Morgunblaðið - 26.01.1983, Qupperneq 2
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983
Mikil gróska í skíðastarfi hér á landi:
„Við í stjórn SKÍ finnum að
ekki er tími til að sinna öllum
verkefnum sem á okkur kalla“
Rætt viö Hreggviö Jónsson, formann SKÍ
Þeir eru margir, íelend-
ingarnir, sem stunda skíöa-
íþróttina sér til ánægju og
heilsubótar. Alpagreinar hafa
löngum veriö feyki vinsælar
hér á landi, en á síöustu árum
hefur skíðagöngu vaxið mjög
fiskur um hrygg, og þá sér-
staklega hvaö snertir hinn al-
menna borgara — áhuga-
manninn í íþróttinni sem
skreppur á skíði sér til hress-
ingar og gengur um stund, oft
á tíðum með fjölskyldu sinni
eða hluta hennar. Mjög góð
aðstaða er til skíðagöngu víða
um land og óhætt er aö full-
yrða aö fólk nýtir sér hana til
hins ýtrasta þegar færi gefst.
Sé horft til skíöalanda úr
fjarska, á páskum og öörum helstu
annatímum — og jafnvel þarf ekki
nema „venjulega" helgi til — sést á
stundum varla i snjó, heldur virðist
manni sem fylgst sé meö lífinu i
mauraþúfu. Dökkar verur skríöa
áfram um svæðið, sumar niöur á
viö, aðrar upp á viö í lyftum eöa
togbrautum. Þannig er hringrásin
á svæöinu, ekki er stöövaö nema
til aö standa í röö við lyftuna, sem
því miður virðist vera of algengt.
íslendingar eru svo heppnir aö
búa i þannig landi, aö aöstæöur til
skíöaiökunar eru víöa mjög góöar
frá náttúrunnar hendi. Því er þaö
ekkert nýmæli aö skíöaáhugi land-
ans sé mikill, þó vissulega hafi
margt breyst síöan afar og ömmur
núlifandi kynslóöa renndu sér meö
útbúnað sem nútíma skíöamenn
teldu væntanlega frumlegan en
engum bjóöandi. Nú á tímum
tækniframfara og nýjunga hefur
skíöabúnaöur þróast eins og allt
annað og oröiö betri og öruggari.
En hvaö sem líður útbúnaöi og
öörum slíkum fyrirbærum er þaö
áhuginn sem skiptir mestu máli og
hann vantar örugglega ekki hjá ís-
lendingum. Skíöaíþróttin er mjög
vinsæl í mörgum löndum heims og
hér veröur aö telja hana vinsæl-
ustu almenningsíþróttina. Skíöa-
samband islands er eitt stærsta
sérsamband innan ÍSÍ og formaður
sambandsins er Hreggviöur Jóns-
son. Á árinu fer fram hér á landi,
sem á öðrum Noröurlöndum, Nor-
ræn fjölskyldulandskeppni á skíð-
um og er hún reyndar þegar byrj-
uð. Til að forvitnast nánar um
keppnina og starfsemi SKÍ í heild
var rætt við formanninn, Hreggvið
Jónsson, og hann fyrst beöinn að
útlista hvernig Norræna fjölskyldu-
landskeppnin fer fram.
Allir geta verið með
— Með þessari keppni viljum
viö fyrst og fremst leggja áherslu á
að auka áhuga almennings og
vonum aö sem flestir fari á skíði. í
keppninni geta allir tekiö þátt,
byrjendur jafnt sem þeir sem
lengra eru komnir. Ungir jafnt sem
gamlir. Eina skilyröiö er aö menn
fari fimm sinnum á skíöi, eina
klukkustund í senn. Markmiöiö er
aö fá fjölskylduna til aö taka þátt í
keppni milli hinna norrænu þjóöa
og verða þar með þátttakendur í
fjölmennustu landskeppni í heimi,
en um leið njóta samverunnar og
hollrar útivistar. Keppni þessi
stendur yfir frá 1. janúar til 30. aþr-
íl, sagði Hreggviður.
Tilefni þessarar Norrænu fjöl-
skyldulandskeppni er m.a. þaö aö
á þessu ári eru 75 ár liðin síðan
skíðasamböndin í Noregi, Svíþjóö
og Finnlandi voru stofnuö. Auk
þessara landa eru island og
Danmörk meö í kepþninni, þannig
aö í heild eiga um 22 milljónir
manna möguleika á að taka þátt í
henni. Sökum þess hve landslag í
Danmörku er „óheppilegt" til
skíöaiökunar, nema skíöagöngu,
þurfa helmingi færri Danir, hlut-
fallslega, aö taka þátt í keppninni
en fólk frá hinum löndunum.
Áhugi almennings mikill
Geriö þiö ykkur vonir um góöa
þátttöku íslendinga í keppninni?
— Já, ég held aö engin ástæöa
sé til annars en aö vera bjartsýnn á
mikla þátttöku. Skíöaáhugi hér er
þaö mikill og almennur.
Hvernig hefur útbreiöslustarf-
semi sambandsins gengiö undan-
fariö og hvernig er henni háttaö?
— Hún er í rauninni margskon-
ar. Undanfarin ár höfum viö lagt
megináherslu á þátttöku almenn-
ings. Þaö hefur gefiö góðan árang-
ur, því þaö liggur í augum uppi aö
skíöaíþróttin er aö veröa langvin-
sælasta íþróttagreinin meöal al-
mennings.
Eins og fram kom í upphafi er
aðstaða frá náttúrunnar hendi víöa
mjög góð til skíðaiökunar. En hvaö
segir formaöur SKÍ um aöstööu
skíöamanna?
— Aðstaöan til skíöaiökunar er
mjög mismunandi eftir landshlut-
um. í fyrsta lagi veröur aö hugsa
um það hve langt menn þurfa aö
fara. Víða úti á landi er mjög stutt
að fara í skíöalöndin, en hér á Suö-
urlandi er t.d. um mun lengri vega-
lengdir aö ræða og u.þ.b. 30 km
akstur.
Varðandi aöra aöstööu, svo
sem lyftur, mannvirki, troöara og
göngubrautir, þá hefur sú aöstaöa
batnaö mjög undanfarið á nánast
öllum stööum á landinu. Þetta hef-
ur komið fram í því aö fólk fer að
stunda skíöi miklu meira en áöur,
þegar aöstaöa er fyrir hendi, og er
það vel.
— Viö vonum að bætt veröi úr
því sem enn er ábótavant í dag, og
býst ég viö aö þaö veröi gert. Til
dæmis var nú í ár tekin í notkun
þjónustumiöstöð í Bláfjöllum. Þá
sagöi Hreggviöur þaö von skíða-
sambandsins aö hægt yröi aö
bæta vegasamband viö skíöalönd-
in og koma upp lýstum göngu-
brautum sem víöast. — Sums
staöar er aðstaöa til göngu virki-
lega góö og besta framlagiö í því
efni er tvímælalaust í Kjarnaskógi
við Akureyri, sagði hann.
Fræðsla
Nú er augljóst, þegar svo margir
æfa skíöaíþróttina eins og raun
ber vitni, að leiöbeinendur veröa
að kunna sitt fag. Aö sögn Hregg-
viös hefur skíöasambandiö lagt
mikla áherslu á fræöslumál á síö-
astliönum 2—3 árum. Sambandiö
hefur haldiö nokkur A-námskeiö
fyrir þjálfara og einnig nokkur
B-námskeiö í alpagreinum. B-stigs
námskeið þetta er aö hans sögn
mjög erfitt og er þaö einnig viöur-
kennt í Noregi, og fullnægir þaö
öllum ströngustu kröfum.
Nýlega lauk fyrsta skíöakenn-
aranámskeiöinu í alpagreinum
sem SKÍ hefur haldiö, og þar út-
skrifuöust 12 kennarar og sagöi
Hreggviöur aö von SKI væri aö
framhald yröi á slíkum námskeið-
um. — Viö viljum aö fólk eigi kost
á því að hafa kennara sem eru
meö réttindi.
Erfiðasti hluturinn sem forráöa-
menn frjálsrar félagsstarfsemi fást
jafnan viö er fjáröflun til starfsins
og er skíðasambandiö þar engin
undantekning. Fram kom hjá
Hreggviði aö fjáröflunarmöguleikar
sambandsins væru sáraliltir. —
Viö erum annaö stærsta sérsam-
band ÍSÍ en við höfum ekki mögu-
leika á aö selja inn á mót. Viö öfl-
um því fjár aö mestu leyti meö hin-
um hefðbundna snapi og betli, en
þaö sem mest munar um er styrk-
ur sem viö fáum frá ÍSÍ. En lítil
fjárráö há auövitaö allri starfsemi
okkar mjög mikið.
— Viö fengum Volvo-sýningar-
flokk til aö sýna listir sínar i Blá-
fjöllum í fyrra og fengum þá aö
selja inn á svæöiö, aö vísu á mjög
lágu verði. Og þegar búiö var aö
greiöa sýningarflokknum uppsett
verö var sáralitiö eftir handa
okkur, þannig að ekki er hægt aö
segja aö við höfum grætt á þessu.
— I sambandi viö skíöamót er-
lendis þá er alls staöar selt inn á
meiriháttar mót, og ég get tekið
sem dæmi um þaö Holmenkollen-
svæöiö í Ósló. Svæöiö er fólk-
vangur Óslóbúa og mannvirkin eru
• Hreggviður Jónsson formaður
Skíöasambands íslands
ríkisrekin. Þar dettur engum manni
í hug annaö en aö selja inn, og í
HM-keppninni þar síöast kostaöi
miöinn allt upp í 150 norskar krón-
ur. Á þessu sést að aöstööumun-
urinn er mikill þar í landi og víöa
A SKIÐUM 1983
1. JANUAR — 30. APRIL
Skráningarspjald
^ SKlewSAMBAND
3J1 ÍStANDS
NORRÆN
FJÖLSKYLDULANDS-
KEPPNI A SKÍÐUM
1983
Allt sem gera þarf er að fara fimm
sinnum á skíði á tímabilinu, eina
klukkustund í senn.
Hver einstaklingur er talinn með í keppn-
inni.
Allar tegundir skíða gilda. Einn fer á
svigskíði, annar á gönguskíði eða hvoru
tveggja.
Nafn Heimilisfang Héraö Hve oft
Skiliö skráningarspjaldinu til skíöafélags, á skíöastaö eða til annarra aðilja sem verða
auglýstir síöar.
SENDA MÁ SPJALDIO MERKT SKÍDASAMBANDI iSLANDS
ÍÞRÓTTAMIOSTÖÐINNI, LAUGARDAL, 104 REYKJAVÍK
Norræn fjölskyldulandskeppni á skíðum
1. janúar til 30. apríl verður haldin „Norræn fjöl-
skyldulandskeppní á skíöum“. Þátttökuþjóðir eru
Danmörk, Finnland, ísland, Noregur og Svíþjóð.
Markmiöið með fjölskyldulandskeppni er aö fá fjöl-
skylduna til aö taka saman þátt í keppni milli hinna
norrænu þjóöa og verða þar meö þátttakendur í fjöl-
mennustu landskeppni i heimi, en um leiö njóta sam-
verunnar og hollrar útivistar.
Þátttaka miöast viö aö fariö sé á skíöi á tímabilinu
1. jan.—30. apríl 1983 a.m.k. 5 sinnum, minnst
klukkutíma í senn og þótt höföaö sé til fjölskyldunnar
í þessari keppni geta allir veriö meö.
Þingfulltrúar á haustþingi SKÍ 1982 og aðrir forystu-
menn íþróttasamtakanna í landinu voru hvattir til aö
veita undirbúningsnefnd Norrænu fjölskyldulands-
keppninnar á skíöum stuöning til þess aö gera hlut
Isiands sem stærstan.
Undirbúningsnefndin er þannig skipuð: Jón Ármann
Héöinsson, formaður, Reynir Karlsson, ritari, Sigrún
Stefánsdóttir, Magnús Guöjónsson og Hermann Sig-
tryggsson.