Morgunblaðið - 22.12.1982, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982
57
fclk í
fréttum
Vill ekki sleppa kauða
+ Art Garfunkel, sá sera á sínum
tíma tróð upp ásamt Paul Simon,
kvað vera gífurlega ástfanginn um
þessar mundir og kjósa ekkert
fremur en kvænast sinni heitt-
elskuðu, Penny Marshall.
En málið er víst það, að eigin-
kona hans, Linda Grossman, mun
ekki vera eins hrifin og berst með
kjafti og klóm til að svo verði
aldrei, þar sem skilnaður sá sem
þau hjón fengu fyrir sjö árum síð-
an á Haiti sé ekki löglegur ...
„Slagsmál“
við Bítlana
+ Hljómsveitin The Beatles hefur
nú veriö fjarlægö úr vaxmynda-
safni Madame Tussaud í Lundún-
um vegna „slagsmála" viö lög-
reglu.
Þetta kann aö hljóma einkenni-
lega, en málavextir munu vera þeir
aö fyrir skömmu hélt hópur lög-
reglumanna jólahátíö innan dyra
safnsins. Jólastemmning varö síö-
an slík er líöa tók á kvöldið, aö
gestirnir fóru aö reyna aö ná sam-
bandi viö þá sem safnið gista aö
staðaldri, þ.e. vaxmyndirnar.
Afleiöingin varö sem sé sú, aö
fjarlaegja varö drengina fjóra frá
Liverþool aö aflokinni veislu lög-
reglumannanna og veröa þeir í viö-
gerö yfir jólin. Talsmaöur safnsins
hefur þetta um málið aö segja:
„Því miöur hafa oröiö nokkrar
skemmdir á Bítlunum. Verst var
fariö meö Ringo og höfuö hans
skemmt. Viö erum tilneyddir aö
láta gera á hann nýtt höfuö og því
líöa minnst þrír mánuðir þar til Bítl-
arnir veröa aftur komnir á sinn
staö ..."
Lögreglan hefur hins vegar ekki
veriö fáanleg til aö ræöa frekar um
„slagsmálin" viö Bítlana.
Umferðaröngþveiti
íLosAngeles ...
+ Veggmynd nokkur í Los
Angeles hefur valdið miklu
umferðaröngþveiti að undan-
förnu, og er kannski ekki að
undra. Þar er nefnilega um að
ræða sex metra breiða mynd
af frönsku söngkonunni Sylvie
Vartan nakinni, sem trónir yf-
ir einni breiðgötunni. Leikur-
inn er jú til þess gerður að
vekja athygli á þriggja daga
hljómleikum söngkonunnar,
sem væntanlegir eru í borg-
inni...
Sylvie Vartan er dóttir Búlg-
ara nokkurs og á ungverska
móður. Hún er allvel þekkt um
heiminn, sérstaklega í Japan
og Suður-Ameríku, en í
Bandaríkjunum mun hún vera
lítið þekkt að því er kunnugir
segja og ekki veitir því af
áhrifamiklum auglýsingum til
kynningar ...
COSPER
Hér eru lyklarnir og skordýraduftið. Ég kem svo rétt strax
með rottugildruna.
Filip nýtur
kvenhylli...
+ Fimm hundruð brcskar kon-
ur hafa nú komiö upp um aig i
nýgerðri skoðanakönnun, þar
sem fram kemur að Filip prins
hefur langtum meiri kvenhylli
þar í landi en Sean Connery
og Roger Moore til samans ..
Þetta varö týöum Ijóst í
skoðanakönnun er gerö var á
vegum kvennablaös nokkurs
þar í landi í þeim tilgangi aö
finna best klædda mann
tandsins, sem reyndist einnig
vera prinsinn Filip.
NYTT — NYTT
Til jólagjafa: Pils, blússur, peysur, vesti, jakkar,
hálsklútar. Glæsilegt úrval.
Glugginn
Laugavegi 49
Rýmingarsala
vegna flutnings búöarinnar. Mikiö úrval af
gjafavörum og pottahlífum meö 10—30%
afsiætti. Blómabúðin Míra,
Suðurveri v/Stigahlíð.
OPIÐ TIL
KL.10
í KVÖLD
Lokað
þriðja í jólum
Austurstræti 22
Sími frá skiptiborði 85055.