Morgunblaðið - 26.01.1983, Page 10

Morgunblaðið - 26.01.1983, Page 10
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983 Stólalyftan í Hlíðarfjalli. Þarna eru ekki margir í lyftunni en oft á tíðum myndast langar biðraðir við hana á góðviðriadögum. Mj>nd sk»Pii Úr Hlíöarfjallí. Skíöakennsla í fullum gangi. Mynd Snorri Hlíðarfjall einn stærsti fólk- vangur Akureyrar — „ráöamenn hafa lokað augunum of mikiö fyrir því,“ segir Þröstur Guöjónsson, formaöur SRA Hlíðarfjall við Akureyri hef- ur löngum verið talinn skíða- paradís okkar íslendinga. Skíðalandið er mjög gott og fjölbreytt, og býður upp á marga möguleika. Alpagrein- ar hafa alla tíð staöiö í mikl- um blóma á Akureyri, en nor- rænu greinarnar hins vegar setið á hakanum. En undan- fariö hefur áhugi almennings á skíðagöngu aukist stórlega, þar sem og annars staöar á iandinu, enda aðstaða fyrir göngumenn senniiega hvergi betri en einmitt á Akureyri og í nágrenni bæjarins. — Hlíðarfjall er einn stærsti fólkvangur bæjarins, en mér finnst ráöamenn í bænum hafa lokaö augunum allt of mikiö fyrir því þeg- ar auka á lyftukostinn hjá okkur, sagði Þröstur Guöjónsson, for- maður Skíöaráös Akureyrar, í samtali við blm. — Starfsemin í fjallinu þjónar ekki eingöngu keppnisfólki heldur öllum almenn- ingi í bænum og okkur vantar geysilega mikið nú. Viö höfum ver- iö í biöstööu i sex til sjö ár, og viö stöndum í staö í lyftumálum, en aftur á móti erum viö vel búnir í sambandi viö troðara, sagöi Þröst- ur. — Þess misskilnings gætir einnig töluvert hjá fólki hér í bæn- um aö staöurinn sé aöeins eöa mun meira ætlaöur fyrir keppnis- fólk. Fólk segir oft aö ekki sé hægt að vera í fjallinu þar sem alltaf sé verið aö keppa. Þetta er mesti misskilningur. Þaö er rétt aö hér eru mjög oft mót, en hér er pláss fyrir alla í einu. Keppendur nota aðeins einn möguleika af þremur sem hægt er að nota hér. Þröstur sagöi aö aökomufólk heföi minnkaö komu sína í Hlíöar- fjall vegna lyftuskorts. — Fólk hef- ur þaö gaman af þvi aö fara á skíði að þaö nennir ekki að bíöa lengi í röð viö lyftu, sagöi Þröstur. — í fyrra var hér mikið af skóla- og vinnuhópum yfir helgar, en þaö er staöreynd aö vinsældirnar hafa minnkað og ástæöan er lyftuskort- ur, á því er enginn vafi. Fram kom í upphafi aö alpa- greinar hafa ætíö veriö mjög vin- sælar í bænum, en undanfariö hef- ur fólk aukiö mjög aö ganga á skíöum. Þröstur var spuröur hvort Akureyringar ættu oröiö marga keppendur í göngu. — Þaö er nú ekki stór hópur sem æfir reglulega, en þaö er góö- ur hópur. Þrír af okkar mönnum eru nú viö æfingar í Austurríki, og um mánaöamót kemur hingaö ís- firöingur og kennir göngu í þrjár til fjórar vikur til aö byrja meö a.m.k. Bak viö þaö liggur sú hugsun aö kenna fólki á gönguskíði og stækka þannig keppnishópinn og fá yngri keppendur. — Aöstaöa fyrir alpagreina- menn hefur alltaf veriö mjög góð hér í bænum, og nú er aöstaöa göngumanna einnig oröin mjög góð. Upplýsta göngubrautin í Kjarnaskógi hefur verið göngunni mikil lyftistöng, en hún er einmitt mest fyrir almenning. Hún nýtist best á tímabilinu nóvember til febrúar, en eftir þaö fer fólkiö frek- ar í fjalliö þegar birta fer til að nota dagsbirtuna. Þá er fjalliö vinsælla um helgar, en þá eru þar alltaf troðnar brautir. — f Kjarnaskógi er troöin tvö- föld slóö á hverjum degi og veriö er aö endurbæta aöstöðuna þar. Þar er snyrting opin fyrir almenn- ing, og þar er einnig veitt þjónusta í sambandi viö skíöaiökunina sjálfa. Fólki er sagt til viö gönguna og leiðbeint aö bera undir skíöin. Nú, í Hlíöarfjalli eru ætíö troönar brautir fyrir almenning um helgar og aöstaöan góö þó vanti lýstan hring, en þaö kemur væntanlega i framtíöinni. „Stökkpallur — engir stökkvarar" — í sambandi viö stökkiö þá er þaö aö segja aö hér er enga stökkvara aö finna, en aftur á móti eigum við einn besta stökkpall landsins. Þaö þarf lítiö til, að koma honum i þaö ástand aö hægt sé aö keppa á honum, og viö höfum ver- iö aö vonast eftir því aö áhugi á stökkinu ykist, eftir aö fariö var aö keppa í því á Andrésar andar- leikunum. — Á leikunum höfum viö búiö til pall úr snjó og krakkarnir hafa stokkiö þar í „fullum herklæöum" — þ.e. á svigskíöum og á venju- legum klossum, þó þaö sé nú ekki mjög vinsælt hjá forráöamönnum þeirra byggöarlaga sem leggja mikla áherslu á stökkiö. „Við erum með bestu brautirnar“ — Hvaö aöstöðuna varöar þá held ég aö í Bláfjöllum séu bestu tækin varöandi lyftukost og flutn- ing á fólki. En ég er sannfærður um aö viö erum meö bestu og fjöl- breyttustu brekkurnar. En þaö verður aö viöurkenna, aö við erum ekki iengur í fararbroddi eins og viö vildum vera. Undanfarin ár höf- um viö verið aö bíöa eftir aö hinir staöirnir nái okkur, en nú tel ég aö þeir séu komnir fram úr. — En nú er ný diskalyfta á fjár- hagsáætlun. Hún veröur 150 metra löng og á aö ganga upp frá Strýtu. T-lyftan sem er á þeirri leiö mun færast niður i skíöalandið og flytja fólk upp í Strýtu, sem sagt sömu leið og stólalyftan gerir nú. Þannig aukum við flutningsþoliö upp í Strýtu til muna og breikkum um leið svæöiö um helming. Þetta er nauösynlegt vegna almennings, en auövitaö mun keppnisfólkiö einnig njóta góös af þessu. — Þá eru tvær færanlegar tog- lyftur nú í tolli og eiga þær aö koma í staö togbrautanna, sem nú eru í neöstu brekkunum. Kaölarnir eru raunverulega stórhættulegir og alls ekki æskilegir. í Hlíöarfjalli er rekinn skíðaskóli og sjá starfsmenn Skíöastaða um hann. Aö sögn Þrastar er alltaf góö Þröstur Guðjónsson, formaður Skíðaráös Akureyrar. Mvnd sii aðsókn í skólann, en hann er bæöi fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir í íþróttinni. Kennarar í skólanum kenna eftir bandarísku kerfi, en þeir sóttu námskeið til Bandaríkjanna í sambandi viö skíöakennslu. Hvernig er meö fjármál SRA? — Viö erum nú ekki alltof vel settir fjárhagslega. Ég get nefnt þaö aö ef við náum yfir 100 krökk- um í keppni í vetur — og þali borga æfingagjöld — náum viö þannig um 10% upp í kostnað viö rekstur ráösins. Aöalkostnaöarliö- urinn er, hjá okkur eins og öörum, þjálfaralaun og ferðakostnaöur, og þaö sem upp á vantar reynum viö aö ná í meö betli og ýmsum hefö- bundnum aðferöum. Aö sögn Þrastar á Skíöaráö Ak- ureyrar ein fullkomnustu tímatöku- tæki sem hér er aö finna, en ráöiö telur nauösynlegt aö eignast önnur slík þannig aö hægt veröi aö þjóna því sem þurfi. — Þaö er mjög brýnt aö eiga tvö sett. Þeir sem keppa á vegum SRA, ungir jafnt sem gamlir, gera alltaf kröfur til okkar um allt sé í lagi í mótshald- fhcií aö viö séum með almennilegar stangir, að brautirnar séu góöar og aö tímatökutækin séu í lagi. — Þetta er auðvitað geysilega mikil vinna aö standa í þessu. Hér er eitthvaö um að vera um hverja einustu helgi frá 14. janúar þangaö til í byrjun maí. Um þessar mundir má segja aö viö séum í fjallinu um sjö tíma á dag, en þegar lengra líöur er fólk hér aö störfum allt upp í 10 tíma laugardaga og sunnu- daga. Þetta er auövitað allt sjálf- boðavinna, varla þarf aö taka þaö fram. — En hér er sem betur fer mik- ill áhugi og nóg af fólki til aö vinna. Þaö var mjög snjöll hugmynd þeg- ar svokallað Foreldraráö var stofn- aö fyrir nokkrum árum. í því eru foreldrar krakka yngri en 12 ára og koma þau mikiö meö krökkunum og hjálpa til. Foreldraráðiö sér um allt mótshald fyrir krakkana og fer meö þeim í feröir. Starf Foreldra- ráös hefur gefist mjög vel. Síöan má segja frá því í lokin aö Skíöaráöiö lætur taka öll mótin í vetur upp á myndband, sem því var gefiö, og er þaö aö sögn Þrast- ar liöur í þeirri þjónustu sem ráöiö reynir aö veita keppendum sínum. Þeim gefst svo kostur á að fylgjast meö keppnunum eftir á og á þaö bæöi viö um alpagreinar og göngu. Tímans rás veröur ekki viö snúið og nú tröllríöur myndbandaæöiö landsmönnum eins og allir vita. Viöa er þaö til mikillar óþurftar, en vonandi veröur ekki um slíkt aö ræöa hjá SRA. Vonandi veröur þaö til aö bæta árangur og auka áhuga enn frekar. — SH. Rúta — full af ungum og áhugasömum skíðamönnum — komin upp í Fjall og ekkert eftir nema að drífa sig á skíðin og af stað. Algeng sjón í Hlíöarfjalli. Mynd Skapti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.