Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 11
HVAD ER AÐ GERAST UM HELGINA?
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983
43
fólk er á skemmtisiglingu í smá-
bátum líkt og á málverkum Ren-
oirs eöa Manets.
Jafnframt er heil röö Ijósmynda
sem teknar voru í Englandi á árun-
um 1898 og 1899, meöan á útlegð-
inni vegna Dreyfus-málsins stóö.
En einkum þó er hér um aö
ræöa myndir úr einkalífi Zola, hríf-
andi og nærfærnar myndir af
börnum hans, af Jeanne Rozerot
fylgikonu hans og af eiginkonu
hans, Alexandrine.
Þessi sýning var haldin í fyrsta
skipti í janúar 1982 í „Galerie du
Chateau d’Eau“ í Toulouse. Síöan
þá hefur hún verið sýnd í fjölda
borga í Frakklandi. ísland er fyrsti
áfangastaöur hennar utan Frakk-
lands.
KVIKMYNDIR
Regnboginn:
Verk Emile Zola
á hvíta tjaldinu
Fjölmargar af skáldsögum Emile
Zola hafa oröiö yrkisefni stór-
mynda. I tengslum viö sýningu á
Ijósmyndum Emile Zola aö Kjar-
valsstööum veröa fimm sígildar
stórmyndir franskrar kvikmynda-
gerðar, sem geröar eru eftir
skáldsögum Zola sýndar þann 26.
og 27. febrúar, svo og 5. og 6.
mars í Regnboganum.
Þessar fimm myndi eru:
— LA BETE HUMAINE eftir Je-
an Renoir (1938) — GERMINAL
eftir Yves Allégret (1962) — GER-
VAISE eftir René Clément (1955 —
eftir skáldsögunni „L’assomoir")
— POT BOUILLE eftir Julien Duvi-
vier (1957) — THÉRESÉ RAQUIN
eftir Marcel Carné (1953).
Eins og sjá má eru þessar
myndir geröar af fimm mönnum úr
hópi bestu kvikmyndagerðar-
manna Frakka. I þeim getur einnig
aö líta bestu leikarana: Simone Si-
gnoret, Jean Gabin, Francois Péri-
er, Blaude Brasseur, Gérard Phil-
ippe, o.s.frv.
Hver mynd veröur sýnd fjórum
sinnum. Sýningartími: kl. 15, 17,
19, 21 og 23.
Sveinn M. EIÖMon í hlutverki
kaupamannsin* í kvikmyndinni
Óðal feöranna eftir Hrafn Gunn-
laugsson.
Óðal feðranna
endursýnd
Kvikmynd Hrafns Gunnlaugs-
sonar, Óöal feöranna, veröur
endursýnd á sunnudaginn á
þremur stööum á landinu: I
Regnboganum í Reykjavík, í
Borgarbíói á Akureyri og í isa-
fjaröarbíói. Þaö þarf ekki aö hafa
mörg orö um Óöal feöranna. Alls
sáu myndina tæplega 100 þús-
und manns, svo hálf þjóöin þekk-
ir hana vel. Hinn helmingurinn
fær tækifæri til aö kynnast henni
næstu daga.
Eins og menn muna var titillag
myndarinnar, Sönn ást, eftir
Magnús Eiríksson, kosiö vinsæl-
asta lag ársins 1981. En aöalhlut-
verk í Óðali feöranna eru í hönd-
um Jakobs Þórs Einarssonar og
Sveins M. Eiössonar.
Myndin mun flakka eitthvaö
um landiö á næstunni, en aöeins
veröa fáar sýningar á hverjum
staö.
Sænski sendikennarinn Lennart
Pallstedt og danski sendikennar-
inn Bent Chr. Jacobsen kynna
bókaútgáfu heimalanda sinna frá
1982. Norskar og finnskar bækur
veröa kynntar laugardaginn 5.
mars kl. 15.
Venja hefur verið aö bjóöa
hingaö rithöfundi frá einhverju
Noröurlandanna. Aö þessu sinni
er það sænski rithöfundurinn og
þúsundþjalasmiöurinn HASSE
ALFREDSON frá Svíþjóö, sem
ætlar aö lesa úr nýjustu bók sinni
„Lagens lánga nösa“ og spjalla
vió áheyrendur.
HASSE ALFREDSON lauk fil.
kand.prófi í bókmenntum, lista-
sögu og heimspeki frá háskólanum
í Lundi. Þar var línan lögö er hann
m.a. samdi stúdentafarsann
(„spexiö”) Djingis Kan og lék hann
sjálfur aöalhlutverkiö.
Hiö fræga samstarf hans og
Tage Danielsson hófst 1961 er þeir
stofnuöu Hlutafélagiö Sænsk orö
(AB Svenska Ord). Þeir hafa síöan
veriö eitt af stóru nöfnunum í
sænsku skemmtanalifi og vin-
sældir þeirra hafa síst mlnnkaö.
Þeir hafa samið og komið fram í
ótal revíum og kvikmymdum m.a.
meö Gösta Ekman, Lenu Nyman
og Monicu Zetterlund.
MÍR-salurinn:
Fræg heimild-
armynd á
sunnudaginn
Kvikmyndasýning veröur í MiR-
salnum, Lindargötu 48, nk. sunnu-
dag, 27. febrúar, kl. 16. Sýnd verö-
ur hin fræga heimildarkvikmynd
Mikhaíls Romm „Venjulegur fas-
ismi“. Myndin var gerö um miöjan
sjöunda áratuginn og vakti þá þeg-
ar mikla athygli og umtal og fyrstu
verölaun hlaut hún á alþjóölegu
heimildarkvikmyndahátíöinni í
Leipzig. í myndinni er lýst upp-
gangi fasismans á italíu og í
Þýskalandi og þeim jarövegi sem
hann var runninn úr. Skýringar
meö myndinni á ensku.
Aögangur aö MÍR-salnum, Lind-
argötu 48, er ókeypis og öllum
heimlll.
Helgarferð aö
Hlöðuvöllum
Dagsferöir sunnudaginn 27.
febrúar veröa tvær og lagt af staö
í báöar frá Umferöarmiöstööinni
austanmegin á sama tíma kl. 13.
Gengiö veröur á Skálafell á Mos-
feilsheiöi og einnig gengiö á skíö-
um í nágrenni Skálafells. Ennþá er
nægur snjór á þessu svæöi, þrátt
fyrir hlýindin undanfarna daga.
Helgarferö veröur farin aö
Hlöðuvöllum 26.-27. febrúar og
er brottför kl. 08 á laugardaginn.
Ekiö veröur til Þingvalla, en þaöan
gengiö á skíðum til Hlöðuvalla.
Snjósleðar flytja farangur og tekur
skíöagangan um 6 klst.
Háskólakórinn á æfingu á miðvikudagskvöfdiö. Kórinn heldur tónlefka um helgina í Félagsstofnun
stúdenta, en fer á mánudaginn í hálfs mánaðar feröalag til Rússlands.
Háskólakórinn:
Tónleikar um
helgina —
Rússlandsferð
eftir helgina
Um helgina heldur Háskóla-
kórinn tvenna tónleika í Félags-
stofnun stúdenta viö Hringbraut.
Kórinn frumflytur m.a. fimm ís-
lensk verk, eftir Jón Ásgeirsson,
Jónas Tómasson, Karólínu Ei-
ríksdóttur, Hjálmar H. Ragnars-
son og Atla Heiml Sveinsson.
Tónleikarnir veröa á laugardag
og sunnudag og hefjast báöir
klukkan 17.
En þaö stendur meira til hjá
Háskólakórnum. Á mánudaginn
leggur kórinn upp í söngferöalag
til Rússlands. Það er Menningar-
stofnun Sovétríkjanna sem hefur
boöiö kórnum, en sovéska
sendiráöiö hér á landi hefur ann-
ast milligöngu. Kórfélagar borga
feröir til og frá Rússlandi, en
feröalög innan Sovétríkjanna
borgar Menningarstofnun Sov-
étríkjanna og uppihald aö ein-
hverju marki. Þetta er hálfs mán-
aöar ferö og heldur kórinn átta
tónleika á fjórum stööum:
Mosvku, Kænugaröi (Kiev), Len-
ingrad og Tallin.
Kórstjórinn Hjálmar H. Ragn-
arsson sagöi, aö kórfélagar
heföu staöiö f mikilli fjáröflun
undanfariö. Gáfu m.a. út stórt
auglýsingablaö meö blönduðu
tónlistarefni. Þá hefur kórinn
fengiö styrki frá fyrirtækjum og
stofnunum. Hjálmar sagöi aö á
síöustu árum heföi kórinn fariö i
margar utanlandsferðir, síöast i
fyrra til írlands. Þá sem nú voru
eingöngu sungin íslensk verk,
bæöi þjóölög og verk sem samin
hafa verið sérstaklega fyrir kór-
inn. í Háskólakórnum eru 60
manns.
Útivist:
Göngu- og
skíða-
ferð á sunnu-
daginn
í kvöld kl. 20 veröur fariö i helg-
arferö í Þórsmörk. Gist í skála Úti-
vistar á Básum, en þar er hiö feg-
ursta umhverfi.
Á sunnudaginn veröa tvær ferö-
ir. í fyrsta lagi skíöaganga, en lagt
verður af staö frá skíöaskálanum í
Hveradölum, gengiö noröur meö
Stóra Reykjafelli og inn á leiöina
milli Hrauns og Hlíöa. Þaö er göm-
ul þjóöleiö og eftir henni veröur
gengiö í Fremstadal. Fararstjóri er
Sveinn Viðar Guömundsson.
Hin feröin er gönguferð í
Rjúpnadali. Lagt upp tii móts viö
Vífilfellskrók, siöan veröur gengið
meöfram Sandfelli og Selfjalli í
Lækjarbotna. Fararstjóri er
Steingrímur Gautur Kristjánsson.
Ferðafélag íslands:
Kópavogskirkja:
Tónleikar á
sunnudag og
mánudag
Tónleikar verða í Kópavogs-
kirkju sunnudaginn 27. febrúar kl.
17 og mánudaginn 21. febrúar kl.
20.30. Flutt veröur Heiligmesse
eftir Joseph Haydn. Verkiö er fyrir
fjóra einsöngvara, kór og hljóm-
sveit og er aö þessu sinni flutt af
nemendum úr Menntaskólanum í
Kópavogi og tónlistarskólum af
höfuöborgarsvæöinu. Flytjendur
eru Sigríöur Gröndal sópran, Guö-
ný Árnadóttir alt, Halldór Torfason
tenór, Steinþór Þráinsson bassi,
kór Menntaskólans í Kópavogi og
Nemendahljómsveitin. Stjórnandi
er Gunnsteinn Ólafsson.
Tónverkiö veröur flutt örlítlö
stytt, enda stórt og viöamikiö.
Verk af þessari stærö hefur ekki
veriö flutt í Kópavogi fyrr og sjálf
Heiligmesse hefur aldrei veriö flutt
hérlendis. Aögangur er ókeypis.
íslenska óperan:
Allra síðustu
sýningar á
Töfraflautunni
Sýningum er nú aö Ijúka hjá is-
lensku óperunni á Töfraflautunni
eftir W.A. Mozart og veröa síöustu
sýningar sem hér segir: föstudag
25. febr. kl. 20.00, laugardag 26.
febr. kl. 20.00, sunnudag 27. febr.
kl. 20.00.
Alls veröa sýningar Töfraflaut-
unnar því 40. Aösókn hefur veriö
mjög góö og hefur jaöraö viö út-
sölustemmningu í miöasölunni.
Ákveöiö hefur veriö aö taka upp
aö nýju sýningar á barnaóperunni
Litla sótaranum eftir Benjamin
Britten sem frumsýnd var hjá ís-
lensku óperunni í haust. Ráögerö-
ar eru nokkrar sýningar í febrúar
og mars og veröur sú fyrsta
sunnudaginn 27. febrúar og hefst
kl. 16. — Leikstjóri er Þórhildur
Þorleifsdóttir en Jón Stefánsson
stjórnar tónlistinni.
BOKAKYNN-
INGAR
Norræna húsið:
Bókakynning
norrænu sendi-
kennaranna
Laugardaginn 26. febr. kl. 15
veröur bókakynning norrænu
sendikennaranna í Norræna hús-
inu.
TONLIST
FERDALÖG