Morgunblaðið - 22.12.1982, Qupperneq 18
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982
í hollenska sjónvarpsblaðinu var sérstök athygli vakin á mynd um nýlistarmanninn Sigurð Guðmundsson, sem
hollenska ríkissjónvarpið hafði látið gera.
Nýlist í útlegð?
Sigurður (iuðmundsson: Fjall, 1980—82.
íslensk nýlist
í París
Fróðlegt var að rekast á grein
Gísla Sigurðssonar, listmálara og
ritstjóra, í Lesbókinni hans þann
27. nóvember sl. Gísli fjallar þar
um Parísartvíæringinn í ár (Paris
Biennale, alþjóðasýningu ungra
listamanna, sem haldin er annað
hvert ár í París). Gísli nefnir
grein sína Erum við fullsæmd af
þessu? — og er þar að velta fyrir
sér þátttöku íslendinganna á sýn-
ingunni í ár og nýlist almennt.
Gísli er að vanda hreinskilinn
og skemmtilegur i grein sinni og
fjallar hér, eins og oft áður, um
mál sem allt of jitla athygli hljóta
í fjölmiðlum á íslandi. Eru mér í
svipinn minnisstæðar ágætar
greinar hans um húsagerðarlist,
en í þeim málum, eins og svo
mörgum öðrum, hefur umræða á
Islandi verið mjög einhliða og því
eru allar vangaveltur í víðara
samhengi kærkomnar af áhuga-
mönnum eins og mér, sem ekki
kunna að líta á þau mál frá sjón-
arhóli atvinnumannsins.
Svo ég snúi mér aftur að tilefni
þessara skrifa og grein Gísla, þá
koma upp í hugann ýmis atriði
tengd þessu efni og ætla ég að
fjalla um þau hér á eftir. Gísla
þótti ekki mikið til íslensku deild-
arinnar koma, þó hann hafi ekki
að eigin sögn átt þess kost að sjá
sýninguna í heild þar sem hann
varð að hverfa af vettvangi nokkr-
um dögum fyrir opnun sýningar-
innar. Hann segir reyndar að
hann hafi ekki séð nema verk
þriggja aðalsýnendanna, því verk
hinna 10 voru enn óuppsett þegar
hann fór þaðan. Gísli hitti aðal-
paurana að máli í París og segir
þá hámenntaða, bráðgreinda og
skemmtilega, en framlag þeirra
snart hann afar grunnt, og taldi
hann verkin af einhverjum ástæð-
um standa höfundum sínum að
baki, eftir því sem honum fannst,
þó ekki treysti hann sér til að
svara nákvæmlega hvers vegna!
(Orðalag þetta minnir mig óneit-
anlega nokkuð á aðalmyndlistar-
gagnrýnanda Morgunblaðsins um
árabil, Valtý Pétursson, listmál-
ara, og umfjöllun hans um sýn-
ingar nýlistarmanna í Reykjavík.)
Gott og vel. Þannig kemur sýn-
ingin Gísla fyrir sjónir fyrir
opnunina. (Ég átti þess ekki kost,
frekar en Gísli, að heimsækja Par-
ís meðan á sýningunni stóð, en ég
hef þó rekist á umsagnir hér og
þar um Parísartvíæringinn og
þykja mér landar okkar geta vel
við unað.) Nóg um það í bili.
Gísli veit sjálfsagt manna best
að það er ekkert sældarlíf að vera
listamaður í þjóðfélagi sem ekki
er móttækilegt fyrir framúr-
stefnulist og þar sem stjórnvöld
meta lítils vinnu nýlistamanna
sinna. Sérstaklega er þetta átak-
anlegt þegar markaöur í hefð-
bundinni merkingu þess orðs er
ekki fyrir hendi. Erfitt er að átta
sig á öllum þeim margslungnu
áhrifum sem allt eru í kring um
okkur á þessum síðustu og bestu
tímum. Umhverfi íslendinga verð-
ur e.t.v. fyrir sterkari áhrifum og
meiri breytingum á undanförnum
áratugum en flest nágrannalönd
okkar, sem svo aftur verka mis-
munandi á menn og málefni eftir
því hvar þeir ala manninn og
hvaða tímar hafa mest mótandi
áhrif á viðhorf þeirra og atferli.
SÚM í fulhi fjöri
Myndlistarmenn eru hér engin
undantekning frekar en aðrir
samferðamenn. Þeir straumar
sem nú sveima um eyland mynd-
listarinnar og samskipti þess við
önnur eylönd tilverunnar eru
sterkir og margbreytilegir, og fáir
listamenn fara varhluta af þeim.
Samt sem áður á sú kenning við
nú sem fyrr, að listamenn túlki á
sinn hátt og eftir bestu vitund
upplifun sína. Á þetta ber
mönnum m.a. að líta þegar staðan
er metin hverju sinni. Gera verður
ráð fyrir að listamenn taki lífið
með einhverjum alvörutónum og
geri sitt besta í stöðunni, þó marg-
ir séu kallaðir en fáir útvaldir,
eins og sagt er.
Hins vegar verður erfiðara að
skella skoliaeyrum við aðgerðum
eftir Hans Kristján
Arnason
þeirra ef í ljós kemur að þær eiga
sér hljómgrunn, og eru lífseigar í
ofanálag. Get ég ekki betur séð en
að þetta eigi einmitt við um marga
svokallaða nýlistamenn. Það er til
dæmis ómögulegt annað en að við-
urkenna að sú bylting sem að-
standendur SÚM stóðu fyrir á 6.
og 7. áratugnum lifir enn og hefur
tíminn skorið úr um það, að þar
var ekki tjaldað til einnar nætur.
Svona staðreyndir verða menn að
viðurkenna fyrr en síðar, hvort
sem þeim líkar betur eða verr.
ísland stórveldi
í listaheiminum?
Það ber því miður ekki gott
vitni um meðvitund áhrifamanna
ef ekki er fylgst af næmni og for-
vitni með hræringum samborgar-
anna innanlands sem utan. Svo
ókunnuglega sem það kann að
hljóma í eyrum ráðamanna heima,
þá hafa ýmsir úr þessum hópi ný-
listamanna svokallaðra náð æði
langt í sinni grein erlendis. Og
segja verður hverja sögu eins og
hún er; árangur íslenskra mynd-
listarmanna þessi síðustu árin er
meira en umtalsverður meðal
þeirra þjóða sem við berum okkur
gjarnan saman við þegar við met-
um stöðu okkar í samfélagi mann-
anna, eins og okkur er nú einu
sinni tamt að gera. En því miður
virðast móttökuskilyrðin heima
oft vera afar bágborin, og fyrir
bragðið fer ýmislegt eftirtektar-
vert framhjá landanum, — staðan
því rangt metin og afraksturinn
ekki upp á marga fiska. Þetta hef-
ur einmitt verið að gerast á ís-
landi allt of lengi, og kominn tími
til að grandvarir menn fari að
velta fyrir sér í alvöru hvort ekki
megi verða kaka úr því deiginu.
Málið snýst einfaldlega um það, að
lítill opinber skilningur hefur ver:
ið á íslandi á íslenskri nýlist. í
þessu samhengi er myndlistin gott
dæmi, listgrein þar sem íslend-
ingar hafa sérstöðu í heiminum í
dag.
„Segja verður hverja sögu
eins og hún er; árangur ís-
lenskra myndlistarmanna
þessi síðustu árin er meira
en umtalsverður meðal
þeirra þjóða sem við ber-
um okkur gjarnan saman
við þegar við metum stöðu
okkar í samfélagi mann-
anna, eins og okkur er nú
einu sinni tamt að gera.
En því miður virðast mót-
tökuskilyrði heima oft
vera afar bágborin ... “
Ef það væri ekki fyrir þrekvirki
listamannanna sjálfra, að halda
uppi merkinu á alþjóðavettvangi,
og skilning annnarra þjóða á þess-
um hæfileikamönnum, þá væri
þessi kapítuli til ævarandi
skammar fyrir þjóðina.
Þrátt fyrir lítinn skilning á
heimaslóðum hafa ýmsir úr hópi
þessara olnbogabarna þjóðfélags-
ins náð þeim árangri að verða leið-
andi afl í ákveðnum greinum
myndlistar í heiminum í dag.
Þetta veit sá hópur manna sem er
í framvarðlínu svokallaðrar ný-
listar, en þetta hafa íslendingar
almennt ekki hina minnstu hug-
mynd um. Margir okkar lista-
manna hafa flust úr landi, flestir
til Hollands, og eru búnir að ná
það langt í því landi myndlistar-
innar, að þeir eru nú kynntir af
þarlendum stjórnvöldum sem
fremstu myndlistarmenn þess
lands og verk þeirra sýnd undir
flaggi Hollands víða um heim,
þegar þarlendir vilja flagga sínu
besta við hátíðleg tækifæri. Ætli
menn tækju ekki eftir minni
árangri ef um væri að ræða kynn-
ingu á lambakjöti, ullarvörum eða
fiski erlendis?
Undirritaður var staddur í Hol-
landi 23. nóvember sl. og varð
þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá
útsendingu á sjónvarpsmynd um
líf og starf Sigurðar Guðmunds-
sonar, nýlistamanns, sem hol-
lenska ríkissjónvarpið lét gera.
Þátturinn um Sigurð var vel
kynntur í blöðum og sérstaklega
mælt með þessum dagskrárlið í
sjónvarpsblaðinu hér. Það var
gaman að vera íslendingur í Hol-
landi þann daginn.
Ef myndlistarmenn sem ná slík-
um árangri eru ekki listamenn í
orðsins fyllstu merkingu þá hefur
blessuð listagyðjan sannarlega
leikið á okkur!
Staðreynd málsins er samt sú,
að ísland gæti verið stórveldi á
ýmsum listasviðum ef nægilegur
skilningur væri fyrir hendi í tún-
inu heima, og það þrátt fyrir
smæð þjóðarinnar því hér á
„miðað-við-fólksfjölda“-reglan
ekki við.
*
Islendingar reka
listamenn í útlegð
Það veldur Gísla sjálfsagt
nokkrum heilabrotum, eins og
mörgum öðrum góðum listamönn-
um sem ekki eiga samleið með ný-
listamönnum, hvernig í ósköpun-
um geti staðið á því að þessir ný-
listamenn skjóta upp kollinum
hvað eftir annað í fremstu víglínu
bæði austan og vestan hafs, og það
þrátt fyrir að ýmsir áhrifamenn
heima fyrir láti sem þeir séu ekki
til. Hvernig má það t.d. vera,
spyrja menn, að fulltrúar íslands í
nútímalist í menningarkynning-
unni Scandinavia Today í Banda-
ríkjunum skuli vera tveir svo til
óþekktir myndlistarmenn í hinum
viðurkennda myndlistaheimi á ís-
landi, heldur í Hollandi! Og hvern-
ig getur staðið á því að þeir skuli
verða fyrir valinu þrátt fyrir
óánægju ýmissa áhrifamanna á
íslandi, sem beittu sér a.m.k. ekki
fyrir því að láta þess getið að ís-
land biði upp á menn á borð við þá
Hrein Friðfinnsson og Sigurð
Guðmundsson, svo ekki sé meira
sagt?
Ástæðan, að þessu sinni, var
reyndar sú að val á verkum til
sýningarinnar var ekki í höndum
íslendinga sjálfra eða samstarfs-
Hreinn Friðfinnsson: Sjö sinnum, 1978—79.