Morgunblaðið - 28.01.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.01.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1983 RAPP-HYDEMA línuspil meö netaafdragara. Getum afgreitt beint af lager línuspil með netaafdragara, sambyggt og tilbúið til niðursetningar. Einnig neta- afdragarana sér, fyrir allar stærðir fiskibáta. AiidS nt ALLTAF Á LAUGARDÖGUM I upphafi var myndin — Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndahötundur skrifar í tilefni Kvikmyndahátíöar 1983 um konur í kvikmyndagerð. Málverkiö hefur fengið uppreisn æru Gunnar B. Kvaran skrifar um ungu kynslóöina í myndlistinni í tilefni sýningar á verkum ungra manna á Kjarvalsstöðum. Stórbúskapur og Milljónarfélag Þriöji þátturinn um Viöey fjallar um þá atvinnuuppbyggingu i eynni í byrjun aldarinnar, sem miklar vonir voru bundnar viö. Vönduð og menningarleg helgarlesning Leif Mikkaelsen: „Alltaf erfitt að spila gegn íslendingum“ Frá Þórarni Ragnarssyni, bladamanni Morgunblaðsms, í Danmórku. „Ég var allánægöur meö leik- inn — og auövitað ánægður með sigurinn, íslenska liöið baröist vel og þaö er alltaf erfitt aö spila gegn íslensku landsliði,“ sagði Leif Mikkaelsen, þjálfari danska landsliösins, eftir leikinn. „Mínir menn spiluöu mun betur en í fyrri leiknum. Þaö kom ekkert annaö til greina hjá mér en sigur gegn islandi hér í kvöld, og ég lagði hart aö leikmönnum mínum aö standa sig vel,“ sagöi Mikkael- sen. Hann sagöi aö mestu heföi munaö frá fyrri leiknum aö Erik Veje Rasmussen spilaöi eins og hann á aö sér í þessum leik, en þaö heföi hann ekki gert í þeim fyrri. Hann sagöi aö íslenska liöiö heföi komiö þokkalega frá leikn- um, og þaö væri vont aö spila á móti þeim þegar Vestur-Þjóöverjar dæma leikinn, því vildu leikirnir alltaf veröa mjög haröir, eins og raun bar vitni í kvöld. • Leif Mikkaelsen hefur væntan- lega verið brúnaþungur eftir fyrri leik Oanmerkur og íslands í fyrra- kvöld, en eftir leikinn í gær hefur hann örugglega tekið gleði sína aftur. • Páll Ólafsson sagði að leikur- inn hefði að mörgu leyti verið góður hjá íslenska liðinu. Páll Ólafsson: „Gott á Frá Þórarni Ragnarssyni, blaðamanni Morgunblaðsms, í Danmorku „Mér fannst leikurinn mjög góður á köflum hjá okkur, en lokakaflinn í fyrri hálfleik er sá slakasti sem ég hef séö til ís- lensks landsliðs,“ sagði Páll Ólafsson. „Dómararnir voru mjög slakir og köflum“ það skipti sköpum hvernig þeir dæmdu á okkur undir lok leiksins þegar viö vorum næstum búnir að jafna metin. Þá gekk okkur mjög illa meö dönsku markveröina, en þrátt fyrir allt þetta mátti ekki miklu muna að viö næöum aö jafna,“ sagöi Páll. — SH./— ÞR. Alfreð Gíslason: „Dómararnir slakir“ Frá Þórarni Ragnarssyni, blaóamanni Morgunblaösins, í Danmörku. „Leikurinn var mjög haröur en við náöum aldrei upp sömu bar- áttu og í fyrri leiknum," sagði Al- freð Gíslason eftir leikinn. „En aö mínum dómi réö mjög slök frammistaöa dómaranna mestu um aö okkur tókst ekki aö jafna, því mér fannst okkur oft vera vikið mjög ósanngjarnt af velli. Eins dæmdu þeir boltann þrisvar eöa fjórum sinnum af okkur á mjög vafasaman hátt,“ sagöi Alfreð. — SH/.— ÞR. Pétur gerði 44 stig Valsarar sigruðu ÍR í úrvals- deildínni í körfubolta í gærkvöldi ’ í æsispennandi leik, með 82 stig- um gegn 81. Leikurinn var allan tímann mjög jafn og mátti vart miili sjá hvort liðið var sterkara. Greinílegt að ÍR-ingar eru á réttri leið undir stjórn Dooley. í hálfleik var ÍR yfir — 43:41. Aldrei munaði meira en þremur stigum í leiknum og var þaö mál manna aö þetta heföi verið besti leikurinn í úrvalsdeildinni í vetur. Er 13 sek. voru eftir missti Pétur Guömundsson boltann — sagöi reyndar á eftir aö slegiö heföi veriö í hann — og dæmt var uppkast! Dwyer nær aö blaka boltanum til Torfa sem grýtir honum frá Rík- haröi. Hann komst ekki að körf- unni, en fór þess í staö út á kant- inn. Torfi er kominn með þaö sama og sendir Rikki boltann til hans undir körfuna og þar brýtur Hreinn á Torfa. Fékk Valur vítaskot, og skoraði Torfi úr tveimur skotum er sex sek. voru eftir. Pétur Guömundsson var ger- samlega óstöövandi í leiknum, en engu aö síður í strangri gæslu Tim Brunmóti frestað Brunkeppninni sem fram átti að fara í Sarajevo í Júgoslavíu í gær var frestað, þar sem brautin var í slæmu ástandi. Það er sama brautin og Peter MUIIer slasaðist í í fyrradag, en mikið sólskin var í Sarajevo í gær og á mörgum stöðum í brautinní var mjög lítill snjór eftir, þrátt fyrir tilraunir að- standenda keppninnar að frysta hann með gerviefnum. Dwyer og Torfa, og fengu þeir aö brjóta óeólilega mikiö á honum. Hjá Val var Tim mjög góöur og Ríkharöur einnig. Hitti hann úr nánast öllum sínum skotum, en ÍR-ingar dekkuöu hann mjög vel þannig aö hann náöi ekki aö skjóta eins mikiö og hann vildi. Stigin skiptust þannig. Valur: Tim Dwyer 35, Rikhaöur 18, Kristján Agústsson 12, Torfi Magnússon 9, Jón Steingrímsson 5 og Leifur Gústavsson 5. ÍR: Pétur Guö- mundsson 44, Gylfi Þorkelsson 8, Kristinn Jörundsson 8, Jón Jör- undsson 7, Hjörtur Oddssson 6, Hreinn Þorkelsson 6, Kolbeinn Kristinsson 2. S/SH. ÍBK sigraði erkifjendurna aö gefa sig og næstu mín. skiptust liðin á aö hafa forystuna. Keflvík- ingar voru sterkari á endasprettin- um og náöu aö sigra naumlega. Gunnar Þorvaröarson og Axel Nikulásson, tveir af bestu mönnum liöanna, fóru af velli með 5 villur er 2 mín. voru eftir. Valur Ingimundarson var mjög snjall hjá Njarövikingum og besti maður vallarins. Kottermann og Árni Lárusson voru einnig mjög góöir, en Jón Kr., Axel og Miley voru yfirburöamenn hjá ÍBK. Stigin. ÍBK: Brad Miley 25, Jón Kr. 21, Axel 15, Björn Vikingur 15, Þorsteinn 8, Viðar 7, Óskar 4, Pétur 2. UMFN: Valur Ingimundarson 42, Arni Lárus- son 14, Bill Kotterman 12, Sturla Örlygsson 7, Ingimar Jónsson 7, Július 6, Gunnar Þorvarö- arson 4, Eyjólfur 2. — GSv/— ÓT. Iþróttir eru einnig á bls. 29 Níu hundruð og þrjátíu manns, já, 930, fylgdust með leik Keflvík- inga og Njarðvíkinga í úrvals- deildinní í körfu í gærkvöldi. Leikurinn fór fram í Keflavík og var æsispennandi og mjög góður. Keflavík vann 97:94 en staðan í hálfleik var 43:47 fyrir UMFN. Leikurinn var mjög jafn allan tímann — Njarövíkingar höföu yfir- leitt nokkur stig yfir í fyrri hálfleikn- um, en Keflvíkingum tókst þá tví- vegis aö jafna. Bill Kotterman varö aö yfirgefa völlinn snemma í seinni hálfleik, þar sem hann meiddist á fæti, og var þaö skarö fyrir skildi þar sem hann haföi verið sterkur í fráköst- um og góöur í vörninni. Þá var staöan 52:55 fyrir Njarövík, en ÍBK komst strax yfir er hann fór út af. Njarðvíkingar voru þó ekkert á því

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.