Morgunblaðið - 28.01.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.01.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR I983 7 Smásagnasamkeppni Samtök móöurmálskennara hafa ákveöiö aö efna til samkeppni um smásögur sem ætlaðar eru börnum og unglingum á grunnskólaaldri (6—15 ára). Verö- launum er heitið, 20.000 kr., fyrir bestu söguna, auk væntanlegra höfundalauna. Stefnt er aö því aö úrval sagnanna komi á bók. Höfundarlaun veröa aö sjálf- sögöu greidd fyrir hverja sögu sem valin veröur. Handrit, merkt dulnefni, skal veröa vélritað í stærö- inni A4, og eru enginn lengdarmörk sett. Sögurnar mega ekki hafa birtst áöur. Nafn höfundar og heimil- isfang fylgi í lokuðu umslagi merktu viökomandi dulnefni. Skilafrestur er til 1. júní 1983. Handrit sendist Þóröi Helgasyni, Bjarnhólastíg 18, 200 Kópavogi. LENSIVATNSSKILJUR Eissing-lensivatnsskiljur, fyrir allar stæröir frakt- og fiskiskipa skilja olíu úr lensivatni. Byggöar og afgreiddar samkvæmt alþjóöakröfum svo og kröfum Siglingamála- stofnunar Íslands. Skiljurnar eru vestur-þýzkar og á mjög góðu verði. Atlas hf Ármúla 7, sími 26755, Reykjavík. TSílamalkadutinn tettifgctu 12-18 FIAT 127 S.P. 1982 Blár, ekinn 15 þús., útvarp. Verö 110 þús. M. BENZ 240 D 1975 Hvítur, diesel, útvarp og segulband. Verö 125 þús. WILLYS M/ MAYERHÚSI 1974 Brúnn og hvítur, eklnn 100 þús. 232 (6 cyl) vél, snjó- og sumardekk. Skipti á fólksbíl. Verö 110 þús. A.M.C. EAGLE 1982 Drapplitur, ekinn 21 þús., 6 cyl., sjálfskiptur, aflstýri, útvarp, segul- band. Verö 390 þús. DAIHATSU CHARADE 1981 Blár, ekinn 20 þús. útvarp, segulband, snjó- og sumardekk. Verö 135 þús. RANGE ROVER 1980 Drapplitur, ekinn 40 þús., snjó- og sumardekk á felgum. 1Vi rafmagns- spil, gott útlit. Verö kr. 440 þús. Ath. skipti. TOYOTA HILUX 1981 Hvítur, ekinn 25 þús., útvarp. PEUGOT 104 GR 1982 Ljósblár, ekinn 12 þús., framdrifsbíll. Verö 155 þús. Prófkjör og persónulegt val Geir Haarde, formaöur SUS, ritar for- ystugrein um prófkjör í tímaritiö Stefni, sem verður meginefni Staksteina í dag. Prófkjör þjónuöu tvímælalaust jákvæö- um tilgangi þá upp vóru tekin, en hafa hins vegar þróast á þann veg í fram- kvæmd, aö tímabært er aö staldra viö og hugleiða framhaldið. Bent hefur verið á þá leið aö binda prófkjör í lagaramma, t.d. þann veg, að prófkjör í sama kjör- dæmi fari fram samtímis og á sama stað hjá öllum framboðsaðilum og hver kjós- andi fái aðeins aö taka þátt í prófkjöri eins flokks. Ennfremur að prófkjör þróizt yfir í einhvers konar persónulegra val kjósenda milli einstaklinga á framboös- lista, er þeir Ijá fylgi sitt. Ferskt loft um flokkinn Geir Haarde segir í grein sinni: „Nýafstaðin prófkjör sjálfstæóismanna í Reykja- vík og á Norðurlandi vest- ra gefa tilefni til almennra hugleiöinga um prófkjör og hlutverk þeirra í stjórn- málabaráttunni. Fyrir tæpum hálfum öðr- um áratug lögðu ungir sjálfstæðismenn mikið kapp á að upp yrðu tekin opin prófkjör við val á framboðslista flokksins fyrir kosningar. Þetta bar- áttumál náðist fram og fyrsta opna prófkjörið fór fram fyrir borgarstjórnar- kosningarnar í Reykjavík í maí 1970. Frambjóðendur í þessu prófkjöri voru 70 talsins og þátttaka varð mikil. Síðar sama ár fór fram prólkjör vegna al- þingiskosninga vorið 1971. Síðan hafa farið fram regluleg prófkjör vegna borgarstjórnarkosninga á fjögurra ára fresti. Próf- kjör var ekki viðhaft vegna alþingiskosninga 1974 en fór fram fyrir kosningarnar 1978 og 1979 og að siðustu nú fyrir skemmstu vegna kosninga 1983. Úti um land hefur einnig fengizt margþætt reynsla af prófkjörum bæði vegna kosninga til alþingis og sveitarstjórna. Lítill vafí er á því, að á meðan prófkjör voru ný af nálinni veittu þau fersku lofti um flokkinn og uröu vafalaust einnig til þess að kjósendur gáfu málefnum hans meiri gaum en ella. Prófkjörin hafa þó aö sjálfsögðu aldrei verið markmið í sjálfu sér, held- ur voru þau hugsuö sem tæki til að auðvelda flokknum að koma saman sigurstranglegum fram- boðslistum í kosningum. Ekki er auðvelt að meta hvort prófkjör hafi í raun orðið til þess að tryggja flokknum sigurstranglega lista. hcgar litið er á úrslit kosninga í Reykjavík og annars staðar virðist ekki skipta máli hvort prófkjör hefur farið fram, eða hvort það hefur verið opið öllum eða bundið við flokks- menn. Sjálfstæ,ðismenn unnu sinn stærsta sigur í Alþing- iskosningum árið 1974 þeg- ar undirbúningstími vegna kosninganna var svo lítill að ekki gafst tími til að koma viö prófkjöri. Hin al- menna þjóðmálastaða réð þá auövitað úrslitum svo og stefna og málfíutningur sjálfstæðismanna. f borg- arstjórn Reykjavíkur og í bæjarstjórnum úti á landi hafa skipzt á skin og skúrir óháð prófkjörum. l>að er því ekki hægt að fullyrða að prófkjörin hafí skipt sköpum varóandi kosn- ingaúrslit." Ókostir sem koma í ljós „Ymsir ókostir sem prófkjörunum hafa fylgt hafa hins vegar verið að koma betur í Ijós. Og sú spurning verður áleitin, hvort þeirri fyrirhöfn og þeim fjármunum, sem prófkjörunum fylgja, væri ekki betur komið í baráttu gegn andstæðingum flokksins í stað baráttu við samherja. I>essi spurning verður þeim mun áleitnari, þegar þess er gætt að prófkjör til Alþingis hafa hvorki tryggt þá cndurnýj- un á framboðslistum né það jafnvægi sjónarmiöa, starfsstétta og kvnja, sem gera veröur kröfu til. Þegar þar við bætist að ábyrgir menn í öðrum flokkum hafa lýst því yfír að þeirra flokksmenn hafí skipulega misnotað próf- kjör sjálfstæðismanna, cins og gerzt hefur í Norð- urlandskjördæmi vestra, þá hlýtur að vera kominn tími til að staldra við. Prófkjör eiga enn eftir að fara fram í nokkrum kjördæmum landsins vegna komandi Alþingis- kosninga, þegar þessar lín- ur eru skrifaöar. Því er ekki eðlilegt að hefja um- - ræður um grundvallaratriði varðandi það fyrirkomulag sem ákveðiö hefur verið að styðjast við fyrir þessar kosningar. Hins vegar verður Sjálfstæðisflokkur- inn að taka prófkjör sín til endurskoðunar að þessari lotu afstaöinni, þannig að tryggt verði í framtíðinni að þau gegni hlutverki sínu og að reglur sem um þau gilda séu rökréttar og verði ekki misnotaðar. Klla verð- ur að huga að öðrum leið- um. I því sambandi kemur að sjálfsögðu mjög til grcina að knýja á um brevtingar á kosningaskip- an þannig að val kjósenda í kosningunum sjálfum veröi persónubundnara en verið hefur. Framundan eru örlaga- tímar i íslenzkum stjórn- málum. Næstu mánuði verður hart tekizt á um það hvort frjálslynd framfara- öfl með Sjálfstæðisflokk- inn í broddi fylkingar fá að ráöa ferðinni eða hvort landsmenn verða enn um skeið að búa við ofstjórn- arstefnu vinstri flokkanna og gersamlega misheppn- aða forystumenn eins og núverandi iönaðarráð- herra. Alþingiskosningar veröa snemma á næsta ári. Á úr- slitum þeirra veltur hvor stefnan veröur ofan á í landsstjórninni næstu árin. Sjálfsta-ðismönnum um land allt ber skylda til að snúa bökum saman gegn andstæöingunum í þessari baráttu. Á sjálfstæðis- mönnum i Reykjavík hvílir jafnframt sú skylda að tryggja formanni Sjálfstæð- isflokksins glæsilega kosn- ingu á Alþingi." Fróöleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! ptóirjpwM&frifo Taft — Taft Röndótt, köflótt, einlitt og skýjaö. Margir litir. Dömu og herrabúöin, Laugavegi 55. Ólafur Magnússon leigubílstjóri — Hreyfli. CITROENA I ófærðinni fer CITR0EN það sem aðrir fólksbílar komast ekki En hvað segir eigandi CITR0EN CX-Familiale Diesel Eg fullyröi aö enginn bíll jafnast á viö Cit- roén í ófæröinni, því má þakka þrem hæöa- stillingum og framhjóladrifi. G/obuSf" LAGMULI 5. SIMIB1555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.