Morgunblaðið - 26.01.1983, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 26.01.1983, Qupperneq 20
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983 Leiöbeiningar varðandi skíðakennslu barna: Hvernig þú getur farið á skíði með barninu þínu og haft ánægju af Skíðaskóli er besti staður- inn fyrir barnið til að læra á skíði, en ef hann er ekki fyrir hendi, þá eru hér nokkrar gagnlegar ráðleggíngar sem gætu komið hjálpfúsum að- standanda að notum. Það er ánægjulegt að sjá börn renna sér vel á skíðum, sérstaklega ef maður á eitt þeírra. Börnum er það eins eðlilegt að skíöa eins og að henda snjóbolta. Þau hafa gaman af að renna, en þau óttast þaö ekki. Þau eru vön að veltast um og hrasa svo að virðing þeirra er ekki í veði þó þau detti, og þar hafa þau for- skot á fulloröna. Eins og ungabarnið þarf að læra að ganga án þess að detta, áöur en þaö lærir að hlaupa, þarf barniö aö læra að standa á skíöunum áö- ur en því tekst að skíöa. Þaö krefst góörar jafnvægisstööu og jafn- framt þurfa þau aö hafa gott vald á skiöunum. Þessi grundvallaratriði lærir barnið best í skíöaskóla. En þú getur hjálpaö barni þínu meö því aö skíöa á sama hátt og þaö og meö hjálp leikja má strax í upphafi koma í veg fyrir aö barniö temji sér slæma siöi, sem börnum hættir svo til. Áöur en þú ferö aö kenna barn- inu þínu aö skíöa þarf þín skíða- kunnátta aö vera a.m.k. í meöal- lagi. Börn eru góöar hermikrákur og munu taka jafnt upp slæmu siö- ina þina eins og þá góöu. Hér eru nokkrar gagnlegar æf- ingar fyrir þig áöur en þú byrjar aö skíöa með barninu: Renndu þér mjúklega og hægt svo að barniö geti fylgt þér eftir. Taktu stórar góöar beygjur — svo stórar að skíðin þín næstum snúi upp í brekkuna áöur en þú tekur þá næstu. Hallaöu örlítiö afturábak þegar þú skíöar til aö geta fylgst betur meö nemandanum. Vertu af- slöppuö í kyrrstööu þá gengur bet- ur aö snúa sér í brekkunni og færa sig upp og niður. Ef þú getur leyst þetta vel af hendi, þá kemur þaö ekki einungis barni þínu aö notum heldur einnig þér sjálfri við skíða- iökunina. Hversu mikils hægt er aö krefj- ast af ákveönum aldri er undir hverju einstöku barni komiö. Sum fjögurra ára börn eru svo dugleg aö erfitt er aö fá þau úr brekkun- um. Önnur sýna alls engan áhuga fyrr en þau eru eldri. í mörgum tilfellum er áhuginn sveiflukenndur og getur fariö eftir veöri, skapi eöa hverju ööru. Best er aö vera hvetj- andi viö barnið, án þess aö beita því þrýstingi. Látiö barniö ráöa feröinni. Aö vera á skíðum meö þeim yngstu, sem eru undir skólaskyldu- aldri, getur krafist meiri lagni en með sex til sjö ára gömlum því líkamsburöur þeirra og styrkur er svo lítill aö þeim veitist öröugt aö ganga, klifra og reisa sig upp eftir falliö. Sama hversu oft er hrópaö og kallað á fjögurra ára gamalt barn, sem segir „ég get ekki“, ekk- ert fær þaö til að standa upp. Trú- ið barninu. Verið hvetjandi, lag- færiö skíöin og hjálpiö barninu viö aö rísa á fætur. Þegar þiö eruö i lyfturöö eöa aö ganga er gott aö láta barnið halda í skíöastafinn, án þess þó aö draga þaö. Þaö veitir barninu meira jafnvægi og hindrar aö það renni afturábak. Framfarirnar munu ekki láta á sér standa. Mikilvægt er aö hafa góöar gætur á aö barniö taki ekki upp leiðinlega siöi, einkanlega þá sem virðast ekkert spilla fyrir Tveir skíöagarpar í fullum skrúöa. Gefið börnunum vandað- an útbúnaö, þaö hjálpar þeim aö læra fyrr. skíöamennskunni sjálfri, en sem gætu valdiö örðugleikum þegar leggir og líkami eru orönir stærri og þroskaðri. Besta leiöin til aö fá barniö til aö beita líkamanum rétt er aö fara um leið í skemmtilega leiki sem viö eiga. Hér á eftir er fjallaö um sjö al- geng skíðavandamál barna og nokkra leiki til lækninga. „Afturábak-halli“ Ein af algengustu áráttum barna er aö halla sér alltof mikiö afturá- bak. Smábörn ganga svo langt aö láta leggina hvíla á bakhlutanum á skónum og skíöa svo þannig. Þökk sé stuttum fótleggjum og litlum lík- amsþunga aö þau komast upp meö þetta furöulega uppátæki. En þegar þau eru oröin ca.lsjö-árg og fæturnir lengri halda þau ekki lengur jafnvæginu í þessari stööu, svo þaö er best aö hafa þau ofan af þessum leiöa ávana strax i byrj- un. Kanínuhoppið, þar sem þú beygir þig niöur og hoppar síðan upp krefst þess aö barniö standi jafnt í fæturna — því það getur ekki hoppaö upp ef þaö hallar sér afturábak. Geriö þetta hopp í litl- um halla og komiö ýmist niöur meö stíf hné eöa mjúklega og meö hné bogin. Annar leikur; hermaöurinn og Þaö er mikil ánægja því samfara aö kenna börnum sínum á skíöum. músin, gæti leiöbeint barninu. Skíöiö mjög stíf og bein eins og hermaöur, svo eins og lítil mús, sem beygir sig niöur og hnén bog- in eins og hægt er. Þannig finnur barniö sjálft muninn og hvernig best er aö vera á skíðunum, i staö þess aö hrópa á þaö: „Beygöu þig meira í hnjánum." Fótleggir saman Þó að „breiði plógurinn" sé al- gengara vandamál, þá temja sum börn sér hiö gagnstæöa — þau halda skíðum og fótum eins og límdum saman. Þetta hindrar þau í aö beita hvorum fótlegg fyrir sig og þau ná því ekki eins góöu jafn- vægi. Oft dugir að biöja þau aö hafa fótleggi betur í sundur eöa láta þau ímynda sér aö þau séu á hestbaki, en þau sem eru þrjóskari má lækna með aö láta hafa hæfi- lega stóran bolta milli hnjánna. Eftir nokkrar feröir meö boltann finnur barniö aö jafnvægiö eykst meö því aö hafa fótleggi sundur og jafnframt aö betra er aö ráöa þannig viö beygjurnar. Standa stíf Börn hafa mörg hver tilhneig- ingu til aö standa of stíf á skíðun- um. í staö þess aö rétta úr sér í upphafi beygju og beygja sig svo niöur í lok hennar, færa þau frekar skíöin eöa nota bossann til aö skipta um stefnu. Þar má aftur nota leikinn um hermanninn og músina til aö þau nái meiri mýkt og réttum hreyfing- um; standa bein eins og hermaöur Leiðbeiningar varðandi smurningu á gönguskíðum Til hvers er gönguáburður? Venjulegur rennslisáburöur, sem notaður er á svigskíöi, er ein- göngu til aö gefa rennsli áfram. Gönguáburður þarf auk þess aö gefa spyrnu, þ.e. draga úr bak- rennsli. Sá eiginleiki kemur ekki aö fullu í Ijós fyrr en eftir nokkur hundruð metra göngu eöa rennsli. Skíön renna fyrst og fremst á end- unum, en miöjan þrýstist niöur í snjóinn og grípur í viö spyrnuna. Hvaða áburð á aö nota? Áburöinum má skipa í tvo meg- inflokka: áburö í staukum fyrir nýj- an snjó og klístur í túbum fyrir mjög blautan snjó, haröfenni og grófkornaöan, blautan „vorsnjó". Lítum fyrst á staukana fyrir nýja snjóinn. Eftir hitastigi þarf aö nota mis- munandi áburö samkvæmt því sem stendur á umbúöunum. Litur- inn segir einnig til um þaö, fyrir hvaöa hitastig áburöurinn er gerö- ur. Þannig er grænu staukarnir fyrir mesta frostiö, þeir bláu fyrir minna frost (t.d. h-2 til +6 eöa -i-8 stig), þeir fjólubláu fyrir frostmark- iö, en þeir rauöu og gulu fyrir hita- stig yfir frostmarki. Stundum er Skrá um lengd á gönguskíðum og stöfum Börn: Konur: Karlar: aldur hæð þyngd skíöal. stafal. hæð þyngd skíðal. stafal. hæð þyngd skíðal. stafal. 4 104 17,0 120 80 155 55 180 120 160 60 195 130 5 110 18,7 130 85 160 60 190 125 165 65 205—210 135 6 117 21,4 140 90 165 60 195 130 170 70 205—210 140 7 123 24,0 150 95 170 65 200 135 175 70 210 145 8 128 26,2 160 100 175 70 205 140 180 75 210—215 145—150 9 134 29,0 170 105 185 80 215 150 10 139 32,0 180 110 190 85 220 155 11 144 35,0 180 110 12 150 40,0 185 115 13 155 45,0 185 115 14 160 50,0 190—195 120 15 170 55,0 190—200 125 Það er fyrst og fremst þyngd sem ræður skíðalengd. Þegar þyngd er mjög frábrugðin ofangreindri skrá, skal taka tillit til hæöar. nákvæmari skipting táknuö meö t.d. tveimur grænum eöa tveimur bláum litum. Hvernig er best að smyrja? Léttast er aö smyrja fyrir nýsnjó í frosti undir 10 stigum og nota þá bláan eöa grænan áburö. Áburö- urinn er borinn jafnt á hrein og þurr skíöin og nuddaöur út meö korki eöa sérstökum til þess gerö- um klossa úr gerviefni. Best er aö bera þunnt lag á og jafna úr því meö korkinum, en endurtaka síöan ef óskaö er þykkari smurningar. Áburöurinn er því haröari sem hann er fyrir lægra hitastig. Ef vafi er á hvaöa litur hentar best, þá er rétt aö byrja meö haröari áburö- inn, sem til greina kemur, því aö betra er aö setja mýkri yfir haröan heldur en öfugt. Ef t.d. hitastig er -i-2 stig, mætti byrja meö bláan áburö yfir allan sólann. Ef hann gefur ekki spyrnu, má prófa aö bera þunnt lag af fjólubláum áburöi undir miöjuna. Ef þaö gefur enn ekki spyrnu, má bæta viö öðru lagi eöa setja undir allan sóiann. Viö hækkandi hitastig má síðan bera rauðan undir miöjuna. Lang auöveldast er aö smyrja fyrir ca. tveggja til tíu stiga frost, og ættu því byrjendur aö hefja æfingar sín- ar viö þau skilyrði. Fyrir frost- markssnjó er oft erfitt aö finna góða smurningu. Þá þarf að gæta þess aö setja ekki of þykkt lag af áburöinum, svo aö ískristallar nái ekki aö festast í honum. Þegar kemur fram á vor, verður snjórinn allt annars eölis en hann er þessa dagana. Sólbráö og hlý- indi breyta honum í grófkornaöan vorsnjó, sem veröur haröfenni viö frost. Þá duga staukarnir ekki lengur, heldur þarf aö nota klístur í túbum. Þar er um tvær aöalteg- undir aö ræöa, rautt fyrir blautan snjó, og blátt fyrir haröfenni. Þennan áburö þarf aö bera á viö herbergishita, því annars er erfitt aö jafna úr honum. Klístriö er bor- iö undir skíöin og jafnaö meö sköfu eöa höndunum. Þá þarf handhreinsikrem til aö ná því af höndunum. Almenn atriði Ný tréskíöi þarf að innbrenna meö þar til geröum tjörugrunni áö- ur en þau eru notuö, ef þau eru ekki innbrennd frá verksmiöjunni. Þegar hreinsa þarf áburö af skíöunum, er best aö bræöa hann með gaslampa og þurrka jafnóö- um af meö klút. Varist aö ofhita sólann. Þægilegt getur veriö aö hafa sköfu til aö skafa mesta áburðinn af og jafna hann, ef of þykkt hefur veriö smurt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.