Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 48
J-\$krift2Lr- síminner 83033 tfgunltffifrifr Q5 jglýsinga- síminn er 2 24 80 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983 Kjördæmamálið: Staðan óbreytt STAÐAN í kjördæmamálinu á AI- þingi var óbreytt í gærkvöldi. Formannafundur verður haldinn í dag á ný, en ekki er að vænta nýrra tíðinda, að sögn þeirra formanna sem Mbl. ræddi við í gær, fyrr en eftir miðstjórnarfund Framsóknarflokksins á sunnu- dag, en framsóknarmenn hafa beðið um frest fram yfír fundinn til að gefa svör um afstöðu sína. Miðstjórnarfundur hefur einnig verið boðaður hjá Al- þýðubandalaginu um helgina, og má vænta þess að málið verði þar einnig til umfjöllun- ar, en eins og komið hefur fram í Mbl. lýsti fjármálaráðherra, Ragnar Arnalds, sig andvígan hugmyndum stjórnmálaflokk- anna í ríkisstjórn í fyrradag. Mbl. birtir í miðopnu blað- sins í dag tillögurnar í kjör- dæmamálinu, eins og þær liggja nú fyrir í þingflokkun- um. Fyrri Vínarkonsert Sinfóniuhljómsveitar íslands undir stjórn hins beimsfræga stjornanda Willi Boskovsky er í hasKoiabioi i kvöld. Uppselt varo a skömmum tíma. Aðrir tónleikar verða á sunnudag. Boskovsky gerir meira en að stjórna, hann grípur einnig til fíðlunnar, eins og sjá má á myndinni, sem tekin var i æfíngu í gær. Monjunbiaoio/ Emiifa 530 aðilar á biðlista eftir síma í borginni Um 530 manns eru nú á biðlista eftir síma í Keykjavík. í Hafnarfiröi bíða um 80 manns eftir því að fá síma og sómuleiðis er biðlisti í Mosfellssveit. Hvað Reykjavík áhrærir bætast um 200 númer við í vor, en það leysir ekki allan vandann. Hafsteinn Þorsteinsson, sím- stöðvarstjóri í Reykjavík, sagði í gær, að engin númer væru til í Miðbæjarstöð og þá 530, sem væru á biðlista, vantaði númer frá þeirri stöð. Hún þjónar svæðinu frá Laugarnesvegi vestur á Sel- tjarnarnes. Breiðholtsstöð, Múla- stöð og Kópavogsstöð anna hins vegar sínum svæðum. í lok apríl verður sett upp tæki, sem flytur um 200 númer frá Breiðholtsstöð í Miðbæinn. í Hafnarfirði bíða um 80 manns eftir því að fá síma og biðlisti er í Mosfellssveit. Hafsteinn sagði að þó Varmárstöð hefði tvívegis ver- ið stækkuð á síðustu árum dygði það ekki lengur til, enda hefði byggst mjög mikið í Mosfellsveit á fáum árum. Loks gat Hafsteinn þess, að ekki hefði tekist að endurnýja jarðsímakerfi sem skyldi vegna fjármagnsskorts. Víða í gamla bænum þyrfti að e'ndurnýja kerfið og fjölga línum, en það hefði reynzt erfitt af þessum sökum. Hins vegar hefði enn tekist að leggja jarðstrengi í ný hverfi. Flugleiðir: Um 20 milljóna króna tap á innanlandsflugi TAP Flugleiða af rekstri innanlands- flugs félagsins á síðasta ári var lið- lega 20 milljónir króna, að sögn Björns Theódórssonar, fram- kvæmdastjóra markaðssviðs Fhig- leíða. „Við höfum komið þessum bráðabirgðatölum til verðlagsyf- irvalda með ósk um leiðréttingu, en til þess að dæmið hefði gengið upp, hefðu fargjöldin þurft að vera um 15% hærri að meðaltali," Sigurður Þórarinsson jarðfrœðingur látinn Bráðabirgðalögin: Frestun fram á fóstudag? Bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar komu lil framhaldsumræðu í neðri deild Alþingis klukkan sex síðdegis í gær. Ij'mræðan stóö til klukkan sjö en lauk ekki og vóru margir þingmenn á mælendaskrá er forseti frcsiaoi henni. Mikil spenna var í þinghúsinu í gær vegna óvissu um, hvort skellt yrði á kvöldfundi og þess freistað aö knýja fram atkvæðagreiðslu. Framsóknarmenn lögðu á það ofurkapp, en ýmsir þingmenn aðrir kjósa að fá fram lyktir í kjördæma- málinu áður en gengið verður til at- kvæða um bráðabirgðalögin. Fram- sóknarmenn hafa tekið sér frest í því máli fram yfir miðstjórnarfund flokksins, er haldinn verður um nk. helgi. Forseti þingdeildarinnar, Sverrir Hermannsson, sagði við fréttamann Morgunblaðsins, að til athugunar væri að halda umræðunni áfram nk. föstudag, en það væri þó ekki afráð- ið. Sú málsmeðferð yrði rædd við þingflokkaformenn í dag, fimmtu- dag. Stuttur fundur verður í efri deild Alþingis klukkan eitt miðdegis í dag en fundur hefst síðan í Sameinuðu þingi klukkan tvö. Sjá nánar um þinghaldið í gær á þingsíðu Mbl. SIGURÐUR Þórarinsson, jarð- fræðingur, er látinn í Reykjavík, 73 ára að aldri, en hann var fæddur á Hofi í Vopnafirði 8. janúar 1912. Sigurður Þórarinsson lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1931 og hélt þá utan til náms. Hann stundaði nám við Kaupmannahafnarháskóla og hélt þá til Stokkhólmsháskóla, þar sem hann lagði stund á jarðfræði, landafræði og grasafræði. Sigurður lauk doktorsprófi árið 1944. Sigurður réðst sem kennari við Menntaskólann í Reykjavík 1944—1945, en árið 1946 var hann ráðinn sem sérfræðingur við at- vinnudeild HÍ. Sigurður var síðan ráðinn forstöðumaður landafræði- og jarðfræðideildar Náttúrugripa- safns Islands árið 1947. Þá var Sig- urður settur prófessor við landa- fræði- og jarðfræðideild Stokk- hólmsháskóla um nokkurra ára skeið. Sigurður varð seinna kennari og síðar prófessor við raunvísindadeild Háskóla íslands, auk þess að gegna ýmsum hliðarverkefnum. Hann var m.a. jarðfræðilegur ráðunautur við margar virkjanir. Sigurður sat í stjórnum fjöl- margra félaga og félagasamtaka í gegnum tíðina. Þá var Sigurður kjörinn heiðursfélagi í fjölmörgum félögum hér heima og erlendis. Sigurður skrifaði ótölulegan fjölda greina í blöð og tímarit í gegnum tíðina, auk þess að skrifa nokkrar bækur. Þá var Sigurður Þórarinsson sérstakiega þekktur sem sérfræðingur í Heklueldum. Eftirlifandi kona hans er Inga Þórarinsson. sagði Björn Theódórsson ennfrem- ur. „í þessu sambandi er athyglis- vert að bera saman þetta tap af rekstri innanlandsflugsins, sem við erum í raun neyddir út í, og síðan þá upphæð sem við höfum fengið í eftirgjöf gjalda til ríkisins vegna Atlantshafsflugsins. Þar kemur í ljós, að sú upphæð er mjög svipuð," sagði Björn Theó- dórsson. „Við vildum í raun mun heldur reka alla okkar starfsemi á réttum grundvelli, fá eðlilegar hækkanir á innanlandsfargjöldum og sjá síðan um það tap sem hugsanlega verður á Atlantshafsfluginu," sagði Björn Theódórsson. Djúpivogur: Tilkoma þríburanna á við þrjá fjórðu af ársfjölguninni ÍBÚUM Djúpavogs fjölgaði að- eins um fjóra á síðasta ári, en 1. desember 1981 voru þeir 391, en samkvæmt bráðabirgðatölum 1. desember 1982 voru þeir 395. Fjölgunin milli ára er því liðlega 1%. Það má því segja, að tilkoma þríburanna, sem fæddust í Reykjavík í vikunni, sé á við 75% af ársfjölgun íbúa staðar- ins, en fjölgun íbúanna með tilkomu þríburanna er liðlega 0,76%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.