Morgunblaðið - 26.01.1983, Síða 6
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983
■
Fólkvangurinn í Bláfjöllum:
Fjölbreytilegt skíðaland með lyftum
fyrir 6.400 manns á hverri klukkustund
— eftir Elínu Pálmadóttur,
stjórnarformann
Bláfjallanefndar
SÍÐAN stofnaö var til fólk-
vangs í Bláfjöllum fyrir 10 ár-
um og sjö sveitarfélög lands-
ins tóku sig saman um aö
byggja þar upp skíöastað
fyrir almenning í nánd viö
mesta þéttbýlissvæði lands-
ins, hefur jafnt og þétt verið
unnið að því að bæta aöstöö-
una með árlegum vegabótum,
lyftukaupum, byggingu veg-
legrar þjónustumiðstöðvar,
lagningu rafmagns og bættri
lýsingu, troðarakaupum
o.s.frv. Jafnframt hafa skíða-
félögin þrjú, sem þar hafa
komið sér fyrir, líka bætt sína
aðstöðu með auknum iyftu-
kosti. Áhugi almennings og
aðsókn í skíðalandiö hefur
fylgt eftir og meira en þaö,
svo ekki hefst undan meö
þjónustu. En ótal verkefni eru
framundan í þessari skíða-
paradís, sem býður upp á fjöl-
breyttari möguleika til útiveru
og skíðaiðkana en nokkur
annar staður.
Einmitt þessa dagana er stjórn
Bláfjallafólkvangs að fara yfir og
taka afstööu til sölutilboða sam-
kvæmt auglýstu útboöi um nýja af-
kastamikla stólalyftu, sem áform-
aö er aö reisa næsta sumar í Suö-
urgili. Eru komin tilboö frá 12 aöil-
um um lyftur meö afkastagetu allt
frá 1000 manns og upp í 1800
manns á klukkutíma. En ef miöaö
er við 1200 manna afköst eöa
svipuö og í stólalyftunni í Kóngs-
gili, eins og hugmyndir eru um,
verður næsta vetur hægt aö flytja
samtímis í lyftum á svæöinu upp í
brekkurnar um 6500 manns á
klukkutíma, ef allar eru í gangi.
Þ.e. 2300 manns í tveimur stóla-
Þegar margt er um manninn í Bláfjöllum myndast langar raðir við lyfturnar eina og þessi mynd sýnir. Með
tilkomu nýrrar stólalyftu verða raðirnar vonandi styttri.
lyftum, 2800 manns í lyftum skíöa-
félaganna þriggja, 1400 manns í 5
dráttarlyftum Bláfjallastjórnar og
1—2 þúsund manns í minni lyftum
og lausum lyftum. Ætti þá aö vera
leyst verulega úr biöraðavandan-
um, sem veriö hefur á mestu anna-
tímum. Ekki er því þó aö leyna aö
persónulega finnst mór — í sömu
bjartsýni sem fyrr á enn aukinn
áhuga — freistandi ef hægt yröi aö
taka í notkun þriggja stóla lyftu
meö afkastagetu upp í 1800
manns á klukkutíma, enda kemur
þaö dæmi inn í þann erfiöa sam-
anburö sem nú er unnið aö á
flóknum og mismunandi tilboóum.
Ekki skiptir siöur máli, að með
nýju stólalyftunni í Suðurgili —
sem er syöst eöa innst í Bláfjöllum
— opnast almenningi nýtt og sór-
lega aögengilegt skíðaland meö
fjölbreyttum brekkum af öllum
geröum.
I grein í nýju hefti af franska
blaðinu Express er grein um hinn
gífurlega vaxandi áhuga á skíöa-
íþróttinni í Frakklandi og umferö-
arerfiðleika í skíöabrekkum þeirra,
ásamt könnun á óskum skíöafólks.
Þar kemur fram að þótt um helm-
ingur skíöamanna hafi getu fyrir
ofan 3ja stig, þá kjósi langflestir aö
vera á skíðum í áreynsluminni og
auöveldari brekkum. Og í Suöurgili
eru einmitt fyrir hendi mjúkar
brekkur fyrir hvern sem er, auk
þess sem hægt er að velja sér þær
brattari. Nýja lyftan mun einnig
auka dreifingu skíöafólksins um
brekkurnar, sem er líka öryggisat-
riöi auk þess sem þaö er ánægju-
legra. Á stóru skíöastöðunum er-
lendis hafa menn oröiö víöa
áhyggjur af þrengslum í brekkun-
um viö lyftur, sem að sjálfsögóu
getur líka valdiö hættu hér með
aukinni aösókn. Vil ég þá geta
þess í leiðinni, aö stórhætta stafar
af lausum hundum, sem fólk hefur
stundum meö sér, þeir trufla og
flækjast fyrir skíðamönnum í
brekkunum þar sem þeir elta vit-
anlega húsbændur sína. Ætla ég
aö nota tækifæriö til aö skora á
fólk aó skilja þetta og sleppa ekki
hundum lausum í skíöalandinu.
Bönn eru alltaf leiöinleg, en svo fór
þó eftir margra ára tilraunir til aó
fá snjósleóafólk til aö halda sig í
hæfilegri fjarlægð frá skíöafólkinu,
aö banna hefur oröiö alfariö um-
ferö snjósleöa í skíöalandinu í
Bláfjöllum.
Ætlunin er sem sagt aö koma í
sumar og fyrir næstu skíöavertíö
upp afkastamikilli stólalyftu í Suó-
urgiii. Þegar fyrstu langtímaáætl-
anir voru geröar um skíöasvæöi í
Bláfjöllum, fékk Bláfjallanefnd
hingaö austurrískan sérfræöing
um uppbyggingu skíöasvæöa, sem
benti á aö brekkumöguleikar til
skíöaiökana væru ekki ótakmark-
aöir og aö vanda þyrfti staösetn-
ingu á lyftum og val á þeim.
Stærstu gilin, sem koma þarf fyrir
afkastamiklum lyftum í eru þrjú
talsins, þ.e. Kóngsgiliö meö stóla-
lyftunni, sem er oröiö all vel nýtt,
Eldborgargil, þar sem Fram er
þegar meö lyftu, og Suðurgiliö,
sem nú fær stólalyftu. En á milli
hafa skíðafélögin komiö sér fyrir
meö góöar dráttarlyftur, Breiða-
blik í Drottningargili noröan
Kóngsgils, Ármenningar í Sól-
skinsbrekku sunnan þess og Fram
nyrst eöa í Eldborgargilinu. Er fjöl-
breytnin og dreifingin um fjallgarð-
inn því aö veröa jöfn og góö. Og
Bláfjöllin aö veröa fjölbreyttasta
skiðasvæðiö sem völ er á. Auk
þess sem göngumöguleikar eru
ótakmarkaöir í víöáttu fólkvangs-
ins.
Bættir vegir
auka nýtinguna
Á þessum 10 árum hefur árlega
veriö haldið áfram vegabótum,
enda var aðeins skröltfær slóö
þessa rúmlega 10 km leiö af aöal-
vegi á skíöasvæöiö í upphafi, og
vegurinn lá aö auki á kafla svo ná-
lægt fjöllunum aö hann var alltaf á
kafi eftir fyrstu snjóa. Hefur árlega
veriö hækkaður kafli af veginum,
nú síðast frá Eldborg aö Rauöu-
hnjúkum og í sumar þaðan uþp
undir bílastæöin. Nú f haust tókst
aö fá eina milljón króna aukalega
til aö lagfæra fyrir veturinn mikinn
farartálma, sem er háa brekkan
neðarlega á veginum, þar sem oft
hafa oröið verulegar tafir í hálku
og snjó. En meö hverjum vegar-
kaflanum sem hægt er að hækka
Hvernig getum við snúið
okkur
við í brekkunum?
A mynd eitt hefst snúningurinn meö pví aó neóra skíðinu er lyft.
Sjá mynd 2. Haldíð skíóastöfunum vel í sundur og fyrir aftan
ykkur, og veriö í góðu jafnvægi á efra skíðinu. Sjá mynd 3 og 4.
Stigió niður með neðra skíöið og beygið ykkur aðeins í hnénu,
en gætið þess aö vera í góöu jafnvægi og nota skíðastafina vel.
Beygið ykkur aðeins áfram og færiö efra skíöið rólega yfir og
athugið vel að halda skíðastöfunum út á réttan hátt eins og sýnt
er á myndunum.
Ef skíöafólk lendir í mjög brattri brekku og treystir sér ekki til
þess að snúa sér við, hvað á þá til bragös að taka? Jú, er ekki
rétt að setjast í brekkuna og hafa skíðin aðeins í sundur eins og
sést á mynd 1. Lyfta síðan neðra skíðinu vel upp, sjá mynd 2.
Hitt skíðið fylgir vel á eftir, sjá mynd 3 og 4. Og loks má standa
á fætur.