Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983 * Mæð Hildur Einarsdóttir Svo virðist sem færst hafi fjörkippur í fæð- ingar á efra frjósemisskeiði kvenna víða um heim, þá einkum í Bandaríkjunum, ítalíu, Englandi og Frakklandi. Þetta kemur fram í nýlegri grein í tímaritinu ZEIT-magasin. Þar segir að athygli manna beinist núj ríkara mæli en áður að fæðingum kvenna, sem eru 35 ára og eldri. Haldin hefur verið alþjóðleg heilbrigðisráðstefna um málið og gefin út bók sem ber heitið „Þungun eftir 35 ára ald- urinn“ (Pregnacy after 35) skrifuð af Carole Spearin McCauley, auk þess sem ritaðar hefur verið fjöldi greina um þetta efni. í ZEIT-magasin segir ennfremur að sjálf Hollywood gangi þarna á undan með ágætu fordæmi þeirra Ursulu Andress, sem var 44 ára þegar hún átti barn, Fay Dunaway var 41 árs, Jill Clayburg 37 ára, Marléne Jobert 37 ára og Claudia Cardinal 43 ára eða á þeim aldri sem hún heföi getað veriö að verða amma. GOTT EFTIRLIT Segja má aö fjölgun fæðinga á efra frjósemisskeiöi kvenna sé meðal annars afleiöing betri þekkingar og tækni, sem gerir þaö kleift aö fylgjast meö þroska og viögangi fóstursins meðan þaö er enn í móöurkviöi og er hér átt viö sónar-tækiö. Einnig er hægt aö ganga úr skugga um þaö, hvort fóstriö er meö litningagalla eöa nokkra aöra sjúkdóma meö því aö taka legvatnssýni. Þar af leiöandi er nú meira vitað um áhættumeögöngur bæði hjá þessum aldursflokki og þeim sem yngri eru. Eykur þetta öryggiskennd foreldranna tilvonandi og dregur úr hræöslu viö aö eiga börn á þessum aldri. En samkvæmt tölfræöilegum athugunum þá fylgir því nokkuö meiri áhætta aö eiga börn, þegar konur eru komnar um og yfir fertugsaldurinn. Eru meðfæddir vanskaþnaöir og ýmsar áhættur viö fæöinguna meiri hjá konum á þessum aldri, þegar miðað er viö þúsundir eöa hundruö þúsunda kvenna, sagöi Gunnlaugur Snædal yfirlæknir á Fæöinga- deild Landspítalans í viötali sem Mbl. átti viö hann um þessi mál. En hann sagöi okkur jafnframt, aö ef konur væru undir góöu eftirliti eins og tíðkast hér á landi, þá ætti ekkert aö koma í veg fyrir aö þær geti fætt heilbrigö börn og ættu konur því ekki aö vera hræddar viö aö ganga meö og fæöa börn þó þær séu komnar yfir 35 ára aldurinn. HVER ER AHÆTTAN? En er engin áhætta samfara þeim rannsóknum, sem geröar eru á konum meöan á meðgöngu stendur. Viö lögöum þessa sþurningu og fleiri fyrir Gunnlaug Snædal. „Konur hafa veriö í endurteknum sónarrannsóknum á meðgöngutíma án þess aö þaö hafi komið nokkurs staöar fram, aö stuttbylgjurnar sem notaöar eru viö rannsóknina séu hættulegar þeim eöa fóstrinu. Hvaö legvatnsstungur áhrærir þá eru þaer ekki alls kostar hættulausar, þaö getur orðiö í örfáum tilvikum af þúsundum að legvatnsástunga geti framkallað fæðingu fyrir tímann," sagöi Gunnlaugur. En hættur sem fylgja sjálfri fræöingunni, hverjar eru þær? „Vefir veröa minna eftirgefanlegir meö aldrinum og þar af leiðandi þarf heldur oftar aö gríþa til aögeröa eins og keisaraskuröar, tanga og sogklukka. Þetta gildir líka um konur, sem átt hafa mörg börn, 8—10 eöa fleiri svo og frumbyrjur, sem byrja seint aö eiga börn. Er vel fylgst meö þessum konum og flestar fæöa þær eölilega." Eru konur, sem fæöa um og eftir fertugsaldurinn lengur aö ná sér eftir fæöinguna en þær sem yngri eru? „Almennt er ekki hægt að segja þaö, þetta fer eftir aöstæöum konunnar," sagði Gunnlaugur. „Konur, sem hafa unnið mikiö og hafa mikiö álag og eru þar af leiðandi þreyttari eru lengur aö ná sér og á þetta viö um konur á öllum aldri. Því þaö er ekki svo ýkja mikill munur á tíu ára skeiöi hvað þetta varðar." Magdalena Jónsdóttir með syninum Davíó Jón, en fyrir á hún og maöur hennar tvö kjörbörn. Ég hafði góöar vinkonur mínar úr stéttinni mér til trausts ogdialds svo og eiginmanninn. Drengurinn þurfti aö fara í súrefniskassa í smá tíma eftir aö hann fæddist, því hann kom aöeins fyrir tímann, en þetta er þó alltaf gert þegar börn hafa verið tekiö meö keisara- skuröi. Nokkrum klukkutímum eftir fæöinguna var ég svo komin tii stráksins akandi í hjólastjól. Á ní- unda degi var ég svo komin heim meö barniö og var hress miöaö viö aöstæöur og sama var um dreng- inn, sem hefur veriö afar heilbrigð- ur.“ En hver er afstaóa þfn til þess aö konur eigi börn i þessum aldri? „Mér finnst ekkert geta fæit konur frá því aö eiga barn þó komnar séu um fertugt. Móöir mín var 45 ára, þegar hún áttl mig og ég fann aldrei aö hún væri eldri en aðrar mæður. Hún er nú níræö og gengur til flestra sinna verka. Ég gæti þess vegna orðiö langamma barnabarna þessa drengs. En auövitaö breytti þetta tölu- verðu í lífu mínu og allrar fjölskyld- unnar. Þegar maöur á svona lítiö barn þá krefst þaö mikillar um- hyggju, en maöur veröur aö þassa sig á því, að láta ekki allt snúast um þaö, því þaö eru fleiri í kringum mann sem þarfnast umönnunar. Þaö má segja aö ég sé allt of mikið heima fyrir og fari of lítiö á meöal fólks, en þó ekkert minna en þegar hin börnln voru ung. En ég sé ekkert eftir þessum tíma, því hann er svo fljótur aö líöa, eins og einn læknir sagöi við mig: „Áöur en þú veist af þá ert þú búin aö l skíra barniö og áöur en þú ert búin aö snúa þér viö þá er þaö fermt"." C Hvernig varó ykkur viö, þegar 1 þiö fenguö staöfestingu á því aö ( þú værir ófrísk? „j fyrstu held ég aö okkur hjón- | unum hafi fundist þetta hálf hlægi- legt eins og oft er um hluti, sem maður trúir ekki og eru óraunveru- legir fyrir manni. En auðvitað vor- um viö óskaplega glöö og viö- brögö fólks í kringum okkur voru mjög jákvæð og ég held aö allir | hafi litiö á þetta sem pínulítiö ! kraftaverk." j) 44 ára, þegar ég átti mitt fyrsta „Allar líkur bentu til þess að við gætum ekki átt börn og tókum því tvö l kjörbörn. Við vorum fyrir / löngu hætt að hugsa um \ að eignast barn enda al- ( sæl með þau tvö, sem við ( eigum,“ segir Magdalena / Jónsdóttir er við ræddum ) við hana ó heimili hennar 1 nú fyrir skömmu._____ 1 Magdalena var 44 ára, þegar hún átti sitt fyrsta barn, sem er 9 \ mánaöa gamall strákur, Davíö Jón / aö nafni. Hún og maöur hennar l Ögmundur Einarsson eiga tvö I kjörbörn fyrir, stúlku, sem er 17 ára og heitir Kristín og 15 ára strák I sem heitir Einar. I „Raunverulega leyföi ég mér ekki aö hugsa um þetta sem veru- leika fyrr en ég var komin langt á leiö og allan meögöngutímann bam n þakkaöi ég fyrir hvern dag sem allt gekk vel. Þaö var vel fylgst meö mér meö- an á meðgöngunni stóö. Ég fór meöal annars í legvatnspróf, sem allar konur eru látnar fara í þegar þær eru komnar á þennan aldur, til aö athuga hvort eitthvaö sé að fóstrinu. Ég þurfti aö bíöa hálfan mánuð eftir niöurstööunum og fannst mér þaö erfiöur tími, en ekkert kom fram á sýninu, sem bent gæti til aö ekki væri allt í lagi. Ég vann fyrstu vikurnar eftir aö ég varö ófrísk en ég er Ijósmóöir. En síöan má segja aö mér hafi ver- iö pakkaö inn í bómul heima fyrir og eiginmaöur og börn stjönuöu viö mig, því ég mátti ekki reyna á mig. Síöustu þrjá mánuöi meö- göngutímans varö ég aö liggja á spítalanum. Þaö var aldrei spurning um ann- aö en aö barnið yröi tekiö með keisaraskuröi, því talið var aö ekki væri hægt aö leggja þaö á mig né barniö aö ganga í gegnum eölilega fæöingu. Ég var ekki svæfö meöan á fæöingunni stóð og gat því fylgst með því þegar barniö kom í heim- inn og það var stórkostlegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.