Morgunblaðið - 28.01.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.01.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR ^ 27 sagði, en mesta söluaukningin var í skrifstofuhúsgagnadeildinni. Við seldum tæplega 3.000 skrifstofu- stóla á árinu. Þá hefur bókadeild- in dafnað vel og er að verða stór liður í rekstrinum." — Tæplega 3.000 skrifstofustól- ar, segirðu. Hverju þakkarðu þessa miklu sölu? „Ætli það sé ekki fyrst og fremst gæði stólanna sem ræður úrslitum. Við bjóðum nær ein- göngu upp á stóla sem hannaðir eru með vinnuvernd í huga. Þetta eru t.d. stólar sem hannaðir eru af þýska fyrirtækinu Drabert. At- vinnurekendur eru nú í vaxandi mæli að gera sér grein fyrir því að vellíðan starfsmanna er eitt af grundvallarskilyrðum þess að menn leysi sitt starf vel af hendi. Og það gefur auga leið að stóllinn sem fólk situr á kannski átta tíma á dag, ræður miklu um það hvern- ig líðanin er. Þess vegna eiga at- vinnurekendur að kosta kapps um það að hafa stólana sem besta og gera það margir hverjir nú orðið. En það eru sennilega fleiri skýr- ingar á því hvers vegna skrifstofu- húsgagnadeildin dafnar svo vel sem raun ber vitni. Það skiptir viðskiptavinina t.d. miklu máli að geta keypt næstum allt á skrif- stofuna á einum og sama staðnum. Það sparar bæði tíma og fyrir- höfn. Og annað til, fólk sem kemur í Hallarmúlann í einhverjum öðr- um erindum en að kaupa skrif- stofuhúsgögn notar gjarnan tæki- færið til að litast um í skrifstofu- húsgagnadeildinni. Það veit þá hvað er á boðstólum og kemur til okkar seinna þegar það er í þeim hugleiðingum að kaupa skrifstofu- húsgögn. Raunar má segja að all- ar deildir Hallarmúlans njóti góðs hver af annarri á þennan hátt.“ Sá græni á vinninginn — Hvaða pennar eru vinsælast- ir af þeim sem þið bjóðið upp á? „Ég held að það sé enginn vafi á því að „sá græni“ á vinninginn, þ.e.a.s. Ball Pentel kúlutússpenn- arnir. Það lætur nærri að við höf- um selt einn slíkan penna á hvert mannsbarn á landinu sl. ár. Maður veltir því fyrir sér með hverju fólk eiginlega skrifaði áður. Við höfum alla tíð flutt inn ódýra kúlupenna, en salan í þeim hefur aldrei verið nein að ráði. Ball Pentel pennarnir virðast því ekki aðeins hafa komið í stað ódýrra kúlupenna, heldur hafa þeir, og ekki síður, leyst dýr- ari penna af hólmi, bæði blek- og kúlupenna." — Maður hefur það á tilfinn- ingunni að kúlutússpennarnir hafi lagt undir sig markaðinn strax fyrsta daginn sem þeir sáust í búðum. „Það er rétt, Ball Pentel penn- arnir seldust fljótlega mjög vel. Nú hefur samkeppnin harðnað og fleiri tegundir kúlutússpenna eru komnar á markaðinn. Én það er alltaf verið að leita að einhverju nýju á þessu sviði sem öðrum. Undanfarið hefur japanska fyrir- tækið Pentel sem framleiðir Ball Pentel verið að senda frá sér ýms- ar nýjar tegundir penna. Má þar nefna kúlutússpenna með stáloddi og einnig svokallaða fjaðurpenna, sem eru einnota sjálfblekungar. Ólíkur svipur eftir árstímum Manni virðist sem Penninn setji upp ólík andlit eftir árstímum. Er ekki eitthvað til í því? „Það er heldur sterkt að orðið kveðið að tala um ólík andlit, það væri nær að segja að andlit Penn- ans breytti svolítið um svip eftir árstímum, nánar tiltekið fjórum sinnum á ári. Sumrin eru alltaf daufasti tíminn. En strax og haustar tekur Penninn á sig sterkan skólasvip; þá leggjum við mesta áherslu á skólavörur af öllu mögulegu tagi og miðum auglýs- ingarnar við það. Næsta vertíð er svo jólahátíðin, þá breytist Penn- inn í hálfgerða gjafavörubúð, auk þess sem við bjóðum upp á jóla- pappír, jólakort og fleiri vörur sem tengjast jólaundirbúningn- um. Strax að jólunum loknum tök- um við svo niður jólasveinaandlit- ið og janúar er tími uppgjörs og endurskoðunar. Þá bjóðum við upp á dagbækur, bréfabindi og bók- haldsgögn í ríkum mæli. Þegar nær dregur vorinu er síðan orðið tímabært að setja fermingargjaf- irnar á oddinn, vönduð pennasett, leðurvörur, bækur og skrifborðs- stóla. Þannig má segja að við hög- um seglum talsvert eftir vindi, setjum þær vörur í eldlínuna sem mesta eftirspurnin er eftir á hverjum tíma.“ Mun Penninn halda áfram um ókomna framtíð að sjá skriffinn- um þjóðarinnar fyrir viðeigandi útbúnaði? „Auðvitað. Við munum halda okkar Pennastriki og hyggjumst færa enn út kvíarnar á komandi árum. Fyrirtækið er t.d. núna að byggja verslunarhúsnæði í Mjódd- inni í Breiðholti, en þar verður rit- fanga- og gjafavöruverslun. Okkar markmið er að halda sífellt áfram að leita að nýjum vörum, þ.e.a.s. auka þjónustuna, en jafnframt að vera íhaldssamir á þær vörur sem við höfum fyrir." Sextugur: Arnfinnur Arnfinns- son hótelstjóri Arnfinnur hótelstjóri Arn- finnsson er sextugur í dag. Arnfinnur er af vestfirskum ættum. Foreldrar hans voru Arn- finnur Jónsson og kona hans, Jak- obína Jakobsdóttir. Kornungur fer Arnfinnur í Miðdal í Bolungarvík til fósturfor- eldra sinna, Helga Eiríkssonar og Guðrúnar Ólafsdóttur, og hjá þeim dvelst hann til 1948 en flyst þá til Akureyrar. A Akureyri tók Arnfinnur drjúgan þátt í verkalýðsbarátt- unni og var um skeið ritari og varaformaður Iðju, félags verk- smiðjufólks á Akureyri. A þessum árum var Arnfinnur starfsmaður KEA en 1946 varð breyting á hög- um hans. Þá gerðist hann starfs- maður Góðtemplarareglunnar og 1970 framkvæmdastjóri Hótels Varðborgar. Það er á þeim vett- vangi sem leiðir okkar hafa legið saman, á þingum bindindismanna, á barnastúkumótum á Þelamörk og síðast en ekki síst á heimili hans og Elínar Sumarliðadóttur, konu hans. Og alls staðar hefur Arnfinnur verið hinn glaðværi bjartsýnismaður. Kannski dálítið uppi í skýjunum en oftast hress og kátur. Lifðu heill og lifðu lengi. H.J. MESSUR Á LANDSBYGGDINNI Messur um helgina GRUNDARFJARÐARKIRKJA: Almenn guösþjónusta á sunr.u- daginn kl. 14. Sr. Gísli H. Kolb- eins. ESKIFJARÐARKIRKJA: Messa nk. sunnudag kl. 10.30. Sókn- arprestur. REYDARFJARDARKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14. Sókn- arprestur. EGILSST ADAKIRK JA: Sunnu- dagaskóli nk. sunnudag kl. 11 og messa kl. 14. Sóknarprestur. SEYÐISFJARÐARKIRKJA: Á morgun, laugardag, kirkjuskóli Guöspjall dagsins: Matt. 20.: Verka- menn í víngaröi. kl. 11. Messa sunnudag kl. 11. Altarisganga. Organisti Sigur- björg Helgadóttir. Sr. Magnús Björnsson. VIKURPRESTAKALL: Kirkju- skólinn í Vík á morgun, laugar- dag, kl. 11. Samvera fyrir aldr- aöa í Leikskálum þann sama dag kl. 12 á hádegi. SKEIDFLATARKIRKJA: Fjöl- skylduguösþjónusta á sunnudag- inn kl. 14. Organisti Kristín Björnsdóttir. Sóknarprestur. ODDAKIRKJA: Guósþjónusta á sunnudaginn kl. 14. Organisti frú Anna Magnúsdóttir. Sr. Stefán Lárusson. HELLUSKÓLI: Barnamessa á sunnudaginn kl. 11. Sr. Stefán Lárusson. ÞINGVALLAKIRKJA: Almenn safnaöarguösþjónusta kl. 14. Organisti Einar Sigurösson. Sóknarprestur. ""iTtT Á Þorláksmessu var dregið í happdrætti Styrktarfélags vangefinna og voru vinningsnúmer birt í dagblööum og útvarpi milli jóla- og nýárs. Enn er einn vinningur ósóttur á miða nr. 69420, húsbúnaður fyrir kr. 30. þús. Aðalvinninginn, Saab Turbo, árgerð ’83, hlaut Ástbjörg Þóra Erlendsdóttir, Reykjavík. Myndin er frá afhendingu vinningsins. Alvarlegt mál, að Norræna hús- ið skuli aðhyllast ritskoðun — segja Norðmennirnir, sem tóku niður sýningu sína í Norræna húsinu EINS og fram hefur komið í fréttum Morgunblaðsins, voru tveir Norðmenn með Ijósmyndasýningu í Norræna húsinu, sem hófst 15. janúar og átti að standa til 30. þcssa mánaðar. Þann 18. tóku þeir sýninguna hins vegar niður og hurfu af landi brott, eftir að ágreiningur milli þeirra og forstöðumanna Norræna hússins hafði komið upp. Vegna þessa hefur Morgunblað- inu borizt athugasemd frá Norð- mönnunum, Göran Odldieck og Kjetil Berge. Segir þar meðal ann- ars, að sýningin hafi verið opnuð þann 15. eins og ráð hefði verið gert fyrir, en á mánudag 17. hafi verið búið að taka niður litskyggn- ur á sýningunni án vitundar þeirra, en ætlunin hafi verið að þær yrðu á sýningunni frá upphafi til enda. Vegna þessa snéru þeir sér til forstöðumanns hússins, Ann Sandelin, sem sagði að hún vildi ekki hafa þær á sýningunni, sagði að innihald þeirra væri of kynferðislegt og gæti haft þau áhrif á fólk að það skaðaði Nor- ræna húsið. Tók hún einnig fram að kynferðislegt ívaf ýmissa ljósmyndanna væri of mikið en litskyggnurnar hefðu verið drop- inn sem fyllti mælinn. Þær væru óþarflega ögrandi. Við sögðum að sýningin væri með kynferðislegu ívafi vegna þess að þannig væri sjónarhorn okkar til umhverfis okkar, en það hefði ekki verið ætlun okkar að myndirnar væru ögrandi eða inni- héldu kynferðislegan áróður. Litskyggnurnar, sem bannaðar voru, sýndu leik með hin venju- bundnu hlutverk kynjanna, þar sem maðurinn var með andlits- farða og konan bindi. Bæði eru fullklædd allan timan og leikurinn fer fram á rúmstokknum og sýnir aðdraganda ástarleiks. Staðreynd- in er sú að leikurinn gengur aldrei lengra og er ætlaður sem háð á hin venjubundnu hlutverk kynj- anna. Ögrunina í þessum lit- skyggnum höfum hvorki við né aðrir, sem hafa séð þær, komið auga á. En alvarlegasti þáttur þessa máls er ritskoðun Norræna hússins. Þar sem okkur var ekki kleift að sýna allar myndirnar ákváðum við að taka sýninguna niður, segja þeir félagar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.