Morgunblaðið - 26.01.1983, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983
49
s
Þessar þrjár stöllur voru mættar vel útbúnar á skídin eins og sjá má á
myndinni. Þær heita frá vinstri, Vigdís Ósk Ómarsdóttir 11 ára, Guö-
björg Ásgeirsdóttir 8 ára og Áslaug Pálsdóttir 9 ára.
„Við tókum rútuna við Laugabakka í morgun, okkur finnst ægilega
mikið gaman að vera á skíðum. Það er það skemmtilegasta sem ég
geri á veturna," sagði Vigdís.
„Skíðasvæðið hér er mjög gott og hingað ætlum við að reyna að koma
eins oft í vetur og við getum.“ Þær sögðust vera orðnar nokkuð góðar
á skíðunum en ætluðu að verða enn betri. „Æfingin skapar jú meístar-
ann“, segir máltækið. Ljósm. Kristján Kinarsson
helgar. Þeir fá frítt í lyftur 1—3 og
4.
Þá fá þeir fría þrekþjálfun í
íþróttahúsi KR viö Kaplaskjólsveg.
Hér í Skálafelli eru tveir þjálfarar
sem veita alla þá aöstoð sem hægt
er. Aðalþjálfari deildarinnar er Kári
Elíasson og er hann meö viötals-
tíma alla daga milli klukkan 19 og
20, í síma 82298.
Nú, meölimir deildarinnar hafa
farið oft saman í æfinga- og
keppnisferöir til Austurríkis. Nú um
þessar mundir dvelur til dæmis 33
manna hópur á vegum KR í Aust-
urríki við skíöaiökanir. Þaö er
reynt aö stefna aö því aö fara ekki
sjaldnar út er annaö hvort ár meö
hópa. Og þá á alveg sérstökum
vildarkjörum.
Hægt aö kaupa árs-
kort í lyfturnar
— Þeir sem hafa áhuga á aö
láta innrita sig í skíðadeild KR geta
gert það i skíöaskála félagsins eöa
snúiö sér til formanns skíöadeild-
arinnar. Allur almenningur getur
keypt sér árskort í skála félagsins
sem gildir í allar lyftur og kostar
þaö krónur 1.500. Ef keypt er fjöl-
skyldukort þá kostar fyrsta kortiö
1.500, annaö kortið 750 og kort
eftir þaö krónur 500. En þess ber
aö gæta að fólk verður aö hafa
meö sér mynd.
Nú, Þingvallaleiö sér um allar
ferðir hingaö uppeftir í vetur og
lögö veröur mikil áhersla á aö þær
veröi reglulegar. Og reynt veröur
jafnvel að hafa tvær til þrjár ferðir
hingaö á dag. Þaö má vera aö
sumum finnist dýrt að fjárfesta í
skíðaútbúnaði til aö byrja meö og
á meðan veriö er aö koma fjöl-
skyldunni af staö, en þeir peningar
sem i það er variö skila sér marg-
falt aftur í ánægju og gleöi, sagöi
Valur Jóhannsson formaður skíða-
deildar KR.
— ÞR.
Þessi myndarlegi hópur var búinn að vera á skíðum frá því snemma
um morguninn, og hafði nú tekiö sér smáhvíld. Brugöið sér inn í hinn
vistlega skíöaskála KR-inga og sat þar og hvíldi sig og borðaöi nesti
sitt.
Þrátt fyrir hálfleiöinglegt veður var hópur af ungu fólki í lyftu sex í Skálafellinu. Og eins og sjá má á
myndinni var röðin þétt á leiðinni upp fjallið.
kynnir „Sensor64 bindinguna
Skíöabúnaöurinn sem „hugsar“ fyrir þig. Sjálfvirk stilling á
frampressu. Mjög hagstætt verö.
2 góðir frá Nordica
Trident — loftfylltir
meö stillanlegri loftfyllingu
gengið inn aö aftan. Liprir
skór fyrir dömur og herra.
5- *-K r A
ÚTILÍF
Glæsibæ, sími 82922.