Morgunblaðið - 28.01.1983, Blaðsíða 5
Séra Valgeir Helgason
Séra Val-
geir Helga-
son áttræður
SÉRA Valgejr Helgason, fyrrverandi
prófastur í Asum í Skaftártungu, er
áttræður laugardaginn 29. janúar, en
hann er nú til heimilis á Elliheimil-
inu í Vík í Vlýrdal.
Séra Valgeir var þjónandi
prestur í 48 ár, þar af 47 ár í Ásum
og eitt ár á Stóra-Núpi. Séra Val-
geir hætti þjónustu hátt á áttræð-
isaldri.
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1983
5
„Bíllinn sviptist
allt í einu til“
„Ég veit það nú ekki þannig að ég geti fullyrt það fyrir víst, en ég hef trú
á að það hafi verið snjóskriða, sem lenti aftast á bílnum," sagði Hilmar
Helgason, einn af eigendum Sérleyfisferða Helga Péturssonar, en hann varð
fyrir því, að litlu munaði að langferðabíll sem hann ók yrði undir snjóskriðu,
þegar hann fór fyrir Ólafsvíkurenni.
„Ég lagði af stað frá Sandi
klukkan fimm á þriðjudag og eig-
inlega um leið skall á alveg þreif-
andi bylur. Það var ansi hvasst og
ég geri mér ekki nákvæma grein
fyrir því, hvar ég var staddur
undir Enninu, en á ovenjulegum
stað, sviptist bíllin skyndilega til
að aftan. Ég sá ekki eitt né neitt,
bylurinn var svo svartur og gætti
ekkert nánar að þessu, en bíll sem
lagði af stað 2—3 mínútum á eftir
mér frá Sandi, komst ekki fyrir
Ennið vegna snjóskriðu sem hafði
fallið á veginn og hefur sennilega
lent aftast á bílnum hjá mér, því
annars hefði hann ekki henst til
þarna á þessum stað. í suðvestan-
áttinni tekur venjulega í bílana á
hæðinni fyrir utan Enni, en ekki
þarna þegar maður er kominn inn
undir það. Bíllin er alveg
óskemmdur, en þegar ég athugaði
málið var ansi mikil snjókyngja á
varadekkinu aftan á honum. Ég
hef verið þarna á réttri sekúntu.
Hefði ég verið augnablikinu fyrr á
ferðinni, hefði ég lent í þessu. Ég
þori ekki að segja hvað er hátt
þarna niður, en það er örugglega
nóg til að eyðileggja einn rútubíl,"
sagði Hilmar.
„Ég hef margoft lokast inni
þarna á milli Sands og Ólafsvíkur.
Einu sinni var ég að koma frá
Sandi og kominn alveg inn undir
Ólafsvík, þegar ég komst ekki
lengra vegna snjóskriðu á vegin-
um. Ég náði ekki í neinn í talstöð-
inni, svo ég sneri við og ætlaði
aftur út á Sand til að hringja. Þá
höfðu fallið sjö snjóskriður á veg-
inn fyrir aftan mig, svo ég komst
hvorki aftur né fram. Þá lagði ég
bílnum undir klett og beið. Maður
veit nú orðið nokkurn veginn hvar
skriðurnar koma. Ef maður legg-
ur undir klettgna er maður nokk-
uð öruggur, því skriðurnar koma
yfirleitt alltaf niður gilin, undan-
Morgunhlaöiö/ Emilía
llilmar Helgason við langferðabilinn, sem nærri varð fyrir snjóskriðu.
tekningalítið á sömu stöðunum.
Maður er farinn að kannast við
þetta, enda er ég búin að aka
þetta í bráðum 23 ár og sem betur
fer hef ég alltaf komist hjá alvar-
legum slysum," sagði Hilmar
Helgason ennfremur.
„Eg vil nota tækifærið og mót-
mæla því sem fram kom i útvarp-
inu á laugardaginn var, að áætl-
unarbíllinn í Stykkishólm, sem er
frá okkur, hefði fokið, því það er
ekki rétt og fékkst ekki leiðrétt,
þó að gerð væri athugasemd.
Færðin er búin að vera erfið og
það hefur mikið mætt á okkur, en
við höfum reynt að halda uppi
áætlun þrátt fyrir færðina og
munum reyna það áfram,“ sagði
Hilmar Helgason að lokum.
Lesendaþjónusta Morgunblaðsins:
Spurt og svarað um áfeng-
ismál og önnur vímuefni
Eins og skyrt var frá í Morgunblaðinu si. sunnudag, mun
blaðið á næstunni birta spurningar og svör um áfengisvanda-
málið og önnur vímuefni. Lesendum Morgunblaðsins er gef-
inn kostur á því að hringja inn sgurningar um hvað eina, sem
snertir þessi málefni og mun SÁA hafa milligöngu um að afla
svara sérfróðra aðila við þessum spurningum. I»eir, sem hafa
áhuga á eru beðnir að hringja í síma 10100 frá kl. 10—11 frá
mánudegi til föstudags og verða þá spurningar teknar niður.
Spurningar og svör birtast síðan í Morgunblaðinu nokkrum
dögum síðar. Hér fara á eftir fyrstu spurningar og svör:
Hringið í síma 10100 frá mánudegi til föstudags
Vill hann
fara í meðferð?
Kona spyr:
Er ekki mögulegt að koma
„túramanni" í meðferð áður en
hann fellur, því oft má sjá þess
merki að hann sé að falla?
Guðrún Hafliðadóttir ráðgjafi
svarar:
Spurningin er: Vill hann fara í
meðferð? Ef svo er, þá er leiðin
að panta pláss strax á Silunga-
polli og skiptir þá engu hvort
maðurinn er fallinn eða ekki.
Aðalatriðið fyrir konuna, hvort
sem hann fer í meðferð eða ekki,
er að leita sér hjálpar í fjöl-
skyldudeildinni í Síðumúla 3 eða
í Al-Anon.
*
Aratuga óhófs-
drykkja getur
valdið lifrarbilun
Kona spyr:
Nú er talið að áfengisneysla valdi
lifrarsjúkdómum. Eru þeir ólækn-
andi og hver eru einkennin?
Þórarinn Tyrfingsson læknir svarar:
Óhófleg áfengisdrykkja veldur
lifrarbólgu. Við slíkar aðstæður
þola menn áfengi mun verr lík-
amlega og grundvöllur skapast
til að ganga enn frekar á líkam-
lega heilsu með drykkjuskap.
Þessar bólgur endurteknar eða
viðvarandi, valda smátt og smátt
skemmdum á lifrinni, sem lík-
aminn getur ekki bætt úr. Sem
betur fer, höfum við upp á mikið
að hlaupa í þessum efnum. Við
getum lifað góðu lífi þó hluti
lifrarinnar hafi skemmst.
Til þess að skemma svo stóran
hluta lifrarinnar að hún fari að
gefast upp og fram komi hin
flókna sjúkdómsmynd lifrarbil-
unar og líf sé í hættu, þarf yfir-
leitt áratuga óhófsdrykkju. Þó
eru menn misnæmir hvað þetta
snertir. Lengst framan af eru
einkenni um slíkar lifrarbólgur
almenn og óljós, t.d. slappleiki,
úthaldsleysi, listarleysi og menn
léttast. Hætti sjúklingur
drykkju, er venjan sú, að hann
getur lifað góðu lífi lifrarinnar
vegna um ókomin ár. Merki um
langt gengna lifrarsjúkdóma, og
að menn séu komnir í lífshættu
þeirra vegna, eru mörg og marg-
vísleg. Hér nægir að nefna gulu,
meðvitundarleysi og innvortis
blæðingar.
Al-Anon
Kona spyr:
Hvernig get ég auðveldað börn-
um minum að faðir þeirra er
drykkjumaður?
Guðrún Hafliðadóttir, ráðgjafi í
fjölskyldudeild á skrifstofu SÁÁ,
svarar:
Með hjálp Al-Anon getur þú
lært að lifa hamingjusömu lífi,
og þegar þér tekst það, þá verður
auðveldara fyrir þig að miðla því
til barna þinna. Ef börnin eru á
aldrinum 12 ára til 20, þá geta
þau farið á fundi hjá Al-Anon.
Það er félagsskapur fyrir börn
alkóhólista og er til húsa í
Tjarnargötu 5, á fimmtudags-
kvöldum kl. 20.30. Vertu velkom-
in í viðtal til okkar í Síðumúla
3—5, síminn er 82399.
Bðkufi
Frönsk
1mfn
2mín
1mín
I rauninni er sama hvernig tlma þfnum ervariö - Philips
Microwave kemur þér þægilega á óvart. Sumir nota
hann vegna þess aö þeir nenna ekki aö eyöa löngum
tima i matreiðslu. Aörir matreiða máltiöir vikunnar á
laugardögum og frysta þær til geymslu. Philips sér
siöan um góöan mat á nokkrum mlnútum, þegar best
hentar.
Þæglndl: Enginn uþphitunartfmi, fljótleg matreiösla,
minni rafmagnseyösla.
Bacon
Stalkur mad/rara
Hraöl: Þíöir rúmlega 3 punda gaddferðinn kjúkling á
20 mfnútum. Bakar stóra kartöflu á 5 mfnútum.
Næring: Heldur fullu næringargildi fæöunnar, sem
tapar hvorki bragöi né lit.
Hrelntun: AOeins maturinn sjóðhitnar, slettur eöa bitar
sjóða ekki áfram - og eldamennskan hefur
ekkl áhrif á eldhúshitann.
Philips örfoyflgjuof nar
eru fyrir þásem þurfa
að fylgjasl með tímanum
Imfn
heimilistæki hf
Hafnarstræti 3 — Sætúni 8.
KYNNING í DAG FRÁ KL. 16-18 í SÆTÚNI 8
Haraldur Magnússon matreiðslumaður leiðbeinir um notkun örbylgjuofna