Morgunblaðið - 22.12.1982, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 22.12.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 55 veggjum í salnum hanga myndir af formanni flokksins, varafor- manni og mynd af Lenín. Borð við hlið ræðupúlts er sveipað rauðum fánum. Starfsmaður miðstjórnar er skipaður fundarstjóri og Páll Jónsson stjórnarformaður East Europe Company fundarritari. í upphafi fundar eru teknar fyrir þrjár nýjar inntökubeiðnir í Flokkinn og allar samþykktar með lófataki nema hvað roskin kona á aftasta bekk greiðir atkvæði gegn inntöku í Flokkinn á þeirri for- sendu að hann sé þegar orðinn allt of fjölmennur. Hún segir að flokk- urinn eigi að vera lítil eining fórn- fúsra baráttumanna sem fórni jafnvel lífi sínu fyrir málstaðinn ef auðvaldið ætli að gera alvöru úr því að hætta öllum viðskiptum við Sovétríkin. Hún stendur upp, styð- ur sig við dyrastafinn, kreppir hnefa og heimtar að auðvaldið skili aftur flokknum sínum, sem það hafi stolið snemma á fimmta áratugnum. Pál Jónsson, fundar- ritarann, segir hún vera lands- þekktan glæpamann sem hvað eft- ir annað hafi stolið peningum frá alþýðunni og hann eigi því að sitja í tukthúsi en ekki á fundi í Flokknum. Og þá glottir Páll Jónsson lengi úr sæti sínu við hlið fundarstjóra. Fundarstjóri les fundargerð síð- asta félagsfundar og verður að stöðva lesturinn hvað eftir annað vegna óláta í salnum. Jarðfræð- ingurinn og framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu í borginni gera at- hugasemdir við fundargerðina, þar sem vitnað er í ummæli þeirra frá síðasta félagsfundi, þar sem fjallað var um landhelgismálið. Framkvæmdastjóri ferðaskrif- stofu: — Þetta sagði ég aldrei, það sem skrifað er í skrudduna er hrein og klár lygi. Ég gagnrýndi frammistöðu flokksins í siðustu ríkisstjórn, sem var til skammar. Og hvers vegna er þessi flokkur ekki lengur marxískur? Ég sé ekki betur en að flokksforystan hafi tekið upp starfsaðferðir bófafé- laga. í hermálinu sagði ég eitt- hvað á þá leið að forystan hefði sofið á verðinum og ekki haft nokkurn áhuga á að koma helvítis hernum úr landi. Hvernig á líka annað að vera þegar hlutabréf í íslenskum framkvæmdum finnast hér á annarri hæð hússins í skrifstofum framkvæmdastjóra flokksins, og starfsmenn á Mál- gagninu eru félagar í Ljónaregl- unni og öðrum álíka glæpasam- tökum sem auðvaldið hefur stofn- að til. Framkvæmdastjóri Flokksins lemur í borð í salnum og kallar: — Þetta er lygi, Kristján. Framkvaemdastjóri ferða- skrifstofu: — Það er engin lygi, bölvaður drullusokkurinn þinn. Það vill svo til að ég hef sannanir, fingraför þín leynast ekki. Málið er að leiðtogar þessa flokks eru á kafi í hvers kyns fjárhættuspili með borgaralegum öflum, og þar ert þú, Jónatan, ekki undanskil- inn. Hvað er t.d. prentsmiðjan annað en fjárhættuspil, illa rekin af illþýði sem er í beinu sambandi við auðvaldið í prentiðnaðinum. Flokkurinn á að skipta við Guð- stein P. sem er mikill gæfumaður. Framkvæmdastjóri Flokksins: — Þú ert sjálfur á kafi í fjár- hættuspili með alþjóðlegu ferða- skrifstofuauðvaldi. Vill ekki fund- arstjóri þagga niður í þessu kvik- indi og bera það undir atkvæði hvort það fái framar málfrelsi á fundinum? Fundarstjóri: — Það tekur eng- inn mark á manninum, hann hef- ur verið skemmtiatriði á fundum síðan á kreppuárunum. Ég vil endilega að hann haldi áfram að skemmta flokksfélögum. Jarðfræðingurinn biður um orð- ið, stígur þungum skrefum að ræðupúltinu og horfir yfir fundar- menn líkt og ákærandi fyrir dóm- stólum. — Ég var frá upphafi andvígur þátttöku Flokksins í vinstristjórn- arævintýrinu, þar sem Bænda- flokkurinn var úlfurinn, en Flokk- urinn Rauðhetta. Ráðherrar okkar í þeirri hörmungarstjórn hefðu verið hrópaðir niður á málfundi í gagnfræðaskóla. Þetta fólk sem tilheyrir Málflutningafélagi krata og er aðili að þessari andskotans Alþýðufylkingu er komið frá KFUM og skátahreyfingunni og einstöku maður úr klúbbum sportídíóta. Það veit ekki deili á sósíalisma og kenningum Karls Marx frekar en hvítvoðungur í vöggu. Og svo er verið að sam- fylkja með þessu fólki og því er trúað fyrir ráðherraembættum! Já, forysta þessa flokks minnir mig á gæslumenn á barnaleikvelli sem eru fangar barnanna og hafa verið settir í rólur og sandkassa. í fundargerðinni stendur að ég hafi borið lof á ráðherrana fyrir stefnufestu. Þetta er lygi, helvítis lygi, og burt með slík skrif í fund- argerð, ég heimta að þessi um- mæli eftir mér höfð verði strikuð út á stundinni! hrópar jarðfræð- ingurinn. Fundarstjóri: — Má ég lesa úr fundargerðinni? Ungur maður fyrir miðjum sal kallar: — Með því skilyrði að þú segir satt frá eins og háttur er siðaðra manna. Lögfræðingur, félagi í Flokkn- um: — Hvaða skepna er það sem breytir fundargerðum eftir óskum siðspilltrar flokksforystu? Síðustu ár hefur ekki ríkt lýðræði eða skoðanafrelsi í Flokknum. Með sama áframhaldi verður málfrelsi afnumið og að lokum allir gagn- rýnendur forystunnar reknir úr Flokknum. Flokkurinn á enga framtíð fyrir sér nema skipt verði um leiðtoga. Mikil ókyrrð er í salnum, sér- staklega á öftustu bekkjum, opið er út á stéttina við húsið, þungt loft í salnum og fundarmenn á hreyfingu og nokkrir á göngum og út við útidyrahurð. Steingrímur hnippir í Unnar og spyr: — Jæja, hvernig skemmtir þú þér, sonur? Unnar hristir höfuðið þegjanda- legur. Fundarstjóri les fundargerð: — Þorvarður ræddi starf flokksins sem hann sagði aldrei hafa verið öflugra. Hann gagnrýndi kjör full- trúa á flokksþing og forystuna fyrir sambandsleysi við alþýðu manna ... Jarðfræðingurinn grípur fram í: — Nei, stoppaði nú aðeins lest- urinn áður en lengra er haldið. Ég sagði aldrei að starf flokksins hefði verið öflugra en áður. Það er haugalygi. Þetta er helvítis rugl sem ég mótmæli að hafa nokkurn tíma sagt. Framíköll og hróp fara vaxandi á fundinum. Andrúmsloftið er hlað- ið spennu. Formaður flokksins æð- ir úr salnum og skellir aftur hurð- inni. Frammi á gangi heyrist hann hrópa: — Ég sit ekki lengur fundi í þessu vitfirringahæli. — Þá er formaðurinn farinn sem betur fer, segir miðaldra maður sem situr ekki fjarri út- göngudyrum. — Fari svikarinn sem lengst. Félagar. Notum tækifærið strax og gerum hreint í stofnunum flokksins. Þeir hafa svikið allt. Foringjarnir eru engu betri en íhaldið, burt með þá, látum sósíal- ískan hugsunarhátt ríkja í Flokknum. Lifi Lenín! hrópar Unnar Steingrímsson. Hann er staðinn upp úr sæti sínu og er reiður. Hefur sett jakkann á stól- bak og þurrkar svita af enni sér. — Lifi Lenín, hrópar bæklaður maður í hjólastól. Lifi Kommún- istaflokkur Albaníu og Enver Hoxa, bætir hann við. — Já, burt með svikarann og lifi Stalín. Það eru illir andar á skrifstofunni uppi á annarri hæð, hrópar gömul kona, sem gerir hreint í húsakynnum flokksins og stendur í dyrunum með skúringa- fötu í hendi. — Farðu þá upp á aðra hæð, elskan mín, og þvoðu burt óþverr- ann, kallar Páll Jónsson. — Éttu skítinn undan nöglun- um á þér, rottuhali, svarar gamla konan, og heldur upp stigann upp á aðra hæð hússins. Formaðurinn gengur flóttalegur inn í húsið og fer með veggjum inn í salinn í fylgd tveggja starfs- manna Flokksins. Hann er þungur á svipinn og nokkuð skjálfandi þegar miðaldra félagi kastar í hana bananahýði sem lendir í hári hans. Formaðurinn heimtar að maðurinn verði settur út úr hús- inu og rekinn úr flokknum. Fimm- tán mínútum síðar hefur tekist að stilla til friðar, og formaðurinn nálgast ræðupúltið óstyrkum hreyfingum og missir skjala- möppu á gólfið og vélrituð handrit úr möppunni dreifast um gólf og borð. Fundarstjóri og fundarritari hjálpast að við að tína þau upp af gólfinu og formaðurinn horfir framan í fundarmenn skerandi augnaráði. Hann flytur erindi og fjallar í upphafi um stöðu flokks- ins að loknu ríkisstjórnarsam- starfi vinstri flokkanna. Hann tel- ur Bændaflokkinn hafa rofið sam- starfið sem hófst svo glæsilega fyrir þremur árum. Aftur- haldsöflin í Bændaflokknum eins og hann orðar það, þau sem tengd- ust eru auðvaldi og hagsmunum þess. — Það tókst, félagar, að færa út landhelgi íslands í tólf mílur. Það tókst, félagar, að sani.a að ís- lendingar, þjóð Þorsteins Erl- ingssonar, Stephans G. og Hail- dórs Kiljans, geta verið efnahags- lega sjálfstæðir og lifað án amer- ískrar hernámsvímu. Fólkið í Bændaflokknum þreifar nú á því hvernig forystan bregst því hlutverki sem hver róttæk al- þýðuhreyfing á að vinna að: að endurbæta hag fjöldans og starfa að því að gera að veruleika hug- sjón hans, sósíalismann. Þessi al- þýða þarf nú að rísa upp voldug og sterk og láta þá forystu vita að sú afturhaldsstefna verður ekki þol- uð að ráðist sé í sífellu á kjör vinn- andi alþýðu til sjávar og sveita, en haldið hlífiskildi yfir mestu auð- félögum landsins. Alþýða hugar og handa, er fylgt hefur Bænda- flokknum, verður að minnast hvatningarorða Stephans G. Stephanssonar til bænda og sveitaalþýðu: Lýdur, bíó ei lausnarans, leys þig sjálfur. I»ínu eiróu. Ofl voru fjölrar foringjans fastast sem aó aó þér reyróu. Að lokinni ræðu formanns hefj- ast almennar umræður. Tæpur tugur félaga er á mælendaskrá. Fundurinn þróast í almenna gagn- rýni á leiðtoga Flokksins fyrir svik við grundvallarhugsjónir sjósíalismans. Bæklaði maðurinn segir sig úr flokknum, hættir síðan við, þegar hann er kosinn varamaður í upp- stillingarnefnd vegna stjórnar- kjörs fyrir aðalfund. Hver ræðumaður á fætur öðrum er stórorður og krefst virkara flokkslýðræðis og flokksstarfs. Formaðurinn situr fölur og svipbrigðalaus undir gagnrýninni. Framkvæmdastjóri flokksins heldur uppi vörnum og segir mestu máli skipta að innan flokksins ríki fullkomin eining um helstu stefnumál. Því miður hafi klíka í flokksfélaginu stundað skemmdarverkastarfsemi sem fyrr eða síðar verði að uppræta. Jarðfræðingurinn biður enn um orðið: — Við höfum hlustað á fulltrúa flokksforystunnar, og satt að segja kom mér fátt á óvart er hann hafði til málanna að leggja. Þannig tala ekki allir fulltrúar sósíalísks flokks, heldur leiðtogar mafíufélags. Á sama tíma og Flokkurinn er að liðast í sundur í innbyrðis átökum eru félagar okkar á Kúbu, sem upphaflega voru tólf og fóru upp á hæsta tind eyjarinnar í þeim tilgangi að skipuleggja baráttu við spilltustu auðstétt allra tíma, að vinna sig- ur. Hetjurnar tólf, undir forystu doktors Fidels Castró með riffla að vopni ráða nú heilum lands- svæðum á Kúbu, við bæjardyr bandaríkjaauðvaldsins. Formaður Flokksins kallar úr sæti sínu: — Farið þá upp á Skjaldbreið, helvítin ykkar. — Já, hvers vegna ekki? Þaðan má hefja skæruhernað. Sósíalism- inn sigrar hvort eð er ekki eftir þingræðisleiðum, ekki með þá aumingja sem eru taldir leiðtogar flokksins, hrópar jarðfræðingur- inn, Bjartmar Skarphéðinsson, sá er kastaði bananahýðinu í for- manninn fyrr á fundinum, fleygir skyndilega appelsínuberki í fund- arstjóra og rís um leið úr sæti fyrir miðjum sal og ætlar að úti- dyrahurð, en er tekinn heljartök- um af tveim starfsmönnum flokksins og keyrður í gólfið. Hann er fluttur í böndum út úr húsinu og lögreglubíll kemur á vettvang. Steingrímur Kjartan hefur fylgst náið með umræðum og er skyndilega orðinn verulega spenntur. Unnar reynir árangurs- laust að róa föður sinn. Athygli fundarmanna beinist að Stein- grími sem í fyrstu gefur frá sér sérkennilegar stunur, þrútnar í andliti og er undarlegur í háttum. Þeir sem sitja næstir feðgunum, flokksfélagarnir Grímur, Sigurþór og Lúter, veita því athygli að Steingrímur á erfitt um andar- drátt. Hann tekur að öskra líkt og vitskertur maður: — Upp á Skjaldbreið! Upp á Skjaldbreið! Ég vil upp á Skjaldbreið! Upp á Skjaldbreið! Upp á Skjaldbreið! Kúba, Kúba, Castró, Castró ... Steingrímur rífur utan af sér fötin og kastar þeim á ræðupúltið. Páll Jónsson kemur ofan af efri hæð hússins og gengur rakleitt yf- ir til Steingríms. Reynir að róa hann en án nokkurs árangurs. Steingrímur ryður um stólum og sýnist ætla að taka stefnu á for- mann flokksins, en er yfirbugaður. Slíkt æði rennur á Steingrím að hann lemur þrjá fundarmenn í andlitið, mölvar stóla og borð, og það er ekki fyrr en honum er hald- ið föstum á gólfinu að hann róast og fellur í eins konar mók. Páll, Unnar og fundarstjóri hjálpast að við að bera Steingrím út úr húsinu og yfir í bifreið Páls Jónssonar í Tjarnargötunni. Veg- farendur sem leið eiga um götuna stara furðu lostnir á þrjá menn bera á milli sín hálfnakinn mannslíkama úr Húsi Flokksins. Maður kunnugur Páli kallar til hans: t — Ekki er þetta fyrsta líkið sem borið er út úr höfuðstöðvum kommúnismans á íslandi? Þið byrjið snemma hreinsanir í ár. 0 JÓIATILBOÐ ís 1 lítri. Vanillu, nougat, súkkulaði, dúett: Ávaxta, valhnetu, marsípan, appelsínu, skógarberja, púnsrúsinu: Skafís. Vanillu og krókant: Leyfilegt verð: Kr. 31.35 Kr. 33.60 Kr. 79.60 Okkar verð: 26.60 Kr. 28.50 Kr. 64.90 ísterturmeð 15% afslætti. 10 lítra kassi af jólaöli á aðeins Kr. 129.00 4 HAGKAUP Reykjavík-Akureyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.