Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983 Er dýrðin goldin of háu verði? — eftir Margréti Ma tth íasdóttur Góðir land.smenn. Ekki hefði ég nú trúað því, að fyrir mér ætti að liggja að rita grein í blað, um lífið og tilveruna, en sú er nú samt raun orðin á, maður á nefnilega aldrei að hugsa aldrei. Það er svo margt, sem manni fyndist að öðruvísi mætti gera í okkar þjóðarbúskap, en það er erf- itt að gera svo öllum líki, eins og alþjóð veit. Eg hef lengi tilheyrt þeirri hljóðlátu stétt íbúa þessa lands, sem húsmæður eru nefndar, en þær eru ekki þekktar fyrir að láta heyra of mikið í sér eða frá sér. Mér finnst nefnilega að það séu margir sem ekki skynji lengur að til eru konur í þessu landi, sem eru heima að hugsa um börn og bú og vilja gera það og ég tel að gera mikið gagn fyrir framtíð þessa lands, með því að hlú að börnum sínum og barnabörnum eftir getu og mætti. Með því móti fái börn þeirra betri æsku og meira öryggi, er þau vita af einhverjum heima fyrir til að tala við og segja fréttir frá skólanum, en þurfa ekki að koma að tómu húsi og opna sjálf með lykli, þegar heim er komið. Ég hef sjálf verið svo lánsöm að fylgja öllum mínum börnum úr hlaði, en þau eru 7 talsins, án þess að þurfa að vinna utan heimilis og því hefur húsbóndinn einn verið fyrirvinna fyrir þessum stóra hópi alla tíð og samt gátum við keypt okkur húsnæði, til að búa í. En hvernig væri þetta nú, ef við vær- um að byrja búskap í dag? Ég get ekki séð annað en að það sé ókleift að ein fyrirvinna sé fyrir heimili í dag, jafnvel þó barnlaust sé, ef fólk ætlar að reyna að eignast þak yfir höfuðið. Greiðslubyrði er svo geysimikil, að ein iaun venjulegs skrifstofumanns, skulum við segja, nægja engan veginn bara fyrir því, sem greiða þarf af íbúð- arkaupunum, hvað þá heldur, að hægt væri að lifa af þeim launum líka. Það er nefnilega fleira sem þarf að greiða heldur en bara að borga fyrir húsnæði, hvort sem fólk er búið að kaupa, er að kaupa eða leigir íbúð. Það kostar nefni- lega að borða og fá að lifa í þjóð- félagi, hvar sem er í heiminum, en við sem fæðumst hér, þó dýrtíð sé hér mikil, megum þó þakka al- mættinu fyrir að lenda hér, en fólk á íslandi gerir líka miklar kröfur, og sættir sig yfirleitt ekki við lífið, nema því sé lifað í háum gæðaflokki, miðað við það, sem maður kynnist hjá fólki í öðrum löndum. Það er svo margt sem landanum þykir vera alveg sjálf- sagt, en er það bara ekki ef aðeins betur er að gætt, svo sem að hafa heitt vatn í krönum sínum. En svo er hin hliðin á málinu, hvort dýrðin sé goidin ot háu verði, það gæti nefnilega verið betra, að hafa svolítið minna milli handa, en hafa þess í stað smá- tíma til að njóta þess að vera hreint og beint heima hjá sér. Það eru margir sem leggja mikla áherzlu á, að hætta ekki fyrr en komið er í svo og svo stórt einbýlishús og helst einn bíll á mann. Þetta fengum við að sjá í hinu stórgóða leikriti Guðmundar Steinssonar: Stundarfriði: Það gætu verið fleiri heimili í þessu landi en okkur grunar þar sem líf er jafn innihaldslaust og þarna var túlkað og allt gekk út á það, að vinna meiri peninga inn, til þess að kaupa ný föt, sem væru í há- tízku, bíl fyrir flesta heimilis- menn, vélar til alls. Já, vel á minnst til hvers allar þessar vélar, ef maturinn var aðallega piliur, sem allir þurftu mikið á að halda, þessar fáu mínútur sem stanzað var heima, eða börnin fundu sér súrmjólk eða cheerios, ef þau voru svöng, a.m.k. flesta daga. Og svo var það með blessuð börnin. Það átti bókstaflega að kaupa þau líka og tvö börnin af 3 þáðu peninga með glöðu geði, en þriðja barnið, stúlka, gerði það bara ekki, heldur reif þá í tætlur, þegar pabbinn af góðsemi sinni ætlaði að losna við hana, með því að fá henni peninga. Hann for- undraðist á þessu háttarlagi henn- ar og taldi hana bara klikkaða, en það eina sem þessi viðkvæma sál þráði, en enginn þarna heima fyrir skynjaði, var umhyggja og kær- leikur, en hann er ekki falur fyrir peninga. Það er bara svo einfalt, að það fæst ekki allt fyrir peninga, þó nauðsynlegir séu. Kærleik, frið, ástúð og öryggi er ekki hægt að kaupa inn á heimilin með pening- um. Það væri óskandi, að það væru ekki margir hér á landi, sem lifa jafn tómlegu lífi sálarlega og þetta vesalings fólk, sem í öllu stressinu af allsnægtunum, fjar- lægðist hvort annað jafnt og þétt, i innihaldslausu lífi sínu. Það get- ur nefnilega verið erfitt að hafa of lítið, en það getur verið skaðlegt að hafa of mikið milli handa. Þá skulum við athuga að það getur verið erfitt að láta enda ná saman og halda búrekstri heimila hallalausum í þessu þjóðfélagi í dag. Verðbólgan geysist eins og fellibylur, sem skellur á hjá öllum landsmönnum. Og ríkið, sem við megum þakka fyrir að fá að lifa í, heimtar sitt og að því mér finnst meira en það. Það kveður svo rammt að þessu, að í dag nægir orðið tæplega, að hafa eina fyrir- vinnu til þess að halda heimili gangandi, þó húsakaup séu afstað- in, hvað þá heldur hjá þeim, sem standa í þeim ósköpum, að vera að kaupa íbúð. Skattaálögur eru svo gegndar- lausar í öllum mögulegum mynd- um. Allt, bókstaflega allt er marg- álagt, og mikið af þessu er afleið- ing af hrikalegum lántökum, sem átt hafa sér stað erlendis, en eins og allir vita þá er lán ekki gjöf, þau þurfa nefnilega að greiðast til baka, með vöxtum, og í dag er eng- inn öfundsverður, sem skuldar stórar fúlgur af peningum, hvorki einstaklingar né þjóðarbúið. Við skulum staldra hér aðeins við og taka mið af fjölskyldu, sem er af vísitölustærðinni, hjón með 2 börn. Annað í menntaskóla, hitt um fermingu. Faðirinn einn er fyrirvinna, með ágæt laun, um 15 þúsund krónur á mánuði. Hann fær ekki 15 þús kr. heim, eins og allir vita, því fyrst þarf að borga ríkinu 4000 kr. í skatta og ýmis gjöld svo sem eftirlaunasjóðs- gjald, stéttarfélagsgjald, orlof og fleira sem týnist til er um 1.000,00 kr. Þá eru eftir um 10.000,00 kr. til að koma með heim. Annan hvern mánuð þarf að greiða um 3.000,00 kr. fyrir rafmagn og hita og sím- inn er skulum við segja um 1.000,00 kr. 3. hvern mánuð, var- lega áætlað. Þá er um 6.000,00 kr. eftir, ef þessir reikningar hafa báðir borist. Nú og svo á fólkið íbúð og af henni þarf að greiða 7.500,00 kr. í fasteignaskatt, sem deilist í 3 greiðslur, því búið er í Reykjavík, það verður þá 2.500,00 kr. í 3 skipti í þessu dæmi. Þá væri talan komin niður í 3.500,00 kr. til að lifa fyrir og það gerir um 800,00 kr. á viku, og þá er ekki búið að kaupa strætisvagnakort, sem mundi vera vægt áætlað hjá þessu fólki um 200,00 kr. á viku. Þá er nú farið að minnka það, sem á að kaupa mat fyrir, orðið að 600,00 kr. á viku, eða um 85,00 kr. á dag. En sem betur fer, reykir enginn né drekkur, á þessum bæ. En hvað fæst nú fyrir dag- skammtinn. 2 lítrar af mjólk, sem Margrét Matthíasdóttir „Það er bara svo einfalt, að það fæst ekki allt fyrir peninga þó nauðsynlegir séu. Kærleik, frið, ástúð og öryggi er ekki hægt að kaupa inn á heimilin með peningum“. gerir 19,40 kr. 1 heilhveitibrauð óniðursneitt, sem sé vísitölubrauð á 8,85 kr. 1 poki kartöflur á 16,85 kr., tæp 800 gr. af kjötfarsi, því afg. væri um 40,00 kr. en 1 kg af kjötfarsi kostar nú 55,50 kr. En hvað um ávexti, grænmeti, kaffi te, smjör, ost, sólblóma, þvottaefni, sápu, kókómalt, tóm- atsósu og margt fleira, sem ekki teldist vera neinn lúxus. Þetta bú væri rekið bíllaust, en ég finn til með því fólki, sem þarf að standa undir slíkum rekstri í dag. Af þessu er augljóst mál, að ráðamenn þessarar þjóðar, hafa ekki innsýn í líf venjulegs fólks í þessu landi, því þeir eru allir á bullandi háum launum, fyrir utan að margir eiga maka, sem einnig taka laun. En gott væri nú, ef þeir gerðust svolítið mannlegri heldur en þeir hafa verið gagnvart laun- þegum, þegar til launahækkana hefur átt að koma og búið er að standa í miklu þrasi, svo ekki sé nú meira sagt, til þess að knýja fram nokkur prósent í grunn- kaupshækkanir, þá hafa þessir gæðingar í langan tíma, eins og alþjóð veit, leikið þann leik, að falsa vísitöluna launþegum í óhag. En þegar dæmið snýr að ríkisbú- skapnum, þá dugar ekki svona nokkuð, því fjármálastýring þjóð- arheimilisins er ekki alveg nógu hagstæð. Það vantar nefnilega alltaf meiri peninga þar. En þeir skynja ekki, að ýmislegt er, sem öll litlu heimilin í landinu komast ekki undan að greiða. Þegar svo launahækkun á að vera, við skul- um segja 17% sem búið er að semja um, þá segja þeir, það verð- ur bara greidd 7% hækkun, en á sama tíma fara þeir fram á, við skulum segja 40% hækkun á rafmagni og þeir fá í gegn 20% hækkun. Og síminn þarf 30% hækkun, en fær 15% hækkun. Þá sjáum við að á endanum duga eins manns laun rétt til að greiða allar opinberar greiðslur, sem til falla, en hinn aðilinn verður að reyna að fá sér vinnu, ef hann er ekki nú þegar útivinnandi, til að hægt sé að kaupa í matinn. Það er sem sé verið að reyna með góðum árangri að uppræta þá stétt, sem áður fyrr þótti ómiss- andi. Ekki lengra síðan en þegar ég var að alast upp, og tel ég mig ekki vera neitt sérstaklega gamla, var óþekkt fyrirbæri, að mömm- urnar væru útivinnandi. Ég man aðeins eftir einni móður, sem var ekkja, sem vann úti í þá daga. En í dag er dæminu algjörlega snúið við, heimavinnandi húsmæður fyrirfinnast ekki víða. Það er svo margt, sem bendir til þess, að ráðamenn þessarar þjóðar reikni bara fastlega með, að þær séu nú þegar uppurnar, ef dæma má af ýmsum verkum þeirra. Ég ætla nú bara aðeins að nefna 3 dæmi, sem sanna þetta. Það er þá fyrst til að taka, að þegar kassinn var að yfirfyllast hjá þeim út af síðustu hækkun á vörugjaldinu, þá höfðu þeir ekki hugmynd um, hvaðan obbinn af þessum háa skatti kom, en ég held ég viti svolítið meira en þeir um það. Ég segi hiklaust frá húsmæðr- unum í landinu, sem verða að kaupa inn og elda mat heima hjá sér, því hverjir í landinu finna meira en þær fyrir því, að þrátt fyrir 12% gengisfellingu, sem gerð var og allir vita um, þá var vöru- gjaldið hækkað í tæplega 40% á ýmsum vörum, þannig að t.d. tóm- atsósuflaska af stærri gerð, sem kostaði á tilboðsverði fyrir gengis- lækkun 13,50 kr., hækkaði í 23,00—29,00 kr., eða um 80—110% (en í dag er þetta að verða gamalt verð, því nú sjást orðið tómat- flöskur af minni gerð á 27,00 kr). Þetta er aðeins eift dæmi, en gegnumsneitt er þetta það, sem heimilin í landinu þurfa að láta sér lynda. Meðan launahækkanir eru um 10%, þá hækka allar vörur og þjónusta margfalt meira. En húsmæður komu ekki til álita um láglaunagreiðslurnar, vegna þess að þær taka ekki laun og eiga sér ekki málsvara á Alþingi. Næsta dæmi er um skattamálin, sem um var getið í þættinum „Um daginn og veginn", fyrir nokkru, en þar var réttilega bent á það, að hjón, sem vinna bæði úti og mundu hafa um 110.000,00 kr. í árslaun hvort, fengju um 17.000,00 kr. lægri tekjuskatt en hjónin, þar sem annar aðilinn vinnur inn sömu upphæð og þau tvö, eða 220.000,00 kr. í árslaun. Þá er nefnilega lagt á það í einni heild, en ekki deilt í með 2. Þarna er verið að lítilsvirða þær, sem heima Vítaverður atvinnurógur — eftir Guölaugu ÍWtrarinsdóttur Eftir að hafa lesið grein Þor- valdar Þorvaldssonar í Morgun- blaðinu 2. febrúar sl. get ég ekki orða bundist. Hann geysist fram á ritvöllinn með slíkan atvinnuróg og persónulegar aðdróttanir að manni, sem reynir af fremsta megni að leysa af hendi skyldu- störf sín, við hin erfiðustu skil- yrði. Framkoma bifreiðastjórans átti ekkert skylt við dómgreind- arleysi eða vítavert gáleysi, enda hefur enginn mér vitanlega kynnst því í fari ómars óskars- sonar, þvert á móti hefur hann reynst traustur og aðgætinn, eins og hann á ætt til. Ef vegir eru ekki auglýsir lokað- ir, er ætlast til að sérleyfisferðum sé haldið uppi samkvæmt áætlun. I-öggjafinn setur reglur um fólksflutninga með bifreiðum, sem fara skal eftir, og samviskusamir menn gera sér allt far um að fara eftir þeim, enda stæði ekki á kær- um og kvörtunum, ef útaf bæri, jafnvel frá fólki sem að öllu jöfnu notar ekki sérleyfisferðir. Samgönguráðuneytið veitir sérleyfi til fólksflutninga með al- menningsbifreiðum, með því skil- yrði að fólksflutningaþörf á sér- leyfisleiðinni verði fullnægt og að fylgt verði staðfestri ferðaáætlun. Énginn bifreiðastjóri ákveður hvenær farþegi notar sérleyfis- ferðir og síst af öllu eins og grein- arhöfundur segir orðrétt — anar með saklausa farþega. Var það ekki einmitt farþeganna vegna sem lagt var í þessa ferð, eins og svo ótal margar aðrar ferðir? Far- þegarnir velja sér dag til ferðar, en bifreiðastjórinn leysir af hendi skyldustörfin. Hrædd er ég um að fækkaði Guðlaug Þórarinsdóttir. mjög sérleyfisferðum um landið, eða þær legðust nánast niður með öllu, ef aidrei væri lagt út í tví- sýnu. Enginn hefur heyrt hana frænku mína blessaða, sem nú liggur á sjúkrahúsi eftir þessa óhappaferð, senda bifreiðastjór- anum kaldar kveðjur, eins og greinarhöfundur virðist álíta. Hún þekkir íslenskt veðurfar af eigin reynslu og hefur margar ferðir átt um þennan veg fyrr og síðar. Óhöpp geta alltaf átt sér stað, hvar sem við erum stödd. Það væri ef til vill réttara að hætta sér aldrei út fyrir dyr í hálku, en vel að merkja, til eru dæmi um að fólk detti á gólfið heima hjá sér og beinbrotni. Hver getur ákveðið hvar við erum fullkomlega örugg? Menn sem telja sig vita öðrum betur, hvað sé hættulaust hverju sinni, ættu að vera nógu greindir til þess að hlaupa ekki upp til handa og fóta með pennann að vopni og dæma, að óathuguðu máli, jafn vægðarlaust og ódrengi- lega og þarna er gert. Það er engu líkara en maðurinn haldi að öku- menn sérleyfisbifreiða séu bara í bílaleik og tækifærin séu gripin þegar veður er nógu slæmt. Er hér ekki skortur á dcmgreind? Það er hægast að sitja inni í hlýrri skóla- stofu og slá um sig með tilvitnun- um í Halldór Laxness, það gefur ef til vill einhvern greindarstimpil. Það virðist vera hugsjón þessa „RÉTTSÝNA" kennara að lítil- lækka og niðurlægja ökumenn sér- leyfisbifreiða og telja þá fyrir neð- an sig í greind. Við eigum marga vaska menn í þeirri stétt, sem leggja sig fram um að leysa störf sín af hendi, af alúð og samvisku- semi. Fyrir handleiðslu forsjónar- innar komast þeir lang oftast heilu og höldnu á leiðarenda. Er ekki mannlegra að bregðast með þreki við erfiðleikunum sem að höndum bera, heldur en leggja árar í bát og segja: nú geta hinir tekið við. Er það vegna þess að Ómar sótti bílinn, eftir slysið, sem greindarhöfundur fékk klígju? Veit hann ekki, að til þess þurfti allt annað og meira en penna og blað? Reykjavík, 6. febrúar, 1983,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.