Morgunblaðið - 28.01.1983, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1983
„Ef þú hefur réttu hlutina við hendina, er sama hvar þú ert.“
I>annig hljóðar sjónvarpsauglýsing sem margir kannast vafa-
laust við frá velþekktu og gamalgrónu fyrirtæki í Reykjavík,
Pennanum s/ f. Þetta eru sennilega nokkrar ýkjur, a.m.k. er
varla mikið vit í því að sinna skrifstofustörfum úti á miðjum
flugvelli um hávetur, jafnvel þótt maður sé vel búinn skrif-
stofugögnum. En auglýsing er nú einu sinni auglýsing, og um
hitt getur engum blandast hugur að Penninn hefur um all-
langt skeið verið í fremstu röð fyrirtækja sem versla með
ritföng og skrifstöfugögn hér á landi. Penninn starfrækir
þjrár verslanir í Reykjavík, í Hallarmúla 2, að Laugavegi 84
og í Hafnarstræti 18. Verslunin í Hallarmúla er flaggskip
fyrirtækisins, en þar er verslað á 650 m2 á fjórum deildum,
ritfangadeild, bókadeild, myndlistardeild og skrifstofuhús-
gagnadeild. I Hallarmúla er einnig heildsala fyrirtækisins,
sem er mjög umfangsmikil, auk vörulagers og skrifstofu.
Þann 22. desember á sl. ári átti
Penninn hálfrar aldar afmæli, en
fyrirtækið var stofnað árið 1932 af
bræðrunum Halldóri og Baldvini
Ðungal. Halldór hætti hins vegar
fljótlega afskiptum af fyrirtækinu
og frá árinu 1937 rak Baldvin
Pennann einn til dauðadags, árið
1969. Penninn s/ f er nú í eigu
ekkju Baldvins, Margrétar Dung-
als og barna hennar. Forstjóri
Pennans er Gunnar B. Dungal,
sonur Baldvins, en hann tók við
fyrirtækinu að föður sínum látn-
um. Blaðamaður Morgunblaðsins
hitti Gunnar að máli fyrir
skömmu og rabbaði við hann um
afmælisbarnið.
Aukin umsvif
með árunum
— Gunnar, nú hefur vafalaust
mikið blek runnið til pappírs á
þessum 50 árum sem Penninn hef-
ur lifað. Hefur starfsemin breyst
mikið í tímans rás?
„Sumt hefur breyst, annað ekki.
Ánægjulegasta breytingin er sú að
fyrirtækið hefur vaxið og dafnað
hægt og örugglega. Nú starfa við
fyrirtækið um 50 manns í þremur
verslunum og við umfangsmikla
heildverslun. En þegar Penninn
var stofnaður á sínum tíma var
hann til húsa í einni verslun í
gamla Ingólfshvoli.
Önnur breyting er sú að fyrir-
tækið hefur tekið upp nýjar deild-
ir og lagt niður aðrar sem áður
skipuðu veglegan sess í rekstrin-
um. Það fyrirtæki sem faðir minn
og Halldór stofnuðu á sínum tíma
var í rauninni þríþætt: Auk þess
að reka pappírs- og ritfangaversl-
un voru þeir með minjagripasölu
og ferðaskrifstofu. Ferðaskrifstof-
an og minjagripaverslunin voru
fljótlega lagðar af. Þá var á tíma-
bili prentun og sala póst- og jóla-
korta stór þáttur í starfseminni,
en nú hefur stórlega dregið úr
þeim þætti. Sama gildir um jóla-
pappír, eldhúsrúllur, munnþurrk-
ur, álpappír o.fl. þess háttar. Þess-
ar vörur eru nú á boðstólum í
hverri matvörubúð og því hefur
mjög dregið úr verslun Pennans
með þær. Þá hefur undanfarið
verið mikill samdráttur í sölu bók-
haldsbóka vegna tölvutækninnar.
En til að bæta upp þær vöruteg-
undir sem við höfum misst í gegn-
um árin höfum við auðvitað leitast
við að bæta nýjum við. Við höfum
sett upp þrjár nýjar deildir síðan
við fluttum í Hallarmúlann,
myndlistardeild, bókadeild og
skrifstofuhúsgagnadeild. Þetta
gátum við gert vegna þess aukna
svigrúms sem við fengum við að
komast í þetta stóra húsnæði. Og
þann 20. nóvember sl. var opnuð
bókadeild í versluninni í Hafnar-
stræti, og innréttingunni gjör-
breytt. Auk þess hefur heildversl-
unin vaxið mjög á seinni árum.
Einn þáttur hefur þó alla tíð
verið óbreyttur í starfsemi Penn-
ans, en það er verslunin með rit-
föng og pappír. Og ritfangasalan
hefur alltaf verið veigamesti þátt-
urinn í rekstrinum. Og þó að dreg-
ið hafi úr sölu bókhaldsbóka og
eyðublaða, eins og ég nefndi áðan,
vegna aukinnar tölvuvæðingar
fyrirtækja, mætum við þeirri
þróun með nýjum ritföngum í
staðinn. Við seljum fyrirtækjum
möppur fyrir tölvuútskriftir,
geymslubox fyrir diskettur og ör-
filmur, að ógleymdum lita- og
leiðréttingaborðum í flestar gerðir
ritvéka, og ljósritunarpappír.
Þannig höldum við áfram að þjóna
Forstjóri Pennans, Gunnar B. Dungal í skrifstofuhúsgagnadeildinni í Hallarmúlanum.
skrifstofum þótt starfsemi þeirra
breytist og vélvæðing eða tölvu-
væðing aukist, og kostum kapps
um að hafa allar skrifstofunauð-
synjar á boðstólnum á einum
stað.“
Mikil söluaukning
á skrifstofu-
húsgögnum
— Penninn er býsna stórt fyrir-
tæki. Hver var veltan á síðasta
ári?
„Við seldum fyrir 63 milljónir á
síðasta ári. Ritföngin voru þar
stærsti pósturinn, eins og áður
Verslanir Pennans
Penninn 50 ára:
„Kostum kapps um að hafa
allar skrifstofunauðsynjar“
— segir Gunnar B. Dungal forstjóri
Pennans í síðbúnu afmælisviðtali