Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983 47 Þórdís jafnaði nýsett met sitt Flóahlaup HID ÁRLEGA Flóahlaup ung- mennafélagsins Samhygdar verður háð næstkomandi laug- ardag, 12. febrúar, og veröur hlaupín sama leiö og undanfarin ár, 10 kílómetra hringur í Gaul- verjabænum. Hlaupið hefst viö Vorsabæ klukkan 14 og eru væntanlegir þátttakendur beðnir að mæta tímanlega að Vorsabæj- arhóli hjá Markúsi Ívarssyní, sem býður komumönnum upp á hressingu að hætti heimamanna að hlaupi loknu. Þá verður Stef- ánsbikarinn afhentur, farandgrip- ur sá sem Stefán Jasonarson bóndi í Vorsabæ gaf til hlaupsins á sínum tíma. ÞÓRDÍS Gísladóttir ÍR lætur ekki deigan síga um þessar mundir, nær góðum árangri í hverju mót- inu af öðru. Um helgina jafnaöi hún vikugamalt íslandsmet sitt í hástökki, stökk 1,86 metra á inn- anhússtórmóti í Bloomington í Indiana, þar sem íþróttamenn og konur frá 33 bandarískum há- skólum öttu kappi. Þórdís hefur þá þriðju helgina i röð ýmist jafnaö eða sett nýtt inn- anhúsmet í hástökkinu og sam- kvæmt heimildamönnum Mbl. í Bandaríkjunum er hún í mjög góöri æfingu og líkleg til enn frekari af- reka þegar frá líöur. Þórdís sigraöi á mótinu í Bloomington, eins og öllum innanhúsmótunum á árinu, en þau eru oröin fimm aö tölu hjá henni. — ágás „Æfi ótrauður fyrir 400 metrana á Hivrá — segir Oddur Sigurðsson spretthlaupari „ÆFINGARNAR hafa gengið vel hjá mér, en ég er óhress með ár- angurinn í innanhússmótunum,“ sagði Oddur Sigurðsson sprett- hlaupari úr KR í samtali við Morg- unblaðið í gær. Oddur er sem kunnugt er viö nám og æfingar í háskólanum í Austin í Texasríki í Bandaríkjunum. Oddur hefur þrívegis keppt inn- anhúss þaö sem af er ári, alltaf í 600 stiku hlaupi, auk boöhlaupa. Næstsíöustu helgina i janúar hljóp hann í Arkansas og varö þriöji á 1:11,63 mínútum, viku seinna í Baton Rouge í Louisiana og varö sjötti á 1:11,40, og um helgina hljóp hann á 1:12 mínútum í Al- buquerque í Nýju Mexikó og sigr- aði. Bezti árangur Odds er 1:10,85 minútur, frá í fyrra. í 4x400 metra boöhlaupi hafa Oddur og félagar náö 3:13 mínútum. „Ég hef æft talsvert meö 800 metra hlaupurunum í vetur og keppti nokkrum sinnum á þeirri vegalengd á fyrstu mótunum, en 400 metrarnir veröa eftir sem áöur aöalgreinin. Ég stefni ótrauður á þátttöku í 400 metra hlaupinu á heimsmeistaramótinu í Helsinki, naöi lágmarkinu í fyrrahaust á Evr- ópumeistaramótinu," sagöi Oddur. Hann sagöi í samtalinu aö æfingar gengju vel hjá hinum íslenzku frjálsíþróttamönnunum í Texas, þeim Óskari Jakobssyni ÍR, Einari Vilhjálmssyni UMSB, Ágústi Þor- steinssyni UMSB og Guömundi Skúlasyni Á. — ágás. Þorbergur leikur með landslioinu í Hollandi ÞORBERGUR Aðalsteinsson Vík- ing sem gat ekki farið með hand- knattleikslandsliðinu til Norður- landa vegna þess að hann var ekki búinn að ná sér af meiöslum, er farinn aö æfa af fullum krafti með liðinu. Þorbergur hefur náð sér fyrr af handarmeiðslunum en von var á og nú er alveg Ijóst að hann mun fara með landsliðinu til Holllands í B-keppnina. Verður það mikill styrkur fyrir landsliöiö að fá Þorberg í liðið aftur, hann er sterkur gegnumbrotsmaður og góð skytta. Þá hefur Þorbergur mikla reynslu í stórkeppi jafnt með félagi sínu Víkingi sem landsliðinu. Landsliöiö i handknattleik er nú búið aö fá lausn á æfingavanda- máli sínu. Liöiö hefur fengiö fastan tíma í Laugardalshöllinni á hverjum degi klukkan 17 síödegis en þá er æft í eina og hálfa klukkustund. Æft verður á fullum krafti þar til liðiö fer til Hollands 22. þessa mánaöar. Þá mun liðiö leika marga æfingaleiki. — ÞR. • Þorbergur Aðalsteinsson skorar (landsleik. Hann hefur nú náð sér eftir slæm handarmeiðsli og leikur með liðinu í B-keppninni í Hollandi í lok febrúar. Öruggur Haukasigur Sigfús Jónsson, sem hér sést í vatnsgryfjunni í hindrunarhlaupi, fer ásamt Sigurði P. Sigmundssyni til Seoul í Suöur-Kóreu í apríl og keppa þeir félagar þar í maraþonhlaupi. Það veröur í fyrsta skipti sem íslenskir íþróttamenn keppa í Suöur-Kóreu. Forsaga málsins er sú aö Suö- ur-Kóreumenn þuöu Frjálsíþrótta- sambandinu í vetur aö senda tvo keppendur og fararstjóra sér aö kostnaöarlausu til hlaupsins, sem fer fram þar í landi árlega. Borga Kóreumenn allan ferðakostnaö og uppihald til og frá Islandi. Nú er bara beðið eftir farmiöun- um, en þeir Sigfús og Siguröur Pétur hafa frá áramótum undirbuiö sig fyrir þetta hlaup af kostgæfni. Þeir hafa báðir hlaupið 4—5 mara- þonhlaup hvor og hefur Siguröur náö bezta árangri islendings í greininni, 2:27,05 klst., frá í fyrra- vor. Sigfús átti Islandsmetið um tíma. Ef aðstæður í Seoul veröa ákjósanlegar og þeim tekst vel upp, ættu báðir aö geta hlaupiö vel undir núgildandi meti. — ágás. Haukar sigruðu ÍR örugglega í bikarkeppní HSÍ í gærkvöldi meö 30 mörkum gegn 24. Leikur lið- anna fór fram í Hafnarfirði. Liö Hauka var ekki í neinum vand- ræðum meö aö sigra hið slaka 1. HILMAR Björnsson landsliðs- þjálfari í handknattleik heldur utan til Danmerkur á föstudag. Hilmar fer gagngert utan til þess að sjá spánska landsliöiö í handknattleik leika tvo vináttu- landsleikí viö Dani á laugardag og sunnudag. Spánverjar koma til Danmerkur í dag og munu dvelja þar í æfingabúðum fram aö B-keppninni í Hollandi. Á því má sjá að þeir leggja allt í sölurn- ar til þess að frammistaöan veröi sem besti í B-keppninni. Spán- verjar hafa sett markið hátt og eru ákveönir í því að ná í annað af tveimur efstu sætunum ( keppn- deildar lið ÍR létt. f hálfleik var staðan 16—9. Haukar tóku strax forystuna í leiknum og léku oft vel, lið þeirra er í stöðugri framför og virðist leika betur með hverj- um leik. inni en þaö myndi tryggja þeim ferö á næstu Ol-leika sem fram fara í Los Angeles næsta sumar. — ÞR. Frjálsíþróttasamband fslands hefur velið tvo maraþonhlaupara, í síöari hálfleiknum héldu þeir forskoti sínu án mikillar fyrirhafn- ar og sigur þeirra var aldrei í hættu. Bestu menn Hauka voru Höröur Sigmarsson sem skoraði 8 mörk og Ingimar Haraldsson og Árni Sverrisson sem skoruðu 5 mörk hvor. Björn Björnsson var bestur í liði ÍR og skoraði hann jafnframt flest mörk eða 9 talsins. Lið ÍR er því falliö úr bikarkeppn- inni í ár. þá Sigfús Jónsson ÍR og Sigurð Pétur Sigmundsson FH, til þátt- töku í maraþonhlaupi í höfuðborg Suöur-Kóreu, Seoul, 24. apríl næstkomandi. Hilmar fylgist með Spánverjum í maraþonhlaup í Suður-Kóreu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.