Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAEHÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983 'fPi Nýbygging Samvinnubankans i Akranesi. Akranes: Kristleifur Jónsson, aðalbankastjóri Samvinnubankans, í ræðustól. Á myndinni er ennfremur Sveinn Guðmunds- son, fyrsti útibússtjórinn og stjórnandi byggingafram- kvæmda frá upphafi til loka. Samvinnubankinn í nýtt hús I Akranesi, 7. Tebrúar. ÚTIBÚ Samvinnubankans á Akra- nesi flutti starfsemi sína í hið nýja húsnæði sitt í dag, en auk þess er þar innan veggja þess umboð Sam- vinnutrygginga. Hið nýja húsnæði er þrjár hæðir ásamt rúmgóðum kjallara og í risi er geymsla. Eins og áður hefur verið frá greint eru skrifstofur Akraneskaupstaðar á annarri hæð byggingarinnar og skrifstofur Skattstofu Vesturlands- umdæmis á þeirri þriðju, ásamt sam- eiginlegu mötuneyti starfsfólks. Þessi bygging, sem er hin mesta bæjarprýði, stendur við hlið eldra húsnæðis útibúsins við Kirkju- braut. Hún er 5708 m3 að stærð, en gólfflötur er 1923 m2. Hönnunin er gerð af Teiknistofu SÍS og sá hún um allar teikningar að undan- skildum burðarþolsteikningum, sem unnar voru á Verkfræðistofu Braga Þorsteinssonar og Eyvindar Valdimarssonar. Ryggingarframkvæmdir annað- ist Trésmiðjan Jaðar og um raf- lagnir sá Raflagnaþjónusta Sigur- dórs Jóhannssonar. Miðstöðvar- og vatnslagnir voru lagðar af Rörlögnum Karvels og Páls hf. og múrverk og dúklagnir annaðist Ríkharður Jónsson. Járnsmíða- vinnu annaðist Stuðlastál hf. og vinnu við loftræstikerfi Blikk- smiðja Guðmundar Hallgrímsson- ar. Allt gler er frá Glerslípun Akraness. Öll þessi verktakafyr- irtæki eru starfrækt á Akranesi. Útibú Samvinnubankans á Akranesi var stofnað 3. jan. 1964 og var í fyrstu til húsa í einu her- bergi í sambýli við Samvinnu- tryggingar að Suðurgötu 36 og þá voru starfsmenn aðeins þrír. f september 1967 flutti útibúið í eig- ið húsnæði á Kirkjubraut 24 og hefur verið þar til dagsins í dag. Starfsemin hefur vaxið jafnt og þétt og fljótlega varð þar afar þröngt og var þá farið að huga að þeirri byggingu sem nú er risinn. Byggingarframkvæmdir hófust í maí 1981 og í mars 1982 var húsið fokhelt. í nóvember 1982 flutti svo Skattstofan í húsnæðið og nokkr- um vikum síðar skrifstofur Akra- neskaupstaðar. Nú aðeins ellefu mánuðum eftir að húsið varð fok- helt flytur útibúið og umboð Sam- vinnutrygginga starfsemi sína og þar með er húsið að fuliu tekið í notkun. Eins og áður segir hefur starf- semi útibúsins aukist jafnt og þétt og er það nú stærsta útibú bank- ans á landinu. Sveinn Guðmunds- son var útibússtjóri frá upphafi og til loka ársins 1981 er hann lét af störfum. Sveinn hafði umsjón með byggingarframkvæmdum allan byggingartímann, þar til nú að hann lætur endanlega af störfum við útibúið. Núverandi útibússtjóri er Örn- ólfur Þorleifsson, skrifstofustjóri Þröstur Stefánsson og trygg- ingarfulltrúi Kristján Sveinsson. Starfsmannafjöldi er í dag átján manns. J.G. ^fVskriftar- síminn er 830 33 laugavbg' ForréUur: 09öúörpusKe\ Qratineruö úorp Aöa\réWur- sne\ö QteiVU nautaúrV99 Ste parisienne. MorpinbUðið/ Árni Árnuon. Hluti gesta vid formlega opnun nýja húsnædisins sl. (ostudag. Gnoup MET HAGNAÐUR Útdráttur úr endurskoðuðum heildarreikningum Shareholders’ Funds (hlutafó) Capital Resources (eigið fé) Total Deposits (heildarinnlán) / 100,008 f 179’111 1,680,830 1981 £'000 59,693 110,456 1,163,830 Loans and Advances (heildarútlán) 1,275,974 797,753 Total Assets (eigmr) 2,002,433 1,397,294 Prof it before Taxation (rekstrarhagnaður fyrir skattgreiðslu) Prof it after Taxation (rekstrarhagnaður eftir skattgreiðslu) 13,243 11,152 11,407 7,670 Scandinavian Bank Group Aðalskrifstofa: Scandinavian House, 2-6 Cannon Street, London EC4M 6XX. Sími: 01-236 6090. Telex: 889093. Útibú: Bahrain, Bermuda, Geneva, Hong Kong, Los Angeles, Madrid, Monaco, New York, Sao Paulo, Singapore, Tokyo, Zúrich. íslenzkur hluthafi: Landsbanki islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.