Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 8
40
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983
FJARMAL FJÖLSKYLDUNNAR
Umsjón: Sigurður H. IngimarMon, viöskiptafraeöingur, framkvæmdatjóri Fjárfestingarfélags Islands hf. Pétur
Kriatinsson, forstöoumaöur Veröbréfamarkaðar FJárfestingarfélagsins. Pérur Þór Sigurðaaon, hdl., fram-
kvæmdastjóri Fasteignamarkaðar Fjárfestfngarfélagsfns hf.
HVAÐ ER
VERÐBOLGA?
í því sem hér fer á eftir mun í stuttu máli verða gerð grein fyrir verðbélgu,
áhrifum hennar og afleiðingum. Eingöngu verður stiklað á stóru og öllum
faglegum útskýringum sleppt. í næsta þætti mun svo verða fjallað um verð-
tryggíngu og þær breytingar á lánskjörum sem átt hafa sér stað henni_____
samfara, enda má telja slíkt nauðsynlegt þar sem gætt hefur mikils misskiln
ings á eðli hennar.________________________________________________
Hvernig mælum
við verðlags-
breytingar?
Til aö mæla verölagsbreytingar
eru notaöar svokallaoar vísitölur.
Mjög margar tegundir vísitalna
eru reiknaöar út hér á landi og
birtar reglulega.
Helstu tegundir þeirra eru:
framfærsluvísitala, byggingar-
vísitala og lánskjaravísitala.
Framfærsluvísitalan mælir
breytingar á framfærslukostnaöi
meðalfjölskyldu. Meðalfjölskyldan,
sem miöaö er viö, er hin svokall-
aöa vísitölufjölskylda þ.e.a.s.
reykvísk hjón með tvö börn (3,98
einstaklingar).
Byggingarvíaitalan mælir
hvernig kostnaður viö húsbygg-
ingar breytist frá einum tíma til
annars.
Lánskjaravísitalan er síðan
reiknuð út frá þessum vísitölum
þannig:
Framfærsluvísitala % Bygg-
ingarvísitala'/3 = Lánskjaravísitala.
Framfærslu
vísitalan
Grunnur núverandi framfærslu-
vísitölu byggir á niöurstööum
rannsóknar sem gerð var á vegum
Hagstofunnar á neysluvenjum 100
fjölskyldna í Reykjavík á árunum
1964 og 1965.
Þeir útgjaldaþættir sem mest
vægi hafa í núverandi vísitölu eru:
matvara — húsnæöi — föt og
skófatnaður — lestrarefni, hljóð-
varp, sjónvarp, skemmtanir o.fl. —
eigin bifreið og fargjöld.
Vísitala framfærslukostnaöar er
reiknuö fjórum sinnum á ári og
sýnir verölag í byrjun febrúar, maí,
ágúst og nóvember.
vi Viö hvern vísitöluútreikning má
segja aö fariö sé út í búö og inn-
kaupakarfan fyllt af þeim vörum
sem vísitölufjölkyldan er sögö
kaupa. Þá fæst út hvaö þessar
vörur kosta og vísitalan hækkuö
um þá hlutfallslegu veröþreytingu
sem átt hefur sér stað frá síöasta
útreikningi vísitölunnar fyrir þrem-
ur mánuöum.
Nýr vísitölugrunnur framfærslu-
kostnaöar er nú til umfjöllunar inn-
an ríkisstjórnarinnar eins og öllum
er vafalaust kunnugt.
Hinn nýi vísitölugrunnur byggir á
neyslurannsókn sem framkvæmd
var á vegum Hagstofunnar á árun-
um 1978—1980.
í þvi úrtaki sem neyslurann-
sóknin byggir á eru 177 fjölskyldur
af Reykjavíkursvæöinu og 75 fjöl-
skyldur af landsbyggöinni.
Vægi einstakra þátta vöru og
þjónustu í hinum nýja grunni hefur
breyst verulega frá hinum eldri s.s.
matvöru og feröalaga. Einnig hafa
nýir þættir komiö til og enn aörir
horfiö, sem eölilegt er, því nú eru
liðin rúm 15 ár frá síðustu neyslu-
rannsókn og á þeim tíma hafa
neysluvenjur okkar íslendinga
breyst verulega.
Verðbólgugróðinn
er oft
annar en sýnist
Hugsum okkur mann sem fékk í
arf kr. 145.000 (gkr. 14,5 milljónir)
árið 1978.
Hann keypti sór strax á því ári 4
herbergja íbúö í blokk á kr.
145.000.
í febrúar 1983 selur hann íbúö-
ina fyrir kr. 1.300.000.
Mismunurinn á söluveröi og
kaupveröi samkvæmt þessu er því
kr. 1.155.000.
Hann hefur því grætt á 5 árum
kr. 1.155.000 — eða hvaö?
Nei aldeilis ekki — enda þótt
margur vildi halda slíku fram.
Þaö eina sem hefur gerst er
þaö, aö hann hefur komiö í veg
fyrir að arfurinn rýrnaöi að raun-
gildi af völdum veröbólgunnar á
þessu 5 ára tímabili.
Hann átti fyrir 4 herbergja íbúð
í blokk fyrir 5 árum og hann á enn
fynr 4 herbergja íbúð í blokk en
ekkert fram yfir það.
Vísitölufjölskyldan í hinum nýja
grunni er 3,66 einstaklingur á móti
3,98 einstaklingum í hinum eldri.
Hann á t.d. ekki fyrir raöhúsi í
dag en það kostar nú um kr.
2.500.000.
Því má með sanni segja að
veröbólgugróöinn er oft annar en
sýnist.
Verðbólgugróði
eins
er annars tap
Hugsum okkur aö sá maður
sem áður var minnst á og keypti 4
herbergja íbúð í blokk á kr.
145.000 1. febrúar 1978 hafi feng-
ið alla upphæöina lánaöa í banka
tii 5 ára með hæstu leyfilegum
vöxtum og einni afborgun á ári.
1. febrúar 1983 selur hann íbúö-
ina fyrir kr. 1.300.000.
Sama dag greiðir hann loka-
greiðslu lánsins, sem hann tók fyrir
5 árum.
Á þessu 5 ára tímabili hefur
hann greitt í afborgun og vexti af
láninu sem nemur um kr. 800.000
m.v. verölag í dag að þvi gefnu að
HVAÐ ER VERÐBÓLGA?
Verðbólga er hækkun á almennu verölagi, eink-
um þannig, að hver hækkunin rekur adra.
Framfærsluvísitalan er oftast notuð þegar verð-
bólguhraðinn er mældur.
Þróun verðlags 1974—1982
á framangreindu tímabili hafi meö-
alveröbólgan á ári veriö 50%.
Hann stendur sem sagt uppi eft-
ir þessi viöskipti meö mismun, að
upphæö kr. 500.000, sem er verð-
bólgugróði hans.
En sparifjáreigandinn sem geröi
honum kleift aö fá lán í banka
vegna sparnaðar síns hefur aftur á
móti tapaö sömu upphæö.
Á þennan hátt hefur á undan-
förnum árum átt sér stað umtals-
verður fjármagnsflutningur frá
sþarifjáreigendum til þeirra sem
notið hafa óverötryggðra lána, en
það hefur leitt af sér misrétti og
misvægi í þjóöfélaginu.
Því má meö sanni segja aö
verðbólgugróði eins sé annars taþ.
Að síðustu
tapar öll þjóðin
á verðbólgunni
Hver hefur ekki heyrt fullyrðing-
una: „Það skiptir ekki máli hversu
vitlausa fjárfestmgu lagt sé í því
veröbólgan sjái til þess aö hún
borgi sig."
Þetta er lýsandi fyrir afstööu
manna, en jafnframt um leið
meinsemdin.
Veröbólgan hefur leitt til kæru-
leysislegra ákvaröana um fjárfest-
ingu þar sem ekki hefur að neinu
marki veriö tekið tlllit til arösem-
issjónarmiöa.
Slíkar óaröbærar fjárfestingar
hafa ekki komið mönnum í koll þar
sem þær hafa veriö fjármagnaðar
með óverötryggðu lánsfjármagni
sem veröbólgan hefur síöan séð
um að gera aö engu.
Á þennan hátt hefur umtals-
veröum fjármunum verið sóaö til
einskis sem leitt hefur til stöðnunar
í atvinnulífinu og komiö niöur á
þjóðfélagslegum framförum.
Aukinn hagvöxtur er forsenda
aukinnar velmegunar.
Forsenda aukins hagvaxtar er
aukin framleiöni í atvinnulífinu.
Aukin framleiðni kemur hins
vegar ekki til nema fjármagninu sé
tísku verslunin
Laugavegi]I8
105Reykjavík
sími 28980
pósf.hólf/5226
Siöasti dagur
útsölunnar
á morgun laugardaginn
19.2.
Opiöfrákl. 9—13.