-sal Stjörnu- bíós nefnist „Nú er komið að mér“ (It’s My Turn). í aðalhlutverkum eru Jill Clayburgh, Michael Dougl- as og Charles Grodin. Leikstjóri er Claudia Weill. í frétt frá kvikmyndahúsinu segir, að mynd- in fjalli um nútímakonu og flókin ástamál hennar. Eldvík rakst á bryggju á Seyðisfirði Seyðisfirði, 20. desember. ELDVÍK, 1.490 rúmlesta flutn- ingaskip i eigu skipafélagsins Víkur hf., kom hingað til Seyðisfjarðar í gær, og var ætlunin að lesta hér saltfisk frá tveimur framleiðendum. Ekki vildi betur til en svo að þegar upp að bæjarbryggjunni kom, bar skipið af leið og rakst á útenda hryggjunnar og skemmdi hann veru- lega. Litlu mátti muna að skipið ræk- ist á togarann Gullver, sem liggur hér við löndunarbryggju Fisk- vinnslunnar. Er óhappið varð var veður all hvasst af austri og skyggni fremur lélegt. Ekki voru gerðar fleiri tilraunir til að koma skipinu að bryggju, og hélt það kyrru fyrir hér úti á firðinum. Ekki er vitað um skemmdir á skip- inu sjálfu, en sjópróf munu fara fram hjá bæjarfógetaembættinu hér á Seyðisfirði þegar Eldvíkin „leggst" hér að bryggju, sem mun væntanlega verða þegar veðrinu slotar. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.