Morgunblaðið - 28.01.1983, Blaðsíða 2
2
MQRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1983
Tveir úrskurðaðir í gæzluvarðhald:
Stálu ávísanaheftum í
veislum og sviku út fé
TVEIR pillar voru í fyrradag
úrskurðadir í gæzluvarðhald
til 9. febrúar vegna gruns um
stuld á ávísanaheftum og
ávísanafals. l’eir eru grunað-
ir um að hafa stolið ávísana-
heftum á tveimur stöðum í
Reykjavík.
Að lokinni veislu í Laugarnes-
inu kom maður til Rannsóknarlög-
reglu ríkisins og sagði farir sínar
ekki sléttar. I veislunni hefði hann
að vísu drukkið meira en góðu hófi
gegndi, en óprúttnir hefðu þá not-
að tækifærið og stolið tékkheftinu,
sem í voru 5—6 eyðublöð og auk
þess 4 þúsund krónur í peningum.
Þá sagði maðurinn að armbands-
úri sínu hefði verið stolið, en það
kom síðar í leitirnar.
Skömmu áður var haldiö sam-
kvæmi í Espigerði, þar kom full-
orðinn maður með fernt í heim-
sókn til dóttur sinnar, en hjá
henni hefur maðurinn búið um
skeið. Hann sat með gestum sín-
um — piltunum tveimur ásamt
vinkonum þeirra — frameftir
nóttu, og að samkvæmi loknu
kvaddist fólk með virktum.
En skömmu síðar var hringt í
dótturina og henni sagt, að heldur
hressilega hefði verið ávísað af
heftinu. Konuna rak í rogastanz,
því ekki kannaðist hún við að hafa
0
gefið út ávísanir. Saknaði hún þá
ávísanaheftisins úr eldhússkáp. í
ljós kom, að 14 ávísanir höfðu ver-
ið gefnar út af heftinu að andvirði
um 16.500 krónur. Pörupiltarnir
voru handteknir ásamt vinkonum
sínum og úrskurðaðir í gæzlu-
varðhald, en stúlkunum var
sleppt, þar eð ekki þótti ástæða til
þess að setja þær inn.
INNLENT
Axarfjöröur:
Sigurvegaramótið
í Wijk aan Zee:
Friðrik tap-
aði fyrir Hort
Wijk aan Zee, frá Berry Withuis.
FRIÐRIK Ólafsson tapaði fyrir
Vlastimil Hort frá Tékkóslóv-
akíu í 11. umferð „Sigurvegara-
mótsins** í skák. Skákin fór í
bið og töldu flestir að Friðrik
stæði til vinnings, en i tímahraki
náði Hort að knýja fram sigur.
Enginn skákanna í 11. umferð
endaði í jafntefli.
Úrslit urðu:
Kuligowski — Nunn 0—1
Browne — Ree 1—0
Scheeren — Speelman 1—0
Andersson — Hulak 1—0
Van der Wiel — Ribli 0—1
Seirawan — Korschnoi 1—0
Staðan eftir 11 umferðir er nú:
1. Andersson 8
2. -3. Nunn og Ribli 7
4.-5. Browne og Hort 6V&
6. Seirawan 6
7. Hulak 5 14
8. -9. Friðrik og Korschnoi 5
10.—ll.Scheeren og Ree 414
12, —13. Kulig. og v. d. Wiel 4
14. Speelman 314.
Nú er hart í búi hjá smáfuglunum eins og svo oft áður í vetur og full ástæða til að minna fólk á að gefa þessum
litlu vinum okkar brauðmola eða annað matarkyns.
Morgunblaðið/ Sigurgeir í Eyjum
Alusuisse-málið í ríkisstjórn:
Hjörleifur leitar eftir sam-
stöðu um einhliða aðgerðir
— segir enga ástæðu til fundahalda með sérfræðingum
„l’AÐ hefur ekki verið talin nein ástæða fyrir slíkan fund af okkar hálfu.
Það lá þegar fyrir um áramótin, að þeir höfnuðu þeim grundvelli sem við
höfum gert tillögu um, og á meðan svo er, er ekki ástæða til funda af því
tagi“, sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra, er Mbl. spurði
hann í gær, hvort hann ætlaði að þiggja boð Alusuisse um að sérfræð-
ingar aðila hittust til undirbúnings samninga á milli aðila um ÍSAL.
Rækjuveiðar hefjast
eftir tveggja ára hlé
Kjávarútvegsráðuneytið hefur nú
heimilað rækjuveiöar á Axarfirði
að nýju, eftir nánast tveggja ára hlé
á veiðum þar. Það er fyrirtækið Sæ-
blik, sem leyfi hefur fengið til veið-
anna, og munu þær væntanlega
hefjast í næstu viku.
Talsverð rækjuveiði var á Ax-
arfirði fyrir nokkrum árum, en
lagðist síðan að mestu af 1982 og
var engin í fyrra. Að sögn Jóns B.
Jónassonar, skrifstofustjóra í
sjávarútvegsráðuneytinu, var
ástandið á þessum miðum kannað
síðastliðið haust og kom þá í ljós
að það hafði farið batnandi. Þá
var ekkert útlit fyrir að Kópa-'
skersbúar hefðu áhuga á að hefja
veiðar að nýju þar sem þeir voru
orðnir bátlausir. Því taldi Haf-
rannsóknastofnun rétt að friða
rækjumiðin eitt ár enn. Síðan
óskuðu Kópaskersbúar að fá að
veiða 100 lestir á þessum miðum í
ár til að tryggja atvinnu í kaup-
túninu. Hafrannsóknastofnun
komst þá að þeirri niðurstöðu að
ekkert væri því til fyrirstöðu, þar
sem magnið yrði ekki meira, og
munu veiðarnar hefjast í næstu
viku.
Hjörleifur gerði í löngu máli
grein fyrir tillögum sínum á ríkis-
stjórnarfundi í gærmorgun, en
þær eru á sömu lund og hann hef-
ur áður lagt fram, þ. e. að ef Alu-
suisse gengur ekki að samnings-
grundvelli hans, þá verði gripið til
einhliða aðgerða af hálfu ís-
lenzkra stjórnvalda. Ekki gafst
tími til umræðna og fara þær
fram á næsta ríkisstjórnarfundi.
Steingrímur Hermannsson
sagði aðspurður í gær, að hann
héldi fast við sínar fyrri yfirlýs-
ingar þess efnis, að hann teldi
ekkert því til fyrirstöðu að koma
til móts við Alusuisse á þá lund
sem þeir fara fram á, þ. e. að
stækkun ÍSAL og fleiri eignaraðil-
ar verði til umræðu samhliða
hækkun raforkuverðs.
Hjörleifur hefur marglýst því
yfir í skeytasendingum til Alu-
suisse, að hann sé ekki til viðræð-
na um þessa hluti samhliða hækk-
un raforkuverðsins. Mbl. spurði
Hjörleif í gær hvert næsta skrefið
yrði. Hann sagði málið til umfjöll-
unar í ríkisstjórn. „Málið hefur
ekkert breyst frá minni hálfu. Ef
ekki verður breyting á afstöðu
Alusuisse þá liggja tillögur mínar
fyrir til afgreiðslu í ríkisstjórn",
sagði hann. Hann var þá spurður
hvort það yrði ríkisstjórnin sem
tæki ákvörðun um framhald máls-
ins. „Hún fjallar um málið**, svar-
aði ráðherrann. „Ég leita að
sjálfsögðu eftir samstöðu". Hann
var að lokum minntur á ummæli
Steingríms Hermannssonar og
spurður hver viðbrögð hans yrðu
ef tillögur hans næðu ekki sam-
þykki í ríkisstjórn. „Við skulum
ekkert vera að spá um framhald-
ið“, svaraði hann og vildi ekki tjá
sig frekar um málið.
Steingrímur meðmælt-
ur meðaltalsreglunni
„FRAMSÓKNARFLOKKURINN hefur hvað eftir annað samþykkt að leið-
rétta það misvægi, sem nú er orðið milli kjördæma, sem er að mínu mati
orðið of mikið," sagði Nteingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar-
flokksins, i gær.
Skákþing Reykjavíkur:
Dan Hansson vann Elvar
DAN HANSSON hefur skotist upp að hlið Elvars Guðmundssonar í efsta
sætið á Skákþingi Reykjavíkur. Dan vann Elvar í 8. umferð skákþingsins og
eru þeir tveir efstir með 7 vinninga.
Þau tíðindi urðu helst önnur, að
Halldór G. Einarsson vann alþjóð-
lega meistarann Hauk Angantýs-
son og Guðlaug Þorsteinsdóttir
vann Ingimar Haraldsson. I 3.-5.
sæti eru Guðlaug Þorsteinsdóttir,
Halldór G. Einarsson og Sveinn
Kristinsson með 614 vinning.
Haukur Angantýsson og Þórir
Ólafsson hafa hlotið 6 vinninga.
Steingrímur kvað flokkinn hafa
tekið þátt í viðræðum um kjör-
dæmamálið með öðrum flokkum
að undanförnu. Hann sagði að vel
hefði verið unnið í málinu undan-
farið og yrði gert áfram.
Eins og kom fram í Mbl. í gær
hefur Tómas Arnason viðskipta-
ráðherra lýst því yfir, að hann
telji meðaltalsaðferðina, sem nú
er mest rætt um í viðræðum flokk-
anna, of flókna og því óhæfa.
Vegna þessa segir Steingrímur
Hermannsson í Tímanum í gær:
„Þeir sem fordæma meðaltalsað-
ferðina, skilja hana ekki.“ Þá kvað
Steingrímur meðaltalsregluna að
mörgu leyti sanngjörnustu leiðina,
sem til boða stæði.
Formaður kjördæmisráðs Framsóknar á Austurlandi:
Síðustu þrjú ár í sífelldar
stjórnarmyndunarviðræður
I AUSTRA, málgagni framsókn-
armanna á Austurlandi, er grein
eftir Guðmund Þorsteinsson,
formann kjördæmisráðs framsókn-
armanna á Austurlandi og fram-
bjóðanda í prófkjöri framsóknar-
manna á Austurlandi til alþingis-
kosninganna.
Þar segir meðal annars: „Svo
er nú komið fyrir mönnunum er
áttu í upphafi meiri vinsældum
að fagna en flestir aðrir er í
ráðherrastóla hafa sest. í raun
hafa síðustu þrjú ár farið í sí-
felldar stjórnarmyndunarvið-
ræður. Það voru og margir lausir
endar í upphafi og því hefur
mikið af tíma ráðherranna farið
í samninga um hin margvisleg-
ustu mál er hefði þurft að ganga
frá þegar í upphafi. Forsætis-
ráðherra, Gunnar Thoroddsen,
hefur ekki haft neina sýnilega
stefnu og ekki ráðið við það erf-
iða hlutverk að vera flokkslaus
forsætisráðherra ...“
Og ennfremur: „Og eftir að
Eggert Haukdal var þvingaður
af Rangæingum til að segja upp
hollustu við Gunnar, hefur ríkis-
stjórnin verið óstarfhæf mánuð-
um saman."
Ólafur Jóhannesson um Helguvíkurframkvmdir:
Islenzkir aðalverktak-
ar annast væntanlega
byggingu geymanna
„ÉG REIKNA með að það verði íslenzkir aðalverktakar sem sjá um
byggingu geymanna. Fyrst verður átt við þá, síðan hafist handa við höfn
eða löndunaraðstöðu. Þetta eru tveir olíugeymar samtals um 30 þúsund
rúmmetrar sem þeir fengu leyfi fyrir, en framkvæmdirnar eru ekki
alveg á næsta leiti,“ sagði Olafur Jóhannesson utanríkisráðherra er
Mbl. spurði hann hvað liði framkvæmdum við olíugeymana í Helguvík.
Eins og fram hefur komið í
fréttum, samþykkti utanríkisráð-
herra að varnarliðið á Keflavíkur-
flugvelli byggði olíutanka og lönd-
unaraðstöðu í Helguvík. Banda-
ríkjamenn hafa þegar samþykkt
fjárveitingu til verksins, en fram-
kvæmdir munu hefjst síðar á ár-
inu. Tankarnir tveir verða um
helmingur þess geymarýmis sem
nú er ofan við Njarðvík. Aðspurð-
ur um hvort innlendir eða erlendir
verktakar myndu sjá um fram-
kvæmdir þarna, sagðist hann telja
að íslenskir aðalverktakar fengju
verkið, eins og flest önnur sem eru
á vegum varnarliðsins.
Þá var Ólafur einnig spurður
hvað liði athugunum á nýrri
flugstöð. Hann kvað lítið nýtt
hafa gerst í þeim málum. I athug-
un væri hvort einhverjum breyt-
ingum væri unnt að koma við svo
allir gætu sætt sig við hana. Fjár-
veiting Bandaríkjaþings rennur út
í októbermánuði nk., ef ekki verð-
ur hafist handa við bygginguna
fyrir þann tíma.