Morgunblaðið - 22.12.1982, Page 22

Morgunblaðið - 22.12.1982, Page 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 í dans Boðið upp Kafli úr skáldsögu Olafs Ormssonar Almcnna bókafélagiö hefur gefið út bókina „Boöiö upp í dans“ og er þaö fyrsta skáldsaga höfundar, Olafs Ormsson- ar. í umsögn útgáfunnar um skáldsöguna segir m.a. aö hún sé í senn alvörumikil og gáskafull Reykjavíkursaga, sem gerist á árunum 1949—1975. Söguhetjan er frá blautu barnsbeini alin upp í Stalínsdýrkun og pólitískri öfgatrú. Mótar það mjög hegöun og sálarlíf söguhetjunnar, sem á sín menntaskóla- og háskólaár og þau einkennast af ásta- málum, drykkjuskap, skæruhernaöi Ungliöahreyfingarinnar og ööru slarki sem framið er í nafni hinnar pólitísku trúar. En loks kemur aö því að grundvellinum er kippt undan þessari trú. Morgunblaðið hefur fengiö leyfi útgáfunnar til aö birta kafla úr bókinni. Nefnist hann „Unnar og Steingrímur á fundi“: Síðustu daga hefur Steingrími orðið tíðrætt um stjórnarslitin, afsögn vinstri stjórnarinnar og valdatöku nýrrar ríkisstjórnar og hefur stór orð um svik flokksfor- ystunnar við hinn almenna félaga í flokknum og sósíalismann al- mennt. Hann reynir árangurs- laust að fá Unnar til þess að gefa loforð um að koma með sér á fund í höfuðstöðvum Flokksins, þar sem hann segist ætla að gera end- anlega upp reikningana við foryst- una. í málgagninu er auglýstur flokksfundur um afsögn vinstri- stjórnar og frummælandi er form- aður Flokksins. Unnar er mjög mótfallinn því að faðir hans sæki þennan fund og reynir að gera honum ljóst að samkvæmt lækn- isráði sé honum bannað að hafa afskipti af stjórnmálum. Steingrímur fullyrðir að Unnar þurfi ekki að óttast að svipað at- vik komi upp og sex árum áður þegar hann veiktist og varð að dvelja í sjúkrahúsi í mánaðar- tíma. Hann telur sig andlega í jafnvægi og ekkert geti lengur komið sér á óvart í stjórnmálum, enda trúi hann ekki lengur á neinn pólitískan leiðtoga líkt og Stalín forðum, sem hafi verið mikil- menni og sagan muni varðveita sem snilling, og telji þann sem við tók af honum, Nikita Krústjov, meiriháttar trúð og andlegan samherja kratanna í Svíþjóð. Því til sönnunar að hann sé í andlegu jafnvægi bendir Steingrímur syni sínum á að lengur hangi ekki uppi myndir af stjórnmáiamönnum í kjallaranum, hann hafi tekið Tím- ann í áskrift og Þjóðviljinn sé ekki lengur eina blaðið sem berist inn á heimilið. Inni í eldhúsi treður Steingrím- ur í pípu, tekur Þjóðviljann úr rassvasanum og spyr: — Eiga þessir andskotar, hann Runki í blýinu og hann Lási svarti og kerlingin með myndaalbúmið ekki betri mynd af formanninum? Þetta er gömul og slitin mynd tek- in í Gúttóslagnum á kreppuárun- um fyrir tæpum þrjátíu árum. Skyldi hún koma aftur, kreppan? Það yrði þá lítið úr því hyski sem nú lætur hæst í Alþingishúsinu og þykist kunna skil á öllu. — Veri hún velkomin aftur, kreppan. Hetjurnar frá 9. nóvem- ber árið 1932 myndu fagna inni- lega eftir alla helvítis lognmoll- una. Lentir þú ekki í átökum við auðvaldið 9. nóvember? spyr Unn- ar. — Jú, drengur minn. Þeir sneru upp á handlegginn, helvítin, og ég fékk kylfuhögg í hnakkann. Þeim átökum gleymi ég seint, þú skilur, Unnar, þú skilur. Unnar gengur í uppvask í eld- húsinu og þurrkar óhreinindi úr gluggakistu og af eldhúsborðinu. Hann er að hugsa um föður sinn sem fer varla orðið úr húsi og hef- ur ekki mætt til vinnu í tæpa tvo mánuði. Veruleiki Steingríms er bundinn fortíðinni, nútíminn skiptir hann ekki máli, og eftir að móðir Unnars fór á sjúkrahúsið er Steingrímur áhugalaus um flest. Unnari er ljóst að það getur ver- ið áhætta að fara með föður sínum á flokksfund og alveg eins líklegt að þar fari hann á kostum. Eftir nokkra umhugsun snýr -32302 GUNNARS oglýsingar hansásm- timamimum Frelsi ad leidarljósi heitir bók, sem í birtast skodanir dr. Gunnars Thoroddsens, forsætisráðherra, á ólíkustu málum og málaflokkum. Auk þess dregur hann hér upp skýrar myndir af ýmsum samferðamönnum sínum. Leitað er fanga í greinum, ræðum og ritgerð- um Gunnars á hálfrar aldar bili. Ólafur Ragnarsson hef- ur valið efnið og búið til birtingar. Tugir mynda gera bókina sérlega lifandi. gjgjlAK inwv""'- tmsi AÐLEIDflVTrr~ i SIÐUMULA 29 Simar 32800 Ólafur Ormsson Unnar sér að föður sínum og kveðst mundu koma með honum á flokksfund um kvöldið, gegn því loforði að hann hafi sig ekki í frammi. Það lifnar yfir Steingrími við þessi tíðindi. Hann verður líkt og annar maður, gerir að gamni sínu og allt háttalag hans er kyndugt. Hann tekur köttinn Brand upp á rófunni og segir að nú fái hann senn hið langþráða frelsi og geti náð ér í góða læðu. Inni á baðinu fer Steingrímur með vísur og fer- skeytlur, ber raksápu í andlitið, blóðgar sig á hálsinum og strýkur síðan með klósettpappír um sárið, meðan kötturinn situr á klósett- setunni hálfringlaður og starir á Steingrím. Eftir að feðgarnir hafa snætt kvöldverð, fiskbollur og grjónagraut, gengur Steingrímur að fataskáp, dregur fram dökk- rauða skyrtu, brúnar terilínbuxur, svart bindi og svarta alpahúfu. Það er rúmur klukkutími þar til flautað verður til leiks, eins og segir á íþróttamáli. Á stéttinni fyrir framan húsið hrópar Steingrímur: — Rót front! Unnar, rót front! Hann kreppir hnefa og færir alpa- húfuna neðar á ennið. Stríðið er hafið drengur minn. Syninum bregður við og líst hreint ekki á framvindu mála, hann er þögull og gengur í nokk- urri fjarlægð á eftir föður sínum niður Njálsgötuna, Skólavörðu- stíginn, Lækjargötuna og beinustu leið fram hjá Búnaðarfélagshús- inu og Tjörninni. Steingrímur hleypur síðasta spölinn og hrasar á klakabunka við hús Flokksins, stendur upp og styður sig við grindverk á lóðinni. Dökkblár Moskvít, fjögurra manna fólksbíll, ekur á mikilli ferð í hlaðið, og út úr bílnum snar- ast Páll Jónsson, gjaldkeri Flokks- ins, í skósíðum, svörtum ullar- frakka og með ljósgráan hatt á höfði. Hann tekur ofan fyrir Steingrími, beygir sig og þurrkar burt óhreinindi af buxnaskálmun- um Steingríms og spyr, hvort hann hafi fallið í hálkunni. — Elsku hjartans vinur! Þú ert kominn í slaginn, í fremstu viglínu að nýju og ætlar að berja rækilega frá þér, gefa þeim blóðnasir, segir Páll. Sjaldséðir hvítir hrafnar hér við Tjarnargötuna, ég segi nú ekki annað. Og enn getur þú gerst póli- tískur flóttamaður. Hér ofar í göt- unni býr Bændaflokkurinn í skrauthýsi og lítið mannval þar, þeir eru flestir fluttir upp á Kefla- víkurflugvöll og róta þar allan sól- arhringinn í öskuhaugunum. Og hvað sé ég? Litli ofvitinn með þér. Og ég sem hélt að drengurinn hefði gengið íhaldinu á hönd í leit að bitling. Hér er ekkert slíkt að hafa, flokkurinn er orðinn viðrini. Líður þér ekki vel, Steini minn? Þú ert eitthvað svo skelfing fölur og veiklulegur. Þig vantar mellu. Blessaður hættu nú að éta þessar eiturpillur frá læknunum og komdu þér í sundlaugina á morgn- ana. Hvað dreymdi þig í nótt? Draumar eru þó skemmtilegri en veruleikinn, þetta bölvaða basl alla daga, segir Páll og hlær hátt og lengi. Steingrímur, Páll og Unnar verða samferða upp tröppurnar og inn í forstofugang flokkshússins. Þar hittir Steingrímur gamla fé- laga úr flokksstarfi og stéttabar- áttu liðinna ára, sem fagna honum innilega, og einhverjir bjóða hon- um í nefið. Þeir spyrja um hagi hans, heilsufar og líðan almennt. Unnar ræðir við kunnan flokks- mann af eldri kynslóðinni og þeir hlæja mikið að frásögn af ferða- lagi mannsins austur fyrir tjald fyrr um haustið. Formaður Flokksins kemur auga á Stein- grím, gengur til hans og þrýstir hönd hans. — Hvernig líður þér, góði fé- lagi? — Mér líður bara vel, Mesta ánægju fæ ég af að fylgjast með sovésku gervitunglunum, svarar Steingrímur og horfir eins og í leiðslu gegnum flokksformanninn á sjálfan sig í spegli og glottir læ- víslega. — Já, Sovétríkin okkar hafa tekið forystu í geimvísindum. Enn ein sönnun þess að yfirburðir sósí- alismans eru mikiir á öllum svið- um, Steingrímur minn, svarar for- maðurinn og gengur brosandi yfir í sal til hliðar við forstofuganginn, þar sem verið er að raða upp stól- um og koma fyrir ræðupúlti og rauðum fánum. Lágvaxinn, sköllóttur karl á aldur við Steingrím kemur niður stiga af efri hæð og dettur í fangið á Steingrími. — Fyrirgefðu félagi. Það mætti halda að ég væri fullur en svo gott er það nú ekki. Ég hreinlega mis- steig mig í neðstu tröppunni. Nei, er það sem ég sé: Steingrímur Kjartan Steingrímsson, minn gamli félagi! Og ég sem hélt að þú værir dauður. Ég hef engar fréttir haft af þér í ein sex ár, minnir mig, og ekki nokkur manneskja kunnað að segja af þér fréttir. Enda held ég að aldrei hafi verið skrifuð um þig minningargrein í Málgagnið. Ertu kannski risinn upp frá dauðum? Er mig að dreyma? spyr maðurinn og horfir rannsakandi augnaráði á Stein- grím og kemur við föt hans. — Þú ert lifandi eftir allt sem á undan er gengið. Steingrímur kveikir í pípu sinni og hlær. — Ég er bráðlifandi, Fúsi minn, segir hann, Þú hefur andskotann ekkert látið á sjá síðan í bardag- anum 30. mars 1949, og hefur þó mikið vatn runnið til sjávar síðan, þú skilur, þú skilur. Jarðfræðing- ur, kunnur flokksmaður og gagn- rýnandi flokksforystunnar réttir Steingrími höndina og brosir út í annað munnvikið, líkt og neðri vörin sé óvirk eða lömuð. — Sæll, Steingrímur. Assgoti er langt síðan þú hefur komið á fundi í Flokknum. Einhver sagði fnér að þaú starfaðir á lager fyrir Pál Jónsson og aðra braskara sem því miður hafa komist til valda í Flokknum og eitrað allt andrúms- loft. Ertu ekki í andlegu og líkam- legu formi, Steingrímur? Þeir takast í hendur og spjalla um flokkinn, forystu hans, og segja hvor öðrum tíðindi af per- sónulegum málum. — Eg veit að þú stendur með okkur, Steingrímur, þú ert skyn- samur og góður sósíalisti. Flokks- forystan þarf á gagnrýni að halda, hún er á hraðri leið út í kviksyndi kratismans. Eftir að félagar Steingríms hafa heilsað honum hver á fætur öðrum i anddyri hússins er gengið inn í salinn á fyrstu hæð. Feðgarnir setjast framarlega á móts við ræðupúltið, og Páll Jónsson sest við hlið þeirra og býður þeim mentolbrjóstsykur. Salurinn er þéttsetinn þótt klukk- an sé ekki orðin níu og spenna í lofti. Starfsmaður flokksfélagsins er skipaður dyravörður og á að hafa eftirlit á stigagöngum og tröppum við húsið, blaðamenn frá Morgunblaðinu hafa sést í ná- grenninu og einhver ókyrrð verið í garðinum við húsið. Steingrímur borgar flokksgjald síðustu ára og fær nýtt skírteini númer fjögur, sem eldri flokks- maður, nýlátinn, hafði átt. Á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.