Morgunblaðið - 26.01.1983, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983 43
annars staöar í Evrópu, miðaö við
hjá okkur.
„Höfum lítiö getað
styrkt til utanfarar“
Nú hefur íslenskt keppnisfólk
fariö talsvert mikiö til útlanda til
æfinga og keppni á undanförnum
árum. Hefur SKÍ getaö styrkt þetta
fólkf í einhverjum mæli?
— Þaö er rétt aö keppendur
hafa farið mikið til útlanda undan-
farið, bæði á eigin vegum og á
vegum skíðasambandsins. En því
miður veröur að segjast eins og er
að viö höfum afskaplega lítiö get-
aö styrkt þetta fólk. Viö höfum get-
aö lagt til þjálfara og fararstjóra og
stundum stutt keppnisfólkiö litil-
lega, en aldrei nærri því eins mikiö
og viö vildum. Viö prentum ekki
peninga, sagöi Hreggviöur. Hregg-
viöur sagöi aö mjög dýrt væri fyrir
skíöafólkiö aö fara utan, því þar
tekur þaö ætíö þátt í nokkrum
mótum í sömu ferðinni og þarf aö
ferðast töluvert á milli staöa. —
Það veröur aö reyna aö vinna sér
inn sem flest FlS-stig til aö lenda
ekki aftarlega í rásröö í alpagrein-
unum, sagöi hann.
Hreggviður sagöi aö skíöamenn
okkar heföu fariö á mót og æfingar
erlendis undanfarin ár, og væri þar
um töluverðan fjölda aö ræöa. All-
flestir okkar bestu keppenda hafa
fariö út, og sumir jafnvel veriö
heilu veturna erlendis.
Hraungangan
í lok mars mun SKÍ gangast fyrir
stóru göngumóti, svokallaöri
hraungöngu — Lavaloppet. Aö
hans sögn er mjög mikil vinna á
bak viö aö halda slíkt mót, eins og
nærri má geta og hefur fram-
kvæmdanefnd mótsins, undir for-
ystu Siguröar Magnússonar, unniö
mikiö starf og mun eiga mikið starf
framundan í sambandi viö göng-
una. — Viö fengum fjóra af bestu
göngumönnum Svía til aö koma í
fyrra og kanna hér aöstæöur og
keppa hér á landi. Þeir tóku þátt í
Skíöamóti íslands, í 30 km göng-
unni og í 10 km göngu kvenna.
— Þeim leist vel á aöstæöur
hér og því var ákveöiö aö ráöast í
aö halda keppnina, en hér er um
alþjóðlega göngukeppni aö ræöa.
Viö höfum þegar heyrt aö mikill
áhugi sé meðal keppenda á Norö-
urlöndunum aö koma og taka þátt
í göngunni og svipaöar fréttir höf-
um viö fengið frá Sviss og Þýska-
landi.
Viö höfum kynnt gönguna mjög
vel erlendis og hefur kynningar-
bæklingi okkar veriö dreift í 82
löndum. Viö fáum aö vita í lok
febrúar hver þátttaka erlendra
keppenda verður, en þetta er fyrst
og fremst ætlað almenningi. Hægt
veröur aö velja um þrjár vega-
lengdir. í fyrsta lagi braut sem
verður 42,3 km aö lengd og má
reikna meö aö allir erlendu kepp-
endurnir gangi hana. Þá veröur
einnig hægt aö ganga 21 eöa 10
kílómetra, þannig aö allir ættu aö
treysta sér til aö vera meö. Þetta
eru vegalengdir viö allra hæfi.
Hreggviöur sagöi aö ef vel tæk-
ist til nú í fyrstu tilraun meö
hraungönguna gæti oröiö um ár-
legan viöburö aö ræöa, svipaöan
og Vasa-gönguna og fleiri slíkar
erlendis. Skíöasambandið vinnur
aö undirbúningi göngunnar í sam-
vinnu viö Flugleiöir og sagöi
Hreggviður aö Flugleiðir heföu
stutt sambandið meö ráöum og
dáö og staöiö straum af kostnaöi
viö auglýsingabæklinginn, sem
gefinn var út.
Erlendir skíðamenn til
æfinga hér á landi?
Töluveröur áhugi er hjá erlend-
um skíöamönnum aö koma hingaö
til lands til æfinga. Sagöi Hregg-
viöur aö í haust hafi þjálfari og
liösstjóri ítalska göngulandsliösins
komið hingað og fariö upp á Lang-
jökul til aö kanna aöstæöur. Ekki
hafi þeir þó veriö fyllilega ánægðir
meö þaö sem þeir sáu. Þeim
fannst langt aö fara og helst vildu
þeir hafa gott húsnæöi nálægt
þeim staö er æfingar færu fram á.
En þrátt fyrir aö ítalirnir væru
ekki nógu ánægöir hafa fleiri sýnt
því áhuga aö dveljast hér viö æf-
ingar. Forráöamenn landsliös Svía
í göngu hafa rætt um möguleika á
æfingum hér næsta sumar og meö
yröu þá a.m.k. tveir heimsmeistar-
ar, Thomas Eriksson og Thomas
Wassberg.
Hvernig er meö alpagreinarnar?
Erlendir alpagreinamenn hafa ekki
sýnt áhuga á því aö æfa hér, eöa
hvaö?
— Nei, til þessa hafa einungis
göngumenn haft samband viö
okkur meö æfingar hér í huga. En
hvaö alpagreinarnar varðar höfum
viö upp á aö bjóöa góöa aöstööu í
Kerlingarfjöllum, og ef gætum viö
bætt hana enn frekar hef ég trú á
aö margir skíöamenn frá Evrópu-
löndum kæmu hér á sumrin og
haustin til æfinga, þegar ekki er
snjór erlendis. Island er eina landiö
í Evrópu sem boðið getur upp á
æfingaaöstööu á þessum árstíma
undir 1500 metra fyrir ofan sjávar-
mál, en skíöamenn vilja helst ekki
stunda æfingar ofar en það.
Svo viö minnumst á annaö, er
ekki mikil gróska í skíðastarfinu
hér á landi?
— Jú, það fer ekki á milli mála.
Stööugt eru fleiri skíðafélög aö
koma fram og mikil gróska er í
starfi félaganna. Viö í stjórn SKÍ
finnum, aö okkur gefst í rauninni
aldrei tími til aö sinna öllum þeim
verkefnum sem á okkur kalla. Meö
mér í stjórn eru mjög góöir menn,
og hafa þeir unnið mikiö og gott
starf á ýmsum sviöum, en viö get-
um því miöur ekki annaö öllu sem
viö þyrftum aö gera. Þetta er allt
unniö í sjálfboöavinnu og viö höf-
um ekki efni á því aö hafa menn á
launum.
Samstarf við erlend
skíðasambönd
Nú kom fram aö erlendir skíöa-
menn hafa sýnt áhuga á því aö
stunda hér æfingar. Hvernig hefur
samstarfiö við erlend skíðasam-
bönd veriö?
— Þaö hefur veriö mjög gott. í
haust var haldiö hér á landi 45.
Norræni skíöaleiötogafundurinn
og þar voru mörg mál rædd. Til
dæmis var tekln sameiginlega af-
staöa í ýmsum laga- og reglugerö-
armálum varöandi Alþjóöaskíöa-
sambandið, t.d. í sambandi viö
lyfjanotkun.
— Ég hef ekki heyrt um nein
leiöindamál sem komið hafa upp
vegna lyfjanotkunar skíðamanna,
en menn vilja bara hafa þetta á
hreinu. Um þaö er algjör samstaöa
aö halda lyfjum í burtu. Á öllum
stórmótum erlendis eru tekin sýni
af sigurvegurum og nokkrum öör-
um, og ég held aö ég megi fullyröa
aö nær útilokaö sé fyrir skíöamenn
aö neyta einhverra ólöglegra lyfja.
— Hvaö samstarfiö viö erlend
skíöasambönd varöar frekar, þá
hefur þaö alltaf verið mjög gott viö
hin Noröurlöndin. Sérstaklega
hafa samböndin í Svíþjóö og Nor-
egi hjálpaö okkur mikið og á marg-
víslegan hátt. Fræðsluefni höfum
viö t.d. alltaf fengið frá þeim, og
eigum viö þeim mikiö aö þakka.
— En í sambandi viö frekari
samskipti viö erlenda aöila þá tel
ég alveg grundvöll fyrir því aö
halda hér alþjóöleg mót. Reyndar
tel ég ekki aöeins grundvöll fyrir
því heldur er þaö nauösynlegt aö
halda alþjóöleg mót, sem gefa
FlS-stig. Eitt slíkt mót, hefur veriö
haldiö hér á landi — t tengslum viö
Vetraríþróttahátíöina á Akureyri
1980, og tókst það vel.
Hér hefur veriö gerö alþjóöaút-
tekt á brautum í Bláfjöllum og á
Akureyri. Þær brautir eru viöur-
kenndar af Alþjóöaskíöasamband-
inu, svig og stórsvigsbrautir. Þá
hefur Hákon Ólafsson verkfræö-
ingur tekiö út brautir fyrir SKÍ og
er þetta vísir að því aö geröar veröi
varanlegan brautir, þannig aö ár
eftir ár veröi keppt á sama staö og
ákveönar kröfur geröar til braut-
anna. Meö þessu opnast sá mögu-
leiki á aö halda alþjóöleg mót.
En erlendir keppendur yröu
auövitaö aö koma á þessi mót og
svo gæti farið aö viö yrðum aö
borga undir þá. Þaö er mismun-
andi hvernig því er háttaö erlendis,
skíðasamböndin greiða fyrir
marga, en sumir eru á eigin veg-
um.
Hefur skíöasambandiö ráö á því
aö borga undir þessa menn
hingað?
— Ef af slikum mótum yröi,
myndum viö selja inn á þau. Það er
alltaf gert erlendis, og ég er alveg
viss um aö fólk kæmi til aö horfa á
þó aðgangur væri seldur hér, þó
þaö hafi ekki tíökast áöur.
Nú er aöeins um eitt ár þar til
Vetrarólympíuleikarnir fara fram í
Júgóslavíu og aö sögn Hreggviös
er nokkur hópur islenskra skíöa-
manna sem æft hefur mjög vel
meö leikana í huga. — Þeir eru
margir sem hafa áhuga á aö kom-
ast á leikana, og eru þaö bæöi
alpagreina- og göngumenn. Fjöld-
inn sem sendur véröur á Ol-leik-
ana veröur ekki ákveöinn strax, en
hann er ákvaröaður af Ólympíu-
nefnd í samráöi viö skíöasam-
bandiö. Það veröur væntanlega
ákveöiö í lok keppnistímabilsins
hverjir koma til greina, þá veröur
hægt aö miöa viö árangur viökom-
andi í vetur.
— Þaö eru ekki nema einstaka
menn á landinu sem æfa nógu vel
að mínu mati. Þaö þarf aö æfa
miklu meira og markvissara en
heildin hefur gert. Þaö þarf að æfa
allt áriö. Nú í sumar tók Skíöaráö
Reykjavíkur í fyrsta skipti upp
markvissar sumaræfingar og þaö
er einmitt þaö sem þarf, sagöi
Hreggviöur Jónsson, formaöur
Skíöasambands íslands. — SH.
Skíðaskálinn í Bláfjöllum,
FJALLAUEITinBAR SF
sími 78400
og fæ mér eitthvað gott í gogginn
Viö hjá Fjallaveit-
ingum höfum
kappkostað aö
bjóöa skíöa-
mönnum góöa
þjónustu og mun-
um gera þaö
áfram.
Skíðaleiga
Hjá okkur getur þú
fengiö leigö skíði,
stafi og skíöaskó.
Heitir og
kaldir réttir
eru aö sjálfsögöu á boöstólum
s.s. margs konar súpur, heitar
samlokur og kaldar, hamborg-
arar, franskar, heitt kakó og
gosdrykkir
Bjóöum
einnig
aöstööu
fyrir
nestis-
fólk