Morgunblaðið - 26.01.1983, Page 4
44
MORG UNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983
Beöið eftír lyftunni uppi á Seljalandsdal á ísafiröi.
— Já, skíðaland okkar er sór-
lega gott, og aöstaöa þar mjög
góð. Svæöiö er mjög skemmtilegt
frá náttúrunnar hendi. Ég held aö
aöstaöan sé verulega skemmtileg
fyrir hinn almenna borgara.
Göngusvæðiö er gott og ég held
aö þau gerist óvíöa betri hér á
landi.
En viö vitum aö auka veröur viö
lyftukostinn vegna aukinnar aö-
sóknar. Segja má aö viö höfum nú
tvær og hálfa lyftu. Hér eru tvær
toglyftur og einnig lítil barnalyfta.
Flutningsgetan nú er 950 manns á
klst. en meö lengingu annarrar
lyftunnar er áformaö aö þær geti í
sameiningu flutt 1500 manns á
klst. Við reiknum meö aö lengingin
geti oröiö á næsta ári.
— Þaö hefur aö visu minnkaö í
kassanum hér eins og annars
staöar, og þetta er mjög fjárfrek
framkvæmd, en viö vonumst til aö
af þessu geti oröiö. Þegar fariö er
aö tala um peninga má segja frá
því aö í fyrra var 1.600.000 varið í
skíðalandið og inni í þeirri upphæö
er nýr troðari sem viö fengum í
febrúar.
Enn eitt dæmiö um aöstööu til
skíðagöngu er fjögurra km leiö
sem troöin hefur veriö milli ísa-
fjaröar og Hnífsdals. — Viö tróö-
um þessa leiö í fyrravetur og höf-
um einnig þaö í vetur, sagöi Björn.
— Þetta hefur verið mjög vinsælt,
en brautin liggur meöfram vegin-
um og er því upplýst af Ijósastaur-
unum.
Mikill skíðaáhugi á Isafirði:
„Þegar veður er gott
þá tæmist bærinn“
— segir Björn Helgason, íþróttafulltrúi, um áhuga bæjarbúa
Þegar ég kom til ísafjarðar
á dögunum var þar mikill
snjór — mjög mikill. „Mikiö
eru þeir heppnir ísfirðingar —
nú er sennilega skemmtilegt í
skíðalandí þeirra,“ hugsaði
ég með mér. Þaö hefur vafa-
lítið verið rétt hjá mér — eða
öllu heldur hefði orðið
skemmtilegt hefði fólk kom-
ist þangað. En þar stóö hníf-
urinn í kúnni. Snjórinn var
eínfaldlega of mikill, þannig
að skíðaáhugamenn komust
ekki „upp á Dal“.
— Já, þaö hefur snjóað
mjög mikið undanfarið. Þrátt
fyrir að við höfum látið ryðja
veginn upp á Dal er orðið
ófært aftur jafnharðan —
þannig að nú hefur svæöið
verið lokað í heila viku, sagöi
Björn Helgason, íþróttafulltrúi
bæjarins, er ég kom aö máli
við hann. — Það kostar
óhemju fé að ryðja leiðina
þannig að viö höfum ekki lát-
ið gera það í viku.
En fátt er svo meö öllu illt aö
ekki boöi nokkuö gott. Þessi mikli
snjór gerir þaö aö verkum aö niöri
i bænum er nú byrjaö göngunám-
skeið og fer þaö fram fjóra daga
vikunnar. Er þar um námskeið fyrir
unglinga aö ræöa. Einnig erum viö
með kennslu fyrir 16 ára og eldri
og eru tveir leiöbeir.endur i því,
segir Björn. — Áður höfum við
veriö með kennsiu í göngu fyrir
fulloröna uppi á Dal um helgar en
tíöarfariö nú býöur upp á aö halda
þetta hér í bænum.
„Krakkarnir keyrðir
upp á Dal“
Að sögn Björns hefur áhugi á
skíöagöngu fariö mjög vaxandi á
ísafirði undanfariö, og viröist sem
gönguáhugi hafi blossað upp um
allt land, hverju sem þaö er aö
þakka. A íþróttasvæöinu í bænum
er upplýst göngubraut og sagði
Björn aö hún væri geysilega mikiö
notuð. — Viö komum meö troöar-
ann ofan úr fjalli og gerum þessa
braut, og óhætt er aö segja aö hún
sé mjög vinsæl. Þaö hafa veriö
þarna allt aö 80 manns á kvöldi, en
brautin er opin öll kvöld.
— En þó áhugi hafi stóraukist í
göngunni hefur hann alls ekki
minnkað fyrir alpagreinunum og
þær eru enn stundaöar af miklum
krafti. Ég vil nefna það aö í vetur
hefur bæjarsjóöur séö um keyrslu
unglinga frá 14 ára aldri upp í
Seljalandsdal fjóra daga vikunnar,
og eiga unglingar úr öllum íbúö-
arhverfunum möguleika á aö nota
þessa þjónustu — hér í kaup-
staðnum, Fjaröarbyggöinni og i
Hnífsdal. Keyrsla þessi fer fram í
samvinnu viö skólastjóra grunn-
skólanna — og er stundatafla lag-
færö þar sem þarf, þannig að allir
sem áhuga hafa eiga þess að kost
aö nýta sér þessa þjónustu. Þetta
er mjög góöur styrkur frá bæjar-
sjóöi, sagði Björn, og hefur þetta
mælst vel fyrir meöal krakkanna.
Isfiröingar opnuöu skíöasvæöi
sitt óvenju snemma í vetur, þaö
var helgina 26.—27. nóvember.
Aö sögn Björns kemur þaö aöeins
fyrir stöku sinnum aö þeir geti
byrjaö fyrir jól, en nú hafi veriö
sérlega skemmtilegt skíöaveöur
fram aö jólum, og fyrstu helgina
sem skíðalandiö var opið hafi verið
mjög gott færi og margir á skíöum.
„Göngum fram í júní“
Þegar svo vel árar fyrir skíða-
menn er hægt aö byrja snemma
aö hausti, en hvaö skyldu menn
geta veriö lengi aö fram á vor?
Björn var spurður aö því.
— Viö höfum veriö á göngu-
skíðum fram í júní og hefur þaö
verið geysilega vinsælt. Þá færum
viö okkur örlítiö lengra fram á
heiðina.
— Skíöasvæði okkar hefur
breyst nokkuö undanfariö og það
nýtist nú betur, fyrir utan lyftukost-
inn sem annar ekki aösókninni um
helgar. En eins og ég sagði áöan
hefur áhugi á göngu aukist gífur-
lega og nú ieggjum viö þrjár þraut-
ir uppi á Dal. Sú neösta er fyrir
byrjendur, önnur er fyrir ofan
Kvennabrekkur og á Skarðsengi er
braut fyrir keppnisfólk og þá sem
lengra eru komnir. Brautirnar eru
3,5 og 7,5 km aö lengd og sú
lengsta fer stundum upp í 10 km,
sagöi Björn.
Eru Isfirðingar ánægöir meö
skíðaland sitt?
Mynd Skapli Hallgrímsson.
Björn Helgason, íþróttafulltrúi á
Isafirói.
„Erum með sjö
þjálfara“
Nú höfum viö minnst á alpa-
greinarnar og gönguna. Hvaö meö
stökkiö?
— Viö höfum stökkpall í Sand-
felli, en áhugi á stökkinu hefur ekki
veriö fyrir hendi hér í bænum und-
anfariö. En viö vorum svo heppin
aö fá stökkvara hér í bæinn, Viöar
Konráösson, tannlækni, sem er úr
frægri skíðaætt frá Ólafsfiröi, og
hefur hann tekiö aö sér aö þjálfa
stökkiö og reyna aö rífa það upp.
Nú eru til staöar sjö þjálfarar á
skíöasvæöinu: fjórir fyrir alpa-
greinarnar, tveir í göngunni og síö-
an einn á stökkinu.
Er mikiö um aö aökomufólk
sæki hingað til aö fara á skíöi?
— Þaö hefur veriö nokkuö um
þaö. Þaö er vinsælt hjá skóla-
krökkum aö koma hingaö í hópum,
og nú er búiö aö panta fyrir 200
krakka. Þau koma aö visu aldrei
fyrr en í febrúar, og þá 30—40
manna hópar sem eru þrjá daga í
senn. Þau hafa svefnpokapláss í
Skálanum.
— En auk skólakrakkanna er
nokkuð um aö fólk noti sér svo-
kallaða helgarpakka sem Flugleiöir
og Ferðaskrifstofa Vestfjarða
bjóöa upp á. Fólk byrjar aö koma
hingaö um mánaöamótin janúar-
febrúar, en mesti annatíminn er í
febrúar og mars. Þaö er mjög stutt
upp aö skíöasvæöinu úr bænum,
aöeins um 3,8 km og er það mikill
munur. Við höfum bent hópum
sem hingaö sækja aö koma frekar
í miöri viku en um helgar, því þá
fær fólkiö mun meira út úr feröinni.
I miöri viku eru mun færri heima-
menn á staönum og þarf fólk því
ekki aö bíöa lengi til aö komast í
lyfturnar.
„Þurfum ekki áróður“
Rekiö þiö einhvern sérstakan
áróöur hér á ísafiröi til aö auka
áhuga fólks á skíöaíþróttinni?
— Nei, viö þurfum þess ekki.
Hér er geysilegur skiðaáhugi og
hefur veriö í áratugi. Straumurinn
liggur þangaö sem aöstaöan er
fyrir hendi, og þvi eiga inniíþrótt-
irnar undir högg aö sækja hér i
bænum. Nýtt íþróttahús er nú
komið á fjárveitingu og reiknaö er
meö aö byrjaö veröi á undirbún-
ingsvinnu snemma á þessu ári. Þá
mun áhugi örugglega aukast á
inniíþróttum en skíöi og knatt-
spyrna hafa verið allsráöandi hér.
En eins og ég sagöi er skíðaáhugi
hér svo almennur að viö þurfum
ekki aö reka neinn áróöur fyrir
honum. Þegar veður er gott tæm-
ist bærinn. Allir fara þá á skíöi,“
sagöi Björn Helgason að endingu.
- SH
staóina um allt land — allir af sama áhuga. Aö vísu komast þeir yngstu
ef til vill ekki sjálfir upp, en þá er bara að bjarga málinu ... Þessi
mynd er tekin á ísafirði.