Morgunblaðið - 25.02.1983, Page 6
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983
Sumar konur eru þrælar
eigin frelsis
Einhvers staðar langt inn í skógum Nýja Englands
stendur sérkennilegt timburhús þar sem búa
nokkrar konur, sem gegna störfum ritara, aðstoð-
arkonu, fóstru og þar býr lítil rauðhærð stelpa, sem
heitir Molly. Fyrir utan húsið stendur bifreið með
númerinu ERA YES, en ERA stendur fyrir Equal
Rights Amendment, sem er breytingartillaga á
bandarísku stjórnarskránni og felur í sér afnám á
kynferðislegu misrétti. Húsráðandi er engin önnur
en Erica Jong rithöfundur, sem á skömmum tíma
SEGIR ERICA JONG RITHÖFUNDUR, SEM HNEYKSLAÐI MARGA MEÐ RÓK
SINNI „FEAR OF FLYING". HÚN HEFUR EINNIG SKRIFAÐ BÆKURNAR „HOW
TO SAVE YOUR OWN LIFE“ OG „FANNY" OG VINNUR NÚ AÐ BÓK UM SÖGU
NORNA
varð fræg er út kom bók hennar Fear of Flying,
sem hneykslaöi marga og önnur skáldsaga, sem
heitir Fanny. Með því að rífa niöur fastmótaðar
hugmyndir um konuna, sem engil eða drós, hefur
Erica Jong skyggnst undir yfirborð hversdagsleik-
ans og sagt frá efasemdum, vonleysi, bældum
hvötum og kynórum er stundum verða að veru-
leika. Hún segir líka frá því hvernig sé að vera
svikin kona og að frelsi í kynferöismálum sé fyrsti
og augljósasti rétturinn af mörgum, sem henni og
öðrum konum hefur verið neitaö um og hún hefur
oröiö að öðlast fyrir eigin tilstyrk. Ástarlýsingar I
bókinni Fear of Flying (sem þýdd hefur veriö á
íslensku og gefin út undir heitinu Isadora af Ægis-
útgáfunni) þóttu svo berorðar á sínum tíma að
mæður áttu það til að taka bókina úr höndum
dætra sinna og henda henni í ruslið. En nú hefur
dregiö úr reiöi siöapostulanna og Erica heldur
_áfram að rýna í söguna en í leiöinni skoöar hún
sjálfa sig í þeirri tilraun að endurvekja á ný þá
sjálfsvitund, sem konur hafa tapað.
Þetta segir í formála að nýlegu
viötali viö Ericu Jong í ítalska tíma-
ritinu Vogue, en þar segir hún
meöal annars um bók, sem hún nú
vinnur að um sögu norna:
„Ég hef tekið þá meövituöu
ákvöröun aö skrifa um konur, sem
hetjur, því fram til þessa hefur nær
eingöngu veriö fjallaö um sjálfs-
þyndingu þeirra, fórnir og sjálfs-
morö í bókmenntum og hún bætir
viö: „Grunntónninn i síöustu
skáldsögunni minni Fanny, er
hugmyndin um ættmóöur. Það er
ekki fyrir tilviljun aö ég fjalla um
fornheiöin trúarbrögö eins og
dýrkun á „Móöur Jörö“. Móöur-
hlutverkiö er grundvallaratriöi. Ef
konan upplifir þaö á jákvæöan
hátt, þá uþþgötvar hún styrk sinn
fremur en veikleika.“
Hvað finnst þér hafa breyst í
réttindamálum kvenna síðan þú
skrifaðir bókina Fear of Flying?
„Þegar bókin kom út endur-
speglaði hún ástand margra
kvenna, sem voru aö brjótast út úr
heföbundinni hlutverkaskipan. Þá
var ekki um aö ræöa aö ná kyn-
feröislegu frelsi heldur voru konur
aö reyna aö öölast efnahagslegt
sjálfstæöi. Á síöustu árum hafa
orðiö stórstígar breytingar. Nú
höfum viö jafnan rétt til þess aö
vinna utan heimilis og til aö fæöa
af okkur börn og oft gerum viö
hvoru tveggja. En karlmenn og
þjóöfélagiö í heild hefur ekki
breyst nógu mikiö til þess aö auö-
velda okkur þetta. Þar af leiöandi
verður konan aö búa yfir hetjulund
til þess aö takast á viö hversdags-
leikann. Reyndar er þetta afar for-
vitnilegt ástand þ.e.a.s. aö vera
þræll eigin frelsis vegna of mikillar
vinnu og stööugrar þreytu. Upp á
síökastið hefur þetta leitt til frá-
hvarfs, því margar konur hafa gert
sér grein fyrir aö þær hafa færst of
mikiö í fang og þurfa nú aö horfast
í augu viö þaö aö velja á milli mis-
munandi þarfa.“
Heldur þú að karlmenn geti
verið jafnréttissínnar?
„Þaö reynist erfitt fyrir þá, því
þeir telja sig ekki þurfa aö líta
sjálfa sig gagnrýnum augum eins
og kvenfólk gerir. Konur hafa
eitthvaö sérstakt viö sig, sem veitir
þeim innsæi og kímni þess sem sér
hlutina neöan frá, sem karlmenn
hafa ekki. Fyrir þær eins og ýmsa
aöra minnihlutahópa, hefur félags-
leg niöurlæging þeirra fengiö útrás
í listsköpun. Þaö kemur mér til
dæmis ekki á óvart, aö áhugaverö-
ustu rithöfundar spænskrar tungu
nú, menn eins og Borges, Marques
og Cortazar koma allir frá gömlu
nýlendunum en ekki frá Spáni.
Nokkrir af bestu skáldsagnarhöf-
undum Bandaríkjanna eru Gyö-
ingar, sumir hverjir nú aöfluttir
eins og Singer. Segja má aö konur
séu í vissum skilningi útlagar eöa
utangarös í sínu þjóöfélagi, eins og
þessir menn, og taka því ekkert
sem gefiö og búa þar af leiöandi
yfir meiri veraldarsýn en karlar."
í síöustu bók þinni greinir þú á
milli „léttlynds losta“ og „synd-
samlegs fjöllyndis, sem sýkir
hugann“. f hverju felst syndin aö
þínu mati?
„Hún felst í því aö aöskilja kynlíf
frá eölilegum gangi lífsins og líta á
þaö sem eitthvaö óhreint og
ruddalegt, eins og markgreifinn de
Sade gerði. Hann var dæmigeröur
„púritani", en þeir vilja setja synd-
ina á sinn bás meö því aö geyma
klámbókina undir koddanum og
hafa guösoröabókina á náttborö-
inu. Ef einhverjum verður þaö á aö
setja þær hliö viö hliö þá finnst
þeim sér vera ógnaö.
Allt frá því aö rómantíska stefn-
an hófst til vegs og virðingar höf-
um viö þurft aö búa viö tví-
skinnung í kynferöismálum, sem
ekki var til í fornöld. Katúllus, Petr-
óníus og Apúleus voru snjallir höf-
undar, sem töluöu hispurslaust um
ástir og búkmál. Nútímahöfundar
eins og Henry Miller og ég höfum
reynt aö feta í fótspor þeirra en
fengið aö launum mjög haröa og
óvægna gagnrýni."
Það kemur all oft fyrir að þú
lýair kynfærum karlmanna í bók-
um þínum. Gerir þú þetta til þess
að vinna bug á fordómum?
„Hvernig er hægt að lýsa viö-
horfum kvenna til sögunnar án
þess aö tala um getnaöarliminn og
skilning kvenna á honum? Kynfæri
karla eru mismunandi og upplifun
þeirra á þeim er einnig mismun-
andi. Sjálfsvitund karlmanna er
svo nátengd kynfærum þeirra, aö
varla er til sá maður, sem hefur
ekki áhyggjur af getu sinni. Flestir
þeirra gera sér svo enga grein fyrir
Mæður á síðara fæðingaskeiði
ft Strákurinn kom skemmtilega á óvart})
„Strákurinn kom_____
skemmtilega á óvart, því
við vorum orðin ansi______
vondauf um að viö mynd-
um eignast barn, en strák-
urinn hefur veitt okkur___
mikla lífsfyllingu," segir
Lilja Óskarsdóttir, hjúkr-
unarfræðingur en hún og
maður hennar Siguröur
Kr. Jóhannsson voru 39
ára, þegar þeim fæddist
drengur. _____
Viö biöjum Lilju aö segja okkur
fyrst hvernig meögangan og fæö-
ingin hafi gengiö fyrir sig.
„Mér leið vel allan meögöngu-
tímann. Ég liföi mjög heilbrigöu lífi
eins og jafnan, boröaöi næringar-
ríka fæöu, stundaöi golf eins lengi
og mögulegt var og sótti leikfimi-
tíma. En þaö er mjög mikilvægt aö
konur lifi reglusömu lífi á þessu
skeiöi, reyki hvorki né drekki. Þeg-
ar líða tók á meögönguna fór ég á
námskeiö fyrir veröandi mæöur,
þar sem kennd er öndun, slökun
og leikfimi og ýmiss fróðleikur um
meöferö ungbarna. Var þetta mjög
gott námskeiö en kennari var
Helga Daníelsdóttir, hjúkrunar-
fræöingur.
Ég vann allan meögöngutímann
og átti barniö fimm dögum eftir aö
ég hætti aö vinna. Ég sá enga
ástæöu til aö kvíöa fæöingunni því
gerðar voru á mér athuganir og
tekiö grindarmál og benti ekkert til
þess aö ég gæti ekkí átt eðlilega.
Ég vissi líka aö ef eitthvaö færi
úrskeiöis í fæðingunni þá yröi grip-
iö inn í. Fæöingin gekk nokkuð vel,
þó þurfti aö hjálpa til í lokin meö
töngum, vegna þess aö þaö dró úr
sóttinni. Mér fannst þaö traust-
vekjandi aö ég var sett í samband
viö tæki, sem mælir hjartslátt
barnsins og þegar nokkur útvíkkun
var orðin þá var tækiö tengt meö
leiðslum viö höfuö barnsins þannig
Það er mikil lífsfylling að eiga barn, segir Lilja Óskarsdóttir, sem hér er
með syninum.
aö hægt var aö fylgjast meö líðan
þess.“
Varst þú lengi að né þér eftir
fæðinguna?
„Bæöi ég og barniö vorum fljót
aö ná okkur og leiö vel er vlö yfir-
gáfum fæöingardeildlna.
Ég byrjaöi aö stunda leikfimi
strax á fæöingardeildinni en þar er
sjúkraþjálfari sem leiðbeinir um
æfingar og þar er sérstakur æfing-
arsalur, sem sængurkonum er ætl-
aöur. Síðan geta konurnar haldlð
æfingunum áfram, þegar heim er
komið.“
Nú voruö þið barnlaus éður en
þið éttuð strékinn, varð ekki tölu-
verð breyting é högum ykkar
með tilkomu hans?
hætt því og nýt hverrar stundar,
sem ég hef meö barninu. Ég tel
þaö forréttindi kvenna aö geta ver-
iö heima meö börnum sínum og
finnst of lítið gert fyrir þær konur,
sem vilja vera heima hjá börnum
sínum, en geta þaö ekki af fjár-
hagsástæöum. Finnst mér þaö
mætti greiöa þessum konum fjár-
muni sem gera þeim kleift aö vera
heima meöan börnin eru ung, en
ekki einblína á þaö aö byggja fleiri
barnaheimili.
Óneitanlega eru viö bundnari nú
en áöur, en viö vorum tilbúin aö
eiga barn meö öllum þeim skyld-
um, sem því fylgir. Ég hef alltaf
veriö heimakær, svo ég finn ekkert
fyrir því aö þurfa aö dvelja mikiö
heima. En viö eigum góöa aö sem
gæta barnsins, þegar okkur langar
aö skreppa eitthvert."
Gætir þú hugsað þér að eign-
ast fleiri börn?
„Já, ég vildi gjarnan eiga eitt í
viöbót, því þaö er ómissandi að
eiga systkini. Auk þess sem þaö
gefur manni svo mikið aö eiga
barn og geta veriö meö því en ég
held að ég hafi aldrei veriö eins
ánægö meö lífiö og núna.“